Morgunblaðið - 01.06.1983, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 1983
57
Um 8,1% tap
varð í prjóna-
iðnaðinum ’81
AFKOMA fyrirtækja í prjónaiðnaði
hefur verið mjög mismunandi á liðn-
um árum, eins og meðfylgjandi tafla,
sem birt er í nýjasta fréttabréfi Iðn-
tæknistofnunar íslands, ber augljós-
lega með sér.
Ef skoðaður er hreinn hagnaður
eftir skatta og framlegð í hlutfalli
við framleiðslutekjur kemur fram,
að í ullariðnaði var hagnaður 1,2%
árið 1972. Er síðan breytilegt rétt-
um megin við rauða strikið fram
til ársins 1979, þegar það er nei-
kvætt um 3%. Um 2,7% tap er
síðan árið 1980 og um 2,3% árið
1981.
f prjónaiðnaði almennt er af-
koman nokkuð misjafnari. Um
0,6% hagnaður er árið 1972, en ár-
ið 1973 er um 2,7% tap af rekstrin-
um. Hagnaður er síðan af rekstri
AFKOMUÞRÓUN í PRJÓNAIÐNAÐI
HREINN HÍÖIÖfiUR EFTIR SKATTA 06 FIWUGB
Í HUJTFALLI VB FWUIflSUJTBOUR:
UUARBNMUR PRJÚWflwajR
HAÖIðflUR HUWfiUR
1972 1.2 0.6
1973 0.0 -2.7
1974 2.0 1.4
1975 5.6 3.3
1976 1.2 2.3
1977 0.3 -0.4
1978 1.7 -3.9
1979 -3.0 -3.3
1980 -2.7 -0.9
1981 -2.3 -8.1
fram til ársins 1977, þegar 0,4%
tap verður. Tap hefur síðan verið
af rekstri allar götur síðan. Mest
árið 1981, eða um 8,1%.
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
Umsjón: Sighvatur Blöndahl
Methagnaður Chrysler
á 1. ársfjórðungi 1983
Chrysler-bílaverksmiðjurnar banda-
rísku tilkynntu á dögunum, að hagnað-
ur fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi
hefði verið um 172,1 milljón dollara,
sem er mesti hagnaður af rekstri fyrir-
tækisins á einum ársfjórðungi fyrr og
síðar.
Hagnaður þessi jafngildir um 1,97
dollurum á hvern hlut i fyrirtækinu.
Mesti hagnaður af rekstri Chrysler
á einum ársfjórðungi áður var á 1.
ársfjórðungi ársins 1976, þegar
hagnaður af rekstri varð um 155,1
milljón dollara.
Til samanburðar við hagnað
Chrysler á 1. ársfjórðungi í ár má
geta þess, að rekstrarhagnaður
fyrirtækisins á 1. ársfjórðungi 1982
var um 149,9 milljónir dollara, eða
sem svaraði til 1,95 dollara á hvern
hlut.
Lee Iacocca, aðalforstjóri Chrysl-
er, sagði á blaðamannafundi, að hin
síbatnandi afkoma fyrirtækisins
væri fyrst og fremst því að þakka,
að tekizt hefði að hagræða verulega
í rekstri fyrirtækisins, lækka kostn-
að og fá fram meiri framleiðni og
ættu starfsmenn fyrirtækisins þar
stóran hlut að máli. „Án samstillts
átaks allra starfsmanna hefði þessi
uppgangur ekki verið mögulegur."
Heildarsala Chrysler á 1. árs-
fjórðungi var samtals um 3,1 millj-
arður dollara, borið saman við 2,5
milljónir dollara á sama tíma í
fyrra. Söluaukningin milli ára er því
liðlega 24%.
eldast milli 27 og 28 fiskibátar ár-
lega á næstunni (þ.e. 27,63), eða
1.446 brúttólestir. Ennfremur, að
áætlað úrfall í Reykjaneskjördæmi
verður langmest, enda flotinn þar
til muna eldri en í öðrum landshlut-
um. Þannig verður úrfallið í
Reykjaneskjördæmi 32,6% af heild-
arúreldingu, talið í brúttórúmlest-
um og 26,6% í fjölda skipa. Þar á
eftir kemur Suðurlandskjördæmi
með 20,5% í brúttórúmlestum og
16,1% í fjölda skipa.
Stjórn Félags dráttarbrauta og
skipasmiðja var öll endurkjörin, en
hana skipa Jón Sveinsson, formað-
ur, Þorgeir Jósefsson, varaformað-
ur og meðstjórnendur þeir Guð-
mundur Marsellíusson, Gunnar
Ragnars og Þórarinn Sveinsson.
Málverkið; Hver er í Krísuvík eftir Ásgrím Jónsson.
Sumarsýning Ásgrímssafns
MIÐVIKUDAGINN 1. júní verður
hin árlega sumarsýning Ásgríms-
safns opnuð og er hún 58. sýning
safnsins.
Á sýningunni eru mestmegnis
vatnslitamyndir og kolateikn-
ingar. Málverkin á sýningunni eru
máluð víðsvegar á landinu þ.á m. í
Krísuvík, á Þingvöllum, Mý-
vatnssveit, Húsafelli og Horna-
firði. Einnig eru sýndar allmargar
blómamyndir málaðar á árunum
1937 og 1946.
Ásgrímssafn, Bergstaðastræti
74, verður opið júní, júlí og ágúst
daglega kl. 1.30 til 4.00, nema
laugardaga. Aðgangur er ókeypis.
\ “ i< Hf,
SKRIFSTOFUVELAR H.F.
%
___ Hverfisgötu 33
Simi 20560