Morgunblaðið - 01.06.1983, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983
43
undantekningin, Jómsvíkinga sögu
og auk þess danskar, enskar og
aðrar útlendar bækur. Auk þess
sem Bjarni fjallar rækilega um
efnisöflun söguhöfundar, ræðir
hann glögglega um annað atriðið i
sköpun Knýtlingasögu: að hverju
leyti má gera ráð fyrir einstökum
sögum áður en hún var skrifuð í
heild?
Þrítugasti og annar kafli sög-
unnar er greinagóð lýsing á Dan-
mörku, bæði Jótlandi og eyjum
allt austur til Borgundarhólms.
Telur Bjarni, að lýsingin sé upp-
hafleg í Knúts sögu helga, og er það
tvímælalaust rétt athugað. Hitt
virðist Bjarna ekki vera kunnugt
um, að náskyld lýsing er til í öðru
íslenzku riti, þótt yngra sé en
Knýtlinga saga. í þrítugasta og
sjöunda kapítula Göngu-Hrólfs
sögu, sem er einkar fróðlegt rit,
hefst landafræðin með stuttri lýs-
ingu á Englandi: „England er kall-
að gagnauðugast land af Vestur-
löndum, því að þar er blásinn allur
málmur, og þar fellur hveiti og
vín, og alls konar sæði má þar
hafa. Eru þar og klæði gerð og
margháttaðir vefir meir en í öðr-
um stöðum. Lundúnaborg er þar
höfuðstaður og Kantaraborg. Þar
er og Skarðaborg og Helsingja-
borg, Víncestur og margir aðrir
staðir og borgir, er hér eru eigi
nefndir." Nú bendir ýmislegt til
þess, að höfundur Göngu-Hrólfs
sögu hafi stuðzt við Knúts sögu
ríka; þaðan mun hann hafa þegið
ýmis örnefni á Englandi, svo sem
Ásatún, Brandifurðu, Skarðaborg
og Víncestur, þótt það nafn hafi
raunar glatazt úr Knýtlinga sögu,
þar sem Morstur er notað í stað-
inn. Bardagalýsingar í Göngu-
Hrólfs sögu bera vitni um áhrif frá
hernaði Knúts vestan hafs. Nú
hefur mér dottið í hug, að Eng-
landslýsingin hér að ofan sé tekin
úr Knúts sögu ríka, þótt ekki votti
fyrir henni í Knýtlinga sögu, og þar
sem um var að ræða konung, sem
réð fyrir bæði Englandi og Dan-
mörku, hefði ekki illa farið á að
lýsa báðum ríkjunum í sögu hans.
Nú er Danmerkurlýsingin í þeim
hluta Knýtlinga sögu, sem fjallar
um Knút helga, og á hún þar mið-
ur vel heima en í frásögum af
Knúti ríka. Samanburður á landa-
fræði Göngu-Hrólfs sögu og Knýtl-
inga sögu sýnir einn merkilegan
mun: þar sem sú fyrrnefnda grein-
ir frá „höfuðstöðvum" í Danaveldi,
kallar hin síðarnefnda þá „bisk-
upsstóla" og getur þess, hve marg-
ar kirkjur liggi undir hvern bisk-
upsdóm og hve mörg skip séu kon-
ungi til útboðs. Hér yrði of langt
að rekja skyldleika og mismun
beggja lýsinganna, og má þó hér
tilfæra upphaf þeirra og aðrar
glefsur:
Knýtlinga saga
Danmörk er mikið ríki og ligg-
ur mjög sundurlaust. Hinn mesti
hluti Danaríkis heitir Jótland.
Það liggur hið syðra með hafi.
Þar er hinn syðsti biskupsstóll í
Danmörk í Heiðabæ, og er í þeim
biskupsdómi hálft fjórða hundr-
að kirkna, en þrír tigir skipa og
hundrað konungi til útboðs.
Annar biskupsstóll er á Jótlandi,
þar er heitir í Rípum ... Fjórði
... í Vébjörgum ... Limafjörður
heitir á Jótlandi. Hann er mikill
fjörður og nafnfrægur. Hann
gengur af norðri til suðurs. Úr
norðanverðum Limafirði er
mjótt eið vestur til hafs, er heit-
ir Haraldseið. Þar lét Haraldur
konungur Sigurðarson draga yf-
ir skip sín, þá er hann komst
undan ófriði Sveins konungs
Úlfssonar, sem sagt er í sögu
Haralds konungs ...
Jótlandssíða heitir allt vestan
frá Vandilskaga og suður til
Rípa.
Bjarni Guðnason getur þess, að
kirkjufjöldi i landalýsingu Knýtl-
inga sögu sé mun meiri en i riti
Adams frá Brimum, og skýrir
hann muninn með því að kirkjum
hafi fjölgað frá því um 1070. Sé
miðað við ritunartíma sögunnar,
þá er þetta rétt ályktað. Hins veg-
ar er engan veginn víst, hvort höf-
undur sögunnar hefur þegið vitn-
eskjuna um kirkjufjölda og skipa-
útboð frá sömu heimild og landa-
fræðina ella þá fléttað þessum
tveim þáttum saman. Af því verð-
ur vitaskuld ekki einhlít ályktun
dregin, að í Göngu-Hrólfs sögu er
ekki minnzt á kirkjumál; slíku
hefði höfundur vafalaust sleppt,
þar sem hann lætur atburði gerast
í heiðni. En myndi hann einnig
hafa fellt úr fróðleikinn um skipa-
útboð? Úr því verður ekki skorið
að sinni, en hitt er engan veginn
óhugsanlegt, að Göngu-Hrólfs saga
geymi upphaflegri gerð landalýs-
ingar en Knýtlinga saga, sem kann
að hafa aukið lýsinguna með sam-
tímaheimild um kirkjufjölda og
skipaútboð.
Nú staðhæfir Bjarni í formálan-
um: „ ... örnefnið Haraldseið er
hvergi að finna nema í Knýtlinga
sögu og ekkert því til fyrirstöðu,
að það sé frá höfundi sjálfum
komið.“ Fyrri staðhæfingin er
auðsæilega röng, þar sem Har-
aldseið er notað í Göngu-Hrólfs
sögu, og hin síðari er ærið vafa-
söm, þegar haft er í huga, að Dan-
merkurlýsingin virðist hafa verið í
sameiginlegri heimild beggja
sagnanna. Skáletraða setningin úr
Göngu-Hrólfs sögu á sér nákvæma
hliðstæðu í Heimskringlu: „Síðan
lét Magnús konungur stefna Vé-
bjargarþing. Þar taka Danir sér
konung bæði að fornu og nýju."
(III, 35). Mér er ékki kunnugt af
öðrum forníslenzkum ritum, að
slíkt orðalag sé notað í þessu
skyni. Knýtlinga saga segir ein-
faldlega: „En þá tók Magnús, son
Ólafs hins helga, ríki í Danmörk."
Hins vegar var höfundi hennar
kunnugt um, hvar Danir tóku sér
konung: „ ... þar skyldi konung
taka á Vébjargarþingi." (139. bls.).
„Eftir andlát Haralds konungs
áttu Danir Vébjargarþing. Þar
skulu þeir jafnan konung taka á
því þingi." (145). „ ... Vébjargar-
þing. Var Ólafur þar til konungs
tekinn yfir allt Danaveldi." (204)
Eftirtektarvert er, að Göngu-
Hrólfs sögu og Knýtlinga sögu ber
ekki alls kostar saman um sum
staðaheitin. Þannig kallar sú síð-
arnefnda sundið milli Jótlands og
Fjóns Meðalfarasund, en hin fyrr-
nefnda Álfasund. Einnig má bera
saman tvo staði í sögunum:
„Orrustustaðinn skal setja við
Ásatún norður frá Kanaskógum."
(G.Hr.s., 36. kap.) „Knútur kon-
ungur átti hina þriðju orrustu við
Aðalráðssonu, þar sem heita
Assatún ... Það er norður frá
Danaskógum." (Knýtl.s. 12. kap.)
Þótt Göngu-Hrólfs saga sé
skáldskapur, þá er ófróðlegt að
hundsa hana, eins og Bjarni gerir
í ritgerð sinni um Sögur Danakon-
unga. Villan um Haraldseið má
þykja næsta smávægileg, og þó er
hér um að ræða alvarlegt brot á
undirstöðuatriði í ritskýringu: að
staðhæfa aldrei neitt, sem hægt er
Göngu-Hrólfs saga
Danmörk er mjög sundurlaus,
og er þar Jótland mestur hluti
ríkis. Þar liggur hið syðra með
hafinu. Jótlandssíða er kölluð
vestan frá hafinu, (frá) Vand-
ilskaga og suður til Rípa. í Jót-
landi eru margir höfuðstaðir,
syðst í Heiðabæ, annar í Rípum
... fjórði í Vébjörgum; þar taka
Danir konung sinn ...
Limafjörður er á Jótlandi.
Hann gengur af norðri til suð-
urs, en í innanverðum firðinum
gengur Haraldseið vestur til
hafsins. Þar lét Haraldur kon-
ungur Sigurðarson draga yfir
skip sín, þá er hann fór undan
ófriði Sveins konungs.
að afsanna. Við rannsóknir á ís-
lenzkum fornritum beita vísinda-
menn tvenns konar aðferðum:
sundurgreiningu og samanburði.
Um samanburð er það skemmst að
segja, að yfirleitt nægir ekki að
bera einhverja fornsögu saman
við örfáar aðrar, heldur fer betur
á að skýra hana í ljósi sem flestra
þeirra bóka, sem söguhöfundur
kann að hafa lesið, annaðhvort á
móðurmálinu ella þá á latínu, og á
hinn bóginn verður einnig að taka
til greina síðari rit, sem sýnt geta
áhrif frá tiltekinni sögu ella þá frá
öðrum skyldum sögum.
VÉLA-TENGI
Allar geröir
Öxull — í — öxul.
Öxull — í — flans. .
Flans — í — flans.
Tengið aldrei stál — í — stál,
hafið eitthvað mjúkt é milli,
ekki skekkju og titring milli
tækja.
Allar stærðir fastar og frá-
tengjanlegar
Keflavík Suðurnes
Til sölu
Til sölu er í Keflavík kvikmyndahús og skemmti-
staöur á besta staö í bænum. Bæöi fyrirtækin
eru í fullum rekstri. Einnig til sölu í Keflavík tvær
fokheldar hæöir (3. og 4. hæö) meö útsýni yfir
allan bæinn. Hæöirnar eru til samtals aö flat-
armáli 465 ferm.
Tilboö sendist Morgunblaöinu fyrir 8. júní ’83
merkt: „K — 388“.
Hagtrygging hf.
auglýsir breyttan opnunartíma.
Frá og meö 1. júní ’83 til 1. september
’83, veröa skrifstofur vorar opnar
frá kl. 8.00.
Söyirflaiuigjiyií1
'<vj)<gyom©©(n) Jt (Sio)
Vesturgötu 16,
,sími 13280.
HAGTRYGGING HF
SUÐURLANDSBRAUT10
SÍMI 85588
Hafnarfjörður
75
ára
Sendum Bæjarstjórn Hafnarfjarðar
og bæjarbúum öllum
bestu árnaðaróskir í tilefni
75 ára afmælis
Haf narfj arðarkaupstaðar
og þökkum góð samskipti
á liðnum árum.
S5PARI5JÚÐUR
HAFNARFJARÐAR