Morgunblaðið - 01.06.1983, Side 10
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
í ágúst 1981 var haldið í Biskops
Arnö í Svíþjóð þing skálda og
gagnrýnenda og var umræðuefnið
gagnrýni og ljóð. Þar hitti ég
danska skáldið Hans Mölbjerg,
elskulegan og opinskáan mann
sem færði mér nýútkomna ljóða-
bók eftir sig; Færöske spejl-bille-
der. Ljóðin hafði Mölbjerg ort á
ferðalagi í Færeyjum. Hann tjáði
mér að væntanleg væri eftir sig
bók um fsland frá sama ferðalagi:
Hans Mölbjerg
ísland í augum
dansks skálds
Island set sádan. Heimkominn frá
Svíþjóð fékk ég bréf frá Mölbjerg
og því fylgdu nokkur ljóð sem
hann hafði ort í Biskops Arnö:
Sol-suite. Þessi hugþekku ljóð var
ég að endurlesa í ljóðasafninu Lyr-
ik 82 þegar mér barst loks Island
set sádan.
Island set sádan (útg. Rhodos
1983) er þykk og efnismikil ljóða-
bók, frumtexti er birtur ásamt
þýðingu Ingu Birnu Jónsdóttur, en
hún kallar verkið ísland séð þann-
ig. Að mínu viti á þessi bók ekki
síst erindi til íslendinga, en af úr-
klippum úr dönskum blöðum að
dæma hefur hún fengið góðar við-
tökur í Danmörku. Jafnvel gagn-
rýnandi eins og Poul Borum, sem
venjulega hefur allt á hornum sér,
hrósar bókinni og segir um Möl-
bjerg: Hans Mölbjerg er helt vild!
Sidste ár udgav han fire digtsaml-
inger, hvoraf en pá fransk. I en
alder af 67 ár. Tilvitnanir óþýddar
til þess að menn geti rifjað upp
dönskukunnáttuna. Borum hefur
líka rétt fyrir sér þegar hann lýsir
fslandsljóðum Mölbjergs sem et
led i en bestandig selvransagelse.
Gagnrýnandinn Asger Schnack
kallar Mölbjerg en stor digter og
skrifar Hans Mölbjerg er klart
bedst í sit særlige speciale: Det
lille billede með den store oplev-
else.
það sem Asger Schnack á við er
að Mölbjerg njóti sín síður í löng-
um frásagnarljóðum. Það er auð-
velt að vera sammála honum. Þeg-
ar Mölbjerg er upptekinn af sögu-
legum og goðfræðilegum efnum og
leitast við að gera ljóð sín um-
fangsmikil höfðar hann ekki jafn
beint til lesandans og í smáljóðum
sínum, skyndimyndum þar sem
náttúra og mannlíf eru eitt. Engin
ástæða er þó til að vanmeta sögu-
legu ljóðin. Þau eru mjög forvitni-
leg fyrir íslenskan lesanda og oft
skemmtileg í óvæntum niðurstöð-
um sínum.
Það er af mörgu að taka þegar
Prufu-hitamælar
- 50 til + 1000 C
í einu tæki meö elektrón-
ísku verki og Digital sýn-
ingu.
^ötunrCaöttiStuiDr <JS)injS®@in)
VEStURGOTU 16 - SÍMAR 14630 - 21480
gefa á hugmynd um skáldskap
Hans Mölbjergs. Eitt hinna styttri
ljóða nefnist Miðsvetrarsólin í
þýðingu Ingu Birnu Jónsdóttur:
Kg sá ekki lágan boga
miðsvetrarsólarinnar
en ég ímynda mér hana einnig
sem hugmynd
fola uppkomu sólar
sem þegar er á leið niður
í íhvolfri hreyfingu
— og tíminn á undan og eftir
er sem fylltur samþjöppuðu ófæru myrkri
einungis vafinn þoku og regni
og þó örsjaldan
snjórinn
skyndileg heiðríkja
með fjárlægt endurskin á jöklunum
og föl sólin sem
rannsakar stofuna varfærnislega
úr lágu sæti sínu.
Eða þessi kvika mynd:
Skýin smita fjallið
snerta það
og lita það
renna saman við það
svo úr verður stór breið mynd
síiðandi skýja
og steina sem í sífellu
endurvarpa myndunum.
(Breiðtjald).
Það er oft líkt og landslagið yrki
Hans Mölbjerg, landið kalli fram
myndir úr huga hans sem lengi
hafa búið um sig, en birtast allt í
einu af því þær verða ekki hamd-
ar. Oft segja þær ekki síður tölu-
vert um skáldið sjálft, innra heim
þess, um það hvernig það reynir
að fóta sig og öðlast tilgang í líf-
inu. Staddur í Krísuvík þar sem
hann gengur á næfurþunnri
jarðskorpu og finnur hvernig sýð-
ur undir, áttar hann sig á því
hvers vegna maðurinn er neyddur
til að vera jarðbundinn: „Ég skildi
allt í einu/hvers vegna Sögurnar
voru svo jarðbundnar/og komu
alltaf fram/í knöppum tilsvör-
um/eins og verið væri að halda-
/örvæntingunni niðri/og þegar
best lét var beitt kaldhæðni."
Egill Skallagrímsson verður
Mölbjerg oft að yrkisefni. Egill
verður í meðförum hans eins kon-
ar exístensíalisti. í ljóðinu Fyrir
firringuna segir Mölbjerg að Egill
hafi orðið að sigrast á stoltinu og
flytja versta óvini sínum lof í
ljóði. Hann gerir samanburð á
Agli og Njáli. Njáll sofnaði svefn-
inum langa í eldinum, hann var
orðinn gamall og átti hvort sem er
bráðlega að deyja. En Egill átti
við enn eitt vandamálið að glíma
„og not hafði hann fyrir önuglynd-
ið/í nokkur ár í viðbót". Oðinn,
Loki og Þór fá mjög nútímalega
umfjöllun hjá Mölbjerg. Þeir sam-
tíma menn íslenskir sem einkum
er ort um eru myndlistarmenn eða
réttara sagt verk þeirra. Mölbjerg
virðist fremur vera samtíða goð-
um og fornum hetjum en nútíma-
fólki, hneykslast þó á einum stað á
brennivínsþambi og hröðum
akstri unga fólksins.
Siðavendni fer Mölbjerg ekki vel
og sama gildir um tilraunir hans
til að koma á framfæri ákveðnum
boðskap. Hann er fyrst og fremst
skáld leiftursins, andartaksins
sem færir honum vitneskju um
það sem undirvitundin hefur lengi
geymt.
Þýðing Ingu Birnu Jónsdóttur
ber þess nokkur merki að hún hef-
ur dvalist lengi erlendis, sumt
orkar tvímælis í þýðingu hennar,
en yfirleitt er það smekkvísin sem
ræður.
Unga fólkið og frelsið
Bókmenntir
Hannes H. Gtssurarson
Á síðasta vetri réðust nokkrir
nemendur í Menntaskólanum í
Reykjavík í að gefa út blað sem þeir
nefndu „Frímann“. Greinarnar í
blaðinu má hafa til marks um svo
víðtæka þekkingu og mikinn áhuga
á stjórnmálahugmyndum, að óvenju-
legt hlýtur að vera ungu fólki. Full
ástæða er því til að vekja athygli á
þessu framtaki og segja stuttlega frá
blaðinu.
Skólar og kreppa
Fyrsta greinin í blaðinu ber
heitið „Ríki, menntun og markað-
ur“ og er eftir Jón Daníelsson. í
henni ræðst hann á þá hugmynd,
sem vaninn einn hefur helgað, að
ríkið eigi að reka skóla. Hann
bendir á þá hættu af einhæfingu,
sem hlýst af slíkum ríkisrekstri,
að ógleymdum kostnaðinum, því
að ríkisrekstur er alltaf óhag-
kvæmari en einkarekstur — menn
fara alltaf betur með eigið fé en
annarra. Jón sýnir, að einka-
rekstri megi koma við með svo
nefndu ávísanafyrirkomulagi
(voucher system). Menn fá ávísan-
ir, sem þeir geta notað til að
kaupa fyrir þjónustu skólanna, en
þannig er einkarekstur, sam-
keppni og valfrelsi tryggt, án þess
að efnalítið fólk missi af neinu
tækifæri til skólagöngu. Ríkið
kostar skólagönguna, án þess að
reka skólana. Þess má geta, að
Milton Friedman mælti með þessu
fyrirkomulagi í ritinu Frelsi og
framtak, sem nýlega var gefið út á
íslensku, og breska stjórnin
hyggst koma því á eftir föngum í
Bretlandi á næstu árum.
Næsta grein í blaðinu er um
heimskreppuna á fjórða áratugn-
um og samin af Jóni Davíðssyni.
Stjórnmálaskoðun ófárra manna
hefur mótast af þeirri söguskoðun,
að heimskreppuna megi rekja til
markaðsskipulagsins. Þessari
söguskoðun er haldið að nemend-
um í íslenskum skólum í áróðurs-
riti sameignarsinnanna Lofts
Guttormssonar, Skúla Þórðarson-
ar og Einars Más Jónssonar,
Mannkynssögu 1914—1956. En Jón
rekur skýringu Miltons Freidman,
en hún er í sem fæstum orðum sú,
að kreppuna megi rekja til mis-
taka í hagstjórn — til of mikilla
ríkisafskipta fremur en of lítilla.
Það er ánægjulegt, að mennta-
skólanemandi skuli hafa þekkingu
og djörfung til að gagnrýna þetta
áróðursrit, sem víða er kennt í
sögu.
Frelsi og eignarréttur
Logi Gunnarsson ræðir í grein
sinni undir heitinu „Frelsi og
frelsi" um eitt vandmeðfarnasta
hugtak stjórnmálanna, frelsishug-
takið. Hvað er frelsi? Eðlilegasta
merking þess er nauðungarleysi,
eins og Logi bendir á, enda gerði
tungan að fornu greinarmun á
frjálsum mönnum og þrælum.
Frelsi manns er takmarkað, ef
hann er neyddur til að lúta óskum
annars manns gegn eigin óskum,
hvort sem sá maður beitir ofbeldi
eða hótunum um það. En þetta er
þó flókið mál, og margir hafa mis-
notað hugtakið, eins og ráða má af
grein Loga. Ég held sjálfur, að
frelsið hljóti að vera í nánum
tengslum við eignarréttinn —
maðurinn á sjálfan sig og það sem
hann skapar.
Halldór Halldórsson tekur upp
svipaðan þráð og Logi í grein um
eignarréttinn. Hann lýsir henni í
kenningu bandaríska heimspek-
ingsins Roberts Nozick, sem gaf
árið 1974 út ritið Stjórnleysi, ríki og
staðleysur (Anarchy, State and
Utopia), en það er eitt snjallasta
heimspekirit til varnar frjáls-
hyggju, sem ég þekki. Nozick
kemst, þegar hann ræðir um sér-
eignaréttinn, í sama vanda og
John Locke fyrir 300 árum: Hvern-
ig eignast menn hluti í upphafi?
Vandinn er enginn, ef menn koma
að tómu landi, eins og Ingólfur
Sven Havsteen-Mikkelsen
Myndlist
Valtýr Pétursson
í tilefni af sjötugsafmæli
danska listamannsins Sven Hav-
steen-Mikkelsen hefur verið efnt
til yfirlitssýningar á verkum hans,
sem gerð hefur verið sem farand-
sýning og verður sýnd á öllum
Norðurlöndum. Það, sem er svolít-
ið sérstakt við þessa sýningu, er að
hún hefur verið sýnd og verður
sýnd á mörgum norðlægum slóð-
um í nefndum löndum, enda er
listamaðurinn sérlega kunnur
fyrir verk sín einmitt eftir því sem
norðar dregur. Hér á landi hefur
hann unnið bæði að bókaskreyt-
ingum og málverki, haldið sýningu
á grafík sinni, og sömu sögu er
einnig að segja úr Færeyjum og af
Grænlandi, enda er viðkomandi
listamaður tengdur þessu svæði
bæði ættarböndum og ekki hvað
síst af því að vera alinn upp á
heimili hins heimsfræga norður-
hjaramanns, sjálfs Einars Mikk-
elsens. En hann var stjúpi lista-
mannsins. Margir Reykvíkingar
sem muna fyrirstríðsárin, kannast
við Einar Mikkelsen með hvíta
kaskeitið sitt hér á götum borgar-
innar, þegar hann hafði oft og
mörgum sinnum viðkomu hér á
ferðum sínum til Austur-Græn-
lands, þar sem hann var nýlend-
ustjóri. Það er því ekki að furða
þótt fóstri hans fengi snemma
áhuga á þessum undralöndum,
sem er að finna í svo mikilli fjar-
lægð frá grösugum og grónum
sléttum Danaveldis.
Sú sýning sem nú er í Norræna
húsinu, gefur afar góða mynd af
afrakstri langs vinnudags hjá
þessum sérlega norræna mynd-
listarmanni. Hann hefur örugga
og víðtæka undirbúningsmenntun.
Hann hefur lagt mikla stund á
teiknun og náð góðum árangri.
Grafík hans er litrík og hefur skil-
að miklu verki, tala ég auðvitað
um bókaskreytingar einnig í því
sambandi. Hann hefur unnið með
rithöfundum eins og Martin A.
Hansen, og gerðu þeir saman bók
um ísland. Thorkild Hansen er
annar höfundur danskur, sem
unnið hefur með þessum einstaka
listamanni. Kennarar hans voru
meðal annars Axel Revold (skóla-
bróðir Jóns Stefánssonar frá Mat-
isse), Fritz Syberg; vinskapur við
hinn fræga málara Johannes
Larsen, mun einnig hafa haft sín
áhrif. Hér stikla ég á mjög stóru,
en um feril listamannsins vísa ég
til formála í sýningarskrá, sem er
bæði langur og fræðandi. Einu vil
ég samt bæta við: Kirkjuskreyt-
ingar í gler og annað efni er afar
ríkur þáttur í lífsstarfi Sven Hav-
steen-Mikkelsen og ekki má láta
hjá líða að nefna skreytingar þær,
er hann hefur gert við hina frægu
sögu Melville, Moby Dick. Auk
þess sem ég hef lítillega minnst á
hér, hefur listamaðurinn verið
mjög ötull málari og gert mikinn
fjölda smærri mynda í krítar-
teikningum. Má í því sambandi
benda á nokkrar slíkar frá Græn-
landi, sem sjáanlegar eru á þess-
ari sýningu.
Það eru yfir sextíu verk á skrá á
sýningunni. Olíumálverk eru þar í
meirihluta og þungamiðja þess, er
sýnt er. Einnig eru þarna lit-
skyggnur af þeim verkum, sem eru
Að hálfu köttur
að hálfu maður
Kvikmyndir
Ólafur M. Jóhannesson
Leikstjóri: Paul Schrader.
Handrit: Alan Ormsby samkvæmt
sögu DeWitt Bodesen.
Tónlist: Giorgio Moroder.
Ljóó og söngur: David Bowie.
Myndatökustjóri: John Bailey.
Dýraþjálfarar: Steve Martin og
Mark Weiner.
Ég veit ekki hvort um er að
ræða hugmyndafátækt þegar
stóru kvikmyndafyrirtækin ráð-
RKO-kvikmyndafélagið sparaði
ekki.
ast í að yrkja uppá nýtt um gam-
alt efni. En oftast er maður nú
heldur á varðbergi gagnvart
slíkri myndgerð. í það minnsta
var undirritaður dálítið smeykur
— þrátt fyrir lestur lofgreina í
erlendum tímaritum — við að sú
endurútgáfa á Cat People sem nú
birtist á tjaldi Laugarásbíós,
væri einhvers konar stjörnusam-
suða þar sem tjaldað væri til
einnar nætur smástirnum ætt-
uðum frá Þýskalandi og fylgt
hverju spori þess Kattarfólks
sem birtist á bandarískum sýn-
ingartjöldum 1942. En þar vakti
sérstaka athygli kvikmyndun
Nicholas Musuraca sem náði vel
til vandaðra sviðsmynda sem
Er Nastassia Kinski máski af ætt
hlébarða?
En nú varð ég hissa. Sú útgáfa
Kattarfólksins sem þessa dagana
prýðir tjald Laugarásbíós er
unnin af slikri fagmennsku að
unun er á að horfa. Er raunar
sama hvar borið er niður, þannig
er kvikmyndatökustjórn John
Bailey með þeim hætti að
trauðla verður betur gert. Er
greinilegt að hvert einasta skot