Morgunblaðið - 01.06.1983, Qupperneq 4
44
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983
Ferðalög til útlanda:
Flugfarseðlar hækka
um 19—24 prósent
HÆKKKANIR á flugfarseðlum til útlanda eru á bilinu 19-
24% samkvæmt þeim upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá flug-
félögunum í gærdag. Svokallað normal-fargjald á flugleiðinni
Keflavík til Kaupmannahafnar og til baka kostar eftir geng-
islækkunina 24.844 krónur, en
Rautt Apex-fargjald á sömu
flugleið hækkar úr 7.272 krónum í
8.901 krónur og Grænt Apex-
fargjald hækkar úr 10.258 krónum
í 12.422 krónur. Svokallað 6-30
daga fargjald hækkar úr 14.821
krónu í 18.012 krónur.
Normal-fargjald á flugleiðinni
Keflavík til Amsterdam og til
baka hækkar úr 20.600 krónum í
24.500 krónur og Apex-fargjald á
sömu flugleið hækkar úr 10.300
krónum í 12.250 krónur.
Flugfargjaldið á flugleiðinni
Keflavík til Zúrich og til baka
hækkar úr liðlega 25 þúsund krón-
um í liðlega 29.900 krónur. Apex-
fargjald á þessari sömu flugleið
hækkar úr 12.500 krónum í tæp-
lega 15.000 krónur.
kostaði 20.176 krónur.
Normal-fargjald á flugleiðinni
Keflavík til London og til baka
hækkar úr 18.340 krónum í 22.204
krónur. Rautt Apex-fargjald á
flugleiðinni hækkar úr 6.421 krónu
í 7.791 krónu. Grænt Apex-far-
gjald hækkar úr 9.170 krónum í
11.127 krónur og loks hækkar 6-30
daga fargjald á flugleiðinni úr
13.521 krónu í 16.405 krónur.
Þá fékk Mbl. þær upplýsingar,
að meðalverð á sólarlandaferðum
hafi hækkað um 42% frá 5. janúar
sl., þegar ferðaskrifstofurnar gáfu
út lista sína. Sem dæmi um hækk-
unina má nefna, að algengt verð
fyrir 3ja vikna sólarlandaferð í
janúarbyrjun var 18.-19.000 krón-
ur, en það hefur nú hækkað í
25.500-27.000 krónur.
Dagar, sem
seint gleymast
— eftir Jógvan
við Keldu
Nú, þegar vorið er komið og sól-
in komin hátt á loft og vorblíðan
vekur upp náttúruna af vetrar-
dvalanum, sit ég og læt hugann
reika um hið harða haust og fyrri-
part vetrar og það sem á dagana
dreif á þeim tíma.
Sennilega er síðasta haust það
harðasta á þessari öld í Færeyj-
um, stormasamt og úrkomumikið
með ofsaveðri sem skall á í byrjun
ágúst og stóð yfir langt fram í
janúar.
Allt þetta hafði það í för með
sér, að næstum enginn fiskur
barst á land í Klaksvík og olli það
atvinnuerfiðleikum, því smábáta-
útgerð er svo stór þáttur í
atvinnulífi okkar.
Þrátt fyrir þessa hörðu og
myrku tíð voru ýmis atvik sem ylj-
uðu manni um hjartarætur og
ætla ég að minnast á það sem
lengst verður munað, en það er
heimsókn þeirra Sigfúsar Hall-
dórssonar, tónskálds og listmál-
ara, Snæbjargar Snæbjarnardótt-
ur, sópransöngkonu, og Friðbjörns
G. Jónssonar, tenórsöngvara, en
þau héldu hljómleika bæði í
Klaksvík og Þórshöfn með góðum
viðtökum, því Færeyingar hafa
alla tíð verð hugfangnir af ís-
lensku menningar- og tónlistarlífi.
Með þessum hljómleikum kom
enn einu sinni í ljós hve íslenskt
tónlistarlíf stendur framar því
færeyska og er það sennilega upp-
bygging tónlistarkennslunnar og
tónlistarhefðin sem veldur þessu.
Ég man eftir eldri, færeyskum
tónlistarmanni, sem sagði mér að
„mannskórið" (sennilega Karlakór
Reykjavíkur), hafi einu sinni strax
eftir seinna stríð komið við í
Þórshöfn eftir hljómleikaferð í út-
löndum.
Hann sagði, að hann gleymdi
aldrei þeirri stund er hann sat og
hlustaði á kórinn og fyrir sér hefði
opnast nýr heimur hljóma og
tóna.
Svo við snúum okkur aftur að
hljómleikum Sigfúsar (Fúsa),
Snæbjargar og Friðbjörns, þá léku
þau og sungu eingöngslög eftir
Sigfús, en þau eru fyrir löngu orð-
in almenningseign á íslandi og
rauluð á hverju heimili og um
borð í hverju skipi, þvi þau eru
þannig samansett með tón og orð-
um, að þau líða enn í sálu manns
og maður verður að fá að heyra
þau aftur og aftur.
Einnig það, að svo frábærir list-
amenn fluttu þau, lyfti þeim upp í
æðra veldi og voru þessir hljóm-
leikar mörgum Færeyingum mikil
ánægjustund.
Færeyska útvarpið hefur einnig
oft flutt lög frá þessum hljómleik-
um.
Því miður er færeyskt tónlist-
arlíf enn að slíta barnsskónum, en
fram gengur þótt hægt fari og eru
ýmsar tilraunir í gangi til upp-
byggingar færeysku tónlistarlífi.
Þetta ber auðvitað að þakka, þótt
ég sé persónulega á móti þeim að-
ferðum sem beitt er.
Sigfús Halldórsson
Tónlistarskólinn í Klaksvík hef-
ur haft tvo íslenska kennara, þær
systur Helgu og Fjólu Hilmars-
dætur frá Akureyri. Helga er gift
og búsett í Klaksvík en Fjóla er
því miður á förum til íslands. Þær
hafa báðar leikið í færeyska út-
varpið ásamt svissneskum fiðlu-
leikara.
Þær hafa einnig ásamt öðrum
gert það mögulegt að setja saman
á
SYNINGARFERÐ
MEÐ
SÍÐUSTU
LAPPANA
Stans — því enginn
vill kjarnorkustríð
— eftir Keneva Kunz
Dagana 9. til 15. maí báru full-
trúar friðarhreyfinga í Evrópu,
Norður-Ameríku, Afríku og Asíu
(svo og margir áhugamenn aðrir)
saman bækur sínar á friðarráð-
stefnu í Vestur-Berlín. Að sjálf-
sögðu voru umræður um nýjar
kjarnorkueldflaugar, sem stað-
setja á í Evrópu í haust, efst á
dagskrá. En færi gafst á að kynn-
ast þar starfsemi friðarsamtaka
víðs vegar að úr heiminum og
ræða aðrar hliðar afvopnunar-
mála, svo sem efnahagsafleiðingar
vopnakapphlaupsins, þýðingu sí-
aukins vígbúnaðar iðnríkja fyrir
þróunarlöndin, afstöðu kirkjunnar
og verkalýðssamtakanna til frið-
arumleitana og margt annað.
í stuttu hléi milli funda tók ég
Randall Forsberg, forstöðukonu
„í fyrsta lagi eru aðalkröf-
ur okkar þær, að bæði
Bandaríkin og Sovétríkin
stöðvi vopnakapphlaupið
og það strax.“
Síðustu Lapplanderbílarnir frá Volvo verða seldir
næstu daga á sérstöku verði, aðeins 198.496.00
krónur (gengi 6/5 '83, óyfirbyggðir). Kristján
Tryggvason, þjónustustjóri Veltis hf. verður með tvo
glæsilega Volvo Lappa í ferð sinni til umboðsmanna
víðsvegar um landið.
Kristján sýnir Lapplander Turbo með vökvastýri,
læstu drifi og innbyggðu spili. Hann kynnir líka
möguleika á stálhúsi auk blæjuhúss. Þetta er
einstakt tækifæri fyrir bændur og aðra fram-
kvæmdamenn, hjálparsveitir og fjallamenn - og alla
þá sem vilja notfæra sér þetta einstæða tækifæri.
Kristján sýnir Lappana:
1. júní Patreksfjöröur -
Tálknafjöröur
2. júní ísafjörður
3. júní Bolungarvík
VELTIR HF
SuÓurlandsbraut 16 • Simi 35200
stofnunar fyrir varnar- og afvopn-
unarrannsóknir í Boston, tali, og
spurði hana lítillega um friðar-
starfsemi í Bandaríkjunum um
þessar myndir.
— Randý, geturðu gert mér í
stuttu máli grein fyrir uppruna
hugmyndarinnar um frystingu
eða stöðvun kjarnorkuvopna og
þróun hennar?
í fyrsta lagi eru aðalkröfur
okkar þær, að bæði Bandaríkin og
Sovétríkin stöðvi vopnakapp-
hlaupið og það strax. Nánar tiltek-
ið ættu þau að lögleiða skilyrðis-
laust og umsvifalaust stopp á próf-
un, framleiðslu og staðsetningu
allra kjarnorkuvopna. Hugmyndir
þessar voru niðurstöður gaum-
gæfilegra athugana sérfræðinga í
öryggismálum um hve langt væri
reynandi að fara í fyrsta áfanga.
Við fórum af stað með kynningu á
kröfum okkar og tæplega ári
seinna, 1981, bauðst Edward
Kennedy til þess að koma frum-
varpi um tillögurnar á framfæri í
fulltrúadeild Bandaríkjaþings.
— Hvernig vegnaði frumvarp-
inu í fulltrúadeildinni?
Ja, við vissum eiginlega ekki
hvort við vorum reiðubúin til að
takast á við þingið, en einn dag
voru sjö öldungar og þrjátíu þing-
menn sem studdu okkur og eftir
viku voru öldungarnir orðnir fjór-
tán og þingmennirnir nærri
hundrað og svo fór þetta allt af
stað. Frumvarpið var samþykkt í
fulltrúadeildinni í vor, að viðbætt-
um tímatakmörkunum og eftir-
litsákvæðum. Og það er fulltrúa-
deildin sem heldur á pyngjunni og
getur þannig stöðvað vítisvélina.
— Hver verða svo næstu skref-
in?
Frumvarp verður lagt fram í
öldungadeiidinni, en okkur finnst
satt best að segja alltof mikill tími
og vinna fara í að leita stuðnings
þar: Á meðan við erum að ræða
málin þar, verður nýjum eldflaug-
um komið fyrir í Evrópu. Við
munum á komandi mánuðum
leggja áherslu á að stoppa stað-
setningu þeirra. Undirskriftum
verður safnað, stjórnmálamenn
NATO-landa og hlutlausra ríkja
munu ferðast til Bandaríkjanna
og ræða um óþurft eldflauganna.