Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.06.1983, Blaðsíða 1
Stórviðburður á Laugardalsvelli Stuttgart leikur gegn Víkingi og Stjörnuliði Allir á Völlinn! Slórviðburður verður á knattspyrnusviðinu í þessari viku þegar vestur-þýzka liðið Stuttgart kemur hingað í boði Víkings og leikur hér tvo leiki á Laugardalsvelli. Fyrri leikurinn verður gegn Víkingi fimmtu- dagskvöldið 9. júní kl. 20 og seinni leikurinn verður laugar- daginn 11. júni kl. 14 gegn stjörnuliði. Heimsóknin er í til- efni af 75 ára afmæli knatt- spymufélagsins Víkings. í liði Stuttgart er valinn mað- ur í hverju rúmi enda varð liðið i 3. sæti i einni sterkustu knatt- spyrnudeild í heimi, þýzku bundesligunni. Fyrstan skal frægan telja Ásgeir Sigurvins- son, sem leikur nú á íslandi eftir tveggja ára hlé. Aðrir frægir leikmenn eru bræðurnir Bernd og Karl-Heinz Förster, báðir landsliðsmenn, Allgöwer, einn markhæsti leikmaðurinn í þýzku knattspyrnunni og Didier Six, franski landsliðsmaðurinn. Tvær knattspyrnustjörnur, portúgalski leikmaðurinn Eus- ebio og „Víkingurinn“ Lárus Guðmundsson munu leika með Víkingi gegn Stuttgart. I stjörnuliðinu eru sannkall- aðar stórstjörnur. Eusebio mun leika í liðinu og aðrir frægir menn eru Hollendingurinn Arie Haan, sem unnið hefur til fleiri verðlauna en nokkur annar, fé- lagi hans Piet Schrijvers, lands- liðsmarkmaður Hollands og ný- bakaður bikar- og deildarmeist- ari og leikmaður ársins í Holl- andi, og Gary Rowell, marka- skorarinn mikli frá Sunderland. Landsliðsmaðurinn Henrotoy frá Belgíu mun leika með stjörnuliðinu og brezku bak- verðirnir Hamilton frá Sunder- land og Anglais frá West Brom- wich Albion. Nokkrar íslenzkar stjörnur munu leika með stjörnuliðinu, Lárus Guðmundsson, Sævar Jónsson, Jóhannes Eðvaldsson og hugsanlega Pétur Pétursson. Dómari í fyrri leiknum verður Óli Olsen og línuverðir Baldur Scheving og Sveinn Sveinsson. Seinni leikinn dæmir Grétar Norðfjörð og Iínuverðir eru Friðgeir Hallgrímsson og Eyj- ólfur Ólafsson. Enginn knattspyrnuáhuga- maður getur látið leiki Stuttgart fram hjá sér fara. ALLIR Á VÖLLINN! Asgeir Sigurvinsson: „Ég hlakka mikið til að spila aftur á íslandi44 Stuttgart hefur skoraö flest mörk í þýzku deildinni í vetur „Ég hlakka mjög mikið til að spila heima á íslandi, það eru ná- kvæmlega tvö ár síðan ég spilaði síðast á Laugardalsvellinum, í landsleik gegn Tékkum vorið 1981,“ sagði Asgeir Sigurvinsson er hann var spurður um komandi leiki Víkings og stjörnuliðsins gegn Stuttgart. „Það kom eins og himnasending fyrir okkur strákana í Stuttgartlið- inu að fá boðið frá Víkingi, það átti að fara í langa og stranga keppnis- ferð til Bandaríkjanna en allir vildu miklu frekar fara til fslands og spila þar tvo leiki. Ég heyri það á strák- unum að þeir eru spenntir fyrir ís- landsferðinniý sagði Ásgeir. „Eins og staðan er núna, koma allir leikmenn Stuttgart til íslands nema Niedermayer, hann gekkst undir uppskurð á hné. Nú þegar tveir leikir eru í deildinni virðist sem að Stuttgart ætli að ná takmarki sínu að vinna þátttökurétt í Uefa- keppninni næsta ár. Menn eru auð- vitað mjög ánægðir með það, og vona að næsta keppnistímabil verði skemmtilegt og árangursríktí* Stuttgart er sóknarlið — Hvernig myndir þú lýsa Stutt- gartliðinu? „Þetta er mikið sóknarlið, sem sést bezt á því að við höfum skorað flest mörk allra liða í Bundesligunni á þessu keppnistímabili. Hins er það óvenjulegt, að flest mörkin eru skoruð af miðjuleikmönnum, t.d. er markakóngurinn Allgöwer tengi- liður. Við höfum góðan markvörð og afar sterka vörn. Karl Heinz Förster er leikmaður á heimsmælikvarða og bróðir hans Bernd er einnig mjög góður. Við hliðina á Karli Heinz er Makan, einn bezti „li- beró“ deildarinnar. Á miðjunni er Allgöwer, geysilega markheppinn leikmaður. Hann hefur leikið 6 eða 7 landsleiki fyrir Þýskaland en hef- ur ekki gefið kost á sér í vetur vegna ósættis við einvaldinn Derwald. Auk mín og Allgöwer leika á miðj- unni þeir Kempe og Olicher, sem leikið hafa unglingalandsleiki og B- landsleiki. í framlínunni hafa leikið i vetur, Reichert, Kelch og Dieter Six. Reichert hefur skorað mikið í vetur, Six þekkja menn heima á ís- landi frá HM á Spáni, þegar hann lék með franska landsliðinu og Kelch er þýskur Iandsliðsmaður, lék sinn fyrsta leik heima á íslandi þeg- ar Þjóðverjar unnu okkur 3:1 og skoraði eitt mark í þeim leik. í heildina litið tel ég Stuttgart gott lið á Evrópumælikvarða" — Hvernig hefur þér sjálfum lík- að í Stuttgart? „Mér hefur líkað mjög vel hér. Ég var strax boðinn velkominn í hóp- inn og andinn hér er mjög góður. Hins vegar hefur þetta gengið upp og ofan hjá mér í vetur. Eg átti lengi vel við slæm meiðsli að stríða og missti úr hluta af keppnistímabil- inu. Um mitt mót náði ég mér vel á strik, komst í fína æfingu og fékk góða dóma en seinni hluta mótsins hef ég aftur átt í meiðslum og er ennþá ekki orðinn nógu góður þótt framfarir hafi orðið nokkrar;* — Nú hefur þú skorað minna í vetur en oft áður, er einhver sérstök skýring á þvi? „Skýringin er fyrst og fremst sú, að við Allgöwer leikum báðir vinstra megin á vellinum. Hann hefur verið í miklu stuði í vetur og því sótt mikið fram á völlinn. Ég hef séð um „varadekkningu“ fyrir hann og fer aftur á völlinn á meðan. Svona verður þetta á meðan All- göwer verður í þessu markastuðiý sagði Ásgeir að lokum. Snilldartaktar Eins og alþjóð er kunnugt hefur Ásgeir Sigurvinsson verið þekktasti og tvímælalaust bezti knattspyrnu- maður okkar íslendinga um margra ára skeið. Hann gerðist atvinnu- maður með Standard Liege í Belgiu 1973 þegar hann var aðeins 18 ára gamall og stóð sig frábærlega vel. 1981 lá leiðin til Bayern Munchen í Þýskalandi og í fyrra var hann seld- ur til Stuttgart fyrir stórfé. Meiðsli hafa háð honum í vetur en þegar hann var heill heilsu í vetur sýndi hann snilldartakta og var talinn í hópi beztu tengiliða í þýskri knatt- spyrnu. Ásgeir er á uppleið aftur eftir meiðsli og verður vonandi í miklu stuði á Laugardalsvellinum 9. og 11. júní. Enginn knattspyrnu- unnandi má sleppa þessum tveimur stórleikjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.