Morgunblaðið - 31.03.1983, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 31.03.1983, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 25 verkinu með hverri sýningu, en í kvikmynd er atriðið komið inná eitthvert band og maður getur engu breytt. Það er ekkert hægt að taka aftur. Ég hef ekk- ert séð af myndinni, nema ör- litla búta óklippta og óhljóð- setta svo kannski verður þetta rokna sjokk og ég get ekki neit- að því að það er töluverður fiðr- ingur í mér fyrir frumsýning- una.“ — Hvernig bauðst þér hlut- verkið? > „Kristín hringdi í mig frá París og bauð mér hlutverkið. Mér leist strax vel á hugmynd- ina og sló til og er skítfegin. Það var afskaplega gaman að vinna við gerð myndarinnar. Kristín er svo makalaus. Hún dáleiddi mig dálítið. Ætli hún sé ekki bara garlakerling eins og krakkarnir segja. Hún hefur svo óbilandi trú á því sem hún er að gera og kjark og vissu. Ég held það búi í henni óvenjulegur frumkraftur, og það var alveg sérstök reynsla að vinna með henni. Hún hefur svo krefjandi áhrif á mann að mann langar til að gera vel fyrir hana. Ég held hún hafi ekki látið fara neitt í gegn, sem hún var ekki full- komlega dús við,“ sagði Þóra. - O - Arnar Jónsson hefur nokkra reynslu í því að leika í kvik- myndum þar sem hann hefur m.a. leikið Gísla Súrsson í Út- laganum. Arnar segir: „Þegar ég las handritið að myndinni, greip ég andann á lbfti. Það fór eitthvað af stað inní mér, eitthvað fór að titra. Það er sjaldan, sem ég hef orðið svona spenntur fyrir verki, en þó ætti að drepa mig get ég ekki skýrt í hverju það lá. Ég las handritið í einum spretti eins og spennandi skáldsögu. Sam- starfið við gerð myndarinnar var mjög gjöfult og Kristín fær góða einkunn. Ég held>hún sé óvenjulega góður leikstjóri mið- að við reynslu og ég held það sé mikils af henni að vænta í framtíðinni." Um hlutverkið, soninn, sagði Arnar: „Það er heilmikið að gerast í lífi þessa manns. Hann á í ákveðnu uppgjöri og leit og hann hleypur dálítið út og suður í þeirri leit sinni. Hann er flókið fyrirbæri eins og við öll. Hann er ósamkvæmur sjálfum sér eins og við öll. Einhver hluti af honum er nútíma Galdra- Loftur. Seilist nokkuð langt eins og hann. Kannski á hann sínar fylgjur, sér kannski sýnir, kannski hefur hann lifað alla tíð í svolítið lokuðum heimi. Móðirin lokar hann kyrfilega í æsku. Hann fer til sjós, sem er aftur lokaður hringur. Síðan flýr hann inn í myrkur leik- hússins, sem er líka nokkuð lokaður heimur." Var erfitt að leika hann? „Já. Það var helvíti erfitt. Sumpart af því að hann hafði lag á að skreppa ofurlítið und- an. Ég hélt ég ætti hann vísan á einhverjum stað þar sem ég gæti gengið að honum, en þá var hann flúinn og skildi ekki einu sinni eftir miða. Svo þetta var heilmikil leit fyrir mig líka.“ - O - Á hjara veraldar er frumraun Helgu Jónsdóttur leikkonu á hvíta tjaldinu. Hún segir: „Þetta var feikilega skemmti- legt verkefni og gerði miklar kröfur. Ég þurfti virkilega að taka á, reyna á þanþolið og það er það sem maður vill gjarna, spenna bogann og reyna dálítið á sig. Að leika í kvikmynd er ólíkt leik í leikhúsi. Maður er á nýjum og nýjum stað, það er ólík aðstaða hverju sinni og maður þarf að læra fljótt að að- lagast umhverfinu og láta það ekki trufla sig. Ekki missa ein- beitinguna út í veður og vind — hvernig svo sem viðrar. Ég man sjaldan eftir að mér hafi verið eins kalt á tánum síðan ég var lítil og oft fannst mér ég vera frosin í framan þegar kom að nærmyndunum. Ég vona að það sjáist ekki en ég get hlegið að því innra með mér. Eins og áður sagði eru Arnar og Helga systkini og þau leika systkini í myndinni. „Það hefur alla tíð farið vel á með okkur Arnari," sagði Helga. „Þau eru náin systkinin í myndinni og það höfum við Arnar alltaf ver- ið. Það hefur líka sína kosti að þekkja þann sem maður leikur á móti.“ Um myndina segir Helga: „Án þess ég hafi séð hana í heild, held ég að myndin sé mjög metnaðarfull og ég vona að hún eigi eftir að vekja at- hygli sem listrænt verk. Mér fannst það mjög þess virði að taka þátt í gerð myndarinnar og ég er afskaplega spennt að sjá hana.“ - O - Taka myndarinnar Á hjara veraldar er skrifuð á Karl óskarsson. Hann er 26 ára, lærður í London International Film School, lauk þar námi fyrir þremur árum og hefur síð- an fengist fyrst og fremst við auglýsingagerð. Margir kannast eflaust við auglýsingu hans frá tískuversluninni Blondie og Flórídana-auglýsinguna í sjón- varpinu. Hann var kvikmynda- tökumaður myndar Hrafns Gunnlaugssonar, Okkar á milli, svo Á hjara veraldar er hans önnur kvikmynd. Til greina kemur að hann verði kvik- myndatökumaður myndarinnar Atómstöðin, sem Þorsteinn Jónsson vinnur að eftir sam- nefndri bók Halldórs Laxness. Karl segir: „Ég stóð mig oft að því í miðri töku myndarinnar að fá það á tilfinninguna að ég væri að yrkja ljóð. Nokkuð sem ég hef aldrei fundið áður. Stíllinn í kvikmyndinni lá í því að blanda saman heitu og köldu ljósi til að mynda drama- tískar aðstæður." Um íslenska kvikmyndagerð, sagði Karl: „Eftir þriggja vikna ferð til Los Angeles, sem einn af vfimm manna hópi íslendinga, sem þangað fór til að kynna sér kvikmyndagerð í Bandaríkjun- um og sérstaklega þá hugsun, sem þar ríkir í kvikmyndagerð, var ég virkilega ánægður að koma heim og vera Islendingur og nota myndina virkilega sem tjáningartæki. Ekki hagstjórn- artæki eða tæki til að græða peninga með. Alltaf þegar ég kem hingað heim finnst mér. þessir örfáu íslensku kvik- myndagerðarmenn sem hér eru mega vera nokkuð ánægðir með að starfa hér heima. Við erum svolitlir lukkunnar pamfílar ennþá. Við höfum orðið allt til að bera til að geta skilað frá okkur hundrað prósent vinnu. Aðstaða okkar hér heima er mjög fersk. Til samanburðar get ég nefnt að ég hitti mann úti í Los Angeles, sem lokið hafði góðu prófi frá kvikmyndadeild UCLA en hann starfaði sem leiðsögumaður í lítilli járn- brautarlest, sem ók um Uni- versal-City, upptökuborg Uni- versal-kvikmyndafyrirtækisins. Kristín er mjög ferskur and- blær inn í kvikmyndaheim okkar íslendinga. Ég reikna með að þessi fyrsta mynd henn- ar eigi eftir að vekja töluverðar umræður og verða sterkari punktur í íslenskri kvikmynda- sögu en margir hafa búist við fyrirfram. Mín tilfinning fyrir myndinni liggur einna sterkast í þeim orðum að ég hef gefið henni hálft ár af lífi mínu,“ sagði Karl. - O - Hljóð í íslenskum kvikmynd- um hefur oftar en ekki þótt heldur gallað og hafa samtöl verið af þeim sökum óskýr. Sá sem sér um hljóðið í Á hjara veraldar er Sigurður Snæberg. Hann lærði leikstjórn og hand- ritagerð í New York. Eftir að hann lauk námi hélt hann til Hollywood og vann þar um nokkurt skeið sem hljóðmaður og klippari og tíndi þar upp ýmsa fróðleiksmola frá sér lærðari mönnum, sem hann vann með. Sigurður segir: „Hingað til hafa það verið samtölin, sem hafa verið óskýr í nokkrum myndum. Hjá mér var þetta tiltölulega einfalt svo ég veit ekki hvað hefur verið svona erfitt við þetta hjá öðrum. Ég notaði alltaf bara einn míkra- fón út alla myndina, svo það má kannski segja að flókið mál hafi verið gert einfalt. Míkrafónninn skilaði þessu öllu á sinn stað. Leikhljóð í myndinni eru allt frá venjulegum hurðaskellum og fótatökum til hljóða sem eiga rætur að rekja til innviða mannsins. Við unnum hljóðið með hreinum snillingum úti í London, hjá Cinelingual, sem er sama fyrirtæki og hljóðsetti mynd Stuðmanna, Með allt á hreinu.“ Svo sagði Sigurður: „Mér hef- ur fundist íslensk kvikmynda- gerð svolítið á rangri hillu. Ég er á móti því að gera myndir eftir bókum verðlaunahöfunda eða eftir fornsögum. Leikstjóri er þá alltof skuldbundinn til að fylgja bókinni og færir raunar bara verk úr einu formi í annað." Við náum ekki að þroska þenn-' an miðil, sem kvikmyndin er, nema við gerum okkar eigin handrit." _ q _ Sigurjón Jóhannsson sá um sviðsmynd í Á hjara veraldar. Hann segir: „Leikmyndirnar eru byggðar upp á völdum töku- stöðum víðs vegar um bæinn, í íbúðum, sem við fengum að at- hafna okkur í og breyta að veru- legu leyti eftir þörfum handrits hverju sinni. Heimili móðurinn- ar til dæmis verður að gefa ákveðinn blæ, umhverfið lýsir persónunni og æviskeiði henn- ar. En íbúð móðurinnar er sett saman úr íbúðum, sem eru á fjórum stöðum í Reykjavík, stofan í Breiðholti, eldhúsið í miðbænum, svefnherbergið í vesturbænum og áhorfandinn verður að trúa því að þetta sé sama íbúðin. Og Það er nokkuð snúið að ná því. Best væri að hafa upptökusal og reisa þar leikmynd hverju sinni, en samt tel ég vissan ávinning að þessu. Það eru viss- ir hlutir, sem maður myndi kannski missa af í upptökusal, sem maður hefur betri stjórn á með þessu fyrirkomulagi. Vettvangi við útitökur er nátt- úrulega breytt ef með þarf. Leikstjórinn vildi til dæmis símaklefa á ákveðinn stað við höfnina, þar sem enginn síma- klefi var. Svo þangað var fluttur einn. Þar sem tekið var í kaffi- stofunni í Iðnó var skipt um stóla fyrir upptökur því þeir sem fyrir voru þóttu ekki henta. Yfirleitt halda menn að það sé bara mætt á staðinn og filmað hvað sem er. Það er mikil vit- leysa." - O - Helgi Gestsson sér að mestu leyti um bókhald og fram- kvæmdastörf. Hann segir að myndin komi til með að kosta um fjórar milljónir sem honum finnst nokkuð vel að verki stað- ið, því það er nokkuð undir upp- haflegri áætlun. Kostnaðarsam- ast við myndina sagði Helgi vera launa-, tækni- og fjár- magnskostnað auk ýmiss ann- ars kostnaðar. Kvikmyndin er fjármögnuð ósköp svipað og aðrar kvikmyndir íslenskar. Liðlega þriðjungur fjármagns er fenginn að láni hjá banka- og peningastofnunum, leikarar og starfslið lána hluta launa sinna og ýmis annar kostnaður kemur til greiðslu eftir frumsýningu. Sagði Helgi að í kringum 65 þúsund manns þyrftu að sjá myndina ef ná á upp í kostnað hennar, sé söluskattur og kostn- aður við innlenda dreifingu tal- inn með. Tónlist myndarinnar er í höndum Puccinis, Verdis, Wagners, Hjálmars H. Ragn- arssonar, Jóns Leifs og Oxzmá, svo eitthvað sé nefnt. Söngvarar eru Kristján Jóhannsson, Sieg- linde Kahmann, Engel Lund, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Garðar Cortes. — ai. Ný íslensk kvikmynd frumsýnd: ijaraAveraldar Samantekt: Arnaldur Indriðason

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.