Morgunblaðið - 31.03.1983, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983
Björn Finnbogason,
verzlunarmaður og
fyrrum oddviti og
fiskverkunarmaöur í
Garði, verður áttræður hinn 3.
aprfl nk. Hann hefur um ára-
tuga skeið haft hönd í bagga
með þeim málum sem til
framfara hafa horft í þessu
aðlaðandi byggðarlagi — ekki
aðeins sem oddviti og hrepps-
nefndarmaður, heldur hefur
hann einnig staðið fyrir at-
vinnufyrirtækjum sem hafa
skipt máli hvað varðar
atvinnumál og afkomu
Garðsbúa. Kona Björns heitir
Auður Tryggvadóttir og eiga
þau tvö börn, Finnboga og
Björgu, sem bæði búa í Garð-
inum. Auður hefur verið
organisti við kirkjuna í Garði
um 50 ára skeið og formaður
kvenfélags staðarins um ára-
tugi. Þess má geta að Björn er
eini heiðursborgari Garðs en
þeim heiðri var hann sæmdur
árið 1974. — Þegar Mbl. fór
fram á viðtal við Björn í tilefni
af áttræðisafmælinu tók hann
fremur dræmt í það — sagðist
ekki hafa neitt að segja sem
merkilegt gæti talist. Ég var
hins vegar á annarri skoðun
og byrjaði á því að spyrja
Björn út í uppruna hans og
æviferil.
Rætt við
Björn
Finnboga-
son í
tilefni
áttræðis-
afmælis
Björn Finnbogason á heimili sínu að Gerðavegi 1.
„Það er mann-
gildið sem er
og verður númer eitt“
Snæfellsnes og
Gerðahreppur
„Ég er reyndar fæddur hér í
Gerðahreppi og var hér fyrstu ár-
in til þriggja ára aldurs. Þá flutti
faðir minn, Finnbogi G. Lárus-
son, til Búða á Snæfellsnesi, þar
sem hann stundaði búskap, út-
gerð og verzlun," sagði Björn
Finnbogason. „Þar var ég við
fjárhirðingu og önnur bústörf öll
mín æskuár og allt þar til ég var
orðinn hálfþrítugur. Þetta var á
árunum 1906 til 1927. Reyndar
fluttist faðir minn hingað í
Gerðahrepp í tvö ár á þessu tíma-
bili, og rak hér verzlun árin
1914—16. Þá dó mamma, en eftir
það undi hann sér ekki hér syðra
og flutti vestur aftur.
Það var svo 1927 að mig minnir
sem Garðsmenn fengu mig til að
taka að mér rekstur íshúss sem
þá var nýbúið að reisa hér, ísfé-
lag Gerða, eins og fyrirtækið hét.
Ég tók við þessum starfa, þótt ég
væri að ýmsu leyti vanbúinn til
þess. Fljótlega setti ég svo á stofn
saltfiskverkun hér í Garði sem ég
rak ásamt íshúsinu. Hún lagðist
svo niður þegar þeir fóru að sigla
með fiskinn.
Árið 1938 keypti ég svo þessa
jörð og byrjaði að verzla hérna.
Hversu jörðin var stór? Ætli hún
hefði ekki fóðrað svona 4—5 kýr,
annars skulum við láta það liggja
milli hluta. Ég hóf verzlun í
gömlu verzlunarhúsnæði sem ég
keypti en reisti svo nýja um miðj-
an sjötta áratuginn og rek hana
enn. Nú, þetta er nú allt og sumt
sem ég hef afrekað um ævina —
og eigum við þá bara ekki að láta
þessu lokið?"
Þú munt hafa verið oddviti hér
um áratuga skeið?
„Ég var oddviti hér í fjörutíu
ár samfleytt. Ég var fenginn til
að vera hér í hreppsnefnd 1934,
eiginlega þvert gegn vilja mínum
en það var varla öðrum til að
dreifa. Nú og svo gerðu þeir mig
að oddvita 1938 og því starfi
gegndi ég svo næstu fjörutíu árin
og það var oft mikið starf. Það
var margt ógert á þeim tíma sem
ég hóf störf fyrir hreppinn og
maður þurfti að vasast í öllu. Það
þurfti að gera holræsi og leita að
vatni, sinna vegagerð og láta
leggja rafmagn. Á árunum eftir
stríð var ráðizt í að stækka skól-
ann og byggja leikfimihús. Og
svona tók eitt við af öðru.“
„Þú ert
einræðisherra“
„Annars má ég vera ánægður
held ég, þetta gekk allt ljómandi
vel. Það var líka meiri samhugur
hjá fólkinu þá heldur en núna —
það var minna um deilur og menn
gátu einbeitt sér að framkvæmd-
unum af alhug fyrir bragðið. Það
er nefnilega leikur einn fyrir
menn að framkvæma þegar ein-
hugur ríkir, en togstreita og
sundrung lamar allan fram-
kvæmdavilja.
Ég get reyndar ekki neitað því
að stundum þótti þeim ég nokkuð
ráðríkur í hreppsnefndinni: „Þú
ert einræðisherra,“ sögðu þeir, en
þetta var misskilningur hjá þeim.
Ég sagði við þá á móti: „Það er
ekki ég sem ræð, ég sé um að
skipuleggja verkin, en þ?.ð eruð
þið sem takið ákvörðun." En ég
gætti þess líka að hampa því
aldrei frá hverjum tillögurnar
komu, okkur tókst að halda því
leyndu fyrir utan hreppsnefnd-
arfundina og þannig að halda
þessu góða samstarfi.
Það er nefnilega ákaflega oft
þannig í svona samstarfi að það
verður aðalatriðið frá hverjum
tillögur koma en ekki hversu góð-
ar eða skynsamlegar þær eru. Og
ég held að mér hafi tekizt mikið
betur en ella vegna þess að mér
tókst að halda þessari aðferð —
þó sjálfsagt hafi mig skort bæði
menntun og hæfileika til þessa
starfs."
Telur þú þig hafa skort mennt-
un?
„Já, ég var enginn skólamaður,
var að vísu einn vetur í Flens-
borgarskóla í Hafnarfirði en svo
nennti ég ekki að halda áfram
námi. Menntun var ekki jafn
nauðsynleg í þá daga og nú er og
menn gátu slampazt áfram með
flest fyrirtæki á þessum tíma án
þess að hafa svo mikla menntun.
Þessi skortur á menntun var ef-
laust ekki góður en nú finnst
Ljósm. Mbl./Arnór Ragnareson.
manni jafnvel farið að hallast á
hina hliðina, að full miklum tíma
sé eytt í nám. Það er ekki nóg að
mennta sig árum saman, ef þeir
hafa svo ekki framtak til neins
þegar þeir eru búnir að taka próf-
„Að starfa í þágu
fólksins og
þjóðarinnar“
„Annars er ég þeirrar skoðunar
að það sé hvorki menntun, pen-
ingar né frami sem skipti mestu
máli í lífinu, það er manngildið
sem er og verður númer eitt.“
En hver er þá tilgangurinn?
„Að vinna fyrir þjóðina, að
starfa í þágu fólksins og þjóðar-
innar. Ég hef einbeitt mér að því
að stuðla að vexti og viðgangi
þessa byggðarlags og vonandi
tekzt að gera eitthvert gagn. Það
hefur verið mitt markmið."
Hvað heldurðu um framtíð
byggðarinnar hér í Garði, held-
urðu að þetta byggðarlag sé á
uppleið?
„Það verður bara að láta það
vera á uppleið, það er algerlega
undir Garðsbúum sjálfum komið
hver framtíðin verður. En ég er
bjartsýnn á framtíðina enda hef
ég fulla ástæðu til. Það er mikið
ágætis fólk hér í Garðinum og
þess hef ég vissulega notið í mínu
starfi. Það er helzt að tiltölulega
mikið af fólkinu, sem hér býr, er
ekki búið að finna sig hér ennþá
— en það held ég að komi af
sjálfu sér með tímanum."
En hvað um pólitíkina hér í
hreppsfélaginu — þú fylgist með
henni ennþá þótt þú sért ekki
- n i
—* ----BOfiK -rwps
wm í
Miðbærinn í Garði — Verzlun Björns Finnbogasonar er til vinstri á myndinni
0