Morgunblaðið - 31.03.1983, Síða 2

Morgunblaðið - 31.03.1983, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Fegurðarsamkeppni íslands haldin í maí ÁKVEÐIÐ hefur veriö aö halda Feg- urðarsamkeppni fslands á Broadway 13. og 20. maí nk. Er þegar byrjað að taka við ábendingum hjá Auglýs- ingastofunni Gott fólk hf., Suður- landsbraut 4. Að sögn nýrra forráðamanna Fegurðarsamkeppninnar hafa þær stúlkur, sem tóku þátt í keppninni á síðasta ári fengið tilboð um ýmis störf erlendis og þá einkum mód- elstörf, en ein þeirra hefur fengið tilboð um að leika í kvikmynd, sem aðstandendur óskarsverðlauna- myndarinnar „Eldvagninn" stóðu að. Tökur á þessari nýju mynd hefjast eftir rúman mánuð og tal- ið er fullvíst að í aðalhlutverkum verði skærustu stjörnur popp- heimsins í dag. Lækkun á verði Lignano-ferða MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi fréttatilkynning frá Ferðaskrifstofunni Útsýn: Ítalíukynningin, sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi á veg- um Útsýnar og ferðamálaráðs Lignanoborgar, vakti mikla at- hygli og var fjölsótt. Voru ítalirn- ir svo hrifnir af móttökum íslend- inga að þeir ákváðu að halda sér- stakt boð fyrir alla Útsýnarfar- þega í Lignano í sumar. Mesta ánægju mun þó vekja, að sam- ningar tókust um lækkun gisti- verðs á nýjum gististað í háum gæðaflokki, OLIMPO, sem stendur á undurfögrum stað við snekkju- höfnina í Lignano, en á hina hlið er sjálf „gullna ströndin". OLIMPO er rólegur, vandaður gististaður með íbúðir í þrem stærðarflokkum með öllum til- heyrandi búnaði, þar sem íslenzkt starfsfólk er til þjónustu bæði á eigin skrifstofu Útsýnar og til að annast eftirlit og ræstingu íbúða. Á jarðhæð hússins er fullkomin þjónustumiðstöð með verzlunum og veitingastöðum, bankaþjónustu o.s.frv. Á grundvelli þessara nýju samninga mun Útsýn geta lækkað ferðakostnað í flestum ferðum til Lignano um 8%. Þá hefur Útsýn einnig tekizt að fá lækkuð gistiverð fyrir fjöl- skyldur í vorferðinni til Costa del Sol 10. apríl til 5. maí, sem er nærri fjögurra vikna ferð. Hér er um algjört sértilboð að ræða, þar sem verðið ej aðeins frá kr. 7.900 á mann, sé um 4 manna fjölskyldu að ræða. Rut Ingólfsdóttir leikur einleik FÖSTUDAGURIN langi er sorg- þrungnasti dagur ársins. Þá eru eng- in Ijós tendruð í kirkjum, og guðs- þjónustur bera sterkan svip af at- burðum þeim, sem minnst er. Við messugjörðir mínar á þessum degi í Sýning á Iist- vefnaði Litla-Hvammi, 30. ma.~s. Sigrún Jónsdóttir opnar sýningu á listaverkum sínum í samkomuhúsinu Leikskálum Vík í Mýrdal, laugardag- inn fyrir páska klukkan 16.00. Er hér um að ræða allslags vefnað og út- saum varðandi kirkjubúnað. Sýningin stendur til þriðjudags- ins 5. apríl og eru allir velkomnir. - Sigþór. Dómkirkjunni hefur á undanförnum árum skapast sú hefð, að mjög mikið er lagt upp úr flutningi fagurrar tónl- istar og gjarnan fenginn þekktur listamaður til „sólóhlutverks". Að þessu sinni er það Rut Ing- ólfsdóttir fiðluleikari. Hún leikur í messunni kl. 11, en auk þess syng- ur Dómkórinn hið fagra lag Moz- arts „Ave verum corpus". Þá verð- ur litanía sr. Bjarna Þorsteinsson- ar sungin og einnig lag Páls ís- ólfssonar við sálminn „Eg kveiki á kertum mínum". Að sjálfsögðu verða lesin lok píslarsögunnar og flutt stutt hugleiðing. Ég vænti þess, að þeir sem leggja leið sína til þessarar messu- gjörðar á langafrjádag kl. 11 eigi þar góða stund, ríka af andblæ hins helga minningardags. Þórir Stephensen. Leikendur í uppfærslu Leikdeildar Umf. Skallagríms í Borgarnesi á gamanleiknum Hvftu kanínunni ásamt Sævari Pálssyni leikstjóra. Leikdeild Umf. Skallagríms í Borgarnesi: Hvíta kanínan frumsýnd LEIKDEILD Ungmennafélagsins Skallagríms frumsýnir nú um páskana gamanleikritið Hvítu kan- ínuna f samkomuhúsinu í Borgar- nesi. Leikritið er eftir bandarísku blaðakonuna og leikritaskáldið Mary Chase og var það fyrst sett á svið 1944 í Bandaríkjunum við miklar vinsældir. 17 manns taka þátt í uppfærslu leikdeildarinn- ar, en leikstjóri er Sævar Páls- son. Með aðalhlutverk fer Hreggviður Hreggviðsson. Loks má geta þess að leikritið var sett upp í Þjóðleikhúsinu 1953 og þá undir heitinu Harway. Hátíð til ágóða fyrir sjónstöð blindra Á ANNAN í páskum verður mikil fjölskylduhátíð í Laugardalshöllinni, sem Kiwanisklúbburinn Esja stend- ur fyrir og er til ágóða fyrir byggingu sjónstöðvar í viðbótarbyggingu Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17 hér í bænum. Happdrætti hleypti klúbburinn af stað fyrir nokkru og voru gefnir út 12.000 happdrættismiðar, en vinningurinn er Nissan Cherry, bíll sem er að verðmæti 220.000 kr. Á fjölskylduhátíðinni munu skemmta fjöldi landskunnra skemmtikrafta, flutt tónlist af ýmsu tagi, farið með gamanmál og einnig verður bingó. — Kíwanis- klúbbsmenn segja að hápunktur- inn í hátíðarhöldunum verði er dregið verður í happdrættinu um bílinn. — Hugsanlegt er að vinn- ingshafi verði þá sjálfur staddur á hátíðinni og getur hann þá ekið heim í bílnum. En drætti verður einnig útvarpað. — Um kvöldið verður svo heljarmikill dansleikur fyrir unglinga í Höllinni og eiga Grýlurnar að sjá um stemmning- una. Boeing 737 ótvírætt hagkvæmasti kosturinn — segir Agnar Frið- riksson, framkvæmda- stjóri Arnarflugs ARNARFLUG fékk sl. þriðjudag af- henta nýja þotu af gerðinni Boeing 737—200, sem félagið hefur tekið á leigu frá hollenzka flugfélaginu Transavia. Agnar Friðriksson, fram- kvæmdastjóri félagsins tók við vél- inni á Amsterdam-flugvelli, en hún mun að hans sögn verða notuð til áætlunar- og leiguflugs milli landa. Um er að ræða svokallaða „Kombi-vél“, sem hentar vel til flutninga á farþegum og vörum samtímis, en vélin er með sérstök- um fraktdyrum, sem gerir vöru- flutninga mjög auðvelda. „Eftir að hafa skoðað alla möguleika kom- umst við að þeirri niðurstöðu, að Boeing 737—200 væri hagkvæm- asti kosturinn. Viö fáum vél af heppilegri stærð, en hún getur tekið allt að 130 farþega, auk þess sem hægt er að breyta henni á skömmum tíma, þannig að hægt sé að flytja í henni samtímis far- þega og vörur. Þá er vélin einhver sú sparneytnasta sem völ er á,“ sagði Agnar Friðriksson. Agnar sagði, að vöruflutningar félagsins hefðu farið stöðugt vax- andi undanfarna mánuði og því myndi þessi vél henta sérstaklega Efni páskablaðsins MORGUNBLAÐIÐ, sem er 112 síður í dag, skírdag, er í þremur hlutum. Miðhlutinn (bls. 49—80) fylgdi Morgunblaðinu í gær, en í dag fá lesendur í hendur það sem á vantaði (bls. 1—48 og 81—112). Páskablaðið að þessu sinni spannar öldungis vítt svið; ferðasög- ur, stjórnmál, viðtöl, og listir af ýmsu tagi svo að eitthvað sé nefnt. Markmiðið var að gera blaðið sem fjölbreytilegast og er það von Morgunblaðsins að allir lesendur finni þar eitthvað við sitt hæfi. Meðal efnis í páskablaðinu er: BLAÐSÍÐUR 1-48 Það er manngildið sem er og verður númer eitt. Bragi Óskarsson ræðir við Björn Finnbogason í tilefni áttræðisafmælis................................... bls. 12 Sigur lífs yfir dauðanum. Sveinn Guðjónsson fjallar um páskaboðskapinn og gildi hans fyrir íslenska trú . bls. 16 Inni sváfu hænur á prikum og yfír staðnum hvfldi ró. Árni Johnsen ræðir við Sigurgeir Jónsson sjómann og kennara í Vestmannaeyjum.......................... bls. 22 A hjara veraldar. Arnaldur Indriðason fjallar um nýja íslenska kvikmynd sem verður frumsýnd um páskana ... bls. 24 „Við erum ennþá með svuntuna.“ Jóhanna Kristjónsdóttir fjallar um stöðu ísraelsku konunnar .............. bls. 38 Strengbúinn silfurklæddi. Guðmundur Guðjónsson fjallar um sögu Atlantshafslaxins ........................ bls. 42 BLAÐSÍÐUR 49—80 Kjarnorkubólan á íslandi sumarið 1980. Björn Bjarnason rifjar upp atburði frá árinu 1980 um hvort kjarnorkuvopn séu á fslandi ...................... bls. 50 Þar snerist heimurinn ekki hratt. Þórarinn Ragnarsson segir Með vatnsliljunum hans Monets. Elín Pálmadóttir Valli víðförli. Fríða Proppé segir frá ferðalagi rostungs BLAÐSÍÐUR 81—112 Telexið í Taipai. Þorbjörn Guðmundsson segir frá Blóðhundur Hitlers. Guðmundur Halldórsson fjailar um Erich Koch sem var Matreiðslubók landshöfðingjans. Elísabet Jónasdóttir fjallar um matreiðslubókarskrif Væri nánast tilgangslaust að byrja á verkinu núna. Anders Hansen ræðir við Lúðvík Kristjánsson rithöfund Við höldum okkar striki. Sigurður Sverrisson fjallar um isiensku hljómsveitina Mezzoforte ........... ÞJÓNUSTULIÐIR OG UPPLÝSINGAR: bls. 58 bls. 64 bls. 74 bls. 86 bls. 90 bls. 98 bls. 100 bls. 110 bls. 95 Is. 6 bls. 40 bls. 10 bls. 37 bls. 18 bls. 68 ■■■■ vel. „Við höfum t.d. ákveðið að bæta fjórðu ferðinni við í viku á Amsterdam í sumar, þar sem við getum verið með blandað flug. Þá gerum við ráð fyrir að fljúga blandað flug næsta vetur til Amsterdam og fjölga ferðum þá úr tveimur í viku í þrjár," sagði Agnar ennfremur. Það kom ennfremur fram hjá Agnari, að Arnarflug hefur verið með Boeing 737—200 þotur í rekstri síðan 1981, en félagið fékk þá fyrst íslenzkra félaga slíka vél. Önundur Jóhannsson, flugstjóri, sagði í samtali við Mbl., að þessar vélar hefðu reynzt mjög vel þau tvö ár, sem félagið hefur haft þær í rekstri. „Þetta eru mjög spar- neytnar vélar, auk þess sem þær eru mjög liprar og þægilegar í meðhöndlun. Ég tel þessa vél ótvírætt bezta kostinn fyrir félag- ið,“ sagði Öndundur ennfremur. Afmælisfund- ur AA-samtak- anna á morgun Afmælisfundur AA-samtakanna sem berjast gegn áfengisvandanum verður haldinn að venju á fóstudag- inn langa í Háskólabíói kl. 21. Þar koma fram ýmsir AA-félagar og einn- ig gestir frá samtökunum Al-Anon og Ál-Áteen. Kaffíveitingar verða eftir fundinn. íslensku AA-samtökin voru stofnuð á róstudaginn langa 1954, eða fyrir 29 árum. Nú eru starfandi 133 deildir á vegum AA-samtakanna á íslandi og 2 á vegum íslendinga erlendis, sem hver um sig heldur a.m.k. einn fund í viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.