Tíminn - 10.08.1965, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 10. ágúst 1965
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug-
lýsingastj.: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofur i Eddu-
húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7 Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
sími 18300 Áskriftargjald kr 90.00 á mán innanlands — í
lausasölU kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f.
Slæm Islandskynning
á Norðurlöndum
íslenzkur menntamaður, sem hefur ritað fréttagrein-
ar um íslenzk málefni í útbreidd blöð á Norðurlöndum,
hefur lent í ónáð hjá ríkisstjórninni, og þvi orðið m.a.
að leita sér starfs erlendis. Ríkisstjórnin hefur einkum
fundið það að greinum hans, að hann skrifaði ekki nógu
lofsamlega um efnahagsmálastefnu hennar.
Ríkisstjórnin vinnur nú sjáíf að því að kynna efna-
hagsmálastefnu sína á Norðurlöndum án nokkurrar milli-
göngu fréttamanna eða blaðamanna. Innan skamms munu
þjóðþingin í Noregi, Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi
fjalla um málefni, sem snertir ísland og varpar glöggu
ljósi á efnahagsmálastefnu íslenzku ríkisstjórnarinnar
og afleiðingar hennar.
Eins og kunnugt er hafa þessi fjögur lönd ákveðið að
leggja fram fé til þess að byggja norrænt hús í Reykja-
vík. Fyrir rúmlega ári síðan var kostnaðurinn við þessa
byggingu áætlaður tæpar 17 millj. íslenzkra króna, og
voru löndin fjögur búin að skipta þessari upphæð á milli
sín eftir ákveðnum reglum- Eftir að verkið hafði verið
boðið út, kom hins vegar í ljós, að enginn verktaki, sem
var talinn fullgildur, vildi taka það að sér fyrir minna
en 38—39 milljónir króna. Þessum tilboðum var hafnað,
en ákveðið jafnframt að gera nýja kostnaðaráætlun. Sú
áætlun leiddi í ljós, að í hinni fyrri áætlun hafði ekki
verið reiknað nægilega með ýmsum greiðslum umfram
kauptaxta og því til viðbótar hafði byggingarkostnað-
urinn hækkað um 20% á einu ári. Hin nýja áætlun
gerir ráð fyrir því, að byggingin muni kosta
30 millj. kr., en síðan hún var gerð, hefur kostnaðurinn
enn hækkað um 10%. Miðað við verðlag á miðju ári
1965 er því reiknað með, að byggingin kosti 33 millj.
kr. Það telja hinir norrænu sérfræðingar, sem seinast
hafa um þessa áætlun fjallað, hins vegar ekki nógu var-
lega áætlað. Þeir reikna með, að byggingartíminn verði
IV2 ár, og að á þeim tíma megi reikna með 25—30%
hækkun á byggingarkostnaði á íslandi samkv. fyrri
reynslu. „Aftenposten“ í Osló orðar þetta þannig í frétt
síðastl. fimmtudag, en hún byggist á viðtaii við Odvar
Hedlund, sem hefur mest fjallað um þetta mál í Noregi:
„I löpet av byggetiden pá halvannet ár regner han
med en ytterligere prisstigning pá 25—30 prosent
hvis inflasjonen fortsetter som hittil.'
I samræmi við þessa nýju áætlun verður í haust farið
fram á það við viðkomandi fjögur þjóðþing, að þau
hækki fjárveitinguna til Norræna hússins í Reykjavík.
Hér hafa menn óhlutdrægt mat norrænna sérfræðinga
á efnahagsstjórn þeirra dr. Bjarna Benediktssonar og
dr. Gylfa Þ. Gíslasonar og afleiðingum hennar.
Hvergi í Evrópu hefur átt sér stað svipuð hækkun
byggingarkostnaðar og á íslandi síðustu þrjú missirin,
eða síðan dr. Bjarni varð-forsætisráðherra. Hvergi ann-
ars staðar rei'kna heldur óhlutdrægir erlendir sérfræð-
ingar með því, að byggingarkostnaður sé líklegur til
að hækka um 25—30% þrjú næstu missirin að óbreyttri
stefnu. Það verður því ekki með sanni sagt, að efnahags-
stjórn þeirra dr. Bjarna og dr. Gylfa sé góð kynning
fyrir ísland á Norðurlöndum, og mun nú áreiðanlega
þeim, sem þar hafa lesið greinar Ólafs Gunnarssonar,
fremur finnast, að hann hafi verið mjög varfærinn í frá-
sögnum sínum en hið gagnstæða.
TÍMINN
• i
Sigurður Vilhjálmssori, Hánefsstöðum:
Ef við virðum fyrir okíuir
auðsuppsprettur íslands, verð-
ur fyrst fyrir augum gróður-
lendið, vatnsaflið, sem lýsir
sér í fossum, jarðhitinn, þar
sem hans nýtur og hafið um-
hverfis landið með öllu því
lífi og bjargræði scm það býð-
ur upp á. Hvar eru nú þessar
auðlindir mestar? Eg ætla, að
þær séu dreifðar um allt land
ið, og það hendist á munum,
hvar þær eru mestar og beztar.
Þær eru þó mismunandi árviss
ar og gjöfular. Hvers vegna er
þá ástæða til að vera að tala
um jafnvægisleysi í byggð
landsins Ekki af því, að Ing-
ólfur Arnarson settist að í
Reykjavík. Það var tilviljun
ein, sem réði því eða ef til
vill eitthvað annað, sem við
skiljum ekki.
Það hefur um langt árabil
verið haldið þannig á málum
þjóðarinnar, að mikill meiri-
hluti þeirrar fjárveltu, sem
auðlindir landsins leggja til,
fer fram á tiltölulega litlum
bletti í Reykjavík. Þessi stað-
ur sogar svo í æ ríkara mæli
til sín arðinn af þeim auði,
sem náttúra landsins
leggur þjóðinni til. Afleiðingin
af þessu er svo aftur sú, að í
krinig um þennam arðskjarna
þarf aukinn mannafla saman-
ber fjölda bankamanna, opin-
berra starfsmannaogkaupsýslu
manna og þjónustuliðs þeirra.
Þessi stjórnun fjármagns og
þjónustu leiðir svo aftur til
þess, að fólkinu, sem vinnur
við hinar dreifðu auðlindir
smáfækkar og sumar þeirra
verða ónýttar þess vegna. Hins
vegar veldur ný tækni því, að
ekki hefur orðið samdráttur í
framleiðslu verðmæta. Með vél
væðingunni er harðar gengið
að náttúruauð landsins, þvátt
fyrir fækkun þess fólks, sem
vinnur að hagnýtingu hans.
Bændum og öðru því fólki
sem nytjar gróðurmátt lands-
ins, hefur fyrir löngu skilizt,
að samstarf við þessi náttúru-
gæði er heppilegra en barátta
við þau. Á þeim skilningi bygg
ist öll ræktun &g vegna henn-
ar vex afrakstur landsins.
Til eru þeir menn, sem líta
þessa viðleitni skjálgu auga og
jafnvel, að þeim finnist óþarf
lega margir bændur vera á
landinu. Hins vegar virðast
þeir ekki sjá neitt athugavert
við það, að lífinu í hafinu sé
engin vægð sýnd, a.m.k. eru
ekki eins gjallandi raddirþeirra
um þá hættu, sem stafar af
því, eins og hættunni af of
mörgum mönnum, sem hagnýta
gróðurmoldina og hjálpa henni
til aukins afraksturs.
Þar sem samskipti mannanna
eru við jafn gjöfula náttúru
eins og hér á íslandi, getur
verið nauðsynlegt að breyta
einhverju af þeim efnum, sem
framleidd eru, í vörur, sem
henta betur annars staðar en
hér á landi. Á þetta við um
framleiðsluna, hvort sem hún
er fengin af sjó eða af landi.
Eins og kunnugt er, eru af-
urðir landsins, sem auðveldasi
er að framleiða hér og náttúru
legast ull, slcinn, kjöt og mjólk
og alls konar feiti, og af afurð
Sigurður Vilhjálmsson
um sjávarins alls konar tegund
ir fiskjar, sem gefa af sér auk
sjálfs bolsins allskonar önnur
efni, mest lýsi af ýmsum teg-
undum eftir því, af hvaða fisk
um það er fengið.
Nú er það staðreynd, að mik
ið af ull og gærum og öðnim
skinnum er flutt úr landinu
sem hráefni, ennfremur mest-
ur hluti lýsisins. Þá er mikið
af saltaðri síld flutt út sem
hráefni handa öðrum þjóðum,
sem framleiða úr síldinni
miklu verðmeiri vöru, sem svo
aftur keppir við þá vöru, sem
framleidd er í landinu.
Það sýnist því, að íslenzk
náttúruauðæfi bjóði framtaks-
sömum mönnum upp á næg
verkefni og kalli á hugkvæmini
manna og þekkingu til' þess
að hagnýta enn betur auðlind-
ir landsins og sérstaklega með
úrvinnslu þeirra hráefna sem
fyrir hendi eru.
Það er margt talað um jafn-
vægisleysi í byggð landsins.
Það virðist svo sem flestum
þyki nóg orðið um aðstreymið
að Faxaflóa. Það er talað um
það hlutverk að stuðla að svo-
kölluðu jafnvægi í upbyggingu
iandsins. Vissulega gæti það
verið gagnlegt, að til væri sjóð
ur, sem hægt væri að verja
til stuðnings framtaks i dreif-
býlinu. Mest veltur þó á, að
fólkinu, sem býr í hinum
dreifðu byggðum sé alvara með
að búa þar áfram.
Ef þeim, sem ráða, er alvara
með, að landið sé albyggt,
ætti að mega vænta stuðnings
þeirra við þá viðleitni, sem
sýnd er til þess, að svo megi
verða. Bankamönnum þarf að
skiljast, að fjármagn þarf til
hagnýtingar auðlindanna. Og
að hagnýting þeirra er einmitt
undirstaða allrar fjárhags-
myndunar. Nú er það svo, að
mikill hluti íslenzki>Mr fram-
leiðslu er hráefnaframleiðsla,
og mikið vantar á, að verð-
gildi hennar notist til fulls.
Verulegt magn er flutt óunnið
úr landi og selt öðrum þjóðum
sem taka hagnaðinn af að fuil-
vinna þessar vörur. Til þess
að notfæra sér möguleikana,
sem felast í þeim hráefnum,
sem til falla, þarf að koma á
fót verksmiðjum við hæfi þess
ara hráefna. Ef möninum er
annt um að auka möguleikana
á að halda jafnvægi í byggð
landsins ættu að rísa verksmiðj
ur víðs vegar í dreifbýlinu hér
og þar sem hráefnin falla til
eða auðvelt er að afla þeirra
fyrir iðnaðimn. Svo dæmi séu
nefnd t.d. ullar- og skinnaiðn-
að á Fljótsdalshéraði, sem er
stórframleiðandi á sauðfjáraf-
urðum. Sfldariðnað á Aujst-
fjörðum og á Norðurlandi. Lýs.
is- og feitmetisiðnað eftir því
sem aðstæður leyfðu, o.s.frv.
Það er verðugt verkefni mennt-
aðra mairna að beina þekkingu
sinni að þessum viðfangsefn-
um. Næstu kynslóðir þurfa
ekki að hafa áhyggjur út af
því, að verkefni vanti.
Fyrirkomulag þess iðnrekst-
urs, sem um væri að ræða,
gæti verið með ýmsu móti. Til
dæmis væri eðlilegt, að kaup-
félögin á Austurlandi bindust
samtökum um að koma ullar-
og skinnaiðnaði á fót og starf
rækja þær verksmiðjur, sem
til þess þyrfti. Annars mætti
hafa ýmiss konar form á þessu
eftir því, sem ástæður leyfðu,
eða einstakir athafnamenn
legðu sig fram um að ráðast í.
Eitthvert mikilvægasta at-
riðið í þessum iðnaðarmálum
er þó markaðsmálin og myndi
þar þurfa til dugmikla menn
að fitnna markaði og afla þeirra
fyrir þær vörur, sem unnar
væru. í raun og veru er engin
vara neins vlrði fyrr en kaup-
andi að henni er fenginn. Ríkið
þarf að reka markaðsleit og
könnun á markað^möguleik-
um um alla jörð og má ekki
horfa í. nokkurn kostnað til
þess að leita uppi möguleika í
þeim efnum. Að þessu verður
að vinna milliliðalaust og al-
hliða. Það verður að kynna sér
þá möguleika, sem eru í lirácfn
unum sjálfum og hvaða efni
það eru, sem væntanlegir kaup
endur vildu fá.
Stóriðjan og erlent fjármagn
eru lokkandi hugarfóstur. At-
vinnulausri þjóð myndi koma
sér vel slíkir kostir ef i boði
væru. Þar myndu vera bundnar
glæstar framtíðarhorfur. Nokk
uð öðru máli gegnir um þjóð,
sem vantar mannafla til að hag
nýta þau hráefni, sem til falla
við þanm atvinnurekstur, sem
fyrir liendi er. Þess vegna má
stóriðja ekki verða til þess,
að menn missi sjónar á nauð-
synlegum athöfnum, sem sam-
rýmdust betur uppbyggingu og
þroskaferli þjóðarinnar. Þjóð
ir eins og einstaklingar verða
að læra þá list að „sníða sér
stakk eftir vexti“.
Stórhugur og glæsimennska
heilla ekki síður en stóriðja.
Þetta eru mjög skemmtileg
orð og hljóma vel hjá öllum,
sem hafa manndóm til að gera
þessi hugtök að veruleika. Við
íslendingar þekkjum vel orð
eins og „nýsköpun“ og „við-
reisn“ og þann stórhug og stór
Framhald á bls. 7