Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.06.1983, Blaðsíða 22
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 „ LJpp 09 til V'mSÍiTi-'' ást er... ... að gróðursetja allar plönturnar sem hann keypti. TM Rag. U.S Pat Otl. — all rights reserved • 1979 Los Angetes Times Syndicate Þú itt að geta sótt strákinn klukkan fimm því þá er lokað fyrir gosbrunninn! Þú ert ósköp folur, vinur. Var maturinn ekki góður eða er það reikningurinn? Hlustendakönnun Ríkisútvarpsins: Mótmæli þessum vinnu- brögðum harðlega „Ágæti Velvakandi. Viltu vera svo góður að birta fyrir mig eftirfarandi í dálkum þínum: Undirskrifaður vil ég hér með af heilum huga taka undir þær að- finnslur og átölur, sem réttilega hafa komið fram í þessum dálkum um þá fáránlegu athöfn, sem Ríkisútvarp og -sjónvarp stóðu fyrir, þegar efnt var til hinnar svokölluðu „hlustendakönnunar", þar sem forráðamenn hennar létu sér sæma að draga hlustendur í dilka eftir aldri á jafn ósmekkleg- an hátt og raun ber vitni, svo að ekki sé fastar að orði kveðið. Vita þessir vesalingar ekki, að sá aldursflokkur þjóðarinnar, sem þeir góðu herrar útiloka með fár- ánlegri ákvörðun sinni, hefur mesta þörf fyrir þann fróðleik, skemmtun og afþreyingu, sem nefndir fjölmiðlar hafa upp á að bjóða? Eru þá nokkur rök fyrir því að meina þessu fólki að koma skoðunum sínum og óskum á framfæri í hlustendakönnun? Ég ætla fyrst um sinn að vona að þeir sem hér hafa ráðið ferð- inni séu ekki svo skyni skroppnir, að ég þurfi að sundurliða eða skilgreina þörf fólks, sem komið er yfir sjötugsaldur, til að njóta efnis útvarps og sjónvarps. Víkjum nánar að aldursmörk- unum sem títt nefndir spekingar settu, þegar þeir drógu hlustendur í dilka. Sem sé, lægra markið, 14 ára unglingur: marktækur. 13 ára barn: ómarktækt. Fólk sem ekki hefur náð 70 ára aldri: Marktækt. Fólk sem búið er að eiga sjötugs- afmæli: ómarktækt. Sem sagt, þessir spekingar leggja að jöfnu andlegan þroska þess fólks sem er 70 ára og t.d. eins dags a aldri, skulum við segja, og andlegan þroska 13 ára barns. Þvílík for- smán og fyrirlitning. Þessum vinnubrögðum mótmæli ég harðlega og tel mig geta þar trútt um talað, samkvæmt minni persónulegu löngu lífsreynslu. Dæmi: Fyrir aðeins tæpum 20 ár- um átti ég 70 ára afmæli, og ekki varð ég þess var fyrstu dagana á eftir, að ég hefði hrapað niður á andlegt þroskastig 13 ára barns. Ég vann að mínu handverki tii 85 ára aldurs og varð ekki var and- legrar hrörnunar til þess tíma, og raunar ekki enn sem heitið getur. Og að þessu leyti er ég engin und- antekning. Ég hefi þekkt fjölda fólks, bæði karla og konur, sem haldið hafa andlegum hæfileikum sínum fram til hárrar elli. Það er gott fyrir þessa kump- ána, sem ég hef hér verið að ræða við, að fá að vita þetta, þar eð þeir vissu það ekki fyrr. Ekki skal ég óneyddur trúa því, að hinn ágæti maður, Andrés Björnsson útvarpsstjóri, hafi látið hinn margnefnda ósóma undan sínum rifjum renna. En aftur á móti hlýtur hann að vera í for- svari fyrir undirmenn sína. Því krefst ég þess hér, að vel virtur útvarpsstjóri gjöri grein fyrir því hér í dálkum Velvakanda, hvaða kenndir og önnur rök voru lögð fram til grundvallar hinni títt nefndu hlustendakönnun, sem Ríkisútvarpið efndi til. Svo og verði birt nöfn þeirra manna, sem að þessu óþurftarverki stóðu. Þeir eru starfsmenn opinberrar stofn- unar og þurfa því ekki að hlaupa í nein skúmaskot. Ekki get ég fengið mig til þess að segja „virðingarfyllst" við þessa Þæfusteinsóvita. Ein lítil hugleiðing til viðbótar: Þegar vel virtur útvarpsstjóri hef- ur gefið mér fullnægjandi svör við kröfu minni, skal ég reyna að tína til nokkur sprek til þess að kasta á hinn lítt logandi eld. Kristján Ólafsson snikkari." Er það ekki fæðingar- árið sem miðað er við? 8492-7112 skrifar: „Ágæti Velvakandi. Ég er 17 ára stelpa, þónokkuð á átjánda, og mig langar til þess að spyrjast fyrir um, hvort það sé 18 ára aldurstakmark í Sigtúni, og hvort þar sé miðað við fæðingar- dag en ekki fæðingarár. Einhvern tímann heyrði maður talað um að þessu hefði verið breytt með nýjum lögum og nú væri miðað við fæðingarár en ekki fæðingardag. Hvers eiga þeir svo sem að gjalda sem fæddir eru seint á ár- inu? Eigum við kannski að æsa okkur út í foreldra okkar eða hvað? Ég veit, að það eru fleiri en ég, sem vilja gjarnan fá þetta á hreint. Það er hart þegar vinir manns, sem fæddir eru snemma á árinu, komast inn, en ekki við hin, sem komum aðeins á eftir þeim í heiminn. Þökk fyrir.“ William Th. Möller, fulltrúi lögreglustjóra, sagði eftirfarandi: — Það er rétt, að þessu hefur verið breytt í nýju barnaverndar- lögunum. Þar segir nú: „Þegar börnum og ungmennum er bann- aður aðgangur að þeim skemmt- unum, sem að ofan greinir, þar með taldar kvikmyndasýningar, sbr. 58. grein þessara laga, skal miða aldur þeirra við fæðingarár, en ekki fæðingardag." Ennfremur segir, „að með börnum er sam- kvæmt lögum þessum átt við ein- staklinga innan 16 ára aldurs, en ungmenni eru unglingar á aldrin- um 16—18 ára“. Ef við erum hins vegar að tala um komu ungmenna á vínveit- ingastaðina, gildir um það sér- stakt ákvæði í áfengislögunum, sem ekki hefur verið breytt til samræmis við nýju barnavernd- arlögin. Þar segir um þetta, að „ungmenni yngri en 18 ára er óheimil dvöl eftir klukkan 8 á kvöldin á veitingastað, þar sem vínveitingar eru leyfðar, nema í fylgd með foreldrum eða maka“. I þessum lögum er því miðað við fæðingardag. Með sultarólarkveðju „Velvakandi. Eitt af því sem komið hefur í ljós á undanförnum árum, er að svo virðist sem ráðherrar í ríkis- stjórnum á íslandi geti hreint ekki notað allt það lið sem er í hinum einstöku ráðuneytum stjórnar- ráðsins, til þess að vinna þar sem aðstoðarmenn ráðherra. Þeir fara út fyrir ráðuneytið til að sækja þangað starfskrafta sem þeir virð- ast geta treyst. Umyrðalaust eru ráðuneytis- menn settir skör lægra en þessir utanaðkomandi starfsmenn. Svo er t.d. um ráðuneytisstjóra og deildarstjóra hinna ýmsu deilda innan ráðuneytanna. Þessir menn eiga margir hverjir að baki sér langt starf í stjórnsýslukerfinu og kunna það jafnvel utanbókar, hver á sínu sviði. Samt geta ráðherr- arnir, að því er virðist, ekki notað þessa starfskrafta. Nú, þegar mannfólkinu er upp- álagt að þrengja sultarólina, virð- ast ráðherrarnir ekki hafa þá smekkvísi til að bera að ganga á undan með góðu fordæmi: við munum reyna að notast við starfs- fólkið í ráðuneytum okkar og ekki ráða neina sérstaka aðstoðarmenn ráðherra! Slíka ákvörðun kynni almenn- ingur að meta og þá sæist það svart á hvítu að aðhaldssemin, sem ráðherrarnir tala svo oft um, ætti einnig að ná til þeirra. Með sultarólarkveðju. Jón á Klapparstígnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.