Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 6
6 Stjörnuliðið Stuttgart 11. júní: Enginn hefur unnið jafn mörg verðlaun og Ari Haan Aríe Haan, einn stórkostlegasti leikmaður Hollands fyrr og síðar verður meðal leikmanna stjörnu- liðs Víkinga gegn Stuttgart á Laugardalsvellinum 11. júní. Arie Haan er nýbakaður Belgíumeistari með Standard Liege, og þrátt fyrir að hann hafi verið í eldlínunni lengi, er hann enn meðal fremstu leikmanna lands síns. Hann var meðal leikmanna Hollendinga, þegar þeir fengu silfurverðlaun í heimsmeistarakeppnunum 1974 og 78, og standa mönnum enn í fersku minni þrumufleygar hans í keppn- inni 1978. Hann hefur unnið til fleirí verðlauna en nokkur annar knattspyrnumaður, og á uppundir bílhlass af verðlaunagripum áreið- anlega. Auk tvennra silfurverðlauna frá HM hefur Haan unnið flesta titla sem evrópskur knattspyrnumaður getur látið sig dreyma um. Með hollensku meisturunum Ajax þar sem hann hóf frægðarferil sinn varð hann fimm sinnum hollenskur meistari og þrívegis bikarmeistari. Þá varð hann þrisvar í röð Evrópu- meistari, árin 1971-1973. Á þessum árum lék Haan með frábærum leik- mönnum í Ajax, má þar nefna Johan Cryuff, Johan Neeskens, Johnny Rep, og Ruud Krol. Frá Ajax fór Arie Haan til Anderlecht, þar sem hann var talinn besti miðjuleikmaður Belgíu, ásamt Ásgeiri Sigurvinssyni hjá Standard Liege næstu ár. Með Anderlecht varð Haan belgískur meistari tvisv- ar, og bikarmeistari jafnoft. Þá lék hann tvisvar til úrslita með liðinu í Evrópukeppni bikarhafa, tvisvar sigraði Anderlecht og einu sinni hreppti liðið silfur. Árið 1981 tók hann við stöðu Ásgeirs Sigurvins- sonar hjá Standard Liege, og með þeim hefur hann tvisvar orðið Belgíumeistari, síðast nú í vor, og einu sinni leikið til úrslita í Evrópu- keppni bikarhafa með félaginu sem að vísu tapaðist. Þeim sem fylgdust með HM 1978 í Argentinu er Arie Haan sérstak- lega minnisstæður. Þar skoraði hann falleg mörk, með gríðarlegum langskotum, sérstaklega er minnis- stætt mark sem hann skoraði gegn Ítalíu í undanúrslitunum af 44 metra færi, þrumuskot sem endaði efst í markhorninu, óverjandi. íslendingar geta því farið að hlakka til að sjá þennan frábæra leikmann leika með Eusabio og öllum hinum stjörnunum 11. júní á Laugardals- velli, gegn Stuttgart. Eusebio — einn frægasti knatt- spyrnumaður heiins ZPoxtúgaCílií CaattífiijXnuCaþfiinn — 'u 1 - cCio uax á áxum á&ux taCinn annat af tueim- ut Ceztu Cnatttfxytnumönnum Ceimiiní. öMinn uat CPeCe. Hann var stjarna Heimsmeist- arakeppninnar í Englandi 1966 og markakóngur keppninnar með 9 mörk. Þar af skoraði hann fjögur mörk í frægum leik gegn Norð- ur-Kóreu. Kóreumenn komu geysi- lega á óvart í leiknum þegar þeir náðu að skora þrjú fyrstu mörkin. En þá tók Eusebio til sinna ráða, skoraði fjögur mörk og Portúgal- arnir unnu Ieikinn 5:3. Eusebio kom hingað til lands með Benfica árið 1968 og lék í Evr- ópuleik gegn Val á Laugardalsvelli að viðstöddum rúmlega 18 þúsund áhorfendum. Þá var hann nýbúinn að hljóta gullskóinn fyrir að skora 42 mörk í portúgölsku deildinni. Fimm ára mætti hann á æfingu hjá Víkingi rætt við Aðalstein Aðalsteinsson Aðalsteinn Aðalsteinsson er einn þeirra ungu leikmanna, sem sett hafa mark sitt á leik Víkings síðustu árín og með þeim hefur Víkingur unnið sína stærstu sigra. Aðasteinn er fæddur Víkingur, ef svo má að orði komast. Hann er bróðir Þor- bergs Aðalsteinssonar, þess kunna kappa úr handknattleiknum og fimm ára gamall var Aðalsteinn far- inn að mæta á æfingar hjá Víkingi. „Ég mætti þá á gallabuxum og í Víkingspeysu, en lítið meira man ég eftir þeirri æfingu“, sagði Aðal- steinn í stuttu spjalli. Aðalsteinn lék með hinum fræga 3. flokki, sem vann öll mót 1977, tapaði ekki leik það sumarið. „Það voru margir afbturðasnjallir leik- menn í þessu liði. Arnór Guðjohn- sen, Lárus Guðmundsson, Heimir Karlsson Gunnar Gunnarsson og Jóhann Þorvarðarson. Og fleiri voru sterkir þó þeir ekki hafi haldið áfram, leikmenn eins og Björn Bjartmarz og Jóhannes Sævarsson. Sumarið 1977 er skemmtilegasta sumar sem ég hef upplifað og það var ekki síst Hafsteini Tómassyni, þjálfara okkar að þakka. Hann gerði hlutina ákaflega skemmti- lega, hafði lag á að fá okkur með sér og hafði góð- ar æfingar. Ég þakka Hafsteini fyrst og fremst gott gengi þetta sumar - ákaflega hugmyndaríkur. Það sést best af því, að hann lét þrjá leika í vörn, hafði þrjá tengiliði og fjóra frammi. Mjög óvenjuleg upp- stilling en hentaði liðinu vel“. — Nú hefur Víkingur ekki náð óskabyrjun í íslandsmótinu. Vík- ingur vermir botnsæti 1. deildar þegar þetta er skrifað (fyrir leikinn gegn KR). Telur þú Víking hafa möguleika á að verja titilinn? „Það er rétt - við höfum ekki hlot- ið óskabyrjun og kemur margt til. Það er þreyta í mannskapnum, hef- ur verið slen yfir leik okkar. Þjálfar- inn segist hafa komið þremur vik- um of seint - hann hefur haft mjög strangar og erfiðar æfingar til þess að koma liðinu í betra líkamsform. Þá hefur hann verið að þreifa fyrir sér með liðsuppstillingu. Þetta hefur án nokkurs vafa komið niður á leik liðsins. En ég efast ekki um að Jean-Paul Golovan er hæfur þjálfari og ég held að þetta sé aðeins tímabundið hjá okkur; að við munum rífa okk- ur upp úr lægðinni. Við höfum ekki gefið titilinn upp á bátinn, enda engin ástæða til. Við erum með sama mannskap og í fyrra að lang- mestu leiti. Ég tel að Víkingur eigi að ná að leika betri knattspyrnu í ár, en í fyrra þegar við urðum íslands- meistarar annað árið í röð. Jóhann Þorvarðarson hefur tekið örum framförum, svo og hafa Andri Marteinsson og Ólafur Ólafsson komið sterkir út, mjög efnilegir leikmenn og Stefán Halldórsson er í landsliðsklassa, sem miðvörður. Víkingur á eftir að rétta úr kútn- um“. — Það kom á óvart þegar þú varst setur í stöðu miðherja gegn Skagamönnum í meistarakeppni KSÍ. En þá með þeim árangri, að þú skoraðir gott mark og lagðir annað upp. Hvernig líkaði þér nýja stað- an? „Maður reynir auðvitað ávallt að gera sitt bezta, og lítið veit ég um framhaldið. Ég tel að tengiliðastað- an henti mér betur. Ég er ekki sér- staklega fljótur og hef ekki senter í mér. En ef Jean Paul vill að ég leiki þarna, þá mun ég gera það og leggja mig allan fram. Gegn Skagamönn- um gafst þetta vel. Völlurinn í Kópavogi er stór og ég fékk svolítið að leika Iausum hala. Ég fékk ekki sama pláss gegn Breiðabliki á litlum Laugardalsvelli. Það vill brenna við að of mikil harka færist í leiki í Laugardal vegna þess hve vellirnir eru litlir, eins og í ljós kom í viður- eign okkar við Breiðablik“. Þú lékst gegn Spánverjum í Ev- rópukeppni landsliða u-21 árs og varst í liðinu í fyrra. Hvernig líkar þér að leika með landsliðum ís- lands? „Það er ákaflega skemmtilegt - og ég lít á það sem mikinn heiður. Það er mjög sterkur hópur ungra leik- manna á íslandi í dag og við náðum jafntefli gegn Spáni og Hollandi hafi sannað þetta fyllilega“. — Hvaða leikur er þér minnis- stæðastur? „Það er tvímælalaust viðureign okkar við Vestmannaeyjar 1981, þegar við urðum að vinna til þess að sigra á íslandsmótinu. Það byrjaði ekki gæfulega fyrir okkur, Ómar Jóhannsson skoraði fljótlega fyrir Eyjamenn og skömmu síðar var Heimi Karlssyni vísað af leikvelli. Ég kom inn á um miðjan fyrri hálf- leik, eftir að Jóhann Þorvarðarson meiddist. Staðan var þá ekki gæfu- leg, en við þjöppuðum okkur sam- an og náðum smám saman betri tökum á leiknum og ég lék einn minn besta leik með Víkingi. Ómar Torfason jafnaði í síðari hálfleik og Larus Guðmundsson skoraði síðan sigurmark okkar um 10 mínútum fyrir leikslok. Það var ógleyman- legt — þá virkilega sýndi liðið hvað í því bjó og við unnum svo KR viku síðar á Laugardalsvelli og tryggðum okkur titilinn. En lykillinn að sigri okkar í mótinu var leikurinn í Eyj- um. Þá eru Evrópuleikarnir mér minnisstæðir, sérstaklega leikurinn gegn Real Sociedad í San Sebastian á Spáni. Spánverjarnir unnu 1-0 hér á Laugardalsvelli, óverðskuldað. Leikurinn úti varð ógleymanlegur, um 30 þúsund áhorfendur voru á leikvanginum, hann var troðfullur og aðstæður voru allar eins og best var á kostið, — þetta var eins og maður er vanur að sjá í sjónvarpi, en hafði aldrei dreymt um að upp- lifa. Við náðum mjög góðum leik úti og komumst yfir 1-0, en Spán- verjar náðu að jafna þegar í næstu sókn. Það var slysalegt, en leikur- inn endaði svo 3-2. Eftir leikinn fór Ögmundur Kristinsson út til þess að sækja hanska sína, og þá hylltu áhorfendur hann. Ögmundur kall- aði á okkur hina og við fórum allir út og um 30 þúsund áhorfendur hylltu okkur og við veifuðum til þeirra — það var ógleymanlegt. Spánverjarnir voru forviða á hve góðum leik við höfðum náð og sögðu að við hefðum verið eina lið- ið, sem hefði náð að skora tvö mörk í San Sebastian í tvö ár. Þetta lið sló svo út meðal annars Celtic frá Skot- landi og tapaði naumlega fyrir Hamburger Sportverein í undanúr- slitum. Og ekkert lið skoraði tvö mörk í San Sebastian í vetur, utan Víkingur".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.