Morgunblaðið - 01.06.1983, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 01.06.1983, Qupperneq 8
48 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983 Piparskipið sem varð að gullskipi — eftir Þorvald Friðriksson Indíafarið Het Wapen van Amsterdam mun enn um langa framtíð verða fréttaefni og úm- ræðuefni manna á meðal. Viðbúið er að uppgröftur á skipinu geti tekið nokkur sumur og ef að líkum lætur, mun hér vera um að ræða einn sérstæðasta og um leið merkilegasta fornleifauppgröft á íslandi bæði fyrr og síðar. Það er vel að Alþingi hefur sam- þykkt að veita ríkisábyrgð fyrir láni, sem kosta á uppgröftinn með. En betur væri ef stjórnvöld sýndu fleiri fornleifarannsóknum slíka athygli, en hér er það eflaust ábatavonin, sem ræður ferðinni. í blaðaskrifum fyrra árs um Indíafarið gætti nokkurs mis- skilnings um farm skipsins og var jafnvel talað um að skipið hafi verið hlaðið 43 tunnum gulls. í grein sem undirritaður fékk birta í Morgunblaðinu 18. júlí 1982, var sýnt fram á að ekkert gull var í skipinu, heldur var farmurinn metinn á 43 tunnur gulls í Árbókum Jóns Espólíns. Jafnframt var í greininni birt farmskrá skipalestarinnar, sem Het Wapen van Amsterdam var í. Engin sér farmskrá er lengur til yfir farm Het Wapen van Amst- erdam. Ný þykir fróðum mönnum lík- legra, að 43 tunnur gulls sé i raun mat á farmi allra skipanna, níu að tölu, sem voru i skipalestinni. Verðmæti alls farmsins i farm- skránni hefur verið umreiknað og er bað 4.300,00 gull florintur. í umræddri grein slæddust meinlegar villur í tölur yfir ólíkar vörutegundir i farmskránni. Til þess að hafa það sem réttara reyn- ist, vil ég biðja Morgunblaðið góðfúslega að birta aftur þessa farmskrá og nú rétta. Pipar og saltpétur Sem sjá má af farmskránni, er heildarþyngd farms skipalestar- Farmskrá hollensku skipalestarinnar, sem lagði upp frá eynni Java 26. janúar 1667 Mign Hollenskt vöruheiti fslenskt vöruheiti 19.381 stk. Diverse Guiness Lywaet Baðmullarklæði 10.300 stk. Diverse Gingas Baðmullarkleði 4.700 stk. Gebleckte Mauris Baðmullarklæði 7.020 stk. Gebleckte Salemporis Hvítt baðmullarklæði 9.280 stk. Gebleckte Pareallen Þéttofin baðmull. 3.650 stk. Diverse Bethilles Fínt ofin baömullarklæði 6.560 stk. Negros Kleden Baðmullarklæði 3.280 stk. Zeyldoeck Segldúkur 959 fet Diverse Deckens Ábreiður 900 fet Chiavonys Vefnaður 1.600 fet Diverse Chits Skrautklæði 1.000 fet Cassa Bengale Fínt hvítt klæði 1.00? fet Garras Vefnaður 3.500 stk. Adatheys Baðmull 5.660 stk. Diverse Safras Ýmis vefnaður 6.120 stk. Ciauters Deriabadys Baðmullarklæði 980 stk. Mamoedyo Baðmull 510 fet Semianen Baðmull 200 fet White Kannensons Vefnaður 100 fet Mallemoolens Vefnaður 640 fet Gangans Baðmullarklæði 76.785 pund Diverse Catoene Garen Ýmiss konar garn 90.138 pund Diverse Indigo Ýmiss konar indigólitur 401.352 pund Giroffel Nagelen Negull 13.590 pund Gommelack Gúmmílakk 15.689 pund Galliga (Kadix China) Lyf gegn húðsjúkdómum 98.560 pund Foeli Kylfur, stafir 308.000 pund Caneel Kanill 200.231 pund Nooten Hnetur 736.569 pund Kappanhout Sappanviöur 5.300 picol Japans Staefkoper Japanskar koparstangir 20.489 catti Japamese Camphur Japönsk kamfóra 3.381 pund Zagellack Innsiglavax 1.318.749 pund Saltpeter Saltpétur 64.216 pund Persian Zyde Legia Fínt persneskt silki 2.526 stk. Diverse Pelings Hvftt damask 30 fet Japanese Zyde Kocken Japönsk silkipils 100.575 pund Fyn Malacca Tin Malakkatin 52.455 pund Geconfyte Gember Sykraður engifer 8.089 stk. Geconfyte Nooten Muskaten Sykrud múskathnot Kínverskt te PerlumóAir Caliatourviður Ilmvatn Moskus frá Tonkin Hálsklútar Púðursykur Hrádemantar Ambur Perlur Eðalsteinar og lyf Mabolfa Jarðolla Svartur og hvltur pipar picol = 61—62,5 kg 5.108 pund Chinese Tbee 7.200 únsur Stamp Peerlen 100.551 pund Calantours Hout 3.022 pund Benjuin 164 catti Tonquinse Muskus 1.620 stk. Dassen-lange Nevsdocken 223.985 pund Poeder-Suyeker 2.718 stk. Rouwe Diamanter 173 únsur Ambergrys 1.218 stk. Diverse Perlen 514 únsur Besoarstone 1.250 pund Measoly 380 pund Erdoly 3.465.833 catti Zwarte als Witte Peper Ekki hans besta, en hún leynir á sér Hljóm nr.wn Finnbogi Marinósson David Bowie Let’s Danre EMI / Fálkinn Eins og allir vita, sem eitthvað hafa fylgst með David Bowie, þá hefur hann skipt um og gengið í gegnum fleiri tónlistarstefnur en flestir aðrir tónlistarmenn. Úr einu í annað og þegar horft er til baka þá hefur honum tekist ákaflega vel upp, og hefur hann skapað nokkur meistarastykki sem eru ólík innbyrðis. Þetta er nokkuð sem ekki er hægt að segja um alla þá snillinga sem í poppheiminum finnast. Og enn einu sinni hefur kappinn skipt um stefnu og leitað inn á „nýja“ braut. Síðasta platan, sem kappinn sendi frá sér, kom út fyrir rúm- um tveimur árum, „Scary Monsters". Tónlistin á þeirri plötu er mjög þung og óaðgengi- leg, en í rökréttu framhaldi af plötunum þremur á undan. Fyrir suma var platan hrein himna- sending, en öðrum fannst hún ganga of langt. Þeir sem þá voru óánægðir ættu að kætast nú, því nýja platan hans er létt og aðgengileg. Lögin átta eru öll vel til þess fallin að við þau megi hrista sig. Þau eru einföld og í þeim liggur margvísleg skreyt- ing og kemur hún í ljós þegar vel er hlustað. Titillag plötunnar „Let’s Dance" var það fyrsta sem kom út á lítilli plötu og við fyrstu hlustun olli það mörgum sárum vonbrigðum. En ekki er allt sem sýnist og fljótlega var lagið orðið hið áheyrilegasta. Þannig er þetta með sjálfa plöt- una. Hún er ekkert sérstök við fyrstu hlustun. Allt, sem heyrist til að byrja með, hefur verið gert áður og virkar lítið spennandi. En þegar farið er að beita at- hyglinni þá kemur annað f ljós. Allur hljóðfæraleikur er meiri- háttar góður og þá alveg sér- staklega gítarinn. Hann er á köflum hreint yndislegur og má í því sambandi nefna lögin „China Girl“ og „Criminal World". Trommurnar koma mjög vel í gegn og eru mikið áberandi. Það gefur tónlistinni mikinn kraft og með einfaldleika sínum gera þær flest lögin vel danshæf. Sjálfur syngur Bowie eins og hann best gerir og ekkert út á hann að segja. Hann reynir hvergi mikið á sig og sýnir það vel gæði hans sem söngvara. Ef- laust hefði margur góður söngv- arinn mátt þenja sig heil ósköp til að komast jafn vel frá sínu. f raun er ósköp lítið sem hægt er að setja út á þessa plötu. Hún er í alla staði frábærlega unnin og einmitt þess vegna sest hún hærra en plötur með sömu tón- list. Eitt er það sem sárlega vantar og hefði útgáfuaðili mátt sjá sóma sinn í því að láta text- ablað fylgja. Tónlistin ★★★★# Hljómgœdin ★★★★ FM/AM Þorraldur Friðriksson innar um 8200 tonn. Þar af er svartur og hvítur pipar yfir 5000 tonn. Aðrar megin vörutegundir eru: 600 tonn saltpétur, 350 tonn sapp- anviður, um 330 tonn japanskar koparstangir, 200 tonn negull, um 150 tonn kanill, um 100 tonn hnet- ur og um 100 tonn af sykri. Auk þessa eru nokkrar vöruteg- undir í verulegu magni t.d. 50 tonn kylfur eða stafir, 25 tonn engifer, um 45 tonn Malaccatin, 45 tonn indigólitur, og um 45 tonn Calia- tour-viður. Vefnaður skiptir og tonnum, t.d. eru um 30 tonn af persnesku silki, einnig um 40 tonn af garni. Samkvæmt íslenskum annálum voru flestar þessar vörutegundir í Het Wapen van Amsterdam. Ekki er fjarri lagi, að áætla að 10% af aðalvörutegundunum hafi verið í Het Wapen van Amsterdam. í stórum dráttum myndi farmur Indíafarsins á Skeiðarársandi hafa litið svona út, sem sýnt er hér í töflu. Áætlaður farmur Indía- farsins Het Wapen van Amsterdam 1667 Vörur Áætlaö magn/ I tonnum Svartur og hvítur pipar 550 Saltpétur 65 Sappanviður 40 Koparstangir 35 Negull 20 Kanill 17 Hnetur 10 Sykur 10 Kylfur eða stafir 5 Indigólitur 5 Caliatourviður 5 Malakkatin 5 Baðmullargarn 4 Japönsk kamfóra 3 Persneskt silki 3 alls 780 tonn van Amsterdam, innistandandi laun, fyrr en eftir að þeir væru yfirheyrðir um dauða skipstjórans og björgun demantanna. Af þessu er helst að skilja að demöntunum hafi verið bjargað. Um dauða skipstjórans eru til munnmæli í öræfum. Skipstjór- inn á Indíafarinu á að hafa fund- ist austur með Hnappavallafjör- um. Líklegt er talið að hann hafi verið einn á ferð, að leita byggða. Búningur hans var skrautlegur og hafði hann m.a. borið gullarm- bönd. Tin og kopar náðust úr skipinu Hinrik Bjelke höfuðsmaður lét flytja mikil verðmæti úr Indíafar- inu til Bessastaða. Hollendingar reyndu og að senda björgunarleið- angra til íslands, en ekki er vitað hvort af þeim varð. í skýrslum Hollenska Austur- Indíafélagsins er að finna eftirfar- andi lista yfir farm, sem náðist úr Het Wapen van Amsterdam og komst aftur í hendur Hollendinga. Innsiglavax bjargað úr HWvA 119 pund Silki bjargað úr HWvA 876 pund Tin fiskað úr HWvA 6356 pund Kopar fiskað úr HWvA 1800 pund Þessi heimild sýnir að um 60% af áætluðum tinfarmi hefur verið veiddur upp úr skipinu og 2—3% af áætluðum koparfarmi. Eftir stendur þó um 40% af 5 tonnum tins og ca. 82% af 35 tonn- um koparstanga. Þetta eru þær vörur, sem ætla mætti að mest verðmæti liggi í, í flaki Indíafars- ins á Skeiðarársandi, fyrir utan menningarsögulegt gildi allra forngripanna, sem upp munu koma við uppgröftinn, en í þeim liggur hinn raunverulegi fjársjóð- ur skipsins. En menningarsöguleg verðmæti verða aldrei metin til fjár. Ágirnd vondan vekur róg Stefán skáld Ólafsson (1619—1688), eitt af höfuðskáldum lslendinga, yrkir svo um gull- skipsfárið, sem upp stóð eftir strand Indíafarsins Het Wapen van Amsterdam. Ágirnd vondan vekur róg, varning rekinn grefur hvinn, allvíða kemst ekki í lóg orma fagur vefurinn, sá mun koma af syðra bóg er silkidúka krefur inn, margur dylur dýran plóg, desmerkekki vefur skinn, flestir hafa fengið nóg, svo fælist hrafninn og refurinn, því út er kominn um allan skóg indíanski þefurinn. Af demöntum Mjög verðmætar vörur er og að finna í farmskránni, en í minna mæli en þær, sem taidar eru upp hér að framan. Þetta eru ilmvötn, olíur, lækningalyf, óslípaðir dem- antar og perlur. Demantarnir eru 2718 og perlur 1218. Samkvæmt skjölum, sem varð- veitt eru frá Hollenska Austur- Indíafélaginu, þá voru demantar í Het Wapen van Amsterdam, þeg- ar skipið strandaði á Skeiðarár- sandi og voru þeir í vörslu skip- stjórans. Af 2718 demöntum, sem skráðir eru í farmskrá skipalestarinnar, er vitað að 2486 voru í skipinu Amersfoort, sem náði heilu og höldnu til Hollands. Af því leiðir, að ekki geta hafa verið fleiri en 232 demantar í Het Wapen van Amsterdam. Skipstjóri á Het Wapen van Amsterdam var Reinier Brink- man, í síðustu ferð skipsins, en hann komst aldrei lifandi frá fs- landi. Einhver málarekstur mun hafa orðið út af demöntunum, sem voru í vörslu Reinier Brinkman. Eitt af skjölum, sem til eru frá útgerðar- félagi skipsins gefur bendingu um þetta. Skjalið er dagsett 28. nóv. 1667. Þar segir, að verslunarfélag- ið hafi ákveðið að borga ekki skipbrotsmönnum af Het Wapen í fyrrnefndri grein í Mbl. 18. júlí 1982 var birt brot úr þessari vísu og það tekið úr ágætri grein eftir Flosa Björnsson fræðimann á Kvískerjum („Heima er bezt“, apr- íl, 1959). Þá var talið að vísubrotið væri eftir Þorstein tól. Flosi Björnsson hefur nú komist að því, að Stefán ólafsson er réttur höf- undur vísunnar. Flosi er stórfróð- ur um Indíafarið, sem og margt annað, enda hefur hvílustaður skipsins verið í hans heimasveit I yfir 300 ár. Flosi sendi undirrituð- um vísuna og munnmælasöguna um skipstjórann, ásamt annarri munnmælasögu úr Öræfum, um samskipti skipbrotsmanna af Indíafarinu og Óræfinga, en sem ekki er tóm að birta hér. í hnotskurn speglar vísa Stef- áns Ólafssonar farm Indíafarsins, krydd, vefnaður og ilmvötn, en einnig þann anda, sem illa fenginn auður hollenskra nýlendu-kúgara bar með sér upprekinn á ís- landsströndu árið 1667, þ.e. ágirnd og róg. Vísan á ef til vill við enn þann dag í dag. Er það kannski ágirnd- in, sem rekur menn áfram í þessu máli, frekar en áform um björgun menningarverðmæta? Iliitundur greinarinnar, Þorraldur Friðriksson, er fornleifafræðingur að tnenní, og starfar nú í Sríþjóð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.