Morgunblaðið - 01.06.1983, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983
47
Bláa lónið í Svartsengi:
Nýr valkostur í atvinnu-
uppbyggingu Suðurnesja
ur hvort þetta sé til eða ekki, þeir
eru ekki háðir því.
Góður matur er til þess að njóta
hans, ekki drekkja honum í áfengi,
undan, með eða á eftir. Það svæfir
aðeins bragðlaukana og fólk miss-
ir af því gómsæta.
Að lokum þá vii ég minnast orða
eins vinar míns frá Bretlandi, því
mikla bjórlandi. Hann kom hér
árlega, á mínum yngri árum, og ég
þurfti oft að bjóða honum út að
borða, starfs míns vegna. Þessi
Breti er í dag þekktur maður á
sínu sviði í London.
Það fyrsta sem hann bað um í
hvert sinn sem hann kom hér, var
marineruð íslenzk síld með lauk,
eitt staup af brennivíni og íslenzk-
ur pilsner, en íslenzka pilsnerinn
taldi hann hinn besta í heimi.
Ég furðaði mig oft á þessu með
íslenzka pilsnerinn og spurði hann
einu sinni hvernig hann gæti sagt
þetta, hann sem kæmi frá því
landi þar sem allt flyti í áfengum
bjór, en okkar bjór, pilsnerinn,
væri aðeins vesælt ropvatn. Hann
svaraði: „Jóhannes, ef drykkurinn
er góður, skiptir engu máli hvort
hann er áfengur eða ekki.“
Kæri lesandi, ég óska þess að þú
finnir þér þitt frelsi sem færir
ekki einungis þér hina sönnu ham-
ingju, heldur og öllum hinum sem
þykir vænt um þig og þeim sem þú
sjálfur berð hlýjastan hug til.
Jóhannes Proppé er deildarstjóri
hjá Sjóritryggingarfélagi íslands.
ráða algjörlega markaðnum, og þá
kynnast neytendur einokun í sinni
verstu mynd.
— eftir Eirík Alex-
andersson, fram-
kvœmdastjóra Sam-
bands sveitarfélaga á
Suðurnesjum
Að undanförnu hafa birst
nokkrar greinar í blöðum um
„Bláa lónið" hjá orkuverki Hita-
veitu Suðurnesja við Svartsengi í
Grindavík.
í þessum greinum hafa komið
fram fróðlegar og athyglisverðar
upplýsingar um það, sem hefur
verið að gerast á síðustu misser-
um í sambandi við lónið. Greint
hefur verið frá efnasamsetningu
vatnsins og lækningarmætti þess
fyrir psoriasissjúklinga, gigtsjúka
o.fl. og fjallað um hugmyndir, sem
fram eru komnar um að gera lónið
að aðgengilegri heilsulind. I
tengslum við það dreymir menn
um að reisa alhliða heilsustöð þar
sem boðið væri upp á fjölþætta
lækninga- og líkamsræktarað-
stöðu. í kjölfarið og samhliða
kæmi svo að sjálfsögðu gisti- og
veitingarekstur auk margs konar
verslunar og þjónustu.
Til þess að kynna þessar hug-
myndir og flýta fyrir framkvæmd
þeirra hefur verið kosin undirbún-
ingsnefnd, eins og fram hefur
komið, en í henni eiga sæti full-
trúar frá Psoriasis- og exemsam-
tökunum, Hitaveitu Suðurnesja og
Sambandi sveitarfélaga á Suður-
nesjum, einn frá hverjum aðila.
Þetta er svo stórt og áhugavert
verkefni að tilhlýðilegt er að bæta
við þá umfjöllun, sem málið hefur
þegar fengið, nokkrum hugleiðing-
um frá sjónarhóli sveitarstjórn-
armanns á Suðurnesjum. Fyrir
röskum áratug hófst markviss
samvinna sveitarfélaganna á Suð-
urnesjum, sem hafði verið tiltölu-
lega lítil fram að þeim tíma.
Árið 1971 var Samstarfsmefnd
sveitarfélaga á Suðurnesjum kom-
ið á laggirnar. Þótti sá sam-
starfsvettvangur gefast svo vel, að
1978 var Samband sveitarfélaga á
Suðurnesjum (S.S.S.) stofnað sem
formleg landshlutasamtök sveit-
arfélaga.
Ég ætla ekki að ræða samstarf
sveitarfélaganna að þessu sinni,
nema að því leyti sem það snertir
„Bláa lónið" og uppbyggingu
heilsustöðvar í sambandi við það.
Þó er skylt að geta þess að Hita-
veita Suðurnesja er glæsilegasta
dæmið um sameiginlegt átak, þar
sem sveitarfélögin öll lyfta saman
því grettistaki, sem hefði orðið
hverju einu þeirra óviðráðanlegt.
Sveitarstjórnarmenn á Suður-
nesjum sjá fyrir sér næstum
órþjótandi möguleika, sem nýting
jarðvarmans á Reykjanesi skapar
og hugvit, framtak og fjármagn
geta gert að veruleika. Til viðbótar
hitaveitu og rafmagnsframleiðslu
í stórum stíl og salt- og sjóefna-
vinnslu, velta menn fyrir sér ótal
öðrum iðnaðartækifærum s.s.
fiskimjölsverksmiðju, trjákvoðu-
verksmiðju, ylrækt, fiskeldi, fisk-
þurrkun o.m.m.fl. sem of langt
yrði upp að telja.
Allir þessir kostir eru í meiri og
minni athugun og ég vona sann-
arlega, að þeim sumum ef ekki öll-
um, verði hrundið í framkvæmd
nógu snemma til að renna nýjum
stoðum undir annars of fábrotið
atvinnulíf á Suðurnesjum, þannig
að komist verði hjá atvinnuleysi
og þar með fólksflótta af svæðinu.
Frá sjónarhóli sveitarstjórn-
armanna á Suðurnesjum eru þeir
möguleikar, sem „Bláa lónið"
skapar stórkostleg viðbót við þau
tækifæri, sem fyrir voru, og þess
vegna verkefni af því tagi, sem
Samband sveitarfélaganna lætur
sig sérstaklega varða. Ég þykist
sjá fyrir mér atvinnumöguleika
fyrir 100—200 manns, a.m.k. og á
ég þá við að byggingarfram-
kvæmdunum sjálfum loknum.
Vegna þess að heilsustöð í
Svartsengi hlýtur að vera sérlega
áhugaverð fyrir marga aðra aðila
en sveitarfélögin, hitveituna og
psoriasissamtökin, t.d. fyrir land-
eigendur á svæðinu, heilbrigðis-
ráðuneyti, ferðaskrifstofur og
flugfélög, hlýtur að líta tiltölulea
vel út með fjármagnsútvegun til
framkvæmdar af þessu tagi. Er þá
hugsanlegur atbeini erlendra fjár-
magnseigenda látinn liggja á milli
hluta í bili.
Orð eru til alls fyrst. Ég vona að
sá áhugi, sem greinilega hefur
orðið vart að undanförnu á þessu
merkilega máli, endist til að koma
því á framkvæmdastig sem fyrst.
Hvar stöndum við?
Hvers vegna þarf
að beita blekkinum?
Ekki er mér Ijóst af hvaða hvöt-
um forystulið Neytendasamtak-
anna berst á móti bættu skipulagi
í sölu eggja og fullkomnu gæðaeft-
irliti.
Það er ótrúlegt að þeir sem eru í
stjórn samtakanna viti ekki um
verðlag á landbúnaðarafurðum
hér og í nágrannalöndum okkar.
Það er eitthvað gruggugt á seyði
hjá þeim mönnum sem reyna að
koma því inn hjá neytendum að
verðlag á afurðum alifugla sé hag-
stæðara en verð á annarri búvöru
í samanburði á verði hér á landi
og í öðrum löndum.
Einhver óskiljanleg hugsun hef-
ur átt sér stað hjá þessum
mönnum ef þeir sjálfir trúa þess-
um fullyrðingum.
Skráð verð til framleiðanda hér
á landi á kjúklingum og eggjum er
hlutfallslega miklu hærra en á
öðrum landbúnaðarafurðum ef til-
lit er tekið til verðs á þessum af-
urðum erlendis.
Það er vonandi að bændur geti
staðið saman og láti ekki blekkj-
ast af áróðri andstæðinga sam-
vinnu í eggjasölu. Þeir sem helst
hafa látið í sér heyra sem and-
stæðingar eggjasölusamiags, eru
jafnframt þeir, sem gala hæst í
áróðri gegn landbúnaði á fslandi.
Agnar Guðnason er blaðafulltrúi
hjá bændasamtökunum.
— eftir Þórð
Halldórsson
í yfirskrift og umsögn leiðara
Morgunblaðsins frá iaugardegin-
um 30. apríl: „Ríkisútvarpinu
sama um allt nema einkaréttinn?"
er ekki nema hálf sögð saga af því,
hvað raunverulega var þarna að
gerast.
Það er ekki nóg með það að út-
varpsviðtal Adolfs H. Emilssonar
við dr. Elfar Loftsson þann 26. 4.
væri skýlaust brot á hlutleysi út-
varpsins, sem ríkisrekins fjölmið-
ils í lýðræðislandi, heldur beinn
stuðningur við eitt lágkúrulegasta
fyrirbæri í íslenskri pólitík um
áratuga skeið þ.e. Samtök her-
námsandstæðinga, sem fram til
þessa hafa verið eitt af aðalhald-
reipum kommúnista hér á landi.
Það er ekki að ástæðulausu að
að því sé fundið, eins og fram
kemur í leiðara Morgunblaðsins,
þegar óprúttnum áróðursmönnum
er hleypt inn í Ríkisútvarpið til að
reka þar erindi lágkúrulegs áróð-
urs einhliða.
Mergur málsins er sá, að um
þær mundir sem áróðursviðtalið
við Elfar Loftsson var þulið yfir
hausnum á okkur hlustendum,
stóð yfir svo kölluð „friðarráð-
stefna" á vegum hernámsand-
stæðinga hér í Reykjavík.
Þórður E. Halldórsson
Það var ekki útvarpið eitt, sem
notað var til áróðursins, heldur
var sjónvarpið virkjað í sömu átt.
Kl. 21.50 þann 26. 4. var sýnd í
sjónvarpinu myndin „í skugga
sprengjunnar", dönsk heimild-
armynd um kjarnorkuvopnatil-
raunir Frakka á Mururoa og fleiri
Suðurhafseyjum. Kl. 22.35 sama
kvöld kemur Adolf H. Emilsson í
útvarpið með hið óumdeilanlega
áróðursviðtal við Elfar.
Blandast nokkrum manni hugur
um, að tímasetningu fjölmiðlanna
tveggja hafi þarna verið stillt
saman?
Þeim, sem nokkuð fylgjast með
fréttaflutningi erlendra út-
varpsstöðva ber flestum saman
um að íslenska Ríkisútvarpið á
met í því sem kalla má „litaðan"
fréttaflutning.
í skjóli einkaréttar hins ríkis-
rekna útvarps hefur kommúnist-
um tekist að raða þar á jötu sína
áhrifa-þjónustuliði. Það er þess
vegna ekki að ófyrirsynju að mik-
ill meirihluti þjóðarinnar krefjist
þess að einkarétturinn í út-
varpsmálum þessarar þjóðar sé
rofinn og almenningi gefist kostur
á að hlýða á annað en þessa einu
rödd.
Við vorum einnig, Islendingar,
mataðir á því, að erlendir blaða-
og fréttamenn, sem hingað voru
kallaðir til að sitja „friðar-
ráðstefnuna" hjá Samtökum her-
námsandstæðinga, hefðu komið
hingað á vegum Blaðamannafé-
lags íslands. Því var harðlega
mótmælt af Blaðamannafélaginu.
Það sakaði ekki að reyna!
Andvaraleysi íslendinga í frið-
ar- og varnarmálum kemur best
fram í úrslitum síðustu Alþingis-
kosninga, þar sem sjötti hver
þingmaður sem kosinn var, er
kommúnisti.
Eftir frammistöðuna í fráfar-
andi ríkisstjórn, þar sem hæst ber
afglöp Hjörleifs í álmálinu og
áhrif neitunarvalds kommúnista í
varnarmálum var rökrétt að
álykta að slíkur vandræðalýður
yrði þurrkaður út af Alþingi.
„Hvert stefnir, ef fram
heldur sem horfir?
Hverjir hrópuðu hæst á
tímum Víetnam-stríðs-
ins. Hvar eru skeleggar
ályktanir Friðarsam-
taka ísl. kvenna staddar
í Afganistan- og Pól-
landsmálinu? Hver hef-
ur orðið var við mót-
mælaöldu frá nefndum
samtökum varðandi þau
mál?“
Hvert stefnir, ef fram heldur
sem horfir? Hverjir hrópuðu hæst
á tímum Víetnam-stríðsins. Hvar
eru skeleggar ályktanir Friðar-
samtaka ísl. kvenna staddar í Afg-
anistan- og Póllandsmálinu? Hver
hefur orðið var við mótmælaöldu
frá nefndum samtökum varðandi
þau mál? Er ekki þögnin látin
gilda þegar það á við? Að þeirra
mati er ekki sama hvar og hverjir
eru drepnir í tugþúsunda tali.
Það er vonandi að heilbrigð
hugsun vakni til vitundar um
mátt sinn og stöðu, til að þurrka
út þá óværu, sem hrjáir íslenskan
þjóðarlíkama, áður en það er um
seinan.
Imrður Halldórsson starfar hji
Rafboða í Garðabæ.