Morgunblaðið - 31.03.1983, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983
fHftfgoni Útgefandi tililníní> hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aóalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift-
argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 15 kr. eintakiö.
Vorboðinn ljúfi
að er vor í lofti og páskar
fara í hönd.
Veturinn kann að eiga eftir
einhver fjörbrot. En sú vissa
verður ekki frá okkur tekin
að klakaböndin á lífríki um-
hverfisins eru að leysast upp.
Farfuglarnir, vorboðarnir
ljúfu, koma senn um langan
veg til að vekja nýtt líf í
varplöndum sínum. Gróður-
ríkið umhverfis okkur rís
upp af vetrarsvefni í litadýrð
og fegurð, sem verður þó ekki
einvörðungu augnayndi,
heldur gjöfull þáttur í
brauðstriti þjóðarinnar.
Þetta árvissa kraftaverk í
náttúrunnar ríki talar til
okkar á táknmáli, engu síður
en dæmisögur biblíunnar:
vor tekur við af vetri — um-
hverfið rís upp til fram-
haldslífs.
Sama máli gegnir um
ræktunarstörf bóndans, sem
sér ávexti moldar vaxa svo að
segja í höndum sér. Þau hafa
boðskap að flytja. Öll höfum
við garð að rækta, þar sem er
okkar eigið líf. Þar, eins og
alls staðar, skiptir máli,
hvern veg er að verki staðið.
— í lífi hverrar manneskju
koma tímar klakabanda —
en síðan vor, sem býður upp á
vakningu. — Þjóðfélagið,
sem við lifum í, er og jarð-
vegur, gefinn okkur til
vinnslu, bæði sem einstakl-
ingum og heild. Við uppsker-
um á þeim akri eins og við
höfum til sáð og unnið.
Engin hátíð rís hærra í
trúarlífi kristinna þjóða en
páskarnir, sem haldnir eru í
minningu um upprisu Krists.
Upprisan var innsiglið á
fyrirheit hins kristna boð-
skapar um eilífa tilveru
mannsandans. Táknmál
náttúrunnar um hringrás
lífsins, sem hér hefur verið
drepið á, fellur því vel að
þessu kjarnatriði kristinnar
trúar.
Atburðurinn á Golgata,
undanfari upprisunnar, hef-
ur og speglast margoft í
mannkynssögunni. Hversu
oft hafa þjóðir og einstakl-
ingar ekki krossfest þær
kenningar, sem Kristur færði
þeim: í styrjöldum, í hryðju-
verkum, í vanhugsuðum sam-
skiptum þjóða og einstakl-
inga? Engu að síður eru þess-
ar kenningar von og vegvísir
til fegurra mannlífs, nýs vors
í samskiptum manna.
Þessa dagana staðfesta
hundruð ungmenna skírnar-
sáttmála sinn við fermingu.
Þessi staðfesting — og sú
handleiðsla kennimanna sem
á undan fer — er eins konar
plæging og sáning, sem ætlað
er að skila uppskeru síðar á
lífsleið viðkomenda. Þessi at-
höfn hefur mismikinn þunga
í hugum fólks, þá fram fer,
en jafnvel lítill trúarneisti,
sem haldið er lifandi í
brjósti, er ómetanlegur á erf-
iðum stundum þeirrar lífs
vegferðar, sem fermingar-
börnin eiga fyrir höndum.
Slíkur trúarneisti er bezta
fermingargjöf hvers ein-
staklings. Hann er hinn ljúfi
vorboði í lífi hverrar mann-
eskju. — Gleðilega páska.
Kirkjulist
áð Kjarvals-
stöðum
Efnt hefur verið til sér-
stæðrar sýningar á
kirkjulist, gamalli og nýrri,
að Kjarvalsstöðum, sem
stendur fram yfir páska.
Þetta er eftirtektarverð sýn-
ing, sem ástæða er til að
hvetja sem flesta til að sjá og
njóta. Þarna má líta mál-
verk, glermyndir, silfursmíð,
höggmyndir, teikningar,
textíl og vefnað.
Listin og trúin hafa átt
samleið gegn um aldirnar.
Fjölmargar kirkjur eru lista-
verk að hönnun, innréttingu
og útliti. Þær eru í gerð sinni
trúarleg lofgjörð. Sama máli
gegnir um málverk og
höggmyndir, er þær prýða,
að ógleymdum ljóð- og tón-
verkum sem þar eru flutt.
Valtýr Pétursson kemst
svo að orði í Mbl.'um kirkju-
listarsýninguna:
„Þessi sýning er gríðarlegt
fyrirtæki og vönduð sýn-
ingarskrá fylgir, þar sem góð
grein er gerð fyrir þeim grip-
um, sem til sýnis eru, en
flestir þeirra eru komnir til
ára sinna, eiga sér merkilega
og fróðlega sögu ... Það er
ekki gott til afspurnar til
næstu bæja, ef fólk kann ekki
að notjfæra sér þetta einstaka
tækifæri til að kynnast því,
sem listamenn okkar eru að
leggja til kirkju og kristin-
dómi í þessu landi. Eftir sýn-
ingu þessari að dæma eru
fleiri listamenn að vinna
verk fyrir kirkjuna í landinu
en mig grunaði. Það er því
tímabært að gera nokkra út-
tekt á þessum hlutum, og nú
er tækifærið".
íslenska kvikmyndin, Á
hjara veraldar, verður
frumsýnd á laugardaginn
nk. í Austurbæjarbíói. Það
þykir viðburður í íslensku
þjóðlífi þegar íslensk
kvikmynd er frumsýnd og
margir bíða spenntir eftir
hverju því verki, sem ís-
lenskir kvikmyndagerð-
armenn láta frá sér fara. Á
hjara veraldar verður
þriðja íslenska myndin
sem frumsýnd er með
stuttu millibili, en hinar
eru, Með allt á hreinu og
Húsið, sem nú er sýnt í
Háskólabíói. Það hefur lítt
tíðkast meðal íslenskra
kvikmyndargerðamanna,
að gera mynd eftir frum-
sömdu handriti heldur
hafa myndir verið í meiri-
hluta gerðar eftir þekktum
skáldsögum. Hrafn Gunn-
laugsson hefur nokkuð
fengist við gerð mynda eft-
ir eigin handriti, Húsið er
gerð eftir frumsömdu
handriti og nú er komin
myndin, Á hjara veraldar,
gerð eftir handriti leik-
stjórans Kristínu
Jóhannesdóttur.
Kristín gekk i kvikmynda-
skóla í Frakklandi og hefur ný-
lokið námi þar, en Á hjara ver-
aldar er hennar fyrsta mynd
eftir að hún lauk námi. Hún var
að því spurð hvaðan hún hafi
fengið nafn myndarinnar.
„Ætli það hafi ekki læðst að
mér í draumi, eins og svo margt
annað,“ sagði hún. „Mér finnst
þetta vera skemmtilegt nafn, í
því fellst tvíræð merking,
heimsendamerking og svo er
eins og það hafi einhvern fjár-
sjóð að geyma þegar talað er um
„á hjara veraldar". Eins og
maður hafi eitthvað þangað að
sækja, á hjarann. Þetta á við
um eylandið okkar. Við erum á
hjaranum. Það er ekki slæmt,
þvert á móti. Við erum í stúku.
Höfum yfirsýn yfir heiminn."
— Hvaðan hefur þú efnivið-
inn í kvikmynd þína?
„Ég hef verið að spyrja sjálfa
mig að þessu síðastliðna níu
mánuði. Eða í þrjú ár síðan
handritið var tilbúið. Ég held
við ættum að leita að svarinu
saman. Eins og ég hef oft sagt
áður, kemur myndin mér meira
á óvart með hverjum deginum
og ekki síst þessa síðustu daga.
Ég er aldeilis hlessa hvað
myndin getur sagt mér óendan-
lega mikið og nýtt á hverjum
degi. Það er mér mikiö fagnað-
arefni að sjá hvernig til hefur
tekist með myndina. Við reynd-
um til dæmis fyrir okkur á nýj-
um vígstöðvum með hljóð og
mynd og mér finnast það vera
fáheyrð undur, sem úr því hefur
komið. Enda er afargott fólk,
sem stendur með mér að gerð
þessarar myndar.
Það varð mér mikið gleðiefni,
þegar við vorum að litgreina
myndina í Kaupmannahöfn nú
fyrir stuttu, þegar menn, sem
unnu með okkur við litgreining-
una, sem séð hafa nýjar og nýj-
ar myndir ár og áratugi, voru
furðulostnir yfir þeirri spennu
og hrífandi frásöguformi hljóðs
og myndar, þrátt fyrir að þeir
skildu ekki orð, sem sagt er í
myndinni. Þeir veðjuðu á að
þetta yrði mynd, sem gengi vel,
ekki bara hér á íslandi heldur
úti í heimi líka. Ég er ánægð
með spennuna sem hefur skap-
ast milli myndar og hljóðs og í
uppbyggingu hennar. Það er
eitthvað í henni, sem skírskotar
stöðugt til manns."
— Þetta er þá ekki það sem
menn vilja kalla, séríslensk
mynd?
„Það eru vissir hlutir sem
höfða beint til hins íslenska
áhorfanda. Þetta er saga okkar
í dag, um málefni, sem koma
okkur við á þessu eylandi. Þetta
er jafnframt efni, sem ætti að
og gerir eftir því sem þessir
menn sögðu mér, að höfða til
fólks hvar sem það er statt í
heiminum."
— Þú sagðir í viðtali fyrir
stuttu að menn sem hefðu lesið
handritið í fyrsta sinn höfðu
sagt myndina hljóta að vera
týpíska „mánudagsmynd".
„Þetta eru fyrirfram ákveðn-
ar skoðanir. Til dæmis hef ég
orðið vör við atriði, sem mér
þykir einkennilegt. Frakk-
landsmenntun mín gefur mér
ákveðið form í hugum sumra
sem hafa haldið að ég færi að
gera franskar myndir. Þetta er
furðulegur misskilningur. Með
því að ég er í Frakklandi er ég
næst uppruna mínum, einmitt
vegna fjarlægðarinnar frá
heimalandi mínu og gæti þess
vegna gert íslenskari mynd en
ef ég hefði aldrei farið héðan.
Endanlegt form myndarinnar
hefur komið mönnum á óvart. í
henni er þrungin spenna, sem á
einkennilegan hátt er íslenskt
fyrirbrigði. í henni er sterk
undiralda, sem gengur beint inn
í huga manns. Hér eru einhver
ægiöfl í gangi, kannski vegna
náttúrunnar, kannski staðsetn-
ingar, sem gerir allt átaka-
meira.“
— Einhver minnisstæður at-
burður sem henti við gerð
myndarinnar?
„Það voru margir furðulegir
atburðir sem komu uppá. Alveg
stöðugt. Ég spyr oft sjálfa mig
að því hvort það hafi ekki verið
einhver æðri máttarvöld, sem
fylgdust með okkur og létu vita
af sér. En það hafa þá verið góð
augu. Ég held það hafi fylgt
okkur einkennileg heillastjarna.
Það virðist vera fastur liður við
gerð hverrar myndar að menn
lendi í lífsháska. Þessi mynd er
engin undantekning. Ég man
þegar við Hákon Oddsson, að-
stoðarmaður vorum við vett-
vangskönnun upp við Hafra-
vatn í 14 vindstigum þegar veð-
rið var sem verst við okkur í
vetur og er mönnum minnis-
stætt. Við fórum úr bílnum, sem
við hefðum aldrei átt að gera,
og stigum út á frosið Hafra-
vatnið og það skipti engum tog-
um að við fukum stjórnlaust yf-
ir allt Hafravatn. Það var
reyndar meira flug en annað.
Við lentum því í að skríða í
heila fjóra tíma til að komast
aftur upp á veg. Við vorum nær
dauða en lífi þegar menn á bíl
komu auga á okkur og björguðu
okkur. Þá skildi ég fólk sem
leggst niður og deyr. Það sem
bjargaði mér var að ég var í
gömlum pels af móður minni.
Þær eru góðar, skjólflíkur
mæðranna," sagði Kristín í lok-
in.
- O -
Eins og áður hefur komið
fram, fara með aðalhlutverkin í
myndinni, þau Þóra Friðriks-
dóttir og systkinin, Arnar Jóns-
Á \
son og Helga JónSdóttir. Þóra
leikur móðurina, en þau Arnar
og Helga leika börn hennar.
Þetta er í fyrsta sinn, sem Þóra
leikur í kvikmynd. Þegar hún
var beðin um að segja frá hlut-
verki sínu, persónunni, sem hún
leikur, sagði hún:
„Ég vil eiginlega ekki segja of
mikið frá henni. Mér finnst að
fólk eigi að upplifa persónuna
sjálft. Móðirin er kona sem ung
kemur að norðan til Reykjavík-
ur með þann draum að læra
óperusöng. Hún giftir sig og
eignast börn, maðurinn deyr og
hún verður föst í móðurhlut-
verkinu. Þetta er móðirin og svo
læt ég öðrum eftir að upplifa
hana.“
— Hvernig þótti þér að leika
í kvikmynd nú í fyrsta sinn?
„Það var erfitt. Dálítið. Þetta
er miðill, sem ég hef ekki áður
unnið með. Maður talar bara við
einhvern tæknihlut fyrir fram-
an mann. En það vandist nú
fljótt. Mér fannst besta ráðið að
hugsa um þær manneskjur, sem
voru fyrir aftan myndavélina og
leika fyrir þær. í leikhúsi er
hægt að þróa sig áfram í hlut-