Morgunblaðið - 31.03.1983, Side 43

Morgunblaðið - 31.03.1983, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. MARZ 1983 43 inn sjái prýðilega umhverfi sitt neðanvatns þó hann sjái ekki upp á bakkann. Af þessum sökum gæti það hæglega gerst, að lax stökkvi til að sjá betur umhverfi sitt. Það vita þeir sem veitt hafa, að stund- um kemur veiðimaður að hyl og alger kyrrð og friður ríkir. En hversu varlega sem farið er, fer laxinn strax að stökkva þegar beitan byrjar ferðir sínar um hyl- inn. Hér gæti einnig verið styggð á ferðinni. Þessi kenning er ekki einhlít fremur en aðrar, því laxar stökkva í blæjalogni ekki síður en í roki, golu, rigningu o.s.frv. Hér að framan er getið um styggð og að laxinn kunni að stökkva af þeim sökum. Þegar lax- inn kemur í ármynnið og hugsar sér að ganga í ána, er oft mikill völlur á honum. Stundum og oft má sjá ólgandi flekki á haffletin- um þar sem laxatorfan kemur æð- andi af hafi upp í ósinn. Þegar nær dregur má sjá laxa stökkv- andi um allt og sömu fiskana hreinlega fleyta kerlingar. Hafa kenningar um það verið á lofti, að á þessu stigi sé laxinn mjög óör- uggur, hann sé í þann mund að skipta um víðáttumikið umhverfi í annað sem þrengir ótakmarkað að honum miðað við eilífð hafsins. Og í árósunum sitja selir um hjörðina silfurklæddu. Innilokunarkenndin gæti knúið laxinn til að stökkva. Að laxinn stökkvi þegar hann vantar lífsloft getur einnig komið til mála, en eins og aðrar kenning- ar er þessi ekki tæmandi, enda stekkur lax á öllum tímum sumars, í öllum veðrum og hvort sem mikið og súrefnisríkt vatn er í ánni eða lítið og súrefnissnautt. Þá er ótalin ein vinsælasta kenningin. Hún er sú, að laxinn sé að leika sér, auk þess sem stökkin kunni að vera einn þáttur í ástalífi hans. Þó laxinn sé orðinn stór og sterkur, er ekki ýkja langt síðan hann var lítið lífsglatt smáseiði sem stökk hátt upp úr vatninu á eftir flugum. Þá er laxinn mjög félagslyndur og lífsglaður og fátt líklegra en að hann sé ekki að gera annað en að krydda tilveruna með því að stunda íþróttir þessar. Loks má geta þess að kannski stekkur laxinn til að halda sér í æfingu, en mjög víða þurfa laxar að stökkva furðu háa fossa til að komast á slóðir sínar. Hitt er svo annað mál, að laxar stökkva víða og oft mikið í ám þar sem þeir þurfa aldrei að beita kröftum sín- um með þessum hætti. Tvær ár, hlið við hlið, koma upp í hugann, Norðurá og Þverá. í Norðurá þurfa þeir langsæknustu að stökkva Laxfoss, Glanna og Króksfoss, auk þess sem víða eru strangar flúðir. Þverá á hinn bóg- inn er fyrirstöðulaus laxinum fram á Tvídægru, enda veiðast laxar með sjólús frammi í Störum í júníbyrjun. Þessar ár eiga það þó sameiginlegt að í þær ganga snemmgengnustu laxastofnar landsins, en það bregst varla að vel veiðist strax í byrjun júní og hann mun vera úr þessum ám að miklu leyti sá lax sem netabændur við Hvítá veiða í maí. Hvers vegna tekur laxinn agn? Hvers vegna laxinn tekur flug- ur, maðka og spóna stangaveiði- manna er ekki síður leyndardóm- ur en sú spurning hvers vegna hann stekkur. Óöryggi, hræðsla, leikur, reiði, pirringur, allt getur þetta komið til greina og líklegt að skýringin sé samspil einhverra þessara þátta eða þeirra allra. Þessi spurning er leyndardómur vegna þess að laxinn hættir að éta þegar hann er kominn í ferskt vatn. Magasýrur hans þverra og maginn herpist saman. Fituforð- inn fer allur í að þroska hrogn og svil. Stór lax fær enga saðningu þó hann taki flugur af yfirborðinu, fiskur sem er vanur að skófla í sig smásíld og loðnu. Það sjá menn líka, að ef laxinn þyrfti að éta í ánum, myndi hann tortíma sjálf- um sér, því hann ætti ekki aðra kosti en að éta sín eigin börn. Þrátt fyrir allt þraukar laxinn. Þegar haustar, er hann gerbreytt- ur, grænu, bláu og silfurlitirnir eru horfnir, en mörgum þykir lax- Fátt er fallegra en nýrunninn stórlax. inn að ýmsu leyti enn mjög til- komumikill. Hængarnir hafa lagt mjög af og eru með ótal rauðum og brúnum litbrigðum. Hrygnurn- ar hafa haldið sér betur, enda full- ar af hrognum, og þær skarta furðu mörgum, gráum, gulum og svörtum, litbrigðum. Hængurinn er kominn með rosalegan krók á neðri skoltinn og er ekki árenni- legur. Varla finna menn tvo laxa með sömu litasamsetningu. Að hrygningu lokinni, seint um haustið og snemma vetrar, taka laxarnir enn breytingu. Þeir verða aftur silfurbjartir. Þeir eru mjög horaðir og heita þá hoplaxar, eða niðurgöngulaxar. Frá því að þeir gengu í ána, kannski í júní, hafa þeir ekkert étið. Samt eru þeir enn lifandi. Þeir eru máttfarnir á þessu stigi og margir deyja. Að meðaltali er talið að aðeins tíu prósent laxa lifi af fyrstu hrygn- ingarferðina. Vafalítið er þessi tala þó mishá frá einni á til ann- arrar. Athyglisverð er sú reynsla Björns J. Blöndal, sem hann grein- ir frá í bókum sínum, að hafa aldr- ei fundið dauða hrygnu, aðeins hænga. Þetta mun vera reynsla fleiri veiðimanna. Svo er af laxin- um dregið, að hann þarf að vara sig á fossum og flúðum á leið sinni til sjávar. Þeir hopa í bókstaflegri merkingu, láta sig síga með straumnum og höfuðið snýr upp, sporðurinn til sjávar. Þannig fá þeir nóg súrefni í gegnum tálknin. Þeir verða þó að vara sig er þeir fara niður fossa, þeir eru svo máttlitlir að þeir geta hreinlega kafnað ef þeir lenda í hringiðum. Lífsneistinn er þó seigur og það vita þeir laxveiðimenn sem sett hafa í síðbúna hoplaxa, að þeir geta tekið ótrúlega hraustlega í. Þó er kannski ár síðan þeir neyttu siðast fæðu. Úrræðagóð félagsvera Laxinn heillar flesta þá upp úr skónum sem gefa sér tóm til að kynnast honum. Það eru svo margar mótsagnir í fari hans og háttum að hann verður einn af þessum hlutum sem menn vilja skilja til fulls, en geta aldrei. Hann er félagsvera. Það er fá- títt að sjá aðeins einn lax á ferð og ef svo hittir á, er oft þannig farið að viðkomandi fiskur er mjög stór, sjúkur, eða að hann er að bíða fé- laga sinna sem ekki hafa gengið fram ánna jafn hratt. Margir veiðimenn hafa með ein- um eða öðrum hætti orðið þess áskynja, að laxinn á mörg góð ráð í pokahorninu ef á þarf að halda. Þeir eru margir laxarnir sem hafa aflað sér frelsis á ný, eftir að hafa ginið við agni, með því að synda rakleiðis að heppilegum steini, vefja línunni utan um og slíta. Einn sjö punda hængur tvísynti undir þúfu, sitt á hvorum staðn- um, svo undan henni og renndi sér djúpt undir holbakka. Staðan var ekki góð hjá veiði- manninum og hefði verið vonlaus ef hann hefði ekki notið aðstoðar veiðifélaga. Sá óð yfir ána, veiddi línuna upp úr þar sem hún lá und- ir bakkann. Því næst sleit veiði- maðurinn við hjólið hjá sér og fé- laginn þræddi línuna undan þúf- unni og til sín. Óð svo með hana yfir til veiðimannsins á ný, hann hnýtti saman og náði þannig beinu átaki á laxinn, sem gaf þá eftir. Laxveiðimenn hafa horft á laxa slá félaga sína með sporðinum sem ætluðu að taka beitu, séð stóra fiska smala hópnum saman og reka á öruggan stað er beita kom yfir torfuna, séð laxa taka beitu þversum upp í sig og synda með upp á grynningar, sleppa henni þar, og fundið laxa synda af krafti á línuna þegar félagi þeirra hefur verið fastur á öngli og barist fyrir lífi sínu. Og krafti laxins er viðbrugðið þegar hann er fastur á önglinum. Einn 8 punda stökk 20 sinnum. Einn 12 punda hélt út í 5 klukku- stundir, þar af lá hann eins og steinn, óhagganlegur, í rúmar þrjár klukkustundir. Og ein 15 punda hrygna barðist í 5 klukku- stundir og stökk 15 sinnum. Hún naut reyndar stuðnings haust- myrkursins og það er góður bandamaður. Kríugarg, laxamæður og merki Krists Eins og nærri má geta, skipar laxinn sinn sess í þjóðtrúnni. Aft- urmjótt sporðstæði hans á meira að segja rætur að rekja til goða- fræðinnar, er hinn slóttugi og ógeðfelldi Loki freistaði þess að bregða sér í laxalíki til að komast undan ásum. Hann stakk sér í hyl, en æsir náðu í skottið á honum í bókstaflegum skilningi. Svo fast var á tekið, að Loki varð aftur- mjór og allir laxar allar götur síð- an. Laxinn er mörgum dýrum ger- samlega óviðkomandi, en sam- kvæmt þjóðtrúnni getur krían ekki án hans verið. Hún á að sögn ekki að fá málið fyrr en hún hefur gleypt hreistur af nýrunnum laxi. Svo mikið er víst, að krían lærir fljótt að garga, áður en hún hefur tök á að éta hreistur. Hitt er svo annað mál, að menn hafa séð kríur steypa sér yfir laxa er þeir fara yfir grunn brot, og höggva í bakið á þeim. Til eru sögur um laxamæður, gríðarstóra laxa, ættarhöfðingja. Ekki mátti veiða þessa laxa, það boðaði ógæfu, allur lax myndi hverfa úr viðkomandi á. Ef guðs- menn fyrri tíma voru spurður hvort í lagi myndi að veiða fisk- ana, svöruðu þeir hiklaust neit- andi. Laxa- og silungamæður skipa stærstan sess í þeirri frásögn sem slær botninn í grein þessa um lax- inn. Söguna skráir Björn J. Blön- dal í bók sinni „Að kvöldi dags". Hér verður hún stytt og endur- sögð. Hún heitir „Merki Krists". Það var árið 1020, tuttugu árum eftir að kristin trú var lögtekin hér á landi. Sagan gerist á Borg- arfjarðardölum, en þar hafa frá alda öðli verið gjöfulustu lax- veiðiár landsins. Hjón nokkur, Böðvar og Brynhildur, áttu sér bú í einum dalanna og var það blóm- legt bú þó eigi væri hægt að telja þau beinlínis rík. Þau höfðu bæði verið skírð á Alþingi árið 1000, en voru þá ung. Þau voru ólík að skapferli, Brynhildur var trygglynd og hall- mælti aldrei hinum fornu guðum og trúarbrögðum. Böðvar var á annarri línu, hann var ofstækis- maður og notaði fá tækifæri ónot- uð til að úthúða hinum fornu goð- um. Einn var sá kostur á jörð þeirra, að þar hafði verið mikil lax- og silungsveiði allt frá land- námstíð. Þegar hér var komið sögu, hafði hins vegar brugðið svo við að tvö sumur í röð kom enginn göngufiskur af hafi. Var komið fram í júnímánuð þriðja sumar- sins og enn var engan lax eða sil- ung að sjá. Deildu þau um hvað valda myndi. Taldi Böðvar að goð- in fornu stæðu fyrir þessu, þau hefðu reiðst er hin nýja trú var lögleidd og væru með þessu að koma fram hefndum. Þessu vildi Brynhildur ekki trúa og sagði ein- ungis að ekki væri máttur hins nýja siðar mikill ef hann veitti ekki fiskum vernd sem og öðrum lifandi verum. Nú leið að þingi og þau hjónin vissu að tveir vitrustu menn Vest- urlands myndu koma við á leið sinni til Þingvalla. Það voru þeir Snorri goði sem bjó í Tungu og Gestur Oddleifsson, sem bjó á Haga á Barðaströnd. Samþykktu þau sín á milli að spyrja vitr- ingana ráða. Þáttur Snorra Fyrst bar Snorra að og reifuðu þau hjón vandræði sín fyrir hon- um. Fór Böðvar ekki fögrum orð- um um goðin, en Snorri vítti hann fyrir og sagði ekki sæma að tala illa um þá er áður voru helgir. „Hafa goðin jafnan viljað landi voru vel, og svo mun enn vera,“ sagði Snorri. Bar svo ekkert við fyrr en kvölda tók, en þá bað Snorri bónda að ganga með sér á fjallið þar sem það er hæst. Þegar þeir voru staddir á efstu brún var sól sigin að hafi. Þá bað Snorri bónda setjast niður og hafa hljótt um sig. Kraup Snorri síðan á kné og baðst fyrir, en er síðustu sól- argeislarnir féllu á hann sté hann á fætur, klifraði upp á stein og hóf að kveða forn kvæði og afar römm. Að því loknu grúfðist niða- þoka yfir fjallið, en drunur miklar kváðu við. Ók svo glæsilegur mað- ur fram úr þokunni á gullinbúnum vagni sem göltur mikill dró. Lýsti af burstum hans, en maðurinn var einnig allur glæsilega búinn. Að- komumaðurinn ávarpaði Snorra og sagði honum að hann vissi er- indi hans. Tjáði hann Snorra að það væri rétt til getið hjá honum að laxahvarfið væri ekki sök eða verknaður goðanna, því þau hefðu ávallt virt hin óskráðu lög lífsins og myndu aldrei brjóta þau. Auk þess hefðu þau í nógu að snúast þar sem hrímþursum og heljar- sinnum fjölgaði jafnt og þétt eftir því sem ragnarök færðust nær. Kvaddi guðinn síðan Snorra og ók vagni sínum út í þokuna og sáu bændurnir báðir lífgrös lifna í auðninni þar sem hann fór. Gengu þeir hljóðir af fjallinu. Ekki vildi Snorri aðra greiðslu fyrir en að Böðvar léti af ofstæki sínu í garð hinna fornu goða. Efndi Böðvar það vel, enda margs vísari eftir næturferðina á fjallið. Þáttur Gests Snorri var nýfarinn, er Gest bar að garði. Þau hjónin sögðu honum frá raunum sínum og taldi Gestur sig geta bætt úr ef gæfa sín entist. Gekk hann til hvílu um kvöldið, en bað um að vera vakinn er stund væri til sólarupprásar. Var svo gert og bað hann þá konur og börn á bænum öll að ganga með sér að ánni. Gekk hann að háum fossi og tók hann þar úr pússi sínu hljóð- pípu litla og fornfálega. Gestur sagði fólkinu síðan sögu nokkra. Hann sagði að einn af for- feðrum sínum hefði einu sinni ver- ið á ferðalagi og komið til Kænu- garðs. Á markaðstorgi þar í borg keypti hann örn einn mikinn sem sagður var góður veiðifugl. En örninn keypti hann þó fyrst og fremst fyrir þær sakir að augu hans voru hörð og mennsk. Hann vissi að örninn var maður í álög- um og bauð honum að reyna að fá þeim aflétt. En örninn sagði það of seint, hann hefði fyrir löngu sætt sig við örlög sín, enda hefðu vinir hans allir og fjölskylda fyrir löngu troðið helveg og hann yrði landvættur í ófundnu landi þegar ævi hans væri öll. Bjó forfaðir Gests þá til hljóðpípuna og kom örninn fljúgandi langa leið ef í hana var blásið. Er Gestur hafði lokið frásögn sinni, blés hann í pípuna, enda sól- in risin. Ekki leið á löngu uns örn- inn kom fljúgandi, settist á axlir Gests og minntist við hann. Það sá fólkið, að höfuð arnarins var hvítt, en augun himinblá. Heyrði það hvað fór á milli þeirra. Erlend óvættur var komin í ósa Hvítár og varnaði löxum og silungum göngu. Hefðu landvættir verið svo önnum kafnar að nema hinn nýja sið, að árvekni þeirra hefði ekki verið sem skyldi. Örn þessi var konungur annarra arna og því konungur fuglanna. Hann kallaði alla fugla á Vestur- landi á fund sinn og lýsti friði með þeim á meðan. Bað hann fuglana að stefna landvættum öllum að ósum Hvítár, en sjálfur sótti hann griðunginn mikla í Breiðafirði. Þegar vættir allar voru saman komnar, óðu þær út í ósinn með foringja sinn í fararbroddi. Ráku þær óvættina á haf út og þar náði Njörður í Nóatúni henni og færði til Heljar. Þakkaði Gestur þeim fyrir, sérstaklega þakkaði hann fornvini sínum Nirði. Svo reið Gestur til þings, en hét því að koma í heimsókn á heim- leiðinni. Er hann kom aftur, voru laxar og silungar komnir í allar ár, en Gestur fór að morgni niður að ánni. Kallaði hann til sín allar þær laxa- og silungamæður er í sjó búa. Komu laxa- og urriða- mæður allar, en ekki bleikjumóð- irin. Hún var svo forn í skapi að hún hirti ekki um kall Gests. Bleikjan fór því á mis við gjöf Gests þennan morgun fyrir 963 árum. Hann gaf þeim merki Krists, svo að óvættir gætu ekki tafið för þeirra til æskustöðvanna. Setti Gestur x-laga díla á laxana og urriðana. Merkin áttu að vera krosslaga, en urðu*x-laga þar sem Gestur var gamall orðinn og skjálfhentur. Auk þess kitlaði fiskana ákaflega er Gestur hand- lék þá. Enn í dag bera laxar og urriðar merki þetta á silfurklæðum sín- um. - gg- Líkamlegu afrekin sem laxinn vinnur á leiö sinni á œskustööv- arnar eru mörg hver með ólíkindum. Myndin er frá Glanna í Noröurá. hb

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.