Morgunblaðið - 31.03.1983, Page 13

Morgunblaðið - 31.03.1983, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 13 lengur í hreppsnefnd, er það ekki? „Jú, og ég verð því miður að segja að hún er orðin neikvæðari en var. Menn eru ekki eins sam- hentir og það ber meira á sundr- ungu. Það er engum til góðs. Við verðum alltaf að gera okkur ljóst að við erum eitt byggðarlag og eigum að vinna saman en ekki að vera með sundrung og vitleysu." „Það er sú eina stefna sem ég hef getað fellt mig við“ „Mér hefur verið tamt að líta á kosningabaráttu sem eitthvað svipað og brunavarnir — maður einbeitir sér að því að slökkva þann eld sem er að glæðast, reyn- ir að efla samhug fólksins því sundrungin verður öllum til skaða. Ég hef reynt að forðast að draga fólk í dilka eftir því hvaða skoðanir það hefur, eða hvort það hefur sömu skoðanir og ég. Ég hef alltaf reynt að útskýra mín sjónarmið en aldrei látið það móta afstöðu mína til fólks hvort það fellst á þau eða ekki.“ Nú hefur þú fylgt Sjálfstæðis- flokknum að málum alla tíð — hvað varð til þess að þú valdir hann fram yfir aðra flokka? „Það varð nú eiginlega þannig að þegar ég var að byrja að hugsa um pólitík, þá stóð dagblaðið Tíminn í því að rakka niður út- gerðarmenn, og var þá sama hvort útgerðin var stór eða smá í sniðum — þeim var fundið allt til foráttu og skammaðir eins og hundar. Ég gat ekki gengizt inn á þetta sjónarmið, sem allir sjá nú að byggðist á skammsýni fyrst og fremst, og gat ómögulega hugsað mér að vinna með Framsóknar- flokknum. Eins var það með Al- þýðuflokkinn. Hann tók það fyrir á þessum árum að ráðast á Kveldúlf hf., sem var óviturlegt því allir vissu að fyrirtækið var í góðum höndum og vel rekið. Þeir töpuðu mikið á þessu og viður- kenndu meira að segja sjálfir að þetta hefði verið heimskulegt þegar frá leið. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur alltaf fylgt þeirri stefnu að styðja framtak fólks, hvort sem er í útgerð eða ein- hverju öðru, og það er sú eina stefna sem ég get fellt mig við.“ „Heiðarleiki og drenglyndi í samskiptum“ Nú hefur þú kynnzt mörgum frammámönnum Sjálfstæðis- flokksins í tímans rás — þú þekktir t.d. Ólaf Thors vel. Hvernig kom hann þér fyrir sjón- ir? „Hann var alveg í sérflokki sem maður, og ég held að ég hafi aldr- ei kynnzt hans líka. Hann var af- ar heilsteyptur og heiðarlegur fram í fingurgóma — og hann var alltaf fulltrúi þeirra sem minnst máttu sín og bar hagsmuni þeirra fyrst og fremst fyrir brjósti. Þeir forystumenn Sjálfstæðisflokks- ins sem ég hef kynnzt hafa allir verið mætir menn og kynni mín af þeim hafa verið mér ákaflega mikils virði. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur alltaf borið gæfu til að draga að sér góða menn og það hefur ekki breytzt þótt þjóðfélag- inu hafi ekki farið fram í öllum greinum sem skyldi." En að lokum — hverjir eru að þínum dómi höfuðkostir stjórn- málamanns? „Sömu mannkostir og vega þyngst í skaphöfn fólks yfirleitt — heiðarleiki og drenglyndi í samskiptum. En því miður eru þessir eiginleikar ekki metnir að verðleikum nú eins og áður var.“ Viðtal: Bragi Oskarsson Frjálslyndi í fyrirrúmi — eftir Eyjólf Kon- ráð Jónsson, alþm. Sjaldnast eru stefnuskrár stjórnmálaflokka aðgengileg lesn- ing, en kosningayfirlýsing Sjálf- stæðisflokksins við Alþingiskosn- ingar 23. apríl 1983 er auðlesin og segir það sem segja þarf í stuttu máli. Mikill fjöldi manna hefur um langt skeið unnið að þessari stefnumörkun og auðvitað er þar um nokkra málamiðlun að ræða, enda er hún aðalsmerki í samtök- um sjálfstæðra manna, en grunn- tónninn getur engum dulist: frá upplausn til ábyrgðar — frá ofstjórn til athafna. Þær eru nefnilega tvíburasystur Ofstjórn og Óstjórn. Það hefur mannkyns- sagan rækilega sannað. Stefnuskrá sú, sem nú birtist, byrjaði að taka á sig ákveðna mynd þegar við afgreiðslu fyrri bráðabirgðalaga ríkisstjórnarinn- ar um efnahagsmál um áramótin 1980—1981. Þingflokkur Sjálf- stæðisflokksins var þá sammála um það, að ríkið yrði að slaka á klónni og skila aftur nokkru af þeim ránsfeng, sem það hefði til Eyjólfur Konráð Jónsson. sín tekið og tillögur voru um það fluttar á Alþingi, að dregið yrði úr neyslusköttum til að hægja á hraða verðbólgunnar og kveða hana í kútinn. Æ fleirum er nú ljóst, að það dæmi getur ekki gengið upp að fella gengið í sífellu, en auka skattheimtu samhliða. Því síður hafa þær kenningar geta sannast að stjórnun á „peninga- magni í umferð" eins og það er kallað, nægði til að leysa mikinn efnahagsvanda. Þar eins og ann- ars staðar hefur ofstjórn leitt til ófarnaðar og þess vegna hefur þeirri leið verið hafnað. Nú benda sjálfstæðismenn á, að í 70—100% verðbólgu verði raun- vöxtum ekki komið á, það er engin lífsins leið að ná vaxtafætinum upp fyrir verðbólguna, þess vegna verður að ná verðbólgunni niður fyrir hann, þannig að hann þrýsti verðbólgunni niður í stað þess að sparka henni í sífellu upp. Þetta er grunntónn nýrrar frjálslyndis- stefnu, sem fólkið skilur. Enn heyrast að vísu raddir um að verulegar skattalækkanir geti leitt til halla á ríkissjóði, sem ill- viðráðanlegur yrði. En sannleik- urinn er nú samt sá, að ríkisút- gjöldin eru svo til öll annað hvort greiðslur vinnulauna eða notkun gjaldeyris, þegar upp er staðið. Ef unnt reynist að beita skattalækk- unum þannig, að launagreiðslur hækki minna, án þess að kjör séu skert, og gengisbreytingar hægja á sér, þá minnka útgjöld ríkisins „Æ fleirum er nú ijóst, aö þaÖ dæmi getur ekki gengið upp aÖ fella gengið í sífellu, en auka skattheimtu samhliöa. Því síöur hafa þær kenningar geta sannast að stjórnun á „pen- ingamagni í umferð“ eins og það er kallað, nægði til að leysa mik- inn efnahagsvanda.“ nokkurn veginn samhliða tekju- rýrnuninni. Vextir geta lækkað þótt þeir sem spara fái verðugt endurgjald fyrir atorku sína eða útsjónar- semi, en samhliða verða þeir áhrifaríkasta tækið til að kveða verðbólguna í kútinn. Og með hjöðnun hennar lækka þeir og verða bærilegir fyrir húsbyggj- endur og atvinnuvegi, þannig hverfum við frá upplausn til ábyrgðar — frá ofstjórn til at- hafna. flö PIONEER BÍLTÆKI — Viökynnum bíltækjalínuna frá Pioneer, því nú er rétti tíminn til aö endurnýja eöa kaupa traust og hljómgott tæki í bílinn KP 7800 útvarpskassetlutæki FM/MW/LW Fast stöðvaval Lagaleitari. spilar beggja megin. ATSC öryggikerfi ..Loudness ', 6.5w KP 3300 útvarpskassettutnkl FM/MW/LW, PNS truflanaeyðir ..Autoreplay ". ..Autoeject", 6.5w GEX 63 ..Component" FM/MW/LW útvarpstæki 15 fastar stöðvar, ..Loudness" Tveir tónstillitakkar ,,PNS. ARC" kr. 8.690 TS 162 Dx Niðurfelldir, tvótaldir 40 —20 000 Hz 20w KP 4800 útvarpskassettutæk! FM/MW/LW PNS truflanaeyðir spilar beggja megin ATSC öryggiskerfi ..Loudness" 6,5w KE 1300 útvarpskassettutæki FM/MW/LW Fast stöðvaval ARCF kerfi stjórnar móttokustyrk snertirofar. „Loudness" 6.5w CD 5 ..Component" 5 banda tónjafnari TS 1644 Niðurfelldir, sérstaklega þunnir (4 sm) Tvöfaldir „coaxial" — 20 000 Hz 25w KE 5300 útvarpskassettutækl Quartz læstar stillingar ARC móttökustillir Sjálfvirkur stöðvaleitari Fastar stöðvastíllingar Quartz klukka „Loudness" 6,5w KE 4300 útvarpskassettutæki FM/MW/LW Fast stöðvaval ARC-kerfi, stjórnar móttokustyrk spilar beggja megin „Loudness" GM 4 „Component" 2x20w magnari Hz 30 — 30 000 Bjogun 0,06% TST3 Alimdir (t.d. mælaborð, hurðir) Tvöfaldir. stillanlegir 350 — 22.000 20w Kex 33. „Component" útvarpskassettutækl FM/MW/LW 15 fastar stillingar „Dolby, Metal, Chrome" lagaleitari. „Loudness" Tveirtónstillitakkar stjórnar sjálfvirkum loftneti ofl. KP 707 „Component" „Metal, Dolby" kassettutækl Tveir tónstillitakkar, „Loudness" GM 120 , Component” 2\60w magnari Hz 30 —30 000 Bjógun 0 04% <*■* TS M6 Niðurfelldir 20 sm „Wooter" 28 —10.000 Hz 60w TS 697 Nlðurfelldir, tvötaldir m/sérstaklega kröftugum bassa 30 — 22.000 Hz, 60w TS 2000 Tvöfaldir 20 sm „Woofer" 30 —21.000 Hz, 60w BP 320 Kraftmagnari 2x20w BP 720 sambyggður Kraftmagnari og tónjafnari 60 — 10.000Hz 20w „Echo" HUOMBÆR HLJÐM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999-17244

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.