Morgunblaðið - 12.08.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.08.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1983 fyrir Þessi mynd var tekin af Viktor Korchnoi þegar hann lék fyrsta leikinn í einvíginu gegn Garri Kasparov, sem fram átti að fara í Pasadena í Kaliforníu. Þangað vildu Sovétmenn hins vegar ekki senda sinn mann og var Korchnoi því úrskurðaður sigurvegari. Við borðið stendur dómarinn í einvíginu, George Koltanowski. ur. Víða er nú unnið að því að finna gler, sem þolir betur mengunina frá eldfjöllunum. 1249 gefnar upp sakir Seoul, 11. ágÚHt. AP. STJÓRNVÓLD í Suður-Kóreu til- kynntu í dag, að 1249 manns hefðu verið gefnar upp sakir, þar af 695 pólitískum fongum sem raunar ganga flestir lausir. Tilefni sakaruppgjafarinnar er þjóðhátíðardagur landsins, sem er 15. ágúst nk. I þessum hópi er 71 stúdent, sem gengið hefur fram í mótmælum gegn stjórninni, og tíu kristnir menn, sem fangelsaðir voru vegna ólöglegs starfs að verkalýðsmálum. Forseti landsins, Chun Doo-Hwan, hefur mælt svo fyrir, að þeir fangar, sem einlæg- lega iðrast gerða sinna, skuli fá tækifæri til að vinna þjóð sinni gagn annars staðar en innan fang- elsismúranna. Peð til d4 — mát! Ósló, 11. ágúst. Frá frétUriUra Mbl. KYK í háloftunum frá eldfjöllum víða um heim er orðið að meiri- háttar vandamáli fyrir SAS-flugfé- lagið og mörg önnur. Rykið veldur því fyrst og fremst, að skipta verð- ur um rúður í hliðargluggum flug- vélanna miklu oftar en áður gerð- ist. Eldfjallavirkni hefur verið mikil á síðustu árum og þess vegna verður að skipta um rúður í þeim flugvélum SAS, sem fljúga á landleiðum, á tveggja ára fresti. Þær framkvæmdir kosta flugfélagið nærri 40 millj- ónir ísl. króna. Það eru ál- og brennisteins- agnir í rykinu, sem skaðanum valda, en þær sverfa rúðurnar, sem eru úr plexigleri, og gera þær ógagnsæjar á skömmum tíma. Rúðurnar í flugstjórnar- klefanum endast hins vegar bet- Eldfjöllin valda SAS útlátum lýðræðiö“ Sigur — sagði Shagari, endurkjörinn forseti Lagos, Nígeríu, II. ágúst. AP. SHEHU SHAGARI, forseti Níg- eríu, var endurkjörinn til embætt- isins með raiklum atkvæðamun í kosningunum, sem fram fóru sl. laugardag. 65 milljónir manna voru á kjörskrá í þessu fjölmenn- asta ríki Afríku og var það ekki fyrr en á miðvikudag, sem Ijóst þótti hver sigurvegarinn yrði. „Þetta er sigur fyrir Nígeríu- Veður víða um heim Akureyri 8 þoka Amsterdam 25 heióskírt Aþena 35 heiöskírt Barcelona 28 mistur Berlín 27 heiðskirt Brilssel 30 skýjaö Chicago 33 skýjað Oublin 22 heiðskírt Feneyjar 28 heiðskírt Frankfurt 30 skýjað Færeyjar 11 skúr Genf 26 heiöskírt Helsinki 23 heiðskírt Hong Kong 31 skýjað Jerúsalem 26 heiðskirt Jóhannesarborg 13 heiðskírt Kaupmannahöfn 28 heiðskírt Kairó 33 heiðskirt Las Palmas 25 lóttskýjað Lissabon 26 skýjað London 23 skýjað Los Angeles 33 heiðskírt Madríd 30 heiðskírt Majorka 29 mistur Miami 31 skýjað Moskva 27 heiöskírt Nýja Delhi 36 skýjað New York 26 rigning Osló 25 heiðskírt París 28 heióskirt Peking 31 heiðskirt Perth 22 skýjað Reykjavik 9 súld 4 s.k. Rio de Janeiro 24 skýjað San Francisko 21 heiðskírt Stokkhólmur 30 heiðskírt Sydney 19 heiðskírt Tel Aviv 30 heiðskírt Tókíó 33 heiðskfrt Vancouver 19 heiðskfrt Vín 28 heiðskirt Varsjá 26 heiðskirt menn, fyrir lýðræðið í þessu landi og allri Afríku," sagði Shagari á fréttamannafundi, sem haldinn var í Lagos, höfuð- borginni í dag. Shagari hlaut rúmlega 12 milljónir atkvæða en sá, sem næstur honum komst, Obafemi í ÞESSUM mánuði mun gríska stjórnin taka ákvörðun um mestu hergagnakaup í sögu þjóðarinnar, 100 nýjar orrustuþotur, sem kosta munu rúmlega tvo milljarða dollara. Haft er eftir heimildum, að nú þegar séu ráðin kaup á bandarísk- Nígeríu Awolowo, ættarhöfðingi, var með tæpar átta milljónir. Alls kepptu sex menn um forseta- embættið og hafa sumir þeirra nú þegar höfðað mál og halda því fram, að kosningarnar hafi ekki farið heiðarlega fram. Ekki fer á milli mála, að víða var um F-16-orrustuþotum en hins vegar óvíst enn hvaða evrópsk flugvélategund verður valin á móti. Bretar bjóða bestu kjörin en þó talið líklegast að franskar Mir- age-2000 verði ofan á. Veldur því pólitíkin en í fyrra sömdu Grikkir pottur brotinn við framkvæmd kosninganna en þeir erlendu fréttamenn, sem með þeim fylgdust, segja, að það hafi ekki bitnað á einum frekar en öðrum. Segja þeir raunar, að Nígeríu- menn megi vera stoltir af því hve vel hafi til tekist þegar þess sé gætt, að kjörstaðir í landinu hafi verið um 160.000 talsins og aðstæður víða mjög bágbornar. og Frakkar um að hafa með sér samstarf í varnarmálum. Gríski flugvélaiðnaðurinn, sem framleið- ir ýmsa hluti í Mirage-vélar, hefur nú tekið að sér eftirlit og viðhald á þessari flugvélategund fyrir írak, Kuwait og Abu Dhabi. Breytingar á Chilestjórn Santiago, 11. ágúnL AP. AUGUSTO Pinochet, forseti Chile, skipaði í gær Sergio Onofre Jarpa, fyrrum formann íhaldssama þjóðar- flokksins, leiðtoga ríkisstjórnarinn- ar, sem nú er skipuð 12 óbreyttum borgurum og átta mönnum úr hern- um. Skipt var um menn í öðrum ráðherraembættum. Tíu ár eru nú liðin frá því að Pinochet komst til valda og fer ókyrrðin vaxandi í landinu. í ræðu, sem Pinochet flutti eftir að ráðherrarnir nýju höfðu svarið embættiseið, sagði hann, að stefnt yrði „hægum en öruggum" skref- um að lýðræði í landinu og skoraði á ráðherrana að hafa um það „skynsamlega forystu". Shehu Shagari: Lýðræðislega sinn- aður mannasættir SHEHU SHAGARI, forseti Nígeríu, sem sigraði með yfirburðum í forsetakosningunum sl. laugardag, er 58 ára að aldri, fyrrum skólakenn- ari og játar trú spámannsins frá Mekka. Hann var fyrst kjörinn í embætt- ið árið 1979, eftir 13 ára stjórn hersins, og hefur lagt mikið af mörkum til að styrkja undirstöður lýðræðisins í landinu. Nígería er langfjölmennasta ríkið í Afríku. íbúatalan, sem að vísu er nokkuð á reiki, er ein- hvers staðar á milli 80—100 milljónir og í landinu eru meira en 250 ættflokkar, sem hver um sig talar sína tungu eða mál- lýsku. Það er því ekki að undra þótt ágreiningur og ættflokka- rígur setji sinn svip á daglega lífið í landinu en um leið er það líka þeim mun aðdáunarverðara hve vel hefur tekist til með lýð- ræðislega stjórnarhætti. „Ég lít á það sem köllun mina að treysta lýðræðislegt stjórn- arfar í sessi," segir Shagari. „Okkur ber skylda til þess gagn- vart þjóðinni og allri Áfríku." Shagari er fæddur árið 1925, sonur þorpshöfðingja í Sokoto- fylki, og hóf afskipti sín af stjórnmálum árið 1954, þegar hann var fyrst kjörinn á þing. Eftir sjálfstæðistökuna árið 1960 gegndi hann ýmsum ráð- herraembættum, hafði t.d. á sinni könnu hagþróun í landinu og innanríkismál, en árið 1970, þegar Biafra-styrjöldinni lauk, var hann skipaður ráðherra endurreisnar og sátta meðal þjóðarinnar. í því starfi þótti hann standa sig sérstaklega vel og má nú heita að styrjaldarsár- in séu að mestu gróin. Sem dæmi um það má nefna, að á síðasta ári gaf hann Ojukwu, leiðtoga Biafra-manna, upp sakir og er hann nú kominn aftur til Níg- eríu. í utanríkismálum hefur Shag- ari einkum reynt að auka áhrif Nígeríumanna sem forystuþjóð- ar í álfunni og lagt sig í líma við að halda lífinu í Einingarsam- tökum Afríku, sem oft hafa verið hætt komin og eru raunar enn. Hann er enginn vinur Khadafys, Líbýuleiðtoga, heldur hlynntur Vesturveldunum og Bandaríkja- menn eru enda langstærstu kaupendur olíunnar, sem allt veltur á í efnahagslífi landsins. Efnahagsörðugleikar eru miklir í Nígeríu, eins og íslend- ingar vita manna best, vegna þeirra hagsmuna, sem við höfum af skreiðarsölu þangað. Sam- drátturinn á olíumörkuðunum hefur komið illa við þjóðina og af þeim sökum hefur verið gripið til umfangsmikilla efnahagsað- gerða, niðurskurðar á ríkisút- gjöldum og strangra takmark- ana á innflutningi. Shehu Shagari er sagður mað- ur varkár og sáttfús og strang- heiðarlegur, þótt spilling og mútuþægni sé allsráðandi í Níg- eríu eins og víðar í þriðja heim- inum. „Á fyrstu fjórum árum hans í embætti er ekki að sjá að honum hafi tekist að hafa nógu gott taumhald á sínum mönnum og augljóst, að sumir þeirra áttu Shehu Shagari, forseti Nígeríu. aldrei neitt erindi í ríkisstjórn- ina,“ skrifaði fréttaskýrandi nokkur nú nýlega. „Margir hall- ast hins vegar að því, að nú, þeg- ar hann hefur verið endurkjör- inn, muni hann sýna þeim hver það sé sem hafi töglin og hagld- irnar í Nígeríu." Grikkir kaupa hergögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.