Morgunblaðið - 12.08.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.08.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1983 21 Minning: Eiríkur Ormsson rafvirkjameistari Fæddur 6. júlí 1887 Dáinn 29. júlí 1983 Þegar Eiríkur Ormsson lést þann 29. júlí síðastliðinn var hann 96 ára gamall og hafði unnið að rafmagnsmálum í hvorki meira né minna en 70 ár, fyrst við raflýs- ingu Víkurkauptúns árið 1913. Upp frá því vann hann sleitulaust hvort heldur var við öflun og dreifingu raforku eða raflagnir og rafmagnstæki hverskonar. En hann hafði einnig áhuga á nýtingu vatnsorkunnar í stórum stíl til hagsbóta fyrir landsmenn. Honum var snemma ljóst, að í fallvötnun- um býr orka sem ekki eyðist þó af sé tekið og gat ekki fallist á það sjónarmið að fresta bæri virkjun- um vegna komandi kynslóða. Þvert á móti bæri að virkja vegna þeirra, því vatnsaflsvirkjanir geta starfað áratugum saman eftir að lán hafa verið greidd og þegar svo er komið, má með sanni tala um fjársjóð í hendur afkomendanna. Við Eiríkur ræddum þessi mál oft og sagði hann mér frá vonbrigðum sínum yfir því að ekki var hafist handa upp úr fyrri heimsstyrjöld eftir að skýrsla norska verkfræð- ingsins G. Sætersmoen um Þjórs- árvirkjanir kom út í Kristianíu árið 1918 og ýmsir aðilar höfðu sýnt áhuga á að virkja samhliða uppbyggingu orkufreks iðnaðar. Af þessu varð ekki eins og kunn- ugt er, en það var Eiríki mikil huggun að sjá Búrfellsvirkjun rísa, þó hálfri öld væri síðar. Það má með sanni segja, að hin almenna rafmagnsvakning í heim- inum og Eiríkur Ormsson hafi leg- ið í vöggu samtímis. En hvað um það þá var Eiríkur einn af helstu brautryðjendum rafvæðingarinnar hér á landi og sá þeirra sem lengst við hana vann. Rafvæðing sveit- anna, sem var erfiðust, var honum sérstaklega hjartfólgin. Fólkið varð að fá ljós. Á þessu sviði vann Eiríkur ótrúlega mikið starf, þótt hann hefði i mörg önnur horn að líta, því allstaðar var hann á ferð- inni í rafmagnsgeiranum og ávallt tilbúinn að leiðbeina og hjálpa mönnum með sinni alkunnu ljúf- mennsku og rósemd. Eiríkur var heilsuhraustur, sivinnandi og minnisgóður með afbrigðum. Var unun á hann að hlusta, þegar hann sagði frá því sem á dagana hafði drifið ekki bara vegna þess að hann sagði vel frá heldur og vegna þess að maður vissi að rétt var með allt farið. Ég minnist þess sérstaklega, að hann gerði sér far um að eiga alltaf eitthvað í poka- horninu, þegar litlu börnin bar að garði. Þetta lýsir ef til vill best hvílík hjartagæska í honum bjó og hve jákvæður hann var til lífsins. En nú er hann horfinn og hans er sárt saknað. Við hjónin sendum fjölskyldu Eiríks Ormssonar innilegar sam- úðarkveðjur. Eiríkur Briem verkfræðingur í skarkala og iðu meðal ferða- mikilla farartækja undir sívax- andi ásókn fjölmiðla á líf okkar, við misgott stjórnarfar, kreppu- tíma og góðæri til skiptis, starfaði frændi minn langa ævi og átti ekki lítinn þátt í uppbyggingu þessarar borgar og raunar lands- ins alls, atvinnu og búsetuskil- yrða. Hann vann meðan dagur var og dó 96 ára hinn 29. júlí. Við hægt þverrandi heilsu en andlega óbeygður, lítið eitt heyrn- ardaufur hin síðustu ár en þó svo hress, að fyrir aðeins fimm mán- uðum fagnaði hann mér á sínum vinnustað og rabbaði við mig. Hann spurði þá margs frá liðinni tíð, um foreldra mína og lét mig segja sér margt frá seinustu árum þeirra í Borgarnesi, rétt eins og hann teldi vanta lítilsháttar í safn minninganna. Það vakti mér undrun hve hress hann var, ég hafði þá ekki hitt hann einslega um tíu ára skeið. Já, þau eru orðin æði mörg árin frá því að lítill drengur austur í Meðallandi varð að yfirgefa pabba og mömmu, lenti hjá góðu fólki, tökudrengur þó. Það kann að hafa, með öðru, leitt til þess að hvetja til bjargálna og vera lengst af sjálfum sér nægur og trúr. Og þau eru líka orðin mörg þjónustuverkin, frá því að byrja sem snikkari austur í Álftaveri eftir síðustu aldamót og enda nú eftir 76 ár. Og nú er hann að kveðja og verðugur er hann þakka og velferðarbæna frá okkur sem eftir verðum um sinn, en áttum hann að vini og frænda, hver fyrir sig. Þó er ekki við hæfi að vera dapur, þó aldraður maður sé kvaddur að loknu svo löngu og far- sælu starfi, sem skilur eftir sig stórt og vaxandi fyrirtæki og stór- an hóp afkomenda, sem tekið hef- ur upp merkið og þjónustan held- ur áfram. Þegar litið er til baka um svo langt æviskeið og mörg starfsár, verða manni gjarnan ljósir ýmsir hlutir en aðrir vekja hjá manni efa og undrun. Eitt er það, af hverju þessi staðfasti og trausti maður, þá kominn með fjölskyldu og búinn að ljúka námi í smíðum og hefja störf í sinni heimasveit, söðlaði svo gjörsamlega um. Hvers vegna þeir bræður ákváðu að yfir- gefa þann völl, sem þeir höfðu haslað sér og finna sér verksvið, sem óþekkt mátti heita á landi hér á þessum árum. Mér flýgur í hug að einmitt á þessum árum var frændi þeirra við raffræðinám í útlöndum, en hann kom aldrei heim til starfa. Hann hét Karl Sveinsson og var frá Suður-Hvammi. Hann dó í Þýskalandi árið 1919. Að sjálf- sögðu hafa svo verið veigamiklar ástæður að vinna með þeim merkismanni Halldóri Guð- mundssyni. En hvað sem slíkum vangaveltum líður, þá tóku þeir bræður sig upp og voru báðir fluttir til Reykjavíkur fyrir árið 1920. Þeir stofnuðu svo saman fyrirtækið Bræðurnir Ormsson 1. des. 1922 en áður hafði Eiríkur farið utan til náms í mótorvind- ingum, rafvéla- og mælaviðgerð- um. Þetta fyrirtæki annaðist svo þjónustu í raflögnum og uppsetn- ingum rafstöðva um mest allt landið, var reyndar lengi það stærsta á öllu landinu. Því hefur Eiríkur unnið sinn langa starfs- dag síðan. En starfsdagurinn var ekki ein- asta langur og erfiður, hann var líka farsæll. Að vera góður iðnað- armaður og sjá verk sín vel unnin, það gefur mikla hamingju. Að vera fúskari, skilja eftir sig illa unnið verk, ljót vinnubrögð, var það sem hann fordæmdi öllu öðru meira. Að vera smiður, það var aftur það góða, ekki gat nokkur óskað sér meira hróss en að hafa lokið verki á þann hátt að frændi gæfi þessa einkunn: Hann er smiður. Samfara áreiðanlegum vinnu- brögðum og reglusemi i hvívetna hafði hann ávallt hið besta orð fyrir að lofa ekki því, sem ekki fékkst staðið. Má aldeilis geta nærri um allt það góða veganesti sem hann skilur eftir hjá fjöl- mörgum nemum og öðrum starfs- mönnum, sem hann umgekkst á sinni löngu starfsævi. En ég mun að sinni ekki fjöl- yrða frekar um störf Eiríks Ormssonar, það gera kannski aðr- ir. Mér er skyldara að minnast eigin kynna okkar og þakka fyrir allt það sem okkar fjölskyldur áttu saman og allt það sem hann var foreldrum okkar þau erfiðu ár sem við vorum að alast upp, tólf systkinin í fátækum bæ vestur á Snæfellsnesi. Þá leitaði pabbi oft í vinnu suð- ur til þeirra bræðra sinna og margt var það sem hann kom með fyrir fjölskylduna, bæði til að gleðja og bæta og fegra bæinn okkar. Við minnumst líka funda þeirra bræðra frá bernsku- og æskuárunum, þá var stundum brugðið sér eilítið afsíðis í laumi og á eftir þóttumst við krakkarnir þekkja kaupstaðarlyktina af pabba. Eftir á hefur mér alltaf fundist það hin sanna áfengis- notkun, aðeins til hátíðabrigða á góðvinafundi eða til heilsubótar, síðan ekki meir. Aðeins einu sinni held ég að Eiríkur hafi komið til okkar í Staðarsveitina. Þá í þeim erindum að undirbúa raflagnir fyrir gaml- an vin, Sigmund á Hamraendum í Breiðuvík, en þar settu Bræðurnir Ormsson upp vatnsaflsstöð og raflýstu bæinn. Þetta mun hafa verið fyrsta raflýsing þar um slóð- ir, sennilega verið á árunum 1931—32. Þá braust Eiríkur á bíl um vonda vegi að Hofgörðum og það sem eftir var leiðarinnar var farið á hestum. Seinna þegar við systkinin uxum upp, urðu svo þessi kynni og samfundir oftar með fólkinu fyrir sunnan og það skilja sennilega fæstir í dag hví- líkt ævintýri þetta var fyrir okkur en við munum það. Þetta voru miklir ágætis- og heiðursmenn, bræðurnir allir, en þó þótti mér alltaf Eiríkur bera af þeim að vallarsýn og í fasi öllu. Hann var þeirra hæstur og yfir honum sú aristokratiska reisn að eftir var tekið, hvort sem maður mætti honum á götu, gangandi eða ak- andi, heimsótti hann eða kom í einhverjum erindagjörðum á skrifstofuna á Vesturgötunni eða í Lágmúlanum, nú eða jafnvel í mannfagnaði fjölmennum við disk og skát. Hann stóð með glas í hendi og tók í hönd allra gesta sinna, á þriðja hundrað, þegar hann átti níutíu ára afmæli og þegar við heimsóttum hann fyrir einu ári, þá níutíu og fimm ára, heima þeim Sigrúnu dóttur hans á Laufásveg- inum, þá fagnaði hann öllum gest- um af hlýju og innileik, enn með glas í hendi en hafði nú að vísu tekið sér sæti. Hann skilur eftir hjá okkur margar myndir og minningar sem við þökkum öll og mörg og góð verk vann hann. Kannski myndi mannlífið vera betra, ef allir slíkir heiðursmenn mættu lifa svo langan dag. H.K.O. Hinn 29. f.m. lézt í Borgarspítal- anum föðurbróðir minn, Eiríkur Ormsson, rúmlega 96 ára að aldri. Var þá lokið óvenjulangri og merkri ævi manns, sem mér er bæði sönn ánægja og raunar skylt að mæla eftir að leiðarlokum. Hafði samfylgd okkar líka staðið um rúm sextíu ár, og man ég frænda minn glöggt og heimili hans þegar fyrir 1930. Af sjálfu sér leiðir, að margs er að minnast, enda þótt flest af því sé svo per- sónulegt, að ég kýs fremur að geyma það í þakklátum huga en bera það á torg. Engu að síður var Eiríkur svo sérstæður maður um flest og þar að auki einn af vor- mönnum íslands í upphafi þessar- ar aldar, að ekki verður hið langa lífshlaup hans rakið í örfáum orðum. Þegar Eiríkur varð níræður, sendi ég honum alllanga afmæl- iskveðju hér i Morgunblaðinu, enda tók ég þá fram, að mér væri ljúfara að senda vinum mínum kveðjur, meðan þeir væru í kall- færi, en þegar þeir væru horfnir úr samfylgdinni og sambandið við þá sjálfa rofið. Má og segja, að ég hafi þá mælt við frænda minn flest það, sem ég vildi segja um hann genginn. Þannig hafði hann sjálfur tök á að lesa það, sem ætla mætti, að ég festi á blað um hann, ef mér auðnaðist að lifa hann. Og nú er sú stund runnin upp, og þess vegna hlýt ég að styðjast við það, sem kom upp í hugann á níræðis- afmæli hans. Eiríkur Ormsson var fæddur 6. júlí 1887 í Efri-Ey í Meðallandi. Voru foreldrar hans Guðrún Ólafsdóttir frá Eystri-Lyngum og Ormur Sverrisson frá Grímsstöð- um í sömu sveit, en þau bjuggu í Efri-Ey frá 1887 til 1905. Stóðu að þeim hinar merkustu skaftfellsku ættir, og var ein ættarfylgjan mikill hagleikur. Er þess jafnvel getið í heimildum um suma forfeð- ur þeirra, að þeir hafi verið „góðir smiðir, búhöldar og stórbændur". Erfði Eiríkur ekki svo lítið af þessum eðliskostum ættar sinnar. Þá má sjá af ættartölum og öðrum heimildum, að hár aldur er önnur kynfylgja, og ekki fór hún heldur framhjá frænda mínum fremur en flestum systkina hans, sem kom- ust á annað borð á legg. Urðu þau átta, og lifa enn tvö þeirra í Kefla- vík: Sveinbjörg, nær 94 ára, og Ólafur, sem verður níræður 30. þ.m. Var hann yngstur þeirra Efri-Eyjarsystkina. Foreldrar Eiríks komust á tíræðisaldur, og föðuramma hans, Vilborg Stígs- dóttir, var elzta kona á landinu, þegar hún lézt árið 1912, 99 ára gömul. Þannig mætti sýna fleiri dæmi um háan aldur og mikla þrautseigju við önnur og óblíðari kjör í ætt okkar en við, sem yngri erum, höfum flest átt að venjast. Eiríkur stóð hér mitt á milli. Hann þekkti eins og systkini hans og raunar flestir í Meðallandi vel fátækt og erfiðleika á æskuárum sínum. Aftur á móti komst hann fyrir seiglu og áræði til bjargálna og góðra efna síðar á ævinni. Þó held ég, að hann hafi talið hin einu og sönnu verðmæti felast í þeim hlutum, sem hvorki mölur né ryð fær grandað. Og honum varð að því með miklu barnaláni og stórum ættboga að leiðarlokum. Eiríkur var lánaður sem snún- ingur að Botnum í Meðallandi vor- ið 1897, enda var barnamergð mik- il hjá afa mínum og ömmu og ekki alltaf of mikið að bíta og brenna. Var Eiríkur í Botnum í níu ár, og var auðheyrt á honum, að hann leit á það heimili sem annað bernskuheimili sitt. Kom það meðal annars fram í þeirri órofa- tryggð, sem hann sýndi systkinun- um tveim þaðan. Lifir annað þeirra þennan „fósturbróður sinn“, Eyjólfur Eyjólfsson, fyrrum hreppstjóri á Hnausum í Meðal- landi, sem dvelst nú á Elliheimil- inu Grund í Reykjavík með konu sinni. Vorið 1906 fór Eiríkur frá Botn- um og hóf þá trésmíðanám hjá móðurbróður sínum, Sveini Ólafssyni í Suður-Hvammi í Mýrdal, en hann var annálaður smiður og þekktur um alla V.-Skaftafellssýslu og raunar langt út fyrir hana fyrir óvenju- mikinn hagleik. Var hann faðir þeirra bræðra Gústafs Adolfs hæstaréttarlögmanns og Einars Ólafs, fyrrum prófessors. Eiríkur lauk hins vegar sveinsprófi árið 1911 hjá svila sínum og samsveit- ungi, Eiríki Jónssyni, er átti Sveinbjörgu, systur hans. Var hann þá kominn út í Mýrdal, en þangað fluttust foreldrar hans að Kaldrananesi árið 1905. Árið 1910 gekk Eiríkur að eiga stórglæsilega og unga heimasætu frá Þykkvabæjarklaustri í Álfta- veri, Rannveigu, dóttur hjónanna þar, Sigurveigar Sigurðardóttur og Jóns Brynjólfssonar. Stóð brúð- kaup þeirra með svo miklum glæsibrag og fjölmenni 23. sept- ember það ár, að lengi var í minn- um haft. Lýsti það örugglega þeim stórhug, sem fylgdi brúðgumanum unga alla hina löngu ævi hans. Hjónaband þeirra Rannveigar og Eiríks stóð líka um langan aldur, eða tæp 63 ár, en húsmóðirin féll frá fyrir réttum tíu árum. Börn þeirra urðu fjögur, og lifa þau öll foreldra sína ásamt fóst- ursystur. Elzt er Sigrún, ekkja Páls ísólfssonar tónskálds, en hún var áður gift þýzkum manni, Heinrich Durr. Þá er Sigurveig, kona Kristins Guðjónssonar, for- stjóra Stálumbúða. Þriðja dóttir- in, Eyrún, átti Víglund Guð- mundsson rennismið og eiganda Vélsmiðjunnar Orms og Víglund- ar. Er hann látinn fyrir tveimur árum. Langyngstur er svo Karl, núverandi forstjóri Bræðranna Ormsson hf., en hann er kvæntur Ingibjörgu Skúladóttur. Þá er fósturdóttirin, Kristín Þorsteins- dóttir, sem þau tóku að sér korn- unga, er hún hafði misst foreldra sína, og ólu síðan upp sem dóttur sína. Reyndust þau henni frábær- lega vel og þá ekki sízt, þegar hún missti mann sinn, Björn Kolbeins- son, frá ungum börnum þeirra. Hafði Björn unnið við fyrirtæki Eiríks um fjölmörg ár. Þegar Eiríkur fellur frá, munu afkom- endur hans og Rannveigar vera 66. Eiríkur fékkst við smíðar eftir sveinspróf sitt. Lágu leiðir hans víða um sveitir austan Sands, enda bjó hann þessi ár hjá tengda- foreldrum sínum. Árið 1912 flutt- ust þau Rannveig og Eiríkur út í Vík í Mýrdal, enda hefur hann trúlega álitið það vænlegra fyrir iðn sína. Aftur á móti mun hann þá ekki hafa grunað, að þessi ráðabreytni átti eftir að gerbreyta lífi hans. Skömmu eftir síðustu aldamót hóf ungur Mýrdælingur, Halldór Guðmundsson frá Eyjarhólum, brautryðjendastörf á sviði raf- magnsmála hér á landi, en þau voru þá í frumbernsku, svo sem allir vita. Hafði Halldór aflað sér menntunar í þessari nýju grein í Þýzkalandi og hafði óbilandi trú á framtíð þessa undraafls, sem menn voru þá að leysa úr læðingi. Raflýsti hann á ýmsum stöðum næstu árin eftir heimkomu sína. Árið 1913 var svo raflýst í Vík i Mýrdal. Þá þurfti Halldór á ýms- um mönnum að halda við virkjun- arframkvæmdir við Víkurá. Vafa- laust hefur hann haft spurnir af Eiríki og eins Jóni, bróður hans, sem var skósmiður í Vík, og því orði, sem fór af lagvirkni þeirra og verkhyggni. Fór líka svo, að hann réð þá til sín. Um leið má segja, að örlög þessara ungu manna hafi verið ráðin, þvi að upp frá þessu helguðu þeir rafmagnsmálum alla krafta sína um langa og farsæla ævi. Var og náin samvinna með þessum þremur Skaftfellingum næsta áratug, eða þar til Halldór féll frá árið 1924. Eiríkur gerðist svo fyrsti raf- stöðvarstjóri í Vík og átti þar lög- heimili til ársins 1918. En oft var hann víðs fjarri heimili sínu á þessum árum við að veita birtu og yl í húsakynni manna með Hall- dóri og Jóni, bróður sínum. Kom þá oft í hlut Rannveigar að gæta stöðvarinnar í Víkurgili. Árið 1918 fluttust þau Rannveig og Eiríkur til Reykjavíkur og áttu þar heima upp frá því. Unnu þeir bræður báðir í fyrirtæki Halldórs Guðmundssonar. Eiríkur fór síðla árs 1921 á vegum þess til Dan- merkur til að læra vélavindingar, og eins vann hann við mælavið- gerðir og stillingar. Brátt hlaut að koma að því, að hinir ungu menn vildu fara að vinna sjálfstætt, enda hygg ég, að Eiríkur frændi minn hafi alltaf betur kunnað við að stýra sjálfur fleyi sínu en láta aðra ráða stefnunni. Hann var og alla ævi ódeigur til verka og fljót- ur að tileinka sér þær nýjungar, sem hann taldi horfa til hagsbóta, bæði fyrir sig og aðra. Árið 1922 stofnuðu þeir bræður síðan fyrirtækið Bræðurnir Ormsson. Hófu þeir rekstur sinn í húsinu að Baldursgötu 13, en það höfðu þeir reist árið 1920 fyrir fjölskyldur sínar. Reksturinn mun hafa gengið mjög vel á þessum ár- um, enda fá fyrirtæki í þessum iðnaði og um leið auðveldara að SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.