Morgunblaðið - 31.03.1983, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983
33
Attræður annan í páskum:
Björn Finnbogason
fv. oddviti í Garði
Á páskadag heldur hátíð, eins
og við öll, vinur minn Björn
Finnbogason, Gerðum í Garði.
Hans hátíð er að auki af persónu-
legu tilefni, því 3. apríl fyrir 80
árum sá hann fyrst dagsins Ijós
þar suður í Garði.
Foreldrar Björns voru þau
Finnbogi G. Lárusson, kaupmað-
ur, Húnvetningur að ætt, og fyrri
kona hans, Björg Björnsdóttir,
ættuð úr Kjósinni. Foreldrar
Björns fluttust að Búðum á Snæ-
fellsnesi 1906 og dvaldist Björn
þar lengst af til 25 ára aldurs, að
árunum 1914—16 undanskildum,
og því ári sem hann var við nám í
Flensborgarskóla. Árið 1929 snýr
svo Björn aftur í Garðinn, þar sem
hann hefur haldið sig síðan og
sýnir ekkert fararsnið á sér, sem
betur fer.
Hin mikla athafnasemi sem ein-
kennt hefur Björn Finnbogason er
öllum kunn. Starfssaga Björns og
saga Gerðahrepps um miðbik
þessarar aldar eru svo samofnar,
að ekki verður sundur slitið. Hvort
heldur um hefur verið að ræða
fiskvinnslu eða verzlun um hálfr-
ar aldar skeið eða forystustörf
sveitarfélagsins, m.a. sem oddviti
hreppsnefndar í 36 ár. Alls staðar
sem Björn Finnbogason hefur
staðið að verki, hefur myndar-
skapur og framsýni verið í fyrir-
rúmi. Myndarlegt verzlunarhús
reisti hann á vegum fyrirtækis
síns og forystu í fjölmörgum mál-
um sveitunga sinna hefur hann
haft. Þar má nefna sjúkrahúsmál-
ið, vegamálin, símamálin, skóla-
málin og síðast en ekki sízt hita-
veitumálin.
Enginn vissi betur hvar skórinn
hreppti heldur en Björn. Hann
hefur ævinlega verið fljótur til að
veita liðveizlu, enda í dagiegu
sambandi við fjölda fólks í sínu
hreppsfélagi. Sem þakklætisvott
fyrir ómetanleg störf hafa sveit-
ungar hans kjörið hann heiðurs-
borgara Gerðahrepps.
Þegar Björn veitti sveitarfélagi
sínu forystu og eitthvað fór úr-
skeiðis, var ekki verið að bíða eftir
því að einhver annar kæmi og
leysti vandann. Ég minnist þess,
er ég eitt sinn var á ferð um Garð-
inn, að ég sá oddvitann niðri í
skurði við gröft. Ég spurði hverju
þetta sætti. Svarið var: Það
sprakk vatnsleiðsla og sérðu ekki
maður, að ég er að gera við?
Það er orðið nokkuð langt síðan
við Björn Finnbogason kynnt-
umst. Ég kom þá í Garðinn til
fundar við Sjálfstæðismenn þar,
þingmaður þeirra ólafur Thors
hafði boðið mér með sér á þann
fund. Björn Finnbogason var um
langa hríð forystumaður Sjálf-
stæðismanna í Garðinum og mik-
ill stuðningsmaður og vinur ólafs.
Það fór ekkert fram hjá mér frek-
ar en öðrum, sérstæður persónu-
leiki Björns Finnbogasonar, þegar
ég sá hann fyrst. Mér flaug í hug,
að erfitt yrði nú að sinna þing-
störfum fyrir slíkan sérvitring, en
þannig kom maðurinn mér fyrir
sjónir i upphafi. Ég hafði orð á
þessu við ölaf, sem svaraði: Hann
Björn Finnbogason á að vera
svona. Hann gæti ekki verið öðru-
vísi. Þú verður sammála mér, þeg-
ar þú hefur kynnzt honum jafn vel
ogég.
Samstarf okkar Björns Finn-
bogasonar í nærri aldarfjórðung
hefur verið eins og bezt verður á
kosið. Um leið og Björn hefur sagt
mér í hreinskilni og hispurslaust
skoðanir sínar og athugasemdir,
hefur ætíð vinátta og velvilji verið
það, sem á bak við hefur búið.
Slíka menn er dýrmætt að eiga að
vinum, ég tala nú ekki um þegar
um pólitísk störf er að ræða.
Það er engum í kot vísað, þegar
Björn Finnbogason er sóttur heim.
Þar hefur staðið við hlið hans frá
1937 eiginkona hans, frú Auður
Tryggvadóttir, trésmiðs Matthí-
assonar, og Kristínar Þórðardótt-
ur frá Skeggjastöðum í Garði. En
börn þeirra eru tvö, þau Björg og
Finnbogi, sem bæði eru fjöl-
skyldufólk, búsett í Garðinum.
Hlutverki sínu hefur frú Auður
skilað með miklum ágætum, hljóð-
lát og örugg. Samhliða því, að
veita bónda sínum mikinn styrk í
því umfangsmikla starfi, sem
hann hefur sinnt, hefur hún ekki
látið sitt eftir liggja, í þátttöku í
félags- og menningarlífi sveitunga
sinna og m.a. gegnt organista-
starfi kirkju sinnar um áratuga
skeið.
Á þessum afmælisdegi vinar
míns, Björns Finnbogasonar,
sendi ég og konan mín, Birni og
frú Auði og fjölskyldu þeirra
beztu árnaðaróskir og undir þetta
taka fjölmargir. Ég þakka vináttu
og ómetanlega liðveizlu. Auðvitað
hafði Ólafur Thors rétt fyrir sér
hér, eins og oftar. Björn Finn-
Eggjabúið á Vallá Kjalarnesi
Símar 66033og 66032
bogason á að vera eins og hann
hefur verið og öðruvísi ekki, svo
lengi sem Guð lofar.
Matthías Á. Mathiesen.
Björn Finnbogason, fyrrum
oddviti í Gerðahreppi, er 80 ára 3.
apríl 1983.
Björn Finnbogason er fæddur 3.
apríl 1903 að Gerðum í Garði, son-
ur hjónanna Finnboga Guðmund-
ar Lárussonar kaupmanns þar og
Bjargar Bjarnadóttur. Björn var
kosinn í hreppsnefnd Gerðahrepps
árið 1934, hann var kosinn oddviti
hreppsins 1938 og var það til árs-
ins 1974, eða í 36 ár. Björn var
fiskverkandi í Garði frá 1930 til
1937 og kaupmaður í Gerðum frá
1937 til 1979. Nú er hann heiðurs-
borgari Gerðahrepps fyrir 40 ára
starf í þágu hreppsins.
Björn kvæntist 17. desember
1937 Auði Tryggvadóttur frá
Skeggjastöðum í Garði, gæðakonu,
og eiga þau 2 börn, Finnboga og
Björgu.
Það væri ekki óeðlilegt að mað-
ur sem var svo lengi í forystusveit
í Gerðahreppi, sem Björn var,
hefði orðið fyrir gagnrýni. Það var
þó afar lítill minnihluti sem gagn-
rýndi störf hans, flestir íbúar
hreppsins treystu forystu hans.
Ég undirritaður kynntist Birni lít-
ið á byrjunarárum hans í hrepps-
nefnd. Mér fannst hann hrjúfur í
viðmóti og ekki samstarfsþýður.
En eftir að ég kom í hreppsnefnd
og fór að vinna með Birni fann ég
þar góðan mann. Hann var mjög
samvinnuþýður þegar þurfti að
leysa vandamál fyrir þá sem höfðu
orðið undir í lífsbaráttunni, þá var
gott hjarta sem undir sló.
Ég minnist þessara ára í sam-
starfi við Björn með hlýhug og
þakklæti. Þar sem ég veit að af-
mælisbarnið er ekki hrifið af að
lesa hrós um sjálft sig skal hér
staðar numið. Við hjónin óskum
Birni og konu hans til hamingju
með daginn, og væntum þess að
sjá hann á ferðinni enn um ókom-
in ár.
Njáll Benediktsson
Á páskadag verður kunningi
minn og nágranni áttræður. Það
eru aðeins sex eða sjö ár síðan
leiðir okkar Björns lágu saman, þá
er ég flutti í Garðinn. Þá strax
myndaðist með okkur kunnings-
skapur. Ég var ekki hár í loftinu
þegar ég heyrði fyrst talað um
Björn og þá ætíð vel og satt að
segja fýsti mig að kynnast honum.
Björn er sérstakur maður á marga
lund. Hann er mjög vel að sér. 1
þjóðmálum sem hann hefir fylgst
með og hrærst í alla sína ævi. Þá
finnst mér hann víðsýnni og
frjálslyndari en flestir menn er ég
hefi samskipti við og er það með
ólíkindum því oft vill það verða
svo þegar aldurinn færist yfir að
fólk verður þröngsýnt og ein-
strengingslegt. Þá er ekki að sjá
að aldursmunur okkar skipti
neinu þegar við ræðumst við og
má kannski segja að það megi ekki
á milli sjá hvor er yngri enda þótt
45 ár skilji á milli okkar.
Fjölskyldurnar í Gerðum óska
Birni Finnbogasyni, konu hans og
fjölskyldu allra heilla um kom-
andi framtíð.
Arnór Ragnarsson
GEFURPÚ
FERMCNGARGJÖF
IAR?
Ef svo er.þú viljum vió benda þér
á ad værdarvoðir okkar eru vin -
sælar fermingargjafir.
Værdarvod er hlý og mjúk, og til
margra hluta nytsamleg - sem rúm-
ábreida, til þess að halia sér undir
þegar komid er inn úr kuldanum, og
til þess að bregða yfir sig og halda á
sér hita i útilegum - svo nokkur
dæmi séu nefnd.
VÆRÐARVOÐ-
FERMINGARGJÖFIN SEM HLÝJAR.
A\díoss-
búöin
Vesturgötu2 simi 13404