Morgunblaðið - 31.03.1983, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983
engir vottar hafa verið að sjálfum
atburðinum. Það er alkunn stað-
reynd, að höfundar helgisagnanna
og hinna apokrýfu rita hafa jafn-
an haft tilhneigingu til að fylla út
í eyður og lýsa með nákvæmni því,
sem aðeins er dregið stærstu
dráttum í fyrstu frásögnunum.
Vér sjáum aðdraganda slíkrar
þróunar í Matteusarguðspjalli,
þar sem farið er að lýsa niður-
stigningu engilsins frá himni og
hræðslu varðmannanna. í Péturs
guðspjalli, einu þeirra guðspjalla,
sem ekki voru tekin í helgirita-
safnið, er sagan orðin harla ítar-
leg. Þrátt fyrir það, hversu von-
laust er að reyna að lýsa sjálfum
upprisuatburðinum, hafa menn
stöðugt reynt að gera sér grein
fyrir því, sem gerst hefir. Þannig
hefir próf. Hugh Anderson í bók
sinni: Jesus and Christian Origins,
New York 1964, gert stutt yfirlit
yfir þær skýringar, sem gefnar
hafa verið.
Prófessorinn nefnir fyrst þá
skýringu, sem allt frá upphafi hef-
ir verið haldið á loft af andstæð-
ingum kristninnar. Hún er svo
gömul að hennar er getið í Matt.
28:11—15. Skýring þessi er í því
fólgin, að lærisveinarnir hafi stol-
ið líkama Jesú úr gröfinni og logið
því upp, að hann væri upprisinn.
Svika-skýringin kom síðast fram á
19. öldinni, en hefir aldrei heyrst á
seinni áratugum.
Önnur skýringin, sem próf.
Anderson minnist á, er hin
svonefnda náttúrulega skýring.
Hún er á þá leið, að Jesús hafi
aldrei dáið á krossinum, heldur
aðeins virst vera dáinn, en í hinu
kalda lofti grafarinnar hafi hann
raknað við, falið sig fyrir yfirvöld-
um Gyðinga, en komið til móts við
lærisveina sína. — önnur nátt-
úruleg skýring er sú, að konurnar
hafi farið inn í skakka gröf og
ungi maðurinn, sem nefndur er i
Mark. 16:7, hafi verið að vísa þeim
til vegar að hinni réttu. Þær hafi
þá þotið burt í ofboði.
Þriðju skýringaraðferðina, sem
próf. Anderson nefnir, þekkjum
vér vel hér á landi frá tíð próf.
Haralds Níelssonar, en það er
skýring sálarrannsóknanna. Með-
al þeirra, sem athugi frásagnirnar
um upprisuna út frá nýrri tíma
þekkingu á para-sálarfræði og
dulrænum fyrirbærum, nefnir
hann M.C. Perry (sjá bók dr. Perr-
ys: The Easter Enigma, London
1959).
Fjórða skýringin er hin líkam-
lega skýring, þ.e.a.s. að Jesús hafi
risið líkamlega af gröf sinni, en
síðan hafi honum verið gefinn nýr
andlegur líkami, sem ekki hafi
verið háður takmörkum tíma og
rúms.
Hin fimmta skýring, sú síðasta,
er próf. Anderson nefnir, er sál-
fræðilega skýringin, sem rekur
allt til þess, sem fram muni hafa
farið hið innra með lærisveinun-
um sjálfum."
Að lokinni þessari upptalningu
á yfirliti próf. Andersons segir
síra Jakob að það sé fyrir utan
verksvið sitt í þessari grein að
gera upp á milli hinna ýmsu skýr-
inga enda sé hann ekki að ræða
um skilning nútímans á uppris-
unni, heldur skilning frumkristn-
innar. En eftirtektarvert sé það,
að þrátt fyrir nær tuttugu aldir,
sem liðnar séu síðan upprisuundr-
ið átti sér stað, hafi ritskýrendur
brotið heilann um það, sem sé
þungamiðja málsins frá sögulegu
sjónarmiði, þ.e. þá spurningu sem,
mjög hafi þjakað guðfræðinga
vorrar aldar: Var reynsla upprisu-
vottanna eingöngu til orðin í huga
þeirra sjálfra, eða voru sýnir
þeirra og snerting í raun og veru
skynjan hins hlutlæga? Sáu þeir
Krist upprisinn, af því að þeir
trúðu á hann, eða trúðu þeir á
Sólin myrkvast.
hann, af því að þeir höfðu séð
hann upprisinn?
Hyrningarsteinn
trúarinnar
Því er nú einu sinni þannig farið
með okkur nútímamenn, að við
viljum gjarnan leita eðlilegra
skýringa á fyrirbrigðum sem
koma okkur spánskt fyrir sjónir,
helst út frá þeirri vísindalegu
þekkingu sem við búum yfir enda
lifum við á öld vísindanna. Upp-
risuundrið verður þó ekki skýrt á
þann hátt og eins og tekið er fram
hér í upphafi verður hver að trúa
því sem honum er eiginlegast í
þeim efnum. Á það skal þó minnt,
að hvernig svo sem menn vilja
skýra upprisuna fyrir sér, þá er
það víst, að bæði postularnir og
hinir fyrstu kristnu söfnuðir
trúðu henni staðfastlega, svo stað-
fastlega að þeir gerðu hana að
hyrningarsteini trúarinnar á Jes-
úm Krist. Það var hún sem gerði
hann dýrlegan í augum þeirra og
sannfærði þá um, að hann væri
æðra eðlis og undirstrikaði í
þeirra augum að hann var það sem
hann sagðist vera.
Um gildi páskaboðskaparins
fyrir kristna trú þarf því ekki að
deila. Hann er í raun söguleg for-
senda kristninnar auk þess sem
upprisan styður framhaldslífið, en
einmitt á því byggja kristnir
menn þá trú sem gefur hinu jarð-
neska lífi gildi. Því má segja, að
páskaboðskapurinn fjalli öðru
fremur um sigur lífsins yfir dauð-
anum.
Teikningar eftir Gustave Doré úr
bókinni „Biblían í myndum“ útg.
1978, Auðunn Blöndal.
m
Jesús hnígur niður undan þunga
krossins.
Krossinn reistur.
Jesús lagður í gröfina.
Konurnar við gröfma.
Minnisblað lesenda
MORGUNBLAÐIÐ hefur að
venju leitað upplýsinga, sem
handhægt er fyrir lesendur
að grípa til um bænadagana
og um páskahátíðina.
SlysadeiJd
Slysadeild Borgarspítalans er
opin allan sólarhringinn og er
síminn 81212.
Slökkviliðið
Slökkviliðið í Reykjavík hefur
símann 11100, Slökkviliðið í
Hafnarfirði 51100 og Slökkvilið-
ið á Akureyri 22222.
Lögreglan
Lögreglan í Reykjavík hefur
símann 11166, upplýsingasími er
11110. Á Akureyri er síminn
23222, í Kópavogi 41200 og í
Hafnarfiði er síminn 51166.
Sjúkrabflar
Sjúkrabílar í Reykjavík hafa
símann 11100, í Hafnarfirði
51100 og á Akureyri 22222.
Læknavarsla
Helgarvakt hefst kl. 17 á
föstudaginn og lýkur kl. 8 á
mánudagsmorgun. Síminn er
21230.
Tannlæknavarsla
Neyðarvakt verður alla dag-
ana í Heilsuverndarstöðinni við
Barónsstíg kl. 14 til 15. Síminn
er 22417.
Lyfjavarsla
I dag, skírdag, er nætur- og
helgidagavarsla í Borgar- og
Reykjavíkurapóteki, en frá
föstudegi til þriðjudags í Holts-
og Laugavegsapóteki.
Messur
Tilkynningar um messur,
guðsþjónustur og fermingar eru
birtar á öðrum stað í blaðinu.
Útvarp og sjónvarp
Dagskrá útvarps og sjónvarps
er einnig birt á öðrum stað í
blaðinu.
Bilanir
Hitaveitu- og vatnsveitubilan-
ir skal tilkynna til Vélamið-
stöðvar Reykjavíkurborgar í
síma 27311. Símabilanir tilkynn-
ist í síma 05.
Söluturnar og verslanir
Söluturnar verða opnir eins og
venjulega á skírdag, laugardag
og annan páskadag, en lokaðir á
föstudaginn langa og páskadag.
Verslanir verða lokaðar allan
tímann nema hvað opið verður á
milli 9 og 12 á laugardag.
Bensínafgreiðslur
Bensínafgreiðslur verða opnar
á skírdag og annan í páskum frá
kl. 9.30 til 11.30 og á milli 13 og
16. Lokað er á föstudaginn langa
og páskadag. Venjulegur opnun-
artími er á laugardag. Kvöldsala
á bensíni og öðrum olíuvörum
fer fram á bensínstöðinni við
Umferðarmiðstöðina um páska-
helgina. Á skírdag er opið frá kl.
20— 23.30, lokað föstudaginn
langa, á laugardag er opið frá kl.
21— 23.30 og á páskadag er lok-
að. Annan í páskum er opið frá
kl. 20-23.30.
Strætisvagnar Reykjavíkur, Kópa-
vogs og Hafnarfjarðar
Á skírdag verður ekið sam-
kvæmt tímatöflu sunnudaga á
öllum leiðum. Á föstudaginn
langa verður ennfremur ekið eft-
ir tímatöflu sunnudaga, nema
hvað aksturinn hefst ekki fyrr
en eftir hádegi, á milli 13 og 14.
Á laugardag er ekið eftir venju-
legri laugardagstímatöflu. Á
páskadag verður ekið eftir
sunnudagstímatöflu, en akstur
hefst ekki fyrr en á bilinu
13—14. Á annan í páskum verð-
ur ekið eftir venjulegri sunnu-
dagstímatöflu.
Snjómokstur
Þær upplýsingar fengust hjá
vegaeftirlitinu að ráðgert er að
ryðja margar leiðir 1 dag, m.a. á
Snæfellsnes og vestur í Dali, til
Hólmavíkur og norður í land, til
Siglufjarðar og sennilega
Ólafsfjarðar, til Húsavíkur og
þaðan með ströndinni til Þórs-
hafnar. Þá er ætlunin að reyna
að opna með suðurströndinni
allt austur til Egilsstaða. Ekkert
verður rutt eða aðstoðað á veg-
um á föstudaginn langa eða
páskadag, en á laugardaginn
verður mokað á þeim vegum sem
daglega eru ruddir.
Vegaeftirlitið hefur upplýs-
ingaþjónustu í síma 21000. Frá
9—12 í dag og laugardag svarar
vaktmaður í símann en annars
veitir sjálfvirkur símsvari helstu
upplýsingar.