Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 15
15 hafa mætt 75 strákar á æfingar hjá Víkingi í vor. Það gefur auga leið að til þess að sinna öllum þessum fjölda, þá þurfum við veri’lega að herða okkur og ég þarf að fá með mér annan þjálfara og vonandi stendur það tU bóta“, sagði Magnús Þorvaldsson, þjálfari 5. flokks í stuttu spjalli. „Það eru innan um margir mjög góðir og efnilegir strákar. Ég hef farið fram á það við stjórn knatt- spyrnudeildar, að mér verði útveg- uð aðstoð - að annar þjálfari verði ráðinn til þess að þjálfa 5. flokk á- samt mér. Ég get ekki sinnt öllum þessum strákum, svo viðunandi teljist. Víkingur er ekki viðbúinn þess- um gífurlega fjölda ungra stráka sem streyma inn í félagið. Þetta á ekki bara við í 5. flokki. Hið sama gildir um 6. flokk og eftirspurn í knattspyrnuskólann hefur aldrei verið meiri og er þegar fullt á tvö fyrstu námskeiðin. Velgengi Víkings á vafalítið stór- an þátt í þessari aðsókn. ___ Við verðum því að herða okkur til þess að geta sinnt strákunum. Strax og ég tók við flokknum, þá lagði ég ekki mikla áherzlu á að ná góðum úrslitum í leikjum sumarsins. Þess í stað hef ég lagt megináherslu á að kenna þeim undirstöðu atriði knattspyrnunnar, að strákarnir öðl- ist góða tækni og gott vald yfir bolt- anum og geti tekið vel á móti bolta. Þetta skilar sér ekki strax í úrslitum, en ætti að gera það síðar. Okkur gekk ekki sérstaklega vel í leikjum í Reykjavíkurmótinu. Unn- um Fylki 4-0, Leikni 13-0, gerðum jafntefli við Fram 1-1, en töpuðum fyrir Val 1-2, ÍR 1-3, Þrótti 1-3 og KR 1-3. En við höfum ekki stórar áhyggjur af þessu - ef vel tekst til, þá er framtíðin björt fyrir Víking. Það er ljóst að strákar sem eru að alast upp sækja mjög í að ganga í Víking. Það er félaginu heiður - og jafn- framt vandi“, sagði Magnús Þor- valdsson, og hann gat þess að um þriðjungur þeirra drengja sem gengið hafa í Víking í 5. flokki séu úr efra Breiðholti. menn sitja eftir með sárt ennið. í 6. flokki Víkings eru margir efnilegir strákar. Þó við höfum ekki unnið mót í fyrra, þá tel ég engu að síður að Víkingur hafi verið með heilsteyptasta liðið í 6. flokki í Reykjavík. Við vorum ekki með stóra stráka, en marga rosalega tekníska. Ég hefði sjálfsagt getað unnið einhver mót, með því að nota þá stærri en ég valdi þá leið ekki. Tel hitt vænlegra til árangurs þegar til lengri tíma er litið. Við æfum þrisvar í viku og strák- arnir eru alls staðar að úr bænum. Víkingur er ekki lengur hverfafélag sem það var áður — það eru margir strákar úr Breiðholtinu gengnir í Víking og raunar alls staðar að úr bænum, einnig austurhluta Kópa- vogs. Hitt er svo, að félagssvæðið er sí- fellt vandamál — það aðstöðuleysi sem við verðum að búa við. Ég vona bara, að svæðið í Fossvogi verði til- búið sem fyrst — ef Víkingur ætlar að halda hlut sinum í Reykjavík, þá verður félagið að fá betri aðstöðu. Ef það ætti fyrir Víkingi að dala á næstu árum, þá er hætt við að strákar fari annað þar sem aðstaða er betri“ sagði Sverrir Herbertsson. Gæðafæða bragðast best! ÞITT FÉLAG 62 86 Gott er aö ei<za á góöu vöL Gangir þú í Bókaklúbb Almenna bókafélagsins áttu völ góöra bóka fjölbreytts efnis á lágu verði. Þar er um ríkulegt framboð að ræða, 80-100 titla alls. Verð þeirra er ekki síður áhugavert kaupendum: frá u.þ.b. kr. 50.- hver bók. Loks eru svo hljómplötur og kassett- uráfágu verði. Full klúbb- , réttindi færð þú einfaldlega HreQgbarin .ftöll t: með því að hringja og biðja um innritun. Inngöngugjöld eru engin né heldur árgjöld. Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins Austurstræti 18 sími 25544

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.