Morgunblaðið - 31.03.1983, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 31.03.1983, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 7 Utankjörstaðakosning Utankjörstaöaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins í Valhöll Háaleitisbraut 1 — Símar 30866, 30734 og 30962. Sjálfstæöisfólk. Vinsamlega látiö skrifstofuna vita um alla kjósendur, sem veröa ekki heima á kjördegi. Utankjörstaöakosning fer fram í Miöbæjarskólanum alla virka daga kl. 10—12, 14—18 og 20—22. Sunnudaga kl. 14—18. Gleðilega páska SVARTA PAmA!> Hraðrétta vdtingastaður í hjarta borgarinnar áhomi ^ Tryggvagötu og Pósthússtrætis Súni 16480 Gengi 7/2 '83. Wallas 1200 Eldavél m/miöstöö. Verö til báta kr. 9.420. Eyðsla aðeins 0.15 I per klst. CTX1200 VHF bátastöö. Verö til báta kr. 4.814. 25 wött, 12 rásir. Áttavitar í úrvali fyrir báta og til fjallgöngu. Verö frá kr. 747. Polaris 7100 Tölvuleitarinn meö stefnuvitanum. Verö til skipa kr. 18.800. BENCO Bolholti 4. S. 91-21945 og 84077. Þá er hvíldardagurinn var liðinn, keyptu þsr María Magdalena, María móðir Jakobs og Sal- óme ilmsmyrsl til að fara og smyrja hann. Og mjög árla hinn fyrsta dag vikunnar, um sólar- upprás, komu þær að gröfínni. Þær sögðu sín á milli: „Hver mun velta fyrir oss steininum frá grafarmunnanum?" En þegar þær ifta upp, sjá þær, að steininum hafði verið velt frá, en hann var mjög stór. Þær stíga inn í gröfína og sjá ungan mann sitja hægra megin, klæddan hvítri skikkju og þær skelfdust. En hann sagði við þær: „Skelfíst eigi. Þér leitið að Jesú frá Nas- aret, hinum krossfesta. Hann er upprisinn." Maríurnar og Salóme voru ekki vitnisbærar í Israel. Þær voru bara konur. En Jesús valdi þær einmitt þær til að vera vitni um mestu tlðindi heimsins. Þær sendi hann með boðskapinn um upprisuna. Ó, Jesús. Þú mazt konur svo mikils. Hjálpaðu þeim til að meta þig og halda áfram að vitna um upprisuna vitna fyrir konum og körlum vitna með konum og körlum um upprisu þína. Biblíulestur óiJcuna 3.—9. apríl Páskadagur 3. apríl: Mark. 16:1—7. a) Getur verið, að Jesús hafi í rauninni risið upp frá dauðum? Hvað bendir til þess — Hvað dregur úr líkum þess? b) I I. Kor. 15:14 og 20 fjallar Páll postuli um upp- risuna. Lestu það — ertu sammála honum? Mánudagur 4. aprfl: Lúk. 24:13—25. a) Frásagnir annarra af upprisu Jesú nægðu þess- um mönnum ekki. b) Þeir gengu með Jesú, en þekktu hann fyrst í brotningu brauðsins. Hvað segir það okkur um samfélag okkar við Jesúm? c) Taktu eftir því, hvernig þeir breyttust við að uppgötva hver samferðamaður þeirra var. Breyt- ir Jesús okkur? Þriðjudagur 5. aprfl: Matt. 28:1—10. a) V.8: Konunum lá mikið á að flytja gleðitíðindin. En okkur? b) óttist-ekki — hvað fela þau orð í sér af munni Jesú? Miðvikudagur 6. aprfl. Matt. 20:11—20. a) Upprisan er ósönnuð og ekki afsönnuð. Hverju trúum við? b) Forsenda — skipun — loforð. íhugaðu þessa þætti í v. 18—20. Fimmtudagur 7. apríl: I. Mós. 12:1—13:1. Abraham leggur af stað í trausti til loforða Guðs, án þess að hafa sannanir fyrir nálægð Guðs í hvívetna. Þorum við það? Föstudagur 8. apríl I. Mós. 13:2—18. Abram vægir frekar en að standa í illdeilum við frænda sinn. Drottinn endurnýjar loforð sitt, og Abram reisir honum altari. Laugardagur 9. aprfl: I. Mós. 14:1—24. Abram sigrar í baráttunni, af því að Guð er með honum. Blessun fól í sér áþreifanlega nærveru Drottins í öllu lífinu. A DROrnNSWCI JUMSJÓN: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Gunnar Haukur Ingimundarson Séra Ólafur Jóhannsson Jesás er upprisinn! — Hvað viltu að kirkjan geri fyrir þig? — Ég vil að hún segi mér sannleikann um Jesúm. Ég er viss um að sá sannleikur er mikilvægari en allt annað í lífi mínu. — Hvers vegna segirðu það? Er það ekki nóg fyrir þig að eiga fjölskyldu, vinna skemmtilega vinnu og hafa góða heilsu og allt annað, sem þú nýtur? — Þetta er allt gjöf frá Guði. Það að ég á þetta allt bendir mér einmitt á Guð. Ég vil þekkja Guð, sem blessar mig svo mikið, enn betur. — Hver er þessi sannleikur um Jesúm? — Hann er upprisinn. Hann lifir. Hann er nálægur og elskar mig. — Það eru margir, sem elska þig. Og það er fullt af fólki sem þykist vera eitthvað sérstakt og hafa einhvern sérstakan boð- skap að flytja. — En enginn nema Jesús hef- ur risið upp frá dauðum. Hann reis upp frá dauðum af því að hann var sá Frelsari, sem Guð sendi. Hann var sjálfur Guð, sem kom niður til okkar mann- anna til að lifa við sömu kjör og við. En hann þoldi allt, sem á hann var lagt, án þess að drýgja nokkra synd. Hann, sem drýgði enga synd, dó fyrir syndir mínar. Þess vegna eru mínar syndir fyrirgefnar. — Þú hefur nú samt oft sam- viskubit og heldur alltaf áfram að gera ýmsar vitleysur, sem þú sérð eftir og verða þér og öðrum til tjóns. — Ég veit það. Það verður alltaf þannig. Én mig langar til að læra betur að treysta því að Jesús fyrirgefur mér það, sem ég geri rangt á hverjum degi. Ég má byrja næsta dag í nýjum krafti og gleði og hann hjálpar mér til að vanda mig betur þann dag. — Hann hjálpar mér til að hjálpa þeim, sem ég hef skaðað og sært. Ég veit að kraftur upp- risu Krists getur gert líf mitt þannig, sem mig langar svo mik- ið að það verði, líf í heilindum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.