Morgunblaðið - 31.03.1983, Page 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983
Francois Mitterand forseti I sjónvarpsávarpi sem beóið var með eftirvænt-
ingu. En þótti heldur efnislítið þegar til kom.
Til mikillar furðu kom Pierre Moroy úr Elysehöll eftir að hafa fengið lausn fyrir ríkisstjórn sína, með umboð forseta
til að mynda nýja. Útkoman að mestu sömu ráðherrar, en nú aðeins 15 sem aðalráðherrar, 8 sem meðráðherrar og 20
undirráðherrar — í stað 34 jafnrétthárra.
Takmörkun á ferðagjaldeyri Frakka
eftir 3ju gengisfellingu á 22 mánuðum
eftir Elínu
Pálmadóttur
fastur stuðningsmaður forsetans
og farsæll flokksmaður í Sósíal-
istaflokknum, hafði í lokin verið
sá eini sem sátt var um í bili. Og
flokkurinn hafði lagst á þá ár.
Lagt að forsetanum að varpa hon-
um ekki fyrir borð. En alkunnugt
er að Francois Mitterand hefur
svo lengi lagt allt kapp á að halda
vinstri örmum öllum saman, að
samheldni í flokknum er honum
enn heilagra mál en samheldni
meðal þjóðarinnar. Drátturinn á
tilkynningunni var til að gefa
kommúnistaleiðtoganum Marcais
svigrúm til að skýra fyrir sínum
mönnum, af hverju þeir ættu að
sitja í stjórn þrátt fyrir niður-
skurð á aðalráðherrunum 2. Þeir
kæmu aftur inn sem undirráð-
herrar. En til að stöðva fylgistap
kommúnista væri þeim best að
sitja enn við völd.
Á miðvikudagsmorgun í sl. viku
lá fyrir hinn nýi listi frönsku
stjórnarinnar undir forystu Pierre
Mauroys forsætisráðherra. Nú að-
eins 15 ráðherrar í stærstu emb-
ættum. Efst og valdamestur fyrir
utan forsætisráðherrann trónar
Jacques Delor, sem tekur efna-
hags- og fjármálin, Beregovoy
verður að láta sér nægja félags-
málin um sinn. Gaston Deferre
heldur áfram að vera valdamikill
innanríkisráðherra og takast á við
valddreifingaráætlanir. Við höld-
um okkar ráðherra, Claude Ceyss-
on, segir starfsfólkið í utanríkis-
ráðuneytinu sigri hrósandi við
mig um morguninn. En Michel
Rochard, hættulegasti keppi-
nautur Mitterands er settur í
landbúnaðarmálin, sumir segja
meinlega að ekkert þyki gera til
þótt hann verði útsettur fyrir þau
erfiðu mál í Frakklandi. Eina kon-
an í aðalstjórninni, Edith Cresson,
tekur viðskipta- og ferðamál og
verður því fyrst fyrir óánægju-
bylgjunni þegar nýju efnahags-
ráðstafanirnar skella á. Það er út
af fyrir sig skiljanlegt að ógerlegt
verði að taka ákvarðanir um nauð-
synlegar erfiðar efnahagsráðstaf-
anir á ríkisstjórnarfundum með
Það var mikið um að vera í frönskum stjórnmálum alla síðustu viku. Stutt
stórra högga á milli. Mikil eftirvænting ríkjandi og stöðug spenna í þjóðlíf-
inu, sem endurspeglaðist í öllum fjölmiðlum landsins. Blöðin og almenningur
stöðugt að spá í hvað væri að gerast og mundi verða næst, sem reyndist
raunar jafnoft rangt. Það var vissulega fróðlegt fyrir undirritaðan blaðamann
Morgunblaðsins að fylgjast með aðgerðunum og ekki síður viðbrögðum
Frakka við þeim skref fyrir skref. Jafavel þótt það kæmi niður á því að
ógerlegt reyndist að ná í viðmælendur úr hópi ráðherra eða helstu talsmanna
þeirra um ákveðna málaflokka. Enda vissi sá varla stundinni lengur hvort
hann í rauninni sæti fast í sínu ráðuneyti eða væri þaðan fallinn með
áformin, sem hann væri þá að gera grein fyrir við erlendan blaðamann. Svo
var um Jack Lang, menningarmálaráöherra, sem við þrír blaðamenn náðum
að taka í höndina á kl. 7 að kvöldi þriðjudags, að klukkustundu seinna var
þessi umdeildi ráðherra orðinn embættislaus í næstu 24 tímana, skaut svo
aftur upp sem ráðherra eða „ministre delegue“ til að sjá ura sömu mál og
áður á fimmtudag. En þetta þarfnast allt skýringar við.
enn nýja. Pierre Mauroy hafði lýst
því yfir að hann mundi ekki sitja í
stjórn gegnum þriðju gengisfell-
inguna. Hafði verið ósammála for-
setanum um hana og hann var
heldur ekki sáttur við „róttækar"
efnahagsaðgerðir í kjölfarið, eins
og aðrir töldu nauðsynlegt. Gamli
jálkurinn Michel Jobert, sem kom
til íslands sem utanríkisráðherra
með Pompidou á sínum tíma,
hafði nú hiaupið af skútunni sem
ráðherra utanríkisviðskipta, svo
og iðnaðarráðherrann og leiðtogi
hinnar vinstri sinnuðu Ceres-
grúppu Jean Pierre Chevenument
og lauk þar með bandalaginu við
Mitterand. Allir vissu að nú yrði
hreinsað til í stjórninni og skipt
um. Yrði forsætisráðherrann Bér-
egovoy eða Delor? Mundi þessi
ráðherra sitja eða falla? Spenn-
andi.
FORSETINN FLYTUR
BOÐSKAP
Orðrómurinn gekk. Blaðamenn
vöktuðu ráðherra. Mitterand for-
seti er sagður vera að hugsa málið.
Á mánudag og þriðjudag segja all-
ir: Forsetinn ætlar að flytja ræðu
í sjónvarpi á miðvikudagskvöld.
Þá fáum við að vita. Þetta verður
þá ljóst! segja menn. En á þriðju-
dagskvöld kom skyndilega fregnin
um að í kvöldfréttum muni til-
kynnt hver taki við stjórnarmynd-
un af Mauroy forsætisráðherra,
sem hefur setið á löngum fundum
með forseta. Þykir svolítið skrýtið
fyrir boðskap forsetans. Blaðafull-
trúi Jack Langs menntamálaráð-
herra segir mér kl. 7 að hún verði
að ná ráðherra sínum að sjónvarp-
inu fyrir kl. 8 til að heyra fréttirn-
ar um nýja stjórn. En líður og bíð-
ur til kl. 11.45 um kvöldið er loks
kemur fréttatilkynning úr for-
setahöllinni. Pierre Mauroy hefur
fengið lausn fyrir sína ríkisstjórn.
Pierre Mauroy hefur verið falið af
forseta lýðveldisins að mynda
nýja ríkisstjórn. Nú vissu menn
ekki hvaðan á sig stóð veðrið.
Seinna komu þær skýringar að
Mauroy, sem hefur reynst stað-
láðherrarnir 15, sem skipa „átakastjórnina“ frönsku, en hún á að vinna upp greiðsluhalla.
Allt þetta umrót hófst á mánu-
dag, 21. marz, eftir seinni umferð-
ina í sveitarstjórnarkosningum í
Frakklandi viku fyrr, sem allir
fylgjendur Mitterands forseta og
stjórnmálamenn úr meirihlutan-
um viðurkenndu að hefðu orðið al-
varleg aðvörðun frá þjóðinni. Hún
væri hreint ekki ánægð með
tveggja ára sósíalska stjórn
Francois Mitterands forseta og
hans manna, enda féllu sumir af
vinstri borgarstjórum í landinu,
en aðrir sluppu með skrekkinn,
þar á meðal helstu ráðherrar
hans, eins og Deferre innanríkis-
ráðherra og borgarstjóri í Mar-
seille og Pierre Mauroy forsætis-
ráðherra og borgarstjóri í Lille.
Hann var snarlega kallaður á fund
forsetans, sem kvaðst mundu
stokka upp sína stjórn. Það lá í
loftinu að Mauroy yrði að víkja og
nýr forsætisráðherra, líklega Bér-
egovoy, látinn mynda nýja stjórn.
Sem sagt, Mauroy var um það
bil afskrifaður í upphafi þessarar
afdrifaríku viku. En ýmislegt
þurfti að afgreiða fyrst. Franski
frankinn stóð höllum fæti. Mikill
halli á utanríkisviðskiptum.
Stjórnarandstæðingar sögðu að
hin slæma staða í efnahagsmálum
hefði verið falin viljandi fram yfir
sveitarstjórnarkosningar, sem
dugði þó ekki til. Nú varð ekki
lengur undan vikist. Pierre
Mauroy forsætisráðherra hafði
fyrir kosningarnar „algerlega
hafnað" nýrri gengisfellingu,
þeirri þriðju á tveggja ára valda-
ferli sósíalista og Mitterands, sem
frönskum almenningi þótti erfið
hremming að gleypa. Og var hon-
um síðan rækilega núið um nasir
ummælunum: „Við erum stjórn
sem heldur gefin loforð." Nú varð
forsætisráðherrann að viðurkenna
að meðan verðbólgan í Frakklandi
héldi áfram að vera meiri en í
nágrannalöndum (hún er innan
við 10%), þá væri gildi frankans
stöðugt ógnað af dollaranum og
þýska markinu. Og á miklum
fundum Efnahagsbandalagsins í
Bruxelles um helgina tókust ráð-
herrar landanna á um gengisfell-
ingu franska frankans. Átti öll
gengisfellingin 8% að koma niður
á Frökkum, eða fengjust Þjóðverj-
ar til að hækka gengi marksins á
móti?
Af blöðum að dæma þótti
Frökkum greinilega heiður sinn
liggja við að sitja ekki einir í súp-
unni. Og í Bruxelles náðist loks
samkomulag, sem bjargaði að
nokkru að þeir mættu andlitinu
halda, gengisfall á frankanum
5,5% og hækkun á þýzka markinu
2,5%. En ekki voru allir ánægðir
með þessi úrslit. Mikið talað um
og hneykslast á því að eftir tvær
ríkisstjórnir kæmi þriðja gengis-
fellingin síðan sósíalistar komust
til valda í landinu 21. maí 1981 og
menn töluðu jafnvel um að ráð-
herrarnir kæmu nú frá Bruxelles
sigraðir eins og forðum við Water-
loo. Og nú lá fyrir að varpa síðari
stjórn þeirra fyrir borð og mynda