Morgunblaðið - 12.08.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.08.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1983 23 áhugamálum í framkvæmd og má þar til nefna fiskirækt. Hann vann bug á myrkrinu með því að tendra ljós. Hannaði og smíðaði fjölda vatnsaflstöðva svo og vindafls- itöðvar, sem færðu yl og birtu á sveitabýlin. Vindmyllurnar gengdu því hlutverki m.a. að hlaða rafgeyma fyrir útvarpstæki, enda var smíði þeirra styrkt af Ríkis- útvarpinu. Fjölskyldan var Eiríki kærkom- in enda var hann elskaður og virt- ur af börnunum 5, barnabörnun- um 39, barnabarnabörnunum 11 og þá ekki síður af tengdabörnun- um. Árið 1939 festi hann kaup á landnámsjörðinni Skeggjastöðum í Mosfellssveit, sem Þórður Skeggi sat forðum. Þórður Skeggi fluttist úr Skaftafellssýslu, eins og Eirík- ur. Að Skeggjastöðum bjó hann allri fjölskyldunni vegleg híbýli og ógleymanlegar eru stundir með Eiríki og fjölskyldu að Skeggja- stöðum. Hann lagði oft nótt við dag með- an á byggingu stóð. Auga gefur leið að Leirvogsá var virkjuð. Rafmagnsstöð með tilheyrandi stíflugarði og laxastiga reist af Eiríki fyrir Skeggjastaði. Eiríkur var ljóðelskur og ráðgáta var hvenær honum vannst tími til að nema öll þau kynstur af ljóðum sem hann kunni. Hann var og hag- mæltur, en flíkaði því lítt. Vinnu- dagar hans allt frá 7 ára aldri var langstum langur. Ekki venjulegar 10—12 stundir. Sístarfandi var hann svo til hinstu stundar. Bjartsýni og athafnir einkenndu allt hans líf. Blessuð sé minning hans. Kristinn Guðjónsson „Ár skal rísa sás vill heitinn horskur og ganga sinna verka á vit.“ (Or Hávamálum.) í dag kveðjum við einn af síð- ustu ármönnum þessarar aldar, Eirík Ormsson. Árla hvern morg- un reis hann úr rekkju til starfa meðan aðrir sváfu. Árla á öldinni kom hann auga á þá tækni sem varð undirstaða að tækniþjóðfé- lagi nútímans og gerðist braut- ryðjandi rafvæðingar á íslandi. Starfsdagur Eiríks var langur, lauk aldrei fyrr en að áliðnu kvöldi og starfsævin löng, fram til síðasta dags 95. aldursárs. í byrjun aldarinnar átti fátæk- ur sveitapiltur ekki kost á umtals- verðri skólagöngu. Það hefur því þurft sterkan vilja og áræðni til þess að afla sér þekkingar á áður óþekktri tækni af eigin rammleik. En Eirík skorti hvorki viljastyrk né áræðni og eftir að hafa aflað sér þeirrar þekkingar í rafmagns- fræði sem möguleg var hérlendis, fór hann til Þýskalands til frekara náms. Fyrir meira en 60 árum stofnaði Eiríkur, ásamt Jóni bróður sínum, fyrirtækið Bræðurnir Ormsson, sem hefur iöngum verið eitt fjöl- breyttasta rafmagnsfyrirtæki hér á landi í framleiðslu, þjónustu og innflutningi. Eiríkur var einn af frumherjunum í því að rafvæða sveitirnar, smíðaði túrbínur og setti upp rafstöðvar víðs vegar um landið, sem báru birtu og yl inn í dimm sveitabýlin. Eiríkur var ekki aðeins frum- herji rafvæðingar, hann fylgdist vel með öllum tækninýjungum, m.a. keypti hann fyrstur einstakl- inga nýja jarðýtu, sem hann sá að valda myndi straumhvörfum við vegagerð og ræktun lands. Þegar meta á ævistarf raf- virkjameistarans og framkvæmdamannsins Eiríks Ormssonar vegur þungt á vogar- skálinni framlag hans sem læri- meistara fjölda ungra manna í rafmagnsiðn. Allt að 100 nemend- ur luku sveinsprófi hjá honum og var annar undirritaðra, Sigurður, einn þeirra. Hann var góður en strangur húsbóndi en krafðist aldrei meira af öðrum en sjálfum sér. Vandvirkni, iðni og reglusemi á vinnustað var meginreglan. En það mátti fleira af Eiríki læra, ekki síst í framkomu og samskipt- um við náungann, því að kurteisi og hógværð var honum í blóð bor- in. Alltaf var hann mættur fyrst- ur á morgnana og bauð mönnum góðan daginn með handabandi. Fáir vildu missa af handaband- inu á morgnana, því að annars fengu þeir kurteislega áminningu, þegar hann klappaði á öxlina á þeim og sagði: „Eg sá þig ekki í morgun, lasm.“ Annar undirritaðra, Einar, starfaði fyrstu árin að námi loknu á skrifstofu hjá Eiríki og reyndist það dýrmætur námstími, ekki síð- ur en hjá iðnnemum hans. Eiríkur keypti jörðina Skeggja- staði í Mosfellssveit og var það draumur hans að breyta þessu heiðarbýli í blómlega bújörð og búa afkomendum sínum þar sælu- reit. Með það í huga byggði hann þar stórt og vandað hús með íbúð- um fyrir börn sín og barnabörn og rúmgóða íbúð fyrir bóndann. Þangað bauð hann foreldrum okk- ar að flytja ásamt börnum og öldruðum tengdaforeldrum sínum. Það var sannfæring hans að með þessu væri hann að bjóða það besta sem völ væri á og sýndi þetta umhyggju hans fyrir þeim sem næst honum stóðu. Þarna átt- um við heima í 5 ár og minnumst við þess tíma með þakklæti og gleði. Eiríkur var kvæntur Rannveigu Jónsdóttur, móðursystur okkar. Heimili þeirra að Laufásvegi 34 var sjálfsagður gististaður okkar systkinanna frá Þykkvabæjar- klaustri, þegar við vorum á ferð í Reykjavík og ávallt opið athvarf okkar sem dvöldumst þar um lengri tíma við nám eða störf. Miðað við fábreytt fæði í sveitinni áður fyrr, var hver máltíð hjá Rannveigu frænku veisla og feg- urra heimili höfðum við ekki aug- um litið, en þó er okkur systkinun- um minnisstæðust ástúð og hand- leiðsla þessara látnu sæmdar- hjóna, sem við þökkum af alhug. Blessuð sé minning þeirra. Sigurður Sveinsson, Einar S. M. Sveinsson. Karl Eiríksson hitti mig um daginn og sagði mér af veikindum föður síns, Eiríks Ormssonar. Kom fram hjá honum að gamli maðurinn ætti ekki afturkvæmt Kirkjur á landsbyggðinni Messur á sunnudaginn Lúk. 18.: Farisei og toll- heimtumaður BLÖNDUÓSKIRKJA: Messað á sunnudaginn kl. 11.00. Organisti Solveig Sövik. Sóknarprestur. HJARÐARHOLTSKIRKJA: Guðsþjónusta á sunnudags- kvöldið kemur kl. 21.00. Organ- isti ólafur Jensson. Sr. Friðrik Hjartar. BRÆÐRATUNGUKIRKJA: Messa á sunnudaginn kl. 14.00. Sóknarprestur. KVENNABREKKUKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14.00. Organ- isti Lilja Sveinsdóttir. Sr. Frið- rik Hjartar. REYNISKIRKJA: Guðsþjónusta á sunnudag kl. 16.00. Sóknar- prestur. SKÁLHOLTSKIRKJA: Söng- og tónakvöld í umsjá Glúms Gylfa- sonar organista verður á sunnu- dagskvöld kl. 20.30. Og messa verður kl. 21.00. Sóknarprestur. SKEIÐSFLATARKIRKJA: Guðs- þjónusta á sunnudaginn kl. 14.00. Sóknarprestur. úr dái því, sem hann var í. Lézt hann svo daginn eftir. Ég fór að rifja upp það sem ég hafði haft af honum að segia og ekki síður það sem faðir minn hafði sagt mér um hann. Þeir voru náskyldir, systkinasynir og var með þeim mikil og góð frændsemi, svo sem oft er með beztu bræðr- um. Höfðu þeir mörg áhugamál hin sömu. I mínum huga var Eiríkur alltaf gamall maður. Hann var á yngri árum hár maður, en með batnandi viðurværi þjóðarinnar uxu margir honum yfir höfuð, enda var hann uppi fulla þrjá mannsaldra. Ef gert er ráð fyrir að hver kynslóð hækki um 5—6 sentimetra er hækkun þeirra tveggja, sem á eft- ir honum komu einir 10—12 senti- metrar, og sér mun á minnu. Það að hann hafi verið gamall maður er ekki sagt í niðrandi tón. Þegar ég varð stúdent, mættu 25 ára stúdentar við skólaslit. Ég man það enn, að við strákarnir töluðum oft um að þessi gamal- menni (sem þá voru 45 ára eða svo) ættu eiginlega lítið eftir nema deyja. Eiríkur varð liðlega tvöfalt eldri en þeir og fór létt með það, eins og sagt er á tuttugustu aldar heimsmálinu. Eiríkur var vel kvæntur maður. Kona hans var Rannveig Jónsdótt- ir, af skaftfellsku kyni. Sem dæmi um það hvað þau voru vænt fólk og samvalin, má nefna að í öllum þeirra afkomendahópi er enginn svartur sauður, allt fólkið mynd- arfólk, sem vinnur vel að sínu og er reglusamt ráðdeildarfólk. Segja verður um það, hve góð kynfylgjan er, að sonarsynir Eiríks stóðu að því að bjarga farþegum og áhöfn heillar flugvélar sem fórst, með réttu handtaki á háréttum tíma og það hiklaust og óttalaust við herfilegar aðstæður. Slíkt gera ekki menn, sem eru óróir á taug- um eða búa ekki yfir miklu jafnað- argeði. Endrum og eins hringdi Eiríkur í mig og bað mig um upplýsingar, en það eina sem ég held að ég hafi vitað eitthvað meira um en hann eru hitalagnir og þess háttar dót. Man ég að ég gaf honum bók um slíkar lagnir á þýzku, en hana las hann svo sem um íslenzku væri að ræða. Vissi ég til, að hann notaði hana við gerð hitalagnar, og var hann þó þá á áttræðisaldri. Hann var mikill vinnumaður. Þannig mætti hann á morgnana fyrstur manna, og tók í hönd þeirra kurteislega, sem of seint komu til vinnu. Mönnum þótti handtakið gott, en tilefnið slæmt, og reyndu sitt til að slíkt kæmi síður fyrir. Þetta var hans aðferð til að halda reglu á vinnustað, en kröfuharðastur var hann alla tíð við sig sjálfan. Eiríkur og Rannveig voru miklir höfðingjar heim að sækja. Var sérlega gaman að sjá, hve sam- hent fjölskyldan var við slíkar að- stæður, hve dæturnar, fósturdótt- irin og tengdadóttirin voru vel samhentar, en það er eiginleiki þeirrar fjölskyldu að standa sam- an sem einn maður á hverju sem gengur. Það hefur oft borið á því í ætt- um Eiríks, að annað hvort hafi menn haft áhuga á verklegum málum í formi véla, rafmagns eða þess háttar eða þá einhverju bókmenntastússi. Næstum aldrei hafa þessir eiginleikar farið sam- an. Hafa til dæmis bókmennta- mennirnir sumir verið lítt orð- lagðir smiðir, en hinir sumir hverjir afar lítið kunnugir bók- menntum og finnst kannski nokk- urt gagnsleysi að slíku, að ekki sé talað um tímaeyðslu. Mér er í minni, að Eiríkur smíð- aði góðar vindrafstöðvar til að nota í sveitum. Þar var komin stökkbreyting frá grútartýrum og kertaljósum til rafmagnsljósa, og er það eitt nægilegt merki braut- ryðjandans. Ekki dugði það Eiríki: Hann fann líka upp alveg sérstak- ar túrbínur, sem hentuðu bæði fyrir mikið vatnsmagn og lítið og mikla fallhæð og litla. Rafallinn, sem tengdur var við túrbínuna, * var síðan stækkanlegur eftir af- köstum hennar, og allri samstæð- unni raðað saman eins og mekk- anói. Þetta var einstök snilli, hvorki meira né minna. Alltaf taldi ég Eirík til þess flokksins sem gagnsmeiri er, og var hann einstaklega góður smið- ur. Það man ég, að faðir minn sagði mér eitt sinn að hann hefði til dæmis smíðað sér byssu aðeins 14 ára gamall, og notað hana mik- ið. Þá frétti ég og, að hann sást lesa í kvæðabókum og hafði gam- an af, auk þess sem hann kunni fyrir sér í vönduðum kveðskap. Af því sést greinilega fjölhæfni hans. Alténd hefur mér sjaldan dottið í hug að lesa kvæði og finnst þau heldur leiðinleg afþreying, að ekki sé talað um gagnsleysi þeirra. Að liðnum ævidegi er rétt að líta um öxl og gera úttekt á því sem eftir stendur, og er það svo sem hér er talið og mörgu sleppt: 1. Þau skilja eftir sig góða af- komendur af heilbrigt hugs- andi fólki. 2. Skilað er góðu fyrirtæki og eignum til eftirkomendanna. 3. Hans hugmyndir munu áfram vera stoð þessari fjöl- skyldu um langa framtíð. Frænda mínum þakka ég vænt- umþykju og stuðning alla tíð. Sveinn Torfi Sveinsson. Einstakt tækifæri! Vorum að fá örfáa MAZDA 323 sendibíla, árgerð 1983, á sérlega hagstæðu verði. Þetta er tilvalinn bíll fyrir iðnaðarmenn, sölumenn, viðgerðar og þjónustumenn og alla aðra, sem þurfa lipran og þægilegan bíl, sem er sterkur og ber ótrúlega mikið. Verð aðeins Kr. 197.000 gengisskr. 21.7.83. Tryggið ykkur bíl strax á þessu ótrúlega verði. maZDB BÍLABORO HF Smiöshöföa 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.