Morgunblaðið - 31.03.1983, Side 11

Morgunblaðið - 31.03.1983, Side 11
11 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 UM PÁSKANA? Félagsheimili Ölfyssinga: Sigurður Magnús sýnir myndir unnar úr íslenskum jarðvegi Sigurður Magnús Sólmundarson heldur myndlistarsýningu í félags- heimili Ölfyssinga í Hveragerði dag- ana 31. mars til 4. aprfl nk. Opið verð- ur frá kl. 14 til 22 alla daga. Þetta er fjórða einkasýning Sig- urðar auk nokkurra samsýninga. Allar myndirnar eru unnar úr ís- lenskum jarðvegi, svosem gosefnum hverasvæða, mislitu grjóti ásamt timbri, járni og ýmsum gróðri. Laugardaginn 2. apríl frá kl. 15—17 e.h. verður af og til flutt steinaldarmúsík, leikin á grjót. Flytjendur eru Jón Björgvinsson og Kristrún Gunnarsdóttir, bæði úr Revkjavík. A sýniningunni verða ennfremur til sýnis og sölu handunnir gripir, gerðir úr tré. Kaffiveitingar verða á boðstólum meðan á sýningu stendur. Hamraborg 12, Kópavogi: Vestur-íslendingurinn Þór Magnússon sýnir Nýlistasafnið: Sýning Jóhönnu Jóhanna Kristín Yngvadóttir, list- málari opnar á morgun, fóstudaginn langa, sýningu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b. Þetta er fyrsta einkasýning hennar. A sýningunni verða tólf olíumálverk í fígúratívum expressioniskum anda, unnin á undanlorum þremur árum. Jóhanna stundaði nám við Mynd- lista og handíðaskóla Islands 1972 — ’76 og að því loknu fjögurra ára framhaldsnám við Ríkisakademíuna í Amsterdam. Hún hefur áður tekið þátt í nokkrum samsýningum og er það helstar að nefna UM-sýninguna á Kjarvalsstöðum og Gullströndin andar í vetur. Þór Magnússon heldur sýningu á verkum sínum að Hamraborg 12 í Kópavogi frá laugardeginum 2. aprfl til 30. aprfl. Þór er Vestur-íslendingur en hefur búið á íslandi sl. ár. Þetta er fyrsta sýning Þórs hér á landi, og sýnir hann bæði olíumál- verk og teikningar. Sýningin verður opnuð á laugardaginn kl. 13 og stendur til 21 þann dag. Á sunnu- dögum verður opið frá 14 til 18, en á virkum dögum frá 9 til 18. Sýningin er opin milli kl. 16—22 alla dagana. Henni lýkur 10. apríl. Skruggubúð: Fjörutíu súrrealistar sýna í Skruggubúð, Suðurgötu 3a, verð- ur opnuð á föstudaginn kl. 15 sam- sýning súrrealista frá 10 þjóðlönd- um. Um 40 listamenn sýna, þar af 10 innlendir. Sýningin stendur til 26. apríl og er opin frá 17 til 21 virka daga, en frá 15 til 21 um helgar. Lokað mánudaga. FERÐALÖG Ferðafélag íslands: Sex ferðir yfir hátíðirnar Um páskana er Ferðafélag ís- lands með sex ferðir, göngu- eða skíðaferðir. 1) Á skírdag er farið kl. 13 í gönguferð á Vífilsfell og skíða- göngu í nágrenninu. 2) Á föstudag- inn langa er gönguferð á Grím- mansfell og skíðaganga kl. 13. 3) Laugardag fyrir páska kl. 13 er gönguferð á Vatnsleysuströnd um Keilisnes og Staðarborg. 4) Á páskadag er skíðaganga í Bláfjöil- um og gönguferð á Þríhnúka og er brottför kl. 13 í báðar ferðirnar. 5) Annan í páskum eru tvær ferðir, a) kl. 10.30 gönguferð á Móskarðs- hnúka og b) kl. 13 gönguferð á Mosfell og skíðaganga á Mosfells- heiði. I allar ferðirnar er lagt upp frá Umferðarmiðstöðinni og farmiðar seldir við bíl. Útivist: Myndsköpun í Þórs- mörk um helgina í tengslum við ferðir Útivistar í Þórsmörk um páskana verður þátttakendum gefinn kostur á að vera með í frjálsri myndsköpun í skála Útivistar í Básum í Þórs- mörk, og jafnframt að taka þátt í útiteikningu ef veður leyfir. Myndsköpunin í Þórsmörk um páskana verður undir leiðsögn Björgvins Björgvinssonar mynd- listarkennara. Víkulöiig Frankfuitaiaveisla 8rM.mai. Vddustjóri Fríðrík Haraklsson. Þátttökugjald er aðeins 8.900 krónur. í fyrrasumar voru Flugleiða „Frankfúrtararnir" með ódýrustu og bestu ferðatilboðum sem íslendingum buðust. Friðrik Haraldsson stjórnaði líka frábærlega velheppnaðri „siglingu" um Kölnarvatnið fræga. Nú sameinum við Friðrik og Frankfúrtarana og bjóðum vikulanga Frankfúrtaraveislu, með Friðrik sem veislustjóra, fyrir aðeins 8.900 krónur. Lagt verður upp frá Keflavík kl. 10:10 að morgni, 8. maí n.k og flogið til Frankfúrt. Þaðan verður svo ferðast vikuna út í glæsilegum hópferðabíl með viðkomu á flestöllum fallegustu og skemmtilegustu stöðum suður Pýskalands. Friðrik þekkir Pýskaland eins og lófann á sér og mun m.a. fara „Rómantísku leiðina" milli Wurzburg og Munchen, líta inná stúdentakrána í Heidelberg, svipast um í Svartaskógi, fara einn hring á Ólympíuleikvanginum í Múnchen og sigla um Rín. Gist verður á góðum hótelum í Wúrzburg, Húbertal, Oberammergau (2 nætur), Lindau og Heidelberg. Þann 14. er flogið aftur heim frá Frankfúrt. Brottför: 8. maí. Heimkoma: 14. maí. Verð: 8.900 krónur. Innifalið: flugfargjald, akstur, gisting, morgunverður og fararstjórn. Ekki innifalið: Flugvallarskattur og frankfúrtarar. Við bjóðum líka venjulega vikulanga Frankfúrtara eins og í fyrra: Flug og bíll, verð frá 5.863,- krónum á mann. Flug, bíll og sumarhús, verð frá 6.960,- krónum á mann. Flug og húsbíll, verð frá 8.516,- krónum á mann. Miðað er við að fimm ferðist saman. Barnaafsláttur: 2-11 ára fá 2.500 kr. afslátt. Yngri en 2ja ára greiða 800 kr. Allar nánari upplýsingar gefa skrifstofur Flugleiða, umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar. Sölusími Flugleiða er (91 >-25100. Miðað er við gengi 1. apríl. FLUGLEIÐIR Ferdaþjónusta

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.