Morgunblaðið - 31.03.1983, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983
23
sokkana sem voru að hrynja niður
um hann. Slógum við hring um
ungfrúna og héldum pilsinu uppi á
meðan tveir hagræddu nælon-
sokkunum.
Tvístraðist síðan hópurinn því
enginn vildi láta sjá sig nálægt
þessum grip. Ég tók strikið í Aust-
urstræti, en „ungfrúin" arkaði á
eftir mér og ég sá mitt óvænna og
stökk ofan í grunn hússins Aust-
urstræti 17, sem þá var í bygg-
ingu, og var þetta í fyrsta og síð-
asta skipti sem ég hef afneitað
frænda mínum. Ofan í grunninn
komst „ungfrúin" ekki og er ég þar
með úr sögunni, en Sigurgeir tek-
ur upp þráðinn í frásögn sinni:
Mikið brá aumingja
manninum helvítlega
„Þegar ég hafði gert nóg af mér
í kvenmannsklæðunum í Austur-
stræti, vatt ég mér niður í
Tryggvagötu fyrir framan Bæjar-
ins beztu og þar hitti ég að máli
sjómann á flutningaskipi. Þetta
var stýrimaður skipsins og hann
spurði mig hvort ég væri nokkuð
vant við látinn. Ég kvað nei við og
hann bauð mér um borð. Ég þáði
það með því skilyrði að drykkjar-
föng yrðu á borð borin. Var því
játað og kóssinn tekinn á danska
skipið. Ég var nú hálfefins í því
hvort ég væri ekki að ganga skref-
inu of langt og ég var fljótur að
setjast í eina stólinn sem var í
klefa stýrimannsins. Tókum við
síðan tal saman og ég spurði
manninn m.a. að því hvort hann
væri ekki giftur. Hann kvað já við
en fór þá að tala um það að hann
yrði að leita fylgilags við aðrar
konur af því að konan hans væri
svo slæm í móðurlífinu. Þá fór nú
að fara um mig, en það var ríflega
borið á borð, svo það vó upp á
móti. Stýrimaðurinn fór síðan að
leita á mig og ég mátti hafa mig
allan við, en líklega hefur hann
aldrei hitt svona handsterkan
kvenmann, því hann komst aldrei
að mér eins og hann mat efni til.
Svo fór að ég nennti ekki að
standa í þófinu lengur og svipti af
mér slæðunni og snaraði skítugum
sokkum úr brjóstahaldaranum á
borðið fyrir framan stýrimanninn
og mikið brá aumingja manninum
helvítlega. Ég var mest hræddur
um að hann færi í mig, en það
hefur líklega bjargað mér að ég
var nokkuð stærri en hann. Svo
var nú gert gott úr þessu og ég
útskýrði málið og í kveðjuskyni
gaf hann mér flösku af víni og
bjórkassa, en eftir þetta hef ég
haldið mig við karlmannsfötin.
Það er nú ef til vill á misskilningi
byggt, því sumir sem sáu mig
þetta kvöld kváðu stórglæsilega
konu hafa verið á ferðinni, sem
sést náttúrulega á því að danski
kaupskipaflotinn lá alveg marflat-
ur í einu höggi.
Svo fór að dýpka
á hugmyndum
Svo hætti maður svona barna-
brekum, ef svo má segja, og ég
flutti heim til Eyja og fór að
stunda vinnu eins og almennilegt
fólk. Ég hef aldrei tollað mjög
lengi í sama starfi, kennt í 5—6 ár
í einu, en tekið mér gott frí á milli
og þá hef ég yfirleitt farið á sjó.
Ég held að það sé hverjum manni
ákaflega hollt að skipta um at-
vinnu, verða ekki moðsoðinn í
sama starfinu of lengi. Ég var til
dæmis æskulýðsfulltrúi úti í Eyj-
um í nokkurn tíma fyrir nokkrum
árum, en það er eitt af þessum
störfum sem eru ákaflega eftir-
sótt. Mér skilst í dag að menn
vildu fórna sálu sinni fyrir að
komast í þetta starf. Ég fékk þetta
og byrjaði fullur af áhuga. Þetta
var ágætt og skemmtilegt að
starfa í þessu með hausinn fullan
af hugmyndum, bæði góðum og
slæmum. Ég byrjaði strax að
reyna að koma þeim að, umbylta
ákveðnum hlutum og ég var búinn
að ákveða þegar ég fékk þetta
starf, að ég ætlaði að vera í því í
tvö ár, ekki lengur. Það fór nú
þannig að ég hætti ekki fyrr en
eftir hálft fjórða ár og ég var al-
veg sáttur við að hætta þá, búinn
að koma mínum hugmyndum í
framkvæmd og eitthvað var farið
að dýpka á nýjum, en ég hef haft
það fyrir grundvallarreglu að þeg-
ar maður er orðinn svo íhaldssam-
ur að neita því að aðrar hugmynd-
ir en manns sjálfs séu góðar og
gildar, þá á maður að hætta. Ef
maður heldur áfram með slfkan
hugsunarhátt, þá eru menn orðnir
kerfiskallar. Ég sagði af mér i
fullri vinsemd, en margir heima
áttu erfitt með að skilja að maður
kastaði svona fínu starfi frá sér.
Einhverjir komu náttúrulega
með þá kenningu að ég hefði verið
rekinn úr starfi og sú sök m.a.
fundin að ég hefði verið á fylliríi í
starfi þótt ég hefði náttúrulega
aldrei haft vín um hönd í félags-
heimilinu. Mín ástæða var sú að
leyfa nýjum manni að spreyta sig
og taka við. Ég tel víðs fjarri að
slíkt starf eigi að vera pólitískur
bitlingur í skjóli þess að þarna sé
um þægilega vinnu að ræða. Þetta
getur verið óhemju þægilegt starf,
ef maður ætlar að liggja í leti, en
mér fannst þetta ekkert þægileg
vinna, enda er útkoman náttúru-
lega engin ef menn stíla upp á
þægindin. í þessu eiga að vera
frjóir menn, hugmyndaríkir, sem
eru ekki allt of hræddir við að
gera mistök, sízt þeir sem eru
hræddir við að kippt sé í spottann.
Madur var hvorki
betri né verri
Það er ógurlega mikið í tízku í
dag, bæði hjá leikum og lærðum,
að þjóðin búi við eitthvert ungl-
ingavandamál. Ég er orðinn fjári
leiður á þessu fjasi, því krakkar í
dag eru ekkert verra fólk en annað
í þessu landi og ég sé sjálfan mig í
flestu sem þessir krakkar í dag
eru að gera, maður var hvorki
betri né verri. Einhverjir þeirra
byrja ef til vill að drekka brenni-
vín fyrr en tíðkaðist fyrir nokkr-
um árum og verða ef til vill svolít-
ið kjaftforari, ef það er þá hægt að
segja að það sé einhver galli á
fólki að svara fyrir sig. í dag þykir
aftur á móti óhemju fréttnæmt að
krakkar í Reykjavík skuli vilja
hittast á kvöldin á Hótel ísland-
planinu, jafnvel svo fréttnæmt að
sjónvarpið fer með tæki á vett-
vang og ræðir jafnvel við sálfræð-
ing um málið þótt ekki sé um ann-
að að ræða en það að ungt fólk vill
hittast.
Það hefur ekki hingað til þótt
ástæða til þess hjá fjölmiðlum að
fara í Broadway eða Þórskaffi til
þess að fjalla um eitthvert eldra
fólk sem er að gera nákvæmlega
það sama og unga fólkið, nema að
það eldra er innan fjögurra
veggja.
Meira en hægt
er að segja um
alla fullorðna
Sömuleiðis er því slegið upp sem
ógurlegri frétt fyrir skömmu að
tveir eða þrír strákar lenda í
áflogum við lögregluna, og þetta
þykir ógurlegt mál i sumum blöð-
um. Hvað ætli það komi oft fyrir
að lögregian þurfi að hafa afskipti
af fullorðnu fólki á skemmtistöð-
um borgarinnar, án þess að það sé
vaðið með það í blöðin. Þetta virð-
ist þannig að ef krakkar eða ungl-
ingar eiga hlut að máli, séu mál
blásin upp ef það er á einhvern
hátt hægt að tengja þau neikvæð-
um atriðum. Ég er búinn að um-
gangast börn og unglinga i bráð-
um 20 ár i mínu starfi og get ekki
sagt að ég hafi nokkurn tíma átt i
vandræðum með að umgangast
þetta fólk. Auðvitað er fólk mis-
jafnt, en ef þú sýnir því traust þá
sýnir það þér traust á móti og það
er meira en hægt er að segja um
alla sem eru fullorðnir."
íslandsmet í íslenzku
Ég vék talinu að íslenzku-
kennslu og íslenzkri tungu.
„Ég var mjög snemma læs og er
sagt að fjögurra ára hafi ég lesið
reiprennandi, þannig að ég man
ekkert eftir því hvernig ég lærði
að lesa. Ég var orðinn læs þegar
ég fór að fá minningatilfinning-
Sjá bls. 26.
Gjöfin sem
stœkkar meó
námsfólkinu....
r;
Verðkr 1.790. Verð!2.530.-
PE 83 — borðið er nýjung.
Borðið má hækka og lækka að
vild og halla borðplötunni eftir
því sem best hentar hverju
sinni. PE83 — borðið er tilval-
ið til náms og tómstunda.
PE 82 stóllinn hefur skapað sér fastan sess hér á landi
vegna gæða sinna og hagstæðs verðs. PE 82 fæst bæði
með og án arma og hægt er að stilla setu og bak eftir
hentugleikum.
Og til að hafa rétta birtu við námið eða tómstunda-
störfin eigum við mikið úrval LUXO — lampa.
GEFÍÐ GÓÐA GJÖF — GEFIÐ GJÖF SEM STÆKKAR
MEÐ NÁMSFÓLKIWU. Sendum gegn póstkröfu.
ipssntiifft
%mSKRIFSIÖFU HÚSGÓGN.
HALLARMÚLA 2 - SlMI 83211