Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983
5
.. ■ ■
Fálkinn óskar ykkur
góðs gengis á skíðalandsmótinu
um páskana
Einar Ólafsson,
ganga.
Einar Úlfsson,
alpagreinar.
Ríkhard Sigurösson,
alpagreinar.
Árni Sæmundsson,
alpagreinar.
Ingólfur Jónsson, Guöbjörg
ganga. Haraldsdóttir,
ganga.
Gottlib Konráösson, ganga.
Jón Konráösson, ganga.
Magnús Eiríksson, ganga.
Stella Hjaltadóttir, ganga.
Allir ofangreindir skíðakapp-
ar keppa á Fischer skíðum^
Auk þess sem svigakapparn-
ir keppa á DACHSTEIN skóm
og TYRÓLÍA bindingum.
ATH.:
Verslunin er opin á laug-
ardag fyrir páska kl. 9—12.
Nicaraguæ
V opnaflutningar
til E1 Salvador?
Tegucigalpa, Honduras, 30. mars. AP.
STJÓRNVÖLD í Honduras héldu því
fram í dag, að hermenn frá Nicaragua
hefðu verið staðnir að því að flytja
vopn til sksruliða í El Salvador um
landsvsði Honduras. Sandinista-
stjórnin í Nicaragua segir flugher sinn
hafa gert loftárásir á flugvöll í Hond-
uras, sem uppreisnarmenn þar hefðu
notað við birgðaflutninga.
Tomas Borge, innanríkisráðherra
sandinistastjórnarinnar í Nicar-
agua, sagði, að fundist hefði litill
flugvöllur skammt frá landamærun-
um við Honduras og ljóst væri, að
uppreisnarmenn hefðu notað hann
við öflun vista og vopna. Gerðar
voru loftárásir á flugvöllinn og
sagði Borge, að margir skæruliðar
hefðu fallið, en nefndi þó engar töl-
ur.
Talsmaður ríkisstjórnarinnar í
Honduras sagði í dag, að komið
hefði verið að 12 hermönnum frá
Nicaragua í Honduras og hefðu þeir
verið að koma vopnum til skæruliða
í E1 Salvador. Sandinistastjórnin f
Nicaragua hefur ekkert sagt um
þessar fréttir en hún hefur margoft
neitað ásökunum um að hún sjái
skæruliðum í E1 Salvador fyrir
vopnum.
VERSLANIR OKKAR
VERÐA OPNAR LAUGARDAG
FRÁKL. 10—12
KARNABÆR
LAUGAVEGI 66
GLÆSIBÆ - AUSTURSTRÆTI 22
SÍMI FRA SKIPTIBORDI 85055
BNOC lækk-
ar verðið
London, 30. mare. AP.
BRESKA olíufélagið BNOC staðfesti
í gær, að það myridi lækka olíuverð
sitt. Tunnan af hráolíu úr Norðursjó
mun framvegis kosta 30 dollara,
kostaði áður 30,50 dollara. Önnur
Norðursjávarolía lækkar úr 30,50 í
29,75 dollara. Þetta nýja verð geng-
ur í gildi 1. aprfl.
Einkaumboð á Islandi,
FÁLKIN N
s: 84671, Suðurlandsbraut 8.
FISCHER — DACHSTEIN — TYRÓLÍA
TOPPMERKIN í SKÍÐABÚNAÐI
Ný ríkisstjórn
í V-Þýzkalandi
Aðeins 2 af 16 ráðherrum eru nýir
Bonn, 30. mars. AP.
HIN NÝJA ríkisstjórn Helmut Kohl,
kanslara í Vestur-lózkalandi, sór emb-
ættiseið sinn í dag og Karl Carstens,
forseti Sambandslýðveldisins notaði
tækifærið, er hann bar fram heillaóskir
sínar, til þess að minna nýju stjórnina
á að taka til óspilltra málanna við að
leysa efnahagsvandamál landsins. Þar
ber hsst atvinnuleysið, en nú eru um
Fá að heim-
sækja graf-
ir látinna
ættingja
Lundúnum, 30. mare. AP.
ÍBÚAR Falklandseyja létu
óánægju sína í Ijósi í gsr með þá
ákvörðun bresku ríkisstjórnarinn-
ar að leyfa argentínsku fólki að
heimsækja eyjarnar til þess að
votta sttingjum, sem féllu í stríð-
inu á eyjunum f fyrra, virðingu
sína. Þrátt fyrir óánægju íbúanna
ákvað landsstjórnin að leggja
ekki fram formleg mótmæli.
Tony Peck, einn meðlima
landsstjórnarinnar, sagði
marga hinna 1.800 eyjarskeggja
líta á ákvörðun þessa sem brot á
loforði Margaret Thatchers þess
efnis, að engir Argentínumenn
skyldu stíga fæti sínum á eyj-
arnar þar til Argentínustjórn
lýsti því yfir opinberlega að
óvild í garð Breta væri ekki
lengur fyrir hendi.
Landstjóri eyjanna, Rex
Hunt, var hins vegar ekki á
sama máli og Peck og taldi í lagi
að leyfa Argentínumönnum að
votta látnum virðingu sína, svo
fremi sannað væri, að þar væru
á ferð nákomnir ættingjar.
Breska utanríkisráðuneytið tók
í sama streng og Hunt.
Samkvæmt breskum skýrsl-
um eru 334 argentínskir her-
menn grafnir á eyjunum. Nær
tveir þriðju hlutar þeirra eru
óþekktir, en 114 eru nafngreind-
ir.
Til stendur, að hópur 500
Breta leggi upp til Falklands-
eyja þann 8. apríl nk. til að
heimsækja grafir náinna ætt-
ingja, sem féllu í stríðinu. Eru
það einkum foreldrar ungra
hermanna, sem létust.
2,5 millj. manna atvinnulausar þar f
landi og því fleiri en nokkru sinni eftir
stríð.
Aðeins tveir nýir ráðherrar eiga
sæti í nýju ríkisstjórninni, en hún er
skipuð 16 ráðherrum alls. Af þeim
eru 8 úr röðum kristilegra demó-
krata (CDU), 5 úr hópi CSU, flokki
Josefs Strauss í Bæjaralandi og loks
3 úr flokki frjálsra demókrata
(FDP). CSU hefur einum ráðherra
fleiri en áður. Það er Ignaz Kiechle
landbúnaðarráðherra, sem kemur í
stað Josef Ertl frá FDP, en sá síðar-
nefndi hafði gegnt embætti landbún-
aðarráðherra í 13 ár. Hinn nýji ráð-
herra í stjórninni er Heimrich
Windelen frá CDU, sem tekur við af
Rainer Barzel, sem ráðherra fyrir
samþýzk málefni.
Hans-Dietrich Genscher verður
áfram utanríkisráðherra þrátt fyrir
andstöðu Strauss.