Morgunblaðið - 01.06.1983, Page 14
„Vona að gagnrýni
blaðanna verði jákvæð“
„ÉG er ekkert of bjartsýnn á mót-
ió í sumar. Ég tel að átta lið í 1.
deildinni eigi sömu möguleika og
Valur á íslandsmeistaratitlinum í
ár. Mótið verður jafnt og spenn-
andi alveg eins og í fyrra,“ sagði
Klaus Peter, þjálfari Valsmanna.
— Vonandi verður knatt-
spyrnan skemmtileg og ánægju-
leg fyrir áhorfendur. Knatt-
spyrnan þarf að opnast meira og
það má ekki spila jafn stífan
varnarleik og sum lið gerðu í
fyrra. KR-ingar fengu til dæmis
flest sín stig út úr markalausum
jafnteflisleikjum, þar sem þeir
lögðu áherslu á stífan varnar-
leik.
..— Þá vona ég að gagnrýni
blaðamanna verði jákvæðari en
hún var í fyrrasumar. Það má
Klaus Peter þjálfari
ekki bera knattspyrnuna hér á
landi saman við knattspyrnu
sem leikinn er í Evrópu. Hér búa
200 þúsund manns. Og það er til
dæmis verið að bera saman
knattspyrnuna hér og í V-Þýska-
landi þaðan sem ég kem. Þar búa
50 milljónir manna. Allar að-
stæður eru margfalt betri. Sam-
anburður er ósanngjarn og gerir
engum gott.
— Það væri möguleiki á því
að reyna að gera leikina
skemmtilegri með því að veita
aukastig fyrir 3 skoruð mörk
eins og gert er í Reykjavíkur-
mótinu. Það myndi sjálfsagt
auka sóknarleikinn. En mér
finnst knattspyrnan hér vera
góð miðað við fólksfjölda og þær
aðstæður sem boðið er uppá.
- ÞR.
„Hóflega bjartsýnn á
góðan árangur Valsmanna“
„ÉG ER mjög hóflega bjartsýnn á
árangur okkar Valsmanna í sumar.
Við erum með sterkan og mjög
samstilltan hóp og vonandi nær
hann langt. Þar sem breiddin er
mikil hjá okkur er hart barist um
hvert sæti í liðinu og það ætti að
verða til þess að hver og einn ein-
stakur leikmaður verður að sýna
góða frammistöðu í leikjum til
þess að halda sæti sínu,“ sagði
Grímur Sæmundsen, fyrirliði Vals.
— Ég vil engu spá um það
hvar við höfnum í deildinni í ár.
Það verður án efa hart barist um
efstu sætin eins og svo oft áður.
Lið Vals í sumar er byggt upp á
góðri blöndu af leikreyndum
eldri spilurum og svo ungum og
efnilegum leikmönnum og þetta
ætti að geta farið vel saman.
Grímur Sæmundsen
— Klaus Peter er nú með
okkur annað árið í röð og það er
mikill styrkur sem felst í því að
hafa sama þjálfara áfram. Hann
þekkir orðið leikmenn sína vel
svo og þær aðstæður sem við
búum við hér.
— Knattspyrnan í sumar
verður betri en í fyrrasumar.
Það hefur orðið hugarfarsbreyt-
ing og nú verður leikinn líflegri
knattspyrna að mínu mati. Enda
hafa fyrstu leikir mótsins þegar
sýnt að meira er sótt og ekki er
varist eins stíft og sum liðin
gerðu sig sek um í fyrra.
— Þau lið sem verða sterk í
sumar að mínum dómi eru lið
Keflavíkur, Akraness. Það sækir
enginn gull í greipar þeirra.
— ÞR.
„Fjögur lið skera
sig nokkuð úr í sumar“
„ÞAÐ SEM af er sumri er knatt-
spyrnan tvímælalaust betri en hún
var í fyrra. Leikirnir eru ekki eins
þófkenndir og þeir voru þá. Vals-
liðid spilar mun betur og ég ætla
að vona að það verði áframhald á
því. Liðið er með mikið af bráð-
efnilegum knattspyrnumönnum og
jafnframt reynda leikmenn sem
geta náð langt undir stjórn Klaus
Peter, sem nú er með liðið annað
árið í röð. Það hefur líka mikið að
segja að hann byggir á reynslu frá
því í fyrra,“ sagði formaður knatt-
spyrnudeildar Vals, Sigtryggur
Jónsson.
— Nú strax í upphafi mótsins
hafa hinsvegar meiðsl sett nokk-
urt strik í reikningin, Dýri er
meiddur, Brynjar markvörður er
meiddur og fleiri eiga við meiðsl
Sigtryggur Jónsson
að stríða. Hópurinn hjá okkur er
stór og breiddin er mikil og ég
vona að við lendum ekki í vand-
ræðum vegna meiðsla leikmanna
í sumar.
Mótið verður jafnt í sumar. Ég
á þó von á því að fjögur lið skeri
sig nokkuð úr og verði í efstu
sætunum. Það eru lið ÍA, ÍBK,
ÍBV og Valur. Baráttan á botn-
inum verður harðari en oft áður.
— Nú, við í Val höfum komist
mjög vel frá knattspyrnumótum
í yngri flokkunum og því erum
við bjartsýnir á framtiðina. Við
eigum mikið af efnivið sem á eft-
ir að gera félagi okkar gagn á
næstu árum. Það er því bjart-
sýni ríkjandi hvað árangur
snertir hjá knattspyrnudeildinni
í heild.
- ÞR.
Brynjar Guðmundsson, Guðmundur Hreiðars- (,uðmundur Kjartans-
markvörður, 22 ára son, markvörður, 22 ára son, varnarmaður, 23
hjólb.viðg.maður. nemi. ára framkv.stjóri.
lllfar Hróarsson, Magni Blöndal Péturs- Dýri Guðmundsson,
varnarmaður, 23 ára son, miðvallarleikmað- varnarmaður, 31 árs
trésmiður. ur, 26 ára verslunarm. viðskiptafræðingur.
Þorgrímur Þráinsson, Ingi Bjöm Albertsson, Hilmar Sighvatsson,
miðvallarleikmaður, 24 framherji, 30 ára, miðvallarleikmaður, 23
ára sölumaður. framkv.stjóri. ára rafvirki.
Þorsteinn Sigurðsson, Njáll Eiðsson, Jón Grétar Jónsson,
framherji, 23 ára miðvallarleikmaður, 24 miðvallarleikmaður, 17
skrifst.maður. ára kennari. ára nemi.
Borgþór Magnússon, Samúel Grytvik, Hörður Hilmarsson,
miðvallarleikmaður, 20 varnarmaður, 22 ára miðvallarleikmaður, 30
ára laganemi. verslunarmaður. ára kennari.
Guðmundur Þorbjörns-
son,
miðvallarleikmaður, 26
ára verkfræðingur.
Sigurður Sveinbjörns-
son,
framherji, 22 ára nemi.