Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 5
5 mikils metinn í Belgíu. Að mínu mati er Lárus Guðmundsson í hópi 10 beztu „strikera" í Belgíu, en meiðsli hafa háð honum nokkuð. Sævar Jónsson stendur sig vel með Cercle Brugge. Ég vil einnig nefna Guðgeir Leifsson, sem ég þjálfaði hjá Charleroi. Undir minni stjórn lék hann frábærlega með liðinu, en hann lenti síðan í andstöðu við þjálfarann og fékk ekki það sem hann átti skilið út úr dvöl sinni hjá félaginu. í heildina hafa íslenzku strákarnir staðið sig mjög vel, verið íslenzkri knattspyrnu til mikils sóma og vakið athygli á landinu ykkar. Um heimsókn Stuttgart-Iiðsins til Víkings vil ég segja það, að fyrir íslenzka knattspyrnu, bæði leik- menn og áhorfendur, er slík heim- sókn hvalreki. Stuttgart leikur knattspyrnu eins og hún gerist bezt og af leik liðsins má mikið læra“ sagði Jean Paul Colonval. Eins og áður sagði kom Colonval til starfa hjá Víkingi skömmu áður en keppnistímabilið hófst. „Ég kom því miður þremur vikum of seint til íslands og við urðum fyrir vikið á eftir í undirbúningi fyrir ís- landsmótið. Ég vona þó að þetta smelli saman hjá okkur og lið Vik- ings náði að standa sig vel í íslands- mótinu“ sagði Colonval. Eins og áður sagði á Víkings- þjálfarinn litríkan feril að baki sem leikmaður. Þau ár verða þó ekki rakinn hér, aðeins sögð litil saga af því hvernig það atvikaðist, að Jean Paul Colonval ákvað að helga knattspyrnunni krafta sína. „Sem strákur æfði ég knatt- spyrnu, en vegna aðstæðna heima- fyrir hætti ég æfingum aðeins 12 ára gamall" segir Jean Paul Colon- val. „Ég var síðan orðinn 18 ára er ég sá fyrrum félaga mína í félaginu White Star í leik. Þar var meðal leikmanna strákur, sem ég hafði aldrei trúað að gæti orðið knatt-. spyrnumaður. Ég hugsaði með mér, að fyrst þessi strákur kæmist í lið gæti ég orðið í fremstu röð. Ég hóf æfingar af krafti daginn eftir og veðjaði við vin minn um, að ég yrði kominn í lið hjá White Star nokkr- um vikum síðar eða fyrir 1. nóvem- ber. Ég tapaði þessu veðmáli að vísu, þar sem ég lék minn fyrsta leik 1. nóvember, en ekki fyrir þann dag. Með White Star lék ég síðan frá 1958-1964 og síðan með Tilleur í Liege og með liðinu varð ég markakóngur í Belgíu keppnistíma- bilið 1964-1965. Síðan Iá leiðin til Standard Liege og fleiri félaga áður en ég gerðist þjálfari. Ég hef sótt þjálfaranámskeið í Belgíu og Eng- landi og þjálfað víða. Annað slagið fær maður þó nóg af knattspyrn- unni og til að hvíla mig helgaði ég öðrum störfum krafta mína síðasta vetur. Ég var þó ráðgjafi hjá Metz í 1. deildinni í Frakklandi síðastlið- inn vetur, en hafði lokið störfum mínum þar er þeir Guðgeir Leifsson og Gunnar örn Kristjánsson höfðu samband við mig fyrir hönd Vik- ings. Ég var kominn hingað nokkr- um dögum síðar og lizt vel á það sem ég hef séð, sagði VikingsþjálL arinn Jean Paul Colonval að lok- um. NÝSMÍÐI — VIÐGERÐIR Önnumst allar viögeröir á fiskiskipum, stál- og trévinna. Vió lengjum skip af öllum stæröum, smíöum og setjum niöur allskonar yfirbygg- ingar, einangraóar, klæddar og innréttaðar aö vild. Setjum nióur vélar og tæki. Leitió upplýsinga og tilboða. Löng reynsla — vönduó vinna. % Skipasmíöastöö Box 209 — 222 Hafnarfirði Símar 50520 — 52015. \

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.