Morgunblaðið - 31.03.1983, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983
an, og hér er það kostur, hve
fjölbreytileg verkin eru. Sýn-
ingarsalurinn er í mörgum hólf-
um, og því sakar ekki, að blanda
saman skúlptúr, olíumyndum,
vatnslitum og vefnaði, eða
hverju sem er. Þetta styður allt
hvað við annað með þessum
hætti."
Skúlptúrar á háalofti?
— Árni Páll, án þess að ég
ætli að fara að dæma um list-
rænt gildi verka þinna, þá sýnist
mér sem þau séu frekar ólíkleg
til að lenda inni á gólfi hjá ein-
hverju fólki úti í bæ að sýning-
unni lokinni. Hvað verður um
þessi verk?
„Ég vil ekki endilega útiloka
það, að þessi verk fari heim til
einhvers, fólk býr rúmt, og þau
taka ekki svo mikið pláss! — Nú,
ef í harðbakkann slær, þá má
alltaf nota þetta sem yfirbreiðu
á saumavél, eða setja gler yfir og
nota sem sófaborð! — En í al-
„Allt á aö
seljast!“
T itið inn hjá ungum listamönnum
í Listmunahúsinu
„SÝNINGIN stendur fram yfir páska, þetta er sölusýning
og allt á að seljast, — já, við erum bjartsýn á að það takist,
þjóðin getur varla án þessara listaverka verið!“ — Þau
sem svo hressilega mæla eru fjórir listamenn, sem þessa
dagana sýna í Listmunahúsinu við Lækjargötu: Guðrún
Gunnarsdóttir, Árni Páll, Daði Guðbjörnsson og Sigrún
Eldjárn. Auk þeirra sýna á sýningunni þau Guðrún Auð-
unsdóttir, Eyjólfur Einarsson og Ragna Róbertsdóttir.
9
Ur
listalífínu
ANDERSHANSEN
„Fyrir túr á togara“ nefnir Árni Páll stærra verkið á þessari mynd,
drög að bronsmynd, minkurinn er einnig eitt verka hans á sýning-
unni. Myndirnar tók Ólafur K. Magnússon.
Platónsk ást
í myndunum
— Þínar myndir, Sigrún, þær
eru frábrugðnar því sem þú hef-
ur gert áður, er ekki svo?
„Þessar myndir eru gerðar
með blandaðri tækni, vatnslitir,
teikning og fleira, og svo hef ég
límt inn á þær sumar, það er
nýtt, það er rétt, ég hef ekki gert
myndir af því tagi áður. Annars
er þetta líklega ekki svo ýkja
frábrugðið ýmsu sem ég hef gert
áður. En ég hef mikið verið í
grafík og teikningum, og nú þeg-
ar þessari sýningu lýkur reikna
ég með að ég snúi mér aftur að
grafíkinni."
— Myndirnar hafa sama
heildarsvip sýnist mér, er þetta
myndröð, eða alveg sjálfstæð
verk?
„Þær eru keimlíkar margar,
það er rétt, en það kemur meira
til af því að þær eru af sömu
stærð og litirnir eru svipaðir en
að um sé að ræða seríu. Mynd-
irnar eiga allar að geta staðið
alveg sjálfstætt."
— En þú Ðaði, þú sýnir oliu-
málverk?
„Já, þetta eru allt olíumálverk,
frekar litlar myndir sem ég sýni
að þessu sinni, tíu myndir alls.
Yrkisefnið er margvíslegt en þó
skylt, ég er að fást við ástina og
eitt og annað, mest bara svona
skemmtilegheit, held ég.“
„Þetta eru allt ástarlífsmyndir
hjá honum, það sér hver maður,"
skýtur Árni Páll inní.
„Ástarlífsmyndir, já, það get-
ur verið,“ segir Daði, „en ætli
þær sýni þá ekki fyrst og fremst
platónska ást, þetta eru varla
mjög erótískar myndir!"
— Og þú hefur sýnt áður?
„Já, blessaður, ég hef sýnt áð-
ur, bæði heima og erlendis! Ég
hef til dæmis átt verk á sýning-
um bæði í Kóreu og í Kaliforníu!
— Það er talsvert merkilegt sem
þeir eru að gera þarna í Seoul.
„Ljáðu mér vængi“ nefnist þessi mynd Sigrúnar Eldjárn, vatnslitur, blýantur og Hér er Daði við eitt verka sinna, nafnlausa olíumynd.
klipp.
Kominn tími til
að sýna saman!
— En hvað var það svo sem
dró þessa fjóra listamenn saman
á eina sýningu, hafa þau starfað
saman áður, eða eiga verk þeirra
einhverja sérstaka samleið?
„Það er nú erfitt að svara því,“
segir Guðrún, „þetta er líklega
mest tilviljun, svona höpp og
glöpp, að við sýnum hér saman,
en fjórar okkar þekkjast þó vel,
við erum allar úr Langbrók."
„Ég tel það kost frekar en galla
að við skulum sýna hér saman
þetta mörg, og með svona ólíka
list, það gerir sýninguna bara
skemmtiiegri," segir Sigrún. „Ef
ég ætti að svara því hvers vegna
við erum hér saman komin sjö á
einni sýningu," segir Daði, „þá
vil ég bara svara því til, að það
er sannarlega tími til kominn, og
ætli það sé ekki ástæðan!" Árni
Páll bætir við: „Það getur verið
skemmtilegt að sýna mörg sam-
vöru talað, þá er það mín skoðun
að það sé ekki endilega mikil-
vægast alls, að þessir skúlptúrar
fari heim til einhvers fólks.
Verkin hafa verið gerð og þau
eru og verða til, og þau eru sýnd
hér. Það getur vel verið að þau
fari bara heim til mín að sýning-
unni lokinni, og ég get vel hugs-
að mér verri örlög. — Það er
ekki verkunum að kenna, heldur
fólkinu sem ekki vill kaupa þau
vegna þess að það áttar sig ekki
á listrænu gildi þeirra!"
Guðrún: „Ég get tekið undir
þetta. Ég er hér með ofin teppi,
sem flest eru það stór, að útilok-
að er að þau verði keypt og
hengd upp í stofum fólks. Flest
hafna þau því líklega uppi á háa-
lofti hjá mér! Mér finnst það allt
í lagi, þó ég geti nú varla stillt
mig um að benda á hve vel þau
gætu farið hjá einhverjum bank-
anum eða á vegg einhverrar
stofnunar sem býr rúmt!“
Guðrún Gunnarsdóttir vió eitt verka sinna á sýningunní.
þeir bjóða fólki víða að með verk
sín.“
Lifad á listinni?
— Og þið lifið á listinni eða
hvað?
„Ég hef talsvert gert af því að
myndskreyta bækur og þess
háttar, auk þess sem ég geri af
myndum hvers konar, eins og
fyrir þessa sýningu, þannig að ég
geri lítið annað,“ segir Sigrún.
„Ég vinn hjá Álafossi í hluta-
starfi við hönnun," segir Guð-
rún, „ég lifi ekki af þessu einu!“
„Hvað ég geri?“ spyr Daði,
„auk þess sem ég mála er ég við
trésmíðar og eitt og annað, það
er breytilegt frá degi til dags en
ég verð að vinna eitthvað með,
það gengur ekki annars."
„Og ég er kennari við Mynd-
listaskólann, prófessor, nei að-
junkt heitir það víst' ég fram-
fleyti mér á því að kenna," segir
Árni Páll.
- AH