Morgunblaðið - 31.03.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983
17
Hin heilaga kvöldmáltíð.
menn urðu að örmagnast og dóu
að síðustu af ofþreytu, vöðva-
krampa eða hjartaslagi, ef þeir
annars dóu á krossinum, en það
var ekki naerri alltaf. Jósefus,
sagnaritari, sem uppi var nokkru
eftir Krists daga, getur þess, að
sér hafi tekist að lífga einn
þriggja kunningja sinna, sem sér
hefði verið leyft að taka af kross-
inum. Það þótti því vissara að
brjóta hvert bein í þeim, sem
krossfestir voru, svo að þeir yrðu
ekki kviksettir, enda var það siður,
sem sjaldan var út af brugðið. Jes-
ús mun nú hafa grunað, að hann
ætti slíkan dauðdaga fyrir hönd-
um, ef prestunum tækist að
höndla hann og ef þeim tækist að
fá veraldlega valdið til þess að
dæma hann til lífláts; því var ekki
nema von, að hjarta hans skelfd-
ist. Samt var hann fullráðinn í því
að láta ekki undan og innsigla
kenninguna blóði sínu, ef svo
skyldi til takast, og því beið hann
Júdasar.
Krossfestingin
Eftir að Júdas hafði svikið
meistara sinn með kossi var Jesús
handtekinn og færður fyrir æðstu
prestana og öldungaráðið. Fyrst
var farið með hann til Annasar
tengdaföður Kaífasar æðsta-
prests, en hann hafði sjálfur verið
æðstiprestur áður. Annas spurði
Jesú um kenningar hans, en hann
svaraði því til, að hann hefði ætíð
flutt boðskap sinn fyrir opnum
tjöldum í samkunduhúsum eða
musterinu og sagði honum að
spyrja áheyrendur sína. Einn
varðmannanna sló Jesú í andlitið
eftir þetta svar og spurði hann
hvort honum fyndist viðeigandi að
svara æðstaprestinum á þennan
hátt. Jesús sagði þá: „Hafi ég sagt
eitthvað rangt, ættuð þið að segja
mér hvað það er. En hvers vegna
slærðu mig ef svo er ekki?“ Ann-
ars skipaði þá varðmönnunum að
fara með Jesú í böndum til Kaífas-
ar.
Sagt er að prestarnir og öld-
ungaráðið hafi fyrst leitað ljúg-
vitna gegn honum þótt hreinsun
musterisins væri ærin sök á hend-
ur honum og nægilega vottföst. En
fyrir hana eina hefðu þeir aldrei
fengið Pílatus til að dæma hann
til dauða. Til þess urðu þeir að
gera hann að uppreisnarmanni.
Að lokum þóttust þeir hafa fundið
sök hjá honum er nægði til að
ákæra hann fyrir veraldlega vald-
inu og töldu hann dauðasekan. En
þeir þurftu að fá þennan dóm sinn
staðfestan áður en hátíðin gengi í
garð.
Þeir fóru því til hallar land-
stjórans og framseldu Jesúm sem
uppreisnarmann á þeim forsend-
um að hann hafði sagst vera kon-
ungur Gyðinga. Samkvæmt frá-
sögnunum leist Pílatusi ekki svo á
hann og fann enga sök hjá honum.
Hann vildi því helst láta hann
lausan, en þeir hræddu Pílatus
bæði með því að æsa lýðinn gegn
Jesú og heimta Barrabas lausan
og eins með því að hóta Pílatusi
reiði keisarans. Hann lét þá undan
og framseldi Jesúm til krossfest-
ingar.
Nákvæmasta frásögnin um
krossfestingu Jesú er í Markúsar
guðspjalli en þar segir að Kristur
hafi verið krossfestur um 3. stund,
eða klukkan níu að morgni. Um 9.
stund, þ.e. klukkan þrjú eftir há-
degi hafi Jesús kallað hárri röddu:
„Elói, Elóí, lama sabaktaní; sem er
útlagt: Guð minn, guð minn, hví
hefur þú yfirgefið mig.“ (Mark.
15.: 33—35). Hugðu menn hann
vera að kalla á Elía, fylltu njarð-
arvött ediki, stungu honum á
reyrstaf og gáfu honum að drekka
með þessum orðum: „Bíðið við,
sjáum hvort Elfa kemur að taka
hann ofan. En Jesús kallaði hárri
röddu og gaf upp andann. Sam-
kvæmt þessu hefur Jesús aðeins
hangið sex stundir á krossinum,
áður en lífsmörkin hurfu. Frá-
sögnin um að spjóti hafi verið lagt
í síðu hans finnst aðeins f Jóhann-
esar guðspjalli, og er þvf varlega á
henni að byggja. Það skal þó tekið
fram, að þótt ekki sé minnst á
spjótsstunguna í hinum guðspjöll-
unum þarf það alls ekki að útiloka
hana enda er frásögnin um hana
talin afar þýðingarmikil gegn
þeim tilgátum efasemdarmanna,
að upprisu Jesú megi útskýra með
þvi að hann hafi einungis liðið f dá
á krossinum.
Upprisan
Þegar Gyðingaleiðtogarnir
höfðu jafnað sig eftir landskjálft-
ann og önnur þau ósköp, sem á
höfðu dunið f sambandi við dauða
Jesú, minntust þeir þess að „að-
fangadagurinn" fór í hönd og varð
þvf að taka öll lik niður, svo að hin
mikla hátfð vanhelgaðist ekki.
Jósef frá Arímaþeu, göfugur ráð-
herra, er sagður var lærisveinn
Krists á laun, gekk fyrir Pílatus
og bað um líkama Jesú. En Pilatus
furðaði sig á því að hann skyldi
þegar vera andaður, og lét því
kalla til sín hundraðshöfðingjann
og spurði hann, hvort hann væri
þegar andaður. Og er hann varð
þess vís hjá hundraðshöfðingjan-
um, gaf hann Jósef líkið. En hann
lagði það i nýja, úthöggna graf-
arhvelfingu, er hann átti f nánd
við borgina. Leið svo fram á
sunnudagsmorgun þá er Kristur
var sagður upprisinn.
Frásagnir um upprisu Krists er
að finna bæði f guðspjöllunum og i
bréfum Páls postula, en því er ekki
að neita, að þær eru flestar að ein-
hverju leyti ósamhljóða um, hvar
og hverjum Jesús hafi birst. Auk
þess eru í þeim innskot og viðauk-
ar, sem ekki finnast f elstu hand-
ritunum. Samkvæmt frásögn Lúk-
asar af krossfestingunni er boðuð
upprisa til himinsins beint af
krossinum, sbr. orð Krists á kross-
inum: „Faðir í þínar hendur fel ég
anda minn“, — og einnig er Jesús
segir við ræningjann: „I dag
skaltu vera með mér í paradís".
Síra Jakob Jónsson nefnir þetta
atriði í áðurnefndri grein, en vek-
ur jafnframt athygli á, að sam-
kvæmt skilningi guðspjallanna
hafi þessi trú (þ.e. kenningin um
upprisu beint af krossinum) ekki
útilokað þann skilning á uppris-
unni, er studdist við upprisuundr-
ið þ.e. þær staðreyndir, sem sumir
lærisveinar Jesú urðu vottar að og
sönnuðu fyrir þeim upprisu hans
frá dauðum.
Margir telja þó eðlilegast að
leggja þá frásögnina, sem fyrst er
rituð, til grundvallar, þótt ekki sé
hún frá sjónarvotti að upprisunni,
en það er frásögn Páls í fyrra Kor-
intubréfi sem hljóðar svo: — „Því
að það kenndi ég yður fyrst og
fremst, sem ég hef einnig meðtek-
ið, að Kristur dó vegna vorra
synda, samkvæmt ritningunum,
og hann var grafinn og að hann er
upprisinn á þriðja degi, sam-
kvæmt ritningunum og að hann
birtist Kefasi, síðan þeim tólf
(þarna hlýtur að eiga vera: ellefu,
því að Júdas var úr sögunni). Síð-
an birtist hann meira en fimm
hundruð bræðrum í einu, sem
flestir eru á lífi allt til þessa, en
nokkrir eru sofnaðir. Síðan birtist
hann Jakobi, því næst postulunum
öllum. En síðast allra birtist hann
einnig mér eins og ótímaburði."
Hér gefst ekki rúm til að fara
nákvæmlega út í vangaveltur um
þær spurningar sem óneitanlega
vakna við samanburð á frásögnum
af upprisunni, t.d. hvað varðar
tómu gröfina, hvort að sá upprisu-
líkami sem Jesús birtist í hafi ver-
ið sá sami og lá í gröfinni eða
hvernig menn hafa hugsað sér
sambandið milli jarðneska líkam-
ans og upprisulíkamans, svo dæmi
séu nefnd enda virðist það ógjörn-
ingur að mynda samfellda sögu at-
burðanna, sem gerðust í sambandi
við upprisu Jesú. Hvað varðar sýn-
ingar, sem áður er getið í tilvitn-
uðum kafla úr fyrra Korintubréfi
Páls, hafa fræðimenn komið fram
með ýmsar tilgátur til skýringar
og í áðurnefndu riti Campbell eru
þær tilgátur taldar vera aðallega
þriár:
I fyrsta lagi að hér hafi verið
um tómar missýnir að ræða. í
öðru lagi að Jesús hafi risið upp í
anda og hafi þetta því verið anda-
sýnir og í þriðja lagi að Jesús hafi
birst í holdinu.
Hvað varðar fyrstu tilgátuna er
ólíklegt, að svo mörgum mönnum,
sem eiga að hafa séð Jesúm í senn,
hafi öllum getað missýnst. Tilgát-
an um að Jesús hafi risið upp i
anda þykir mörgum sennileg,
einkum andatrúarmönnum, en sá
hængur er á, að ef þessi tilgáta er
rétt hefði líkami Jesú átt að finn-
ast í gröfinni, en hún var tóm,
samkvæmt frásögnum guðspjall-
anna. Þeir sem hallast að þriðju
tilgátunni, um að Jesús hafi birst i
holdinu, hafa einkum bent á Lúk-
asar guðspjall máli sínu til stuðn-
ings þar sem segir:
„En þegar þeii* voru að tala um
þetta, stóð hann sjálfur meðal
þeirra og segir við þá: Friður sé
með yður; En þeir urðu skelfdir og
hræddir og hugðust sjá anda. Og
hann sagði við þá: Hví eruð þér
óttaslegnir? Og hvers vegna vakna
efasemdir í hjarta yðar? Lítið á
hendur mínar og fætur, að það er
ég sjálfur. Þreifið á mér og iítið á,
því andi hefir ekki hold og bein,
eins og þér sjáið mig hafa. Og er
hann hafði þetta mælt sýndi hann
þeim hendur sínar og fætur. En er
þeir enn þá trúðu ekki fyrir fögn-
uði og voru fullir undrunar, sagði
hann við þá: Hafið þér hér nokkuð
til matar? Og þeir færðu honum
stykki af steiktum fiski. Og hann
tók það og neytti þess frammi
fyrir þeim.“ (Lúk. 24:36—43). Af
þessari lýsingu verður ekki annað
ráðið en hér hafi verið um líkam-
lega veru að ræða, burtséð frá
hvernig Lúkas hefur hugsað sér að
þetta kæmi heim og saman við
sjálfa upprisuna.
í grein Síra Jakobs Jónssonar,
sem áður hefur verið vitnað til
segir m.a.: — „Hvernig svo sem
vér viljum skilja upprisuna, verð-
ur ekki fram hjá því komist, að
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Svik Júdasar.
Pétur afneitar Jesú.
Jesús hœddur.
Pílatus lœtur húðstrýkja Jesúm.