Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 6
46 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 Bjór eða ekki bjór, frelsi eða ófrelsi — eftir Jóhannes Proppé „Áféngi varð honum að falli" blasti við á bezta stað á forsíðu Morgunblaðsins, laugard. 14. maí 1983. Hvað er þetta eiginlega, hugsaði ég, hafa nú Árni í Hólminum eða Halldór frá Kirkjubóli alveg yfir- tekið Morgunblaðið, eða eru þetta einhverjar nýjar upplýsingar frá Heilbrigðisstofnun S.Þ. sem Áfengisvarnarráð vísar svo oft í? Nei, þetta skýrðist frekar er ég las áfram. Sjálfur yfirbankastjóri finnska Seðlabankans varð að láta af störfum vegna áfengisvanda- mála sinna sem dregið hafði mjög úr áliti hans. Líklegast leyfa Finnar ekki sterkan bjór, annars hefði þetta ekki komið fyrir aumingja mann- inn. Ef hann hefði haft „frelsi" til að kaupa sterkan bjór, þá hefði hann líklegast aldrei orðið áfeng- issýkinni að bráð, ef trúa má boðskap þeirra er berjast fyrir „bjórfrelsi" hér á íslandi. Nú, þá er ég kominn að aðalefni þessarar greinar minnar, „bjór eða ekki bjór“, „frelsi eða ófrelsi". Harðar ritdeilur hafa oft farið fram um þetta eilífðarmál bæði fyrr og síðar og skoðanir hafa ver- ið mjög skiptar svo vægt sé tekið til orða. — Nú nýlega hafa bjór- menn talað mikið um það ófrelsi sem þeir ættu við að stríða hér á íslandi. Gott væri ef enginn í heiminum ætti við meira ófrelsi að stríða en þeir. Ég skil sjónarmið beggja hóp- anna mætavel, þeirra sem vilja fá sterka bjórinn og hinna sem eru andstæðingar þess. Af hverju? Ég hef verið starfandi í báðum hóp- unum, ef svo mætti taka til orða. Á mínum yngri árum gekk ég um með blöð og penna og safnaði grimmt undirskriftum þeirra er vildu að hið háa Alþingi sam- þykkti eitthvað af hinum ýmsu bjórfrumvörpum er þar voru lögð fram á hinum ýmsu tímum, svo hið eina og sanna frelsi fengi að ríkja. Eg heimtaði í 25 ár að fá það „frelsi" að geta á sem einfaldastan og skjótvirkastan hátt drekkt sjálfum mér í hinum ýmsu áfengu veigum. Allir sem voru á öndverð- um meiði voru fjendur hins sanna frelsis og stóðu í vegi fyrir því að ég öðlaðist hina sönnu hamingju, eða svo fannst mér þá. Eftir því sem baráttan varð harðari virtist hamingjan fjar- lægjast, samt varð einhver árang- ur, margir sigrar voru unnir, vín- stúkur spruttu upp hver af annari o.s.frv., „frelsið" nálgaðist, það vantaði einna helst bjórinn. En hvað skeði þá? Ég hrökk allt í einu út úr myrkrinu og blekking- unum og komst inn í birtuna, hsegt og bítandi, en örugglega. Eg kynntist hópi af fólki er allt hafði haft sömu löngun til „frels- is“ og ég, það hélt því líka fram að hamingjan biði þess strax og „frelsið" væri fengið. En þessu fólki hafði tekist með sameigin- legu átaki að snúa þessari öfug- þróun við og fann að lokum hið raunverulega frelsi, það frelsi er gaf manneskjunni rétt til að lifa Jóhannes Proppé „Ég kynntist hópi af fólki er allt hafði haft sömu löngun til „frelsis“ og ég, það hélt því líka fram að hamingjan biði þess strax og „frelsið“ væri fengið. En þessu fólki hafði tekist með sameiginlegu átaki að snúa þessari öfugþróun við og fann að lokum hið raunverulega frelsi. . .“ lífinu án allra vímugjafa (en áfengið er einn af þeim verstu), njóta lífsins með óskerta vitund og þar með öðlast hæfileika til að njóta raunverulega og innilega alls þess sem lífið í raun og veru býður upp á. Það sá allt í einu að grasið var grænt og himininn var blár, jafnvel þótt vetur væri og loftið skýjað. Þetta fólk vildi lofa öðrum að njóta þess sama, ekki neyða neinn til þess heldur að lofa þeim sjálf- um að hafa ánægjuna af því að finna hið raunverulega frelsi og upplifa það. En fyrirgefið, þarna gleymdi ég mér smástund, það var þetta þarna með „bjórfrelsið". Ég man aldrei eftir því hér áður fyrr að hafa átt í neinum stórvandræðum með að útvega mér bjór ef á þurfti að halda, og í dag er „frelsið" svo fullkomið, að það er nánast hægt að drekkja sér í bjór, þeir sem það kjósa. En lúmskan grun (og í raun eig- in reynslu) hef ég um það, að þeir sem hæst heimta „frelsi" til að fá sterkan bjór, létt vín á alla mat- sölustaði o.s.frv., séu flestir á því stigi að þeir ættu að láta hvort- tveggja eiga sig, sterka bjórinn og léttu vínin, kannske þeir verði ekki eins heppnir og ég að hitta rétta fólkið á réttum tíma. — Því þeir sem raunverulega njóta þess að fá sér einn bjór eða eitt glas af léttu víni, þeir hafa engar áhyggj- Sagan endurtekur sig — eftir Agnar Guðnason Það bregst ekki að margir verða til að mótmæla þegar bændur ætla að koma betra skipulagi á sín sölu- og markaðsmál. Þá heyrast mótmæli frá neytendum og fram- leiðendum. Því margir eiga erfitt með að sætta sig við breytingar og halda að þær hljóti að vera til hins verra. Þegar nú á að taka upp ann- að skipulag í sölu alifuglaafurða en verið hefur hér á landi í alda- rair, þá er nokkur hópur stórfram- Ieiðanda því andvígur og fjölda- margir neytendur. Fyrir um 50 árum þegar Mjólk- ursamsalan var stofnuð voru nokkrir mjólkurframleiðendur i nágrenni Reykjavíkur andvígir þeim breytingum sem þá voru gerðar á mjólkursölunni. Einnig var mjög stór hópur neytenda sem mótmælti. Þeir töldu að mjólkur- verð mundi hækka og mjólkin yrði verri. Einokun! í mjólkursölu mundi fyrst og fremst bitna á neytendum. Reynslan varð önnur, því mjólkurverð lækkaði til neyt- enda en hækkaði jafnframt til framleiðanda, það varð verulegur sparnaður vegna hagræðingar í dreifingu mjólkur. Áþekkir hópar vinna nú á móti því að upp verði tekin skynsamleg vinnubrögð í sölu eggja. Það er lít- ið hægt að segja við því þótt stór- framleiðendur, sem næstir eru að- al markaðssvæðum reyni í lengstu lög að halda því sem þeir hafa og þótt þeir vilji sitja einir að mark- aðnum hvort sem um er að ræða mjólk eða egg. Það er furðulegt að neytendur skuli trúa því, að það sé hagstæðara fyrir þá að nokkur hundruð framleiðendur aki í hala- rófu um þvera og endilanga borg- Agnar tíudnason ina til að selja egg, í stað þess að hafa eina eða fleiri dreifingar- stöðvar í borginni, sem hafa þá heildsöluna. Stórir eða litlir framleiðendur Andstæðingar eggjasölusam- lags eru nokkuð sammála um að stórframleiðendur muni get selt egg á lægra verði en þeir, sem eru með litla framleiðslu. En þessi fullyrðing stenst ekki. Sveita- heimili, sem er með nokkur hundruð hænsni, leggur ekki mik- ið í kostnað vegna tæknibúnaðar. Hænsnin eru þá ekki í búrum, heldur á gólfi, þar eru hreiður- kassar og fóðurtrog. Fóðurnýting getur orðið eitt- hvað lélegri en hjá búrhænsnum. Vinna við hirðingu hænsnanna „Stefnir í það að smá- framleiðendur detta út af markaðnum ef ekki verð- ur stofnuð sérstök dreif- ingarstöð. Þá verða eftir örfáir stórframleiðendur, sem ráða algjörlega mark- aðnum, og þá kynnast neytendur einokun í sinni verstu mynd.“ verður meiri á hverja hænu á þessum litlu búum en þeim stóru. Aftur á móti verður fjármagns- kostnaður mun minni á hvern fulg en á stóru búunum. Þessu til stað- festingar skal sagt nokkuð frá reynslu í nágrannalöndum okkar. Fyrir örfáum árum voru nokkur hænsnabú á Bretlandi með um eina milljón hænsni. Þetta voru stærstu hænsnabú í Evrópu og þótt víðar væri leitað. Þegar Bret- ar gengu í Efnhagsbandalagið þá varð frjáls innflutningur á búvör- um til þeirra frá löndum EB. Fyrst í stað var ekki mikil sam- keppni á eggjamarkaði en smám saman varð veruleg aukning í inn- flutningi frá Hollandi. Það kom að því að hollensk egg frá smáfram- leiðendum flæddu yfir Bretland á mun lægra verði en þessir stór- framleiðendur gátu boðið. Á síð- ustu 4 árum hafa flest eða öll þessi stóru hænsnabú í Bretlandi orðið gjaldþrota. Þegar Danir voru stórveldi á eggjamarkaði í Evrópu voru flest sveitaheimili þar í landi með varphænur í mesta lagi nokkur hundruð hænsni. Algengast var að húsmæðurnar önnuðust hænurnar og þær áttu í mörgum tilvikum þá peninga sem hænsnin gáfu af sér. Eggjum var safnað saman tvisvar í viku og flutt ásamt mjólkinni til næstu pökkunarstöðvar eða þá safnað saman í mjólkurbúinu og flutt þaðan í stærri einingum til pökkunar- og flokkunarstöðvar- innar. Þar voru eggin flokkuð og stimpluð og síðan seld til útflutn- ings eða á heimamarkaði. Upp úr 1950 fækkaði vinnufólki mikið í sveitum Danmerkur, hús- freyjurnar misstu heimilishjálp- ina og þær urðu meira bundnar við heimilisstörfin en áður. Upp úr því fer framleiðsla á eggjum að verða sérhæfð búgrein, búin stækka og framleiðslukostnaður varð meiri en áður. Danir gátu ekki lengur framleitt egg á sam- keppnisfæru verði við t.d. Hol- lendinga. Nú framleiða Danir að- eins egg fyrir innanlandsmarkað- inn. Það sem gerði gæfumuninn hjá Dönum. Hér áður fyrr var skipu- lag á sameiginlegri pökkun og flokkun á eggjum samfara ströngu gæða- og heilbrigðiseftirliti. Ennfremur var beinn kostnaður lítill við þessa framleiðslu nema þá sá hluti af fóðrinu, sem var aðkeyptur. Tímakaup húsmæðranna hefur sennilega verið reiknað á svipaðan hátt og kaup þeirra kvenna sem prjóna peysur á Islandi i dag. Fóðurnýting eða afköst varp- hænsna ásamt dreifingarkostnaði eru þau atriði sem mest veltur á. Fjármagnskostnaður hefur einnig verið. mörgum eggjaframleiðand- anum um megn. Smáframleiðend- um hefur fækkað hér á landi á síðari árum, það er ekki vegna þess að þeir geti ekki framleitt á sama verði og stórframleiðendur, þeir hættu fyrst og fremst vegna þess, að það reyndist of dýrt að koma eggjunum á markað. Með tilkomu dreifingarstöðvar mun aðstaða minni framleiðanda batna og dreifingarkostnaður lækka. Varpprósenta og fóðurkostnaður Á vegum félags eggjaframleið- anda starfar sérstök verðlags- nefnd, sem annast verðlagningu á eggjum. Þessi nefnd miðar sína verðlagningu við ákveðinn grund- völl. Þar er m.a. gert ráð fyrir að hver hæna verpi 10 kg af eggjum á ári. Hæna sem skilar 50% varpi framleiðir 1,45 kg af eggjum á mánuði og hún þarf til þess 3,3 kg af varpfóðri. En hæna sem er í 80% varpi eða með öðrum orðum verpir 8 eggjum á 10 dögum, gefur af sér 1,98 kg af eggjum á mánuði og þarf til þess 3,78 kg af varp- fóðri. Þessar tölur miðast við hænu sem er 2,2 kg að þyngd. Eggjaframleiðendur hér á landi telja að það þurfi 4 kg af fóðri til að framleiða 1 kg af eggjum þetta er mjög léleg fóðurnýting. Fóður- kostnaður er því talinn vera 32 kr. á hvert kg. Ánnan kostnað töldu þeir vera 37 kr. á kg. Þessi verð- útreikningur var gerður 1. mars sl. Verð til framleiðanda var ákveðið 69 kr. á kg. Þetta verð að viðbættri smá- söluálagningu mundu neytendur greiða fyrir egg í dag, ef ekki væri verðstríð og undirboð á markaðn- um. Það er augljóst að allir eggja- framleiðendur hljóta að tapa verulegum upphæðum þegar þeir selja egg undir 40 kr. kg. Það er átakanlegra fyrir stórframleið- endurna en þá smáu, því þar er eingöngu um aukabúgrein að ræða sem ekki hefur neina úrslita þýð- ingu fyrir afkomu smáframleið- andanna. Þrátt fyrir þessi undirboð og augljóst tap fyrir framleiðendur, þá eru stórframleiðendur ákafir baráttumenn fyrir að viðhalda nú- verandi sölukerfi. Ef stórframleið- endur geta selt á því verði sem egg eru nú boðin á víðsvegar um land- ið án þess að tapa á því, þá hefur miklum blekkingum verið beitt af stórframleiðendanum í verðlags- nefnd eggjaframleiðanda þegar verðið var ákveðið 69 kr. á kg. Frjáls samkeppni, engin samtök Það er engu líkara en að þeir neytendur sem lofsyngja frjálsa samkeppni á eggjamarkaðnum, gangi út frá að um alla framtíð verði hér offramleiðsla á eggjum og framleiðendur verði í stöðugu verðstríði og neytendur geti hagn- ast á því. Það er vitað að stór- framleiðendur sem byggja sína lífsafkomu á eggjasölu munu þrauka meðan stætt er. Þeir hafa lagt í mikla fjárfestingu og geta ekki hlaupið frá henni. Trúlega safna þeir skuldum meðan selt er undir framleiðslukostnaði. Þeir litlu geta að skaðlitlu hætt fram- leiðslunni, því þeir hafa ekki fjár- fest mikið í þessari búgrein. Þessvegna stefnir í það að smá- framleiðendur detta út af mark- aðnum ef ekki verður stofnuð sér- stök dreifingarstöð. Þá verða eftir örfáir stórframleiðendur, sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.