Morgunblaðið - 31.03.1983, Síða 4

Morgunblaðið - 31.03.1983, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Nýjar tillögur Reagans: „Best er ‘ sem eigi W a.shington, 30. raars. AP. Bandamenn Bandaríkjanna innan NATO hafa lýst ánsegju sinni með hinar nýju tillögur Ron- ald Reagan Bandaríkjaforseta um að draga úr kjarnorkuvígbúnaði í að báðir aðilar fæstar flaugar“ Evrópu. Sovétmenn hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um tillög- urnar sem fela í sér að Banda- ríkjamenn haldi við stefnu sína og áætlun að koma fyrir hluta þeirra Samstaða boðar til göngu 1. maí Varsjá, 30. mars. AP. Samstöðuleiðtogar sem starfa með leynd í Varsjá hafa hvatt stuðnings- menn sína til að fjölmenna í göngu um götur gamla borgarhlutans í höf- uðborginni þann 1. maí nk. Göngu- áskorun þessari fylgja einnig viðvar- anir: „Látið ekkert og engan koma í veg fyrir það.“ Undir þessa áskorun skrifar Zbigniew Bujak og tveir aðrir leið- togar Samstöðu, sem starfa með leynd í höfuðborginni, en skjal þetta er hið fyrsta sem af fréttist, um ráðagerðir óháðu verkalýðsfé- laganna varðandi 1. maí, sem er dagur verkalýðsins í Evrópu. Stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau viti um ráðagerðir Samstöðu í byrjun maímánaðar. Skjali þessu var dreift til vest- rænna fréttamanna á sama tíma og háttsettur embættismaður innan kommúnistaflokksins lýsti því yfir að óeirðir borgaranna gætu orðið til þess að ástand í Póllandi versnaði til muna. f áskoruninni er lagt til að verka- menn taki ekki þátt í opinberum samkomum í Varsjá þennan dag þar sem „þetta sé ekki dagurinn til að sýna yfirvöldum lotningu". Á síðastliðnu ári tóku um 50.000 stuðningsmenn Samstöðu þátt í göngu óháðu verkalýðsfélaganna 1. maí í Varsjá án þess að til árekstra kæmi við yfirvöld. 5—600 meðaldrægra eldflauga í Vestur-Evrópu, en Sovétmenn minnki sambærileg vopnabúr sín. „Best væri að báðir aðilar ættu engar flaugar, en fyrst það virðist ómögulegt er best að báðir aðilar eigi sem fæstar flaugar. Sovét- menn hafa yfirburði á þessu sviði eins og er, þannig að nýju tillög- urnar fela í sér jöfnuð, við verðum að byggja okkar kröfur á afvopn- un á sambærilegum vopnastyrk, annars geta Sovétmenn ráðskast með málið að vild sinni, „sagði Reagan við fréttamenn í gær. Hann bætti við, að þessi lausn gæti verið stökkpallur að núll- lausninni sem Bandaríkjamenn hafa til þessa haldið sig við. Reag- an undirstrikaði að þessar nýju tillögur fælu síður en svo í sér stefnubreytingu NATO, miklu Nýkomið Spónaplötur, finnskar, 1. fl. Krossviður, sléttur og rásaður, (3 teg.). Harðviður, ofnþurrkaður. PÁLL ÞORGEIRSSON & CO, Ármúla 27. — Símar 34000 og 86100. fremur væri bandalagið að höggva á hnútinn sem Sovétmenn hafa hert fast að með óbilgirni sinni í Genf-viðræðunum. Reagan sagði það raunhæfa von að Sovétmenn gætu fallist á tillögurnar, annað hvort óbreyttar en þó frekar lag- færðar. Hlé hefur verið gert á viðræðun- um í Genf, en reiknað er með því að næsta lota hefjist þar í maí. Viðræðunum lauk tveimur vikum á undan áætlun, en það endur- speglar þann litla árangur sem til þessa hefur náðst. Bandarískir embættismenn lögðu á það áhersiu í gær, að tillögurnar nýju höfðuðu ekki einungis til Vestur- Evrópu. Þ.e.a.s. það yrði ekki látið nægja að Sovétmenn færðu flaug- ar sínar til, slíkt myndi stofna ör- yggi annarra landa í hættu. Jóhannes Páll páfi II sést hér við dyr Péturskirkjunnar í Róm sl. föstudag vegna vígslu- athafnar í sambandi við ár hjálpræðisins, sem kaþólska kirkjan gengst fyrir. Páskaguðsþjónustur Fíladelfíu Skírdagur kl. 14.00 safnaöarguösþjónusta. Kl. 20.00 almenn guös- þjónusta. Föstudagurinn langi kl. 20.00 almenn guösþjónusta. Laugardagur kl. 20.30 páskavaka. Páskadagur kl. 20.00 almenn guösþjónusta. 2. páskadagur kl. 20.00 almenn guösþjónusta. Ræöumenn Árni og Urban Widholm frá Svíþjóö ásamt innlendum ræðumönnum. Fjölbreyttur söngur. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía, Hátúni 2. „711 BENIDORM A SPANI FJÖGURRA VIKNA HRBB& A ÞMGGJA VIKNAVERM Vorferð eldri borgara Ferðamiðstöðin hefur undanfarin vor efnt til sérstakra ferða fyrir eldri- borgara. Að þessu sinni er þessi ferð 28 dagar/fjórar vikur á sama verði og þriggja vikna ferðirnar. Hjukrunarfræðingur verður með í ferðinni. Styttið veturinn og njótið vorsins á besta sumarleyfisstað Spánar — Benidorm. Fjölskyldirferd Frítt fyrir bömin Auðvitað er fjölskyldufólki boðið að taka þátt í þessari vorferð og til þess að bæta þetta verðtilboð (fjögurra vikna ferð á þri|gja viku verði) bjóðum við nú frítt far fyrir börnin.Góðar íbúðir eða hotel með fæði. FM- Ferðakín FERÐAMIÐSTÖÐIN býður upp á sérstök FM—ferðalán sem byggj- ast á innlángreiðslum mánaðarlega fram að brottför, og síðan jöfnum afborgunum í tiltekinn tíma eftir að heim er komið. Kynntu þér þessi hagkvæmu greiðslukjör og staðgreiðsluafsláttinn.____ FERDAMIÐSTÖDIN AÐALSTRÆTI9 SÍMI28133 11255

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.