Morgunblaðið - 12.08.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.08.1983, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR Stjórnarherinn í Chad milli steins og sleggju Franskir her- menn í Chad Kvrsta franska fallhlífaherdeildin kom til N’djamena, höfuöborgar ('had, í gær. Hermönnunum mun ekki ætlaö að taka þátt í bardögum, heldur aöeins aö vera stjórninni til ráðgjafar. Myndin sýnir flutninga- bifreiöir flytja hermennina frá flug- velli til búöa sinna. Armenar hugðust ræna Svíakóngi Moukhtara, Líbanon, Washington, Bandaríkjunum, 11. ágúst. AP. VINSTRISINNAÐIR drúsar geröu harða skothríð að Álþjóöaflugvellin- um í Beirut í dag og réðust jafnframt á bækistöövar líbanska hersins í fjöll- um viö borgina. Drúsar létu úr haldi þrjá ráöherra stjórnar landsins, er þeir numu á brott í gær. f fréttum frá Washington segir aö utanríkisráöu- neytið hafi í dag gaumgæft tillögur um aö flytja þúsundir palestínskra flóttamanna frá Líbanon til Banda- ríkjanna af mannúðarástæöum, en hafi talið þær óhagkvæmar og ákveö- ið aö hafna þeim. Að sögn lögreglu urðu engin meiðsli á mönnum í sprengjuárás- um á flugvöllinn í dag. Líbanski herinn tilkynnti hins vegar að tveir hermenn hefðu fallið og átta særzt í átökum við drúsa nærri fjalla- bænum Kfar Matta, í sextán kíló- metra fjarlægð frá höfuðborginni. Ráðherrarnir þrír voru afhentir ísraelska hernum eftir tveggja stunda samningaviðræður í bústað drúsaleiðtogans Walid Jumblatt. Ekki hefur enn verið skýrt frá inni- haldi samninganna, en vitað er að þeir binda ekki enda á gagnkvæm- ar sprengjuárásir kristinna manna og drúsa við höfuðborgina. Sagt er að drúsar úr flokki framfarasinn- aðra sósíalista hafi sett þau skil- yrði fyrir vopnahléi að allt setulið hefði sig á brott úr Chouf-fjöllum, að ríkisstjórn Shafik Wazzans, for- sætisráðherra, segði af sér, og að drúsar fengju að njóta sömu rétt- inda og aðrir trúarhópar í Líbanon. í viðtali, sem hann átti við frétta- stofu AP í Damascus, sagði Jumbl- att að kröfunum væri ætlað að stuðla að andrúmslofti þjóðlegra sátta í Líbanon. Bætti hann við að loftárásum á flugvöllinn yrði ekki hætt fyrr en kröfunum yrði full- nægt, en hins vegar snertu þær í engu framsal ráðherranna þriggja. Sú ákvörðun bandaríska utanrík- Stokkhólmi, 11. ágúst. AP. S/ENSKA lögreglan hefur flett ofan af áformum meintra hryöjuverkamanna úr rööum Armena um að ræna Karli Gústav Svíakonungi ásamt sænskri poppstjömu og ráðherra, samkvæmt fréttatilkynningu, sem birt var í dag. I tilkynningunni segir að Arm- enarnir hefðu haft í ráði að ræna konunginum, sextán ára söng- konu, Carola Haggkvist, og ráð- herra innflytjendamála, Anita Gradin, til að fá þeim skipt fyrir tvo Armena, sem nú afplána dóm fyrir eiturlyfjasölu í Stokkhólmi. Ókunnur maður, sem sagðist vera af armenskum uppruna, hringdi í lögregluna og sagði að armenski leyniherinn fyrir frelsi Armeníu, ASALA, stæði að baki áformunum. Sami hópur lýsti sig ábyrgan fyrir sprengingunni á Orly-flugvelli í París, er banaði sjö manns í síðasta mánuði. Sænska lögreglan segir að sami hópur hafi einnig hótað að sprengja upp tyrkneskar húseign- ir í höfuðborginni, þar á meðal tyrkneska sendiráðið. Segist lög- reglan treysta þeim heimildum, er hún hefur fyrir hótunum þessum og hafi hún því gert allar viðeig- andi varúðarráðstafanir. Ungfrú Haggkvist er meðal vinsælustu núverandi poppsöngv- ara í Svíþjóð og hlaut hún þriðja sæti í „Eurovision“-söngkeppn- inni í Múnchen á þessu ári. Sænska lögreglan segist halda stöðugan vörð um heimili söng- konunnar í öryggisskyni. Karl GúsUv Svíakonungur isráðuneytisins að kanna grundvöll fyrir viðtöku palestínskra flótta- manna, var sögð endurspegla áhyggjur ráðamanna út af framtíð Palestínumanna, en viðræður um það efni hafa siglt í strand að sinni. Um hálf milljón palestínskra flóttamanna er nú í Líbanon. Kyndug eftiröpun Frá fréttarilara Mbl. í Osló, Erik Laure. SJIMPANSINN „Bölla" haföi ráö undir rifi hverju eftir aö hún slapp út úr dýragarðinum í Kristi- ansand í Noregi nýlega. Þegar engu tauti var lengur komið við apann þar sem hann sat uppi í tíu metra háu tré brá vörður á það ráð að skjóta í hann deyfingarör með byssu. Tókst honum þá ekki betur til en svo að hann skaut í trjábol- inn og ákvað því að láta fyrir- berast undir trénu og bíða. „Bölla" þreif hins vegar örina úr trénu, miðaði, og hitti beint á vanga varðarins, sem var þegar fluttur til læknis. Sagt er að vörðurinn hafi fljótt rankað við, en „Bölla“, sem kom af sjálfsdáðum niður úr trénu, sit- ur undirleit i búri og skammast sín ... Vdjamena, Chad, Waahington, 11. igúst AP. UPPREISNARMENN hafa króaö stjórnarherinn í Chad af og lokað flótta- leiöum frá norðurborginni Faya-Largeau, að sögn embættismanna í Wash- ington í dag. Stjórn Habres forseta viöurkenndi að borgin væri fallin í hendur uppreisnarmanna og líbýskra hersveita cftir stórfellda árás þeirra í skjóli sprengjuflugvéla, sovézkra fallbyssa og skriðdreka. Líbýska fréttastof- an Jana sagði í dag að viöræöur hefðu hafizt milli stjórnar Chads og uppreisnarmanna um vopnahlé. Vestrænir sérfræðingar sögðu að gervihnattarmyndir frá bar- dagasvæðunum sýndu að Faya- Largeau hefði fallið um miðjan dag á miðvikudag. Upplýsingaráð- herra Chad, Soumalia Mahamat, skýrði frá því að her stjórnarinnar hefði hreiðrað um sig í varnar- stöðu í sjö kílómetra fjarlægð í suðurátt og í átján kilómetra fjar- lægð austur af borginni, en um hana liggja allar flutningaleiðir frá Líbýu til höfuðborgarinnar, Dollarinn í upphæðum New York, 11. á((Ú8t. AP. DOLLARINN hækkaöi í verði í dag annan daginn í röö og hefur hann ekki verið hærri gagnvart vestur-þýzka markinu í hálft tí- unda ár. Hækkunin er sprottin af háum vöxtum í Bandaríkjunum, svo og þeirri ákvörðun vestur- þýzka seölabankans að hækka ekki vexti þar í landi. Sömu sögu er að segja um styrkleika dollars gagnvart franska frankanum, þrátt fyrir að fjármálayfirvöld hafi til- kynnt að gjaldeyrisvarasjóðir þjóðarinnar hafi vaxið um nærri 20 milljarða franka í júlí. Verð á dollar í Frakklandi skráðist hæst á 8,2125 franka, en á 2,7295 mörk í Vestur- Þýzkalandi í dag. Gull hækkaði í verði á Evrópumörkuðum, en lækkaði vestanhafs. N’djamena. Soumalia sagði að hernum hefði verið skipað að hörfa til að þyrma sjö þúsundum óbreyttra borgara við frekari blóðtöku og þjáningum. Háttsettur starfsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins sagði hins vegar að uppreisnarher Goukouni Oueddeis, fyrrverandi forseta, hefði tekið á sitt vald eyðimerkurbæina Oum Chalouba og Koro Toro suður af Faya- Largeau og þar með lokað undan- komuleið til N’djamena. „Stjórn- arherinn er milli steins og sleggju og verður að brjóta sér leið út,“ sagði embættismaður, sem ekki vildi láta nafns síns getið. Hann bætti þó við að her Habres hefði endurheimt bæinn Abeche. Tilkynning Jana um vopna- hlésviðræður kom út skömmu eft- ir að yfirvöld í Chad höfðu viður- kennt að hafa tapað borginni Faya-Largeau. Ekki kom fram hvaða tillögur liggja viðræðunum til grundvallar, en gefið var í skyn að þær væru tengdar ákvörðun Frakka um að senda 180 fallhlífa- hermenn sem ráðgjafa til Chad. Sagði fréttastofan að Frakkar hefðu fullan hug á að koma Habre frá völdum. Reagan Bandaríkjaforseti lét hafa eftir sér í dag, að Bandaríkin hefðu ekki í hyggju að skerast í leikinn hernaðarlega í Chad enda væri ekki ljóst hvort stjórn Habr- es væri að falli komin. Bandarikin hafa þegar lagt fram tuttugu og fimm milljónir dala til aðstoðar við Chad og hafa einnig sent tvær AWACS-ratsjárvélar til Súdan til að fylgjast með framvindu mála. Sprengjum drúsa rignir yfír flugvöll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.