Morgunblaðið - 31.03.1983, Side 16

Morgunblaðið - 31.03.1983, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 Sigur lífsins dauðanum Um páskaboðskapinn og gildi hans fyrir kristna trú Þeir atburðir er páskaboðskapurinn greinir frá eru for- senda þess að í dag höfum við trúna á Jesúm Krist. Upprisan er sá hyrningarsteinn sem kristin trú byggir á, og án hennar væri trúin ekki til. Þýðing upprisunnar í boðskap kirkjunnar kemur skýrt fram þegar í upphafi og nægir þar að vitna í I. Korintubréf Páls postula: „En ef ekki er til upprisa dauðra, þá er Kristur ekki heldur upprisinn; en ef kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt líka trú yðar.“ Postularnir byggðu starf sitt og trú á upprisunni og þeir voru reiðubúnir að láta lífið fyrir kenningu sína. Allar götur síðan hafa kristnir menn byggt trú sína á kraftaverkinii og þeim tíðindum sem páskaboðskapurinn fjaliar um, sigur lífs- ins yfir dauðanum. En þótt flestir séu sammála um gildi upprisunnar í kristinni trú hefur hún löngum valdið heilabrotum, ekki síst meðal guðfræðinga, og menn hafa reynt að skýra og gera sér grein fyrir hvað það var sem raunverulega gerðist. í eftirfarandi grein verður fjallað um nokkrar kenningar sem fram hafa komið í þeirri umræðu án þess þó að nokkur afstaða sé tekin til hinna ýmsu sjónarmiða. í þeim efnum verður hver að trúa því sem honum er eiginlegast. EíTIR SVEIN GUÐJÓNSSON yfir Þegar menn fjalla um rit eins og Nýja testamentið er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þeim hug- arheimi og trúarskoðunum, sem voru almennar á dögum Krists. Það var innan þess hugarheims, sem hinir fyrstu kristnu vottar skipuðu reynslu sinni, einnig reynslu sinni af upprisu Jesú. Til hugmynda samtíðarinnar sóttu þeir efniviðinn í predikun sína og túlkun. Og sjálfur Jesús Kristur talaði tungumál sinnar tíðar og hrærðist innan takmarka hins sama heims og aðrir. Síra Jakob Jónsson dr. theol, fjallar ítarlega um upprisuna í bók sinni „Um Nýja testamentið" (Menningar- sjóður, 1973) og í upphafi greinar- innar undirstrikar hann einmitt þetta atriði. Þar segir m.a.: — „Þegar vér leitum heimilda að upprisunni, verðum vér að taka fullt tillit til þess í upphafi, að frásagnir um hana eru liður í predikun hinnar ungu kirkju, og réttur skilningur á atburðunum fæst því ekki nema með því að skoða þá sem þátt í stærri heild. Það má ekki einangra fyrirbærið upprisa frá lífi og dauða Jesú ann- ars vegar og uppstigningunni hins vegar. Vér hljótum einnig að hafa það hugfast, að svo lífræn hreyf- ing sem frumkristnin var getur ekki staðið í stað. Það þarf því engan að undra, þótt einhverjar breytingar verði í hugsun manna þegar á fyrstu áratugunum. Þessa verður vart um allt Nýja testa- mentið." Síra Jakob getur þess einnig, að höfundar Nýja testamentisins, sem voru Gyðingar, hafi ekki fundið til þess á sama hátt og seinni alda fólk, að ekki eru allar hugsanir og hugmyndir reyrðar saman í eitt allsherjar kerfi, enda hafi fræðimenn Gyðinga ekki myndað fast trúfræðikerfi, eins og kirkjan fann sig knúða til að gera löngu síðar. í guðspjöllunum megi því finna tvær ólíkar hugmyndir hlið við hlið varðandi einstök at- riði, og það verði þá verkefni Nýja testamentisfræðinga að reyna að komast að niðurstöðu um það, hvaða hugmynd sé elst og upp- runalegust. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar rætt er um hin ýmsu sjónarmið sem fram hafa komið varðandi upprisuna. En áður en lengra er haldið skul- um við rifja upp frásagnir af inn- reið Jesú í Jerúsalem, dvöl hans þar og ævilokum. Gjaldið til keisarans Þegar hér er komið sögu, er Jesú staddur fyrir utan hlið Jerúsal- emborgar og hyggur að halda inn- reið sína, sitjandi á asna. Sakaría spámaður hafði ritað öldum áður, að Messías mundi ríða inn í Jerús- alem á asna og með þessu vildi Jesús Iáta orð spámannsins rætast auk þess sem hann lýsir því yfir opinberlega í fyrsta sinn, að hann sé Messías. Fylgdarlið hans frá Galíleu fer fyrir honum og hrópar: — „Blessaður sé konungurinn, sem kemur í nafni Drottins" (Lúk. 19.38). Jesús fór beina leið til musteris- ins til þess að biðjast fyrir eins og skylda hvers guðrækins Gyðings var. Þar sá hann allt umstangið og fór því að átelja menn og rak fórn- ardýrasalana og víxlarana út úr forgarðinum með ummælunum: „Hús mitt á að nefnast bænahús, en þér gerið það að ræningjabæli." Því hafði reyndar verið spáð, að Messías mundi hreinsa musterið en engu að síður er hér komið að atviki sem margir trúarbragða- fræðingar hafa hnotið um. Sam- kvæmt Móselögunum höfðu fórn- ardýrasalarnir ekki einungis heimild til að vera í forgarði musterisins, heldur bar þeim þar að vera, einkum á stórhátíðum eins og nú, er páskar fóru í hönd. Það er því ef til vill von, að æðsta- prestinum og öldungunum hafi þótt þetta hið mesta gerræði enda spurðu þeir Jesúm, með hvaða valdi hann gerði þetta. Hér hefst hin mikla deila milli Krists og klerkdómsins, sem sýnir, svo ekki verður um villst, þá and- legu yfirburði sem Jesú hafði yfir þá. Fyrst svarar hann æðsta prestinum og öldungunum út af og kemur þeim í vandræði, er þeir spyrja hann að, með hvaða valdi hann hafi þóst hreinsa musterið. Síðan lýsir hann sjálfan sig, með dæmisögunni um víngarðsmenn- ina, erfingjann að víngarði Drott- ins, en þá morðingjana, er sækjast eftir lífi hans. Loks telur hann sjálfan sig hyrningarsteininn, er þeir hafi hafnað, en eigi eftir að mola höfuð sín á. Þeir þorðu þó ekki að taka hann höndum því þeir óttuðust lýðinn. En þá fóru þeir að reyna að veiða hann í orð- um, í þeirri von að hann segði eitthvað áfellisvert, er talist gæti uppreisn gegn veraldlega valdinu. Sendu þeir fyrst njósnamenn, er létust vera réttlátir, til þess að hafa gætur á orðum hans og þeir spurðu hann hvort leyfilegt væri að gjalda keisaranum skatt. — „En hann merkti flærð þeirra og sagði við þá: Sýnið mér denar. Hvers mynd og yfirskrift hefir hann? En þeir sögðu: Keisarans. En hann sagði við þá: Gjaldið þá keisaranum það sem keisarans er og Guði það sem Guðs er. Og þeir gátu ekki haft neitt á orðum hans í viðurvist lýðsins, og þeir undruð- ust svar hans og þögðu." (Lúk. 20:23-26). Þannig reyndu Farísear, Heró- desarsinnar og Sadúkear að veiða hann í orðum þar til hann hellti yfir þá í áheyrn lýðsins ræðunni, sem raunar á við Farísea og fræði- menn allra tíma, er miklast af yf- irburðum sínum, þessara rétt- trúuðu, en rangsleitnu, — „sem líkjast kölkuðum gröfum, líta fag- urlega út hið ytra, en eru hið innra fullar af dauðra manna beinum og hvers konar óhreinind- um“. (s.br. Matt. 23). — Og það var því von, að hinum andlegu stéttar mönnum hitnaði í hamsi við Jes- úm eftir allt þetta og að þeir leit- uðust við að ráða hann af dögum. Eftir þeirra skilningi hafði hann margfaldlega til þess unnið, van- helgað musterið, svfvirt þá sjálfa og afvegaleitt lýðinn, auk þess sem hann sagðist vera Messías. Sjálfur gekk Jesús þess tæpast dulinn, að hverju fór, því að á kvöldin yfirgaf hann borgina og gisti í Betaníu eða hafðist við á Olíufjallinu, og hann tók að segja fyrir um endurkomu sína. I skugga krossins Hátíð hinna ósýrðu brauða rann nú upp og á fyrsta degi þeirra voru Gyðingar vanir að neyta páska- lambsins. Sá dagur, skírdagur, er orðinn merkisdagur í kristinni trú fyrir innsetning kvöldmáltíðar- innar. Menn hafa lagt mismun- andi skilning í innsetningarorð Jesú, að brauðið og vínið ættu að vera, eða tákna, líkama Krists og blóð, og skal ekki farið nánar út í þá umræðu hér. Daginn fyrir síðustu kvöldmál- tíðina höfðu æðstu prestarnir og aðrir leiðtogar Gyðinga fengið óvænta heimsókn. Það var Júdas, sem spurði þá: — „Hve mikið vilj- ið þið greiða mér fyrir það að gefa ykkur tækifæri til að taka meist- ara minn fastan?" Enginn getur sagt með vissu hvers vegna Júdas vann þetta illvirki. Ástæðan hefur þó tæplega verið ágirnd, þvf prest- arnir hétu honum aðeins þrjátíu silfurdölum, sem var ekki nema verð eins þræls. Hafa sumir haldið því fram, að Júdas hafi verið sannfærður um að Jesús myndi neyta máttar síns sjálfum sér til bjargar, þegar honum yrði ljóst, að hann væri í bráðri lífshættu, og sanna öllum með því, að hann væri sá sigursæli Messías, sem menn væntu. En hver svo sem ástæðan hefur verið, sætti hann færis eftir þetta til þess að selja valdhöfum Gyðinga Jesú í hendur. Eftir máltíðina fór Jesús ásamt lærisveinum sínum út úr borginni til Olíufjallsins. Á leiðinni þangað sagði hann við þá: — „Þið munuð allir bregðast mér í nótt.“ Og hann mun þá hafa farið að gruna, að hann myndi verða svikinn og framseldur, og tók því að hryggj- ast. Hann gekk inn í grasgarðinn Getsemane og fylltist þar slíkri hugarkvöl, að hann bað Guð þess þrisvar að láta þennan kaleik frá sér líða. En lærisveinarnir gátu ekki vakað með honum eina stund. Menn hafa lagt ýmsa merkingu í þessa kvöl Jesú í grasgarðinum þótt raunar hljóti orsakir hennar að liggja í augum uppi. í bók sinni. „The New Theology" gerir biblíu- fræðingurinn Campbell grein fyrir þeim með eftirfarandi orð- um: „Hugsaðu þér, að þú hefðir unnið að því með alúð og kost- gæfni, að hvetja menn til að verða Guðs börn og lifa lífi því, ef líf getur kallast. Hugsaðu þér að þú hefðir séð vonirnar bregðast hverja á fætur annarri, en að heimshyggjan, eigingirnin og hræsnin hefðu jafnvel magnast við mótspyrnu þína. Hugsaðu þér að þú sæir illskuna hervæðast gegn þér, að þú væri einmana og yfirgefinn og að jafnvel Guð virt- ist horfa þögull á þessa stund grátlegra vonbrigða. Fjandmenn þínir standa sigri hrósandi við hliðin og eru sólgnir í blóð þitt. Hinum megin við hliðin bíða þín svik, pynding og opinber smán. Og að baki öllu gnæfir hinn geigvæn- legi kross, er samlandar þínir, þjóðin, sem þú elskaðir öllu fram- ar, vilja láta negla þig á innan lítillar stundar. Segðu mér, hvers þú myndir biðja í þessu ástandi. Kvöl þín yrði líklegast engu minni en kvöl Jesú, enda þótt bæn þína myndi skorta mikið á háleiti trúar hans og æðrulausa auðsveipni. Þessi skoðun Campbells er rakin í kaflanum um Jesús frá Nazaret í „Sögu mannsandans" eftir Ágúst H. Bjarnason og þar bætir höf- undur ennfremur við: Sannarlega var það engin furða, þótt Jesús fylltist angist og kvíða við tilhugs- unina um það, sem hann átti í vændum, og það því fremur sem krossfesting var hinn háðulegasti og langvinnasti dauðdagi. Senni- lega hefur hún ekki verið kvala- fyllri en margur annar dauðdagi, en það þótti öllu öðru smánarlegra að vera „hengdur á tré“. Þarna voru menn bundnir eða negldir upp á höndum og fótum og hafðir að skotspæni fyrir háðung manna og svívirðingar, meðan lífið entist. Og það var langvinnur dauðdagi, því að blóðmissirinn var annað hvort lítill eða enginn, svo að af honum gátu menn naumast dáið; Innreið Jesú í Jerúsalem. Jesús hreinsar musterið. Skattpeningurinn. Hlutur fátæku ekkjunnar. BA\ vk V wV. -J ’+lh* um - , v i MA'k 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.