Morgunblaðið - 12.08.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.08.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1983 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. ÁGÚST 1983 17 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 18 kr. eintakið. Riðar Alþjóðaskák- sambandið til falls? Friðrik Ólafsson, fyrrverandi forseti FIDE, Alþjóðaskák- sambandsins, segir m.a. í viðtali við Morgunblaðið: „Það er ljóst að deilur innan FIDE hafa nú magnazt um allan helming og FIDE riðar til falls ef svo heldur fram sem horfir." Hann segir ennfremur að báðir aðilar hafi sýnt óbilgirni og „virðist mér ein- sýnt að eitthvað meira liggi að baki þessum deilum nú en af yfir- borðinu verður séð.“ Hinn kunni landflótta skák- snillingur, Viktor Korchnoi, segir og í viðtali við Morgunblaðið: „Það er ávallt hryggilegt þegar stjórnmál eru tekin fram yfir skáklistina. Mér er kunnugt um að Garri Kasparov vildi eindregið tefla við mig — sérstaklega hér í Bandaríkjunum — en sovézkir skákmenn eru einskis spurðir og verða að lúta duttlungum sov- ézkra stjórnvalda." Korchnoi seg- ir málið snúast um valdabaráttu innan FIDE, hvort Sovétmenn eigi að fá að ráðskast með Al- þjóðaskáksambandið eða ekki. Hann segir deiluna um staðarval fyrir skákeinvígin yfirvarp. Sov- ézk stjórnvöld vilji fyrst og fremst að heimsmeistaratitillinn verði áfram í höndum Anatoly Karpovs, sem þeir beri fyllsta traust til og séu „reiðubúnir til að fórna Kasparov til þess að tryggja gæðingi sínum titilinn". „Pasadena er aðeins yfirvarp," segir Korchnoi, „Rússar hafa fórnað Kasparov." Þá er athyglisvert að Korchnoi lætur að því liggja að bandaríski skáksnillingurinn Fischer hafi verið þvingaður til að draga sig í hlé með kröfuhörku Sovétmanna um formsatriði. Með ákvörðun sinni nú reyni þeir enn að „greiða bandarísku skáklífi þungt högg“, en ráðgert einvígi í Pasadena hafi verið líklegt til að glæða skák- áhuga í Bandaríkjunum, sem far- ið hafi dvínandi frá því Fischer hætti að tefla. Skáklistin, þessi skemmtilega hugaríþrótt, sem tengt hefur þjóðir heimsins innan Alþjóða- skáksambandsins, er því miður að verða einhvers konar hornreka í refskák heimsstjórnmála. Sov- étmenn hafa vissulega lagt lofs- verða rækt við skákina um lang- an aldur og átt marga af fremstu skáksnillingum heims. En skák- listin sýnist vera þeim, eins og fleiri fjölþjóðlegir farvegir, tæki til annarlegra áhrifa á alþjóða- vettvangi og leið til að auglýsa þjóðfélagsform, sem um margt þolir ekki samanburð við ein- staklingsbundin þegnréttindi, lýðræði og þingræði Vesturlanda. Örlög skáksnillingsins Viktors Korchnoi og fjölda annarra lista-, mennta- og íþróttamanna, sem flúið hafa Sovétríkin og önnur hliðstæð þjóðfélög, eru talandi dæmi um það helsi, sem þetta samfélagsform er þeim sem við þurfa að búa. Það gerir það eng- inn að gamni sína að yfirgefa ættland sitt, vini og vandamenn; það er eitthvað meira en lítið sem knýr fólk til slíkra hluta, ekki sízt einstaklinga úr forréttindahóp- um þessara ríkja. En það er kominn tími til að setja Sovétríkin á jafnstöðubekk í samskiptum þjóða, hvort heldur er í skáksamskiptum eða öðrum tengslum ríkja heims. Það er komið mál að linni yfirgangi þeirra á samskiptavettvangi þjóða heims. Flugvallar- gjaldið falli niður Rétt spor var stigið þegar sér- stakur skattur á ferðagjald- eyri var felldur niður. Tvöfalt gengi á engan rétt á sér. Það felur í sér mismunun milli þegna þjóð- félagsins. Það samrýmdist naum- ast því ferðafrelsi, sem við viljum gjarnan tryggja. Það á fá ef nokkur fordæmi hjá þjóðum V-Evrópu og N-Ameríku. Flug- vallargjaldið hefði hinsvegar átt að fylgja með í niðurfellingu ferðaskattsins. Flugvallargjaldið var fyrst lagt á 1975 og var þá liður í víðtækum efnahagsráðstöfunum. Samtímis var felldur niður söluskattur af fargjöldum í innanlandsflugi. Það var og tiltölulega lágt, þá á var lagt. Þáttaskil urðu hinsveg- ar þegar flugvallargjald, bæði í innanlands- og millilandaflugi, var hækkað verulega árið 1979. Á þinginu 1981—1982 fékk þáver- andi fjármálaráðherra því fram- gengt að flugvallarskattur fylgdi vísitölu byggingarkostnaðar. Þar með var flugvallargjaldið nánast lögbundið sem viðvarandi skatt- ur. Forystumenn ferðamála í land- inu hafa lengi barizt fyrir niður- fellingu þessa gjalds, sem reynzt hefur mjög óheppilegt, valdið er- lendum ferðamönnuni gremju, bakað íslenzku starfsfólki flugfé- laga óþægindi og hamlað gegn eðlilegri þróun ferðamála. Það bitnar og illa á fólki sem mikið þarf að ferðast flugleiðis hér inn- anlands, ekki sízt fólki í strjálbýli fjærst Reykjavík. Skatturinn átti upphaflega að renna til endur- bóta á flugvöllum, en raunin hef- ur orðið allt önnur hin síðari ár. Allt ber því að sama brunni, að þetta gjald eigi að fella niður. Halldór Blöndal og Árni Gunn- arsson fluttu frumvarp á síðasta þingi um að svo yrði gert. Því miður náði það ekki fram að ganga. Kannski gengur betur nú. D ÍSLEMWR* SAMV1NNUFÉLA6* Ct mningur band.ins á árinu 1983. fþróttasambandi II . :öt{u og fimm- t,,skr 75.000.00 - kronur sjöttu 8 1983 aB upphæS kr. þúsund oo/loo-. í. Frjálstþróttasambandiö stjóri Sambandsins he[ur umsjon me5 framk ar hálfu Sambandsins, en F.R.I. saai ................... framkvæmd samningsms. a „„ -erö tvö samhljóöa eintök og heldur hvor Af samningi þessum er g aöili sxnu eintaki. Reykjavík. 8. október 1982 u f h. Samb. ísl. samvinnufélaga F.h. Frjálsíþrottasambands íslands lsianas —--------f Gunn ___rtitccnn Júlíus Hafstein: „íþróttahreyfingin á arra kosta völ en að SAMNINGUR sá sem stjórn Hand- knattleikssambandsins gerði við Samband íslenskra samvinnufélaga var í raun ekkert annað en viðskipta- samningur. Það er ekki rétt að kalla þetta íþróttastyrk Sambandsins. Þetta er viðskiptasamningur tveggja aðila. Og mér er kunnugt um Jþað að meðan ég var formaður HSI, fékk SÍS mjög mikið fyrir sinn snúð, sagði fyrrverandi formaður HSÍ, Júlíus Hafstein við Mbl. En ég vil taka það fram að ég tel mjög eðlilegt að gera svona við- skiptasamninga. íþróttahreyfingin í dag á ekki annarra kosta völ en að selja sig. Og þá með tilliti til þess hvort hún hagnast á því eða ekki. ekki ann- selja sig“ Það er fínt orð að nota styrk yfir þá peningaupphæð sem SfS lætur af hendi rakna. Þetta er ekkert annað en sala á vissum hlutum og SfS er að kaupa vissa aðstöðu á íþróttamótum og kappleikjum. Samningur sá sem HSÍ gerði er mjög svipaður samningi FRÍ, allavega í stórum dráttum, sagði Júlíus. Sveinn Björnsson: „Stjórn ÍSÍ ekki kunnugt um inni- hald samninga sérsambanda“ OKKUR í stjórn ÍSÍ er ekki kunnugt um málefnalegt innihald þeirra sam- ninga sem sérsamböndin gera. AA sjálfsögðu er okkur kunnugt um þær pcningaupphæðir sem sérsamböndin fá en ekki hvað lagt er til grundvallar í samningum þeim sem gerðir eru, sagði forseti ÍSÍ, Sveinn Björnsson. — Það er alfarið í höndum stjórna sérsambandanna að hvaða samning- um þeir ganga. Þau eru alveg sjálf- stæðir aðilar án afskipta stjórnar ÍSÍ í þessum efnum. Mér er því alls ekki kunnugt um hvað þessir samn- ingar hljóða upp á, og vil ekki tjá mig meira um málið að svo stöddu, sagði Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ. Frá afhendingu íþróttastyrks SIS fyrir 1983, sem fram fór f hófí 12. október í fyrrahaust. í aftari röð frá vinstri eru Örn Eiðsson, formadur Frjálsíþróttasambands íslands, Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, og Júlíus Hafstein, þáverandi formaður Handknattleikssambands íslands. Við borðið sitja (f.v.) Sveinn Björnsson, forseti íþróttasam- bands íslands og Pálmi Gíslason, formaður Ungmennafélags íslands. Morgunbi*óió/Emiií>. Samningur FRI og Sambandsins Hér fer á eftir samningur Sam- bands íslenskra samvinnufélaga og Frjásíþróttasambandsins um íþrótta- styrk SÍS 1983 ásamt áætlun um samstarf FRÍ og SÍS á árinu 1983. Frjálsíþróttasambandið er handhafí hluta íþróttastyrks SÍS 1983, hlaut þriðjung styrksupphæðarinnar, en Handknattleikssambandið hlaut tvo þriðju styrksins, og mun samningur SÍS og HSÍ vera svipaður: Samningur um íþróttastyrk Sambandsins 1983 Samband íslenskra samvinnufé- • laga og Frjálsíþróttasamband ís- lands gera með sér svofelldan samning um íþróttastyrk Sam- bandsins á árinu 1983. 1. Samband íslenskra samvinnu- félaga veitir Frjálsíþrótta- sambandi íslands íþróttastyrk sinn á árinu 1983 að upphæð kr. 75.000.00 — krónur sjötíu og fimm þúsund 00/100 —. 2. Frjálsíþróttasambandið notar þetta fé eins og því er unnt til kaupa á þjónustu og vörum hjá Sambandinu, kaupfélögunum og samstarfsfyrirtækjum þess- ara aðila. 3. Frjálsíþróttasambandið heimil- ar Sambandinu að nota starf- semi og aðstöðu FRÍ og umsvif frjásíþróttalandsliðanna, bæði heima og erlendis, til auglýs- inga og fræðslu um samvinnu- hreyfinguna á hvern þann hátt sem Sambandið óskar og eðli- legt getur talist. Er þá miðað við þann hátt sem almennt tíðkast og fellur að gildandi lögum og reglum íþróttahreyf- ingarinnar um auglýsingar íþróttamanna. 4. Frjálsíþróttasambandið skai svo sem kostur er vekja athygli á þessari styrkveitingu Sam- bandsins hjá fjölmiðlum og á meðal frjálsíþróttafólks, ann- ars íþóttafólks og almennings. 5. í tengslum við blaðamanna- fund, sem Sambandið boðar til um veitingu styrksins, skal FRÍ sjá til þess, eftir öllum þeim leiðum sem sambandinu eru til- tækar, að styrkveitingin veki þá athygli í fjölmiðlum sem verðugt er og viðgengist hefur um styrkveitingar til menning- armála. 6. Fulltrúi frá Sambandinu skal eiga kost á því að sitja alla fréttamannafundi FRÍ á árinu og skýra þar frá þætti sam- vinnuhreyfingarinnar í sam- bandi við næstu viðburði hverju sinni. Frjálsíþóttasambandið býður fulltrúa frá Sambandinu að sitja ársþing FRÍ sem gestur þess. 7. Um auglýsingar og fræðslu um samvinnuhreyfinguna, sam- kvæmt samningi þessum, vísast að öðru leyti til áætlunar sem gerð hefur verið og fulltrúar FRÍ hafa kynnt sér og fallist á. 8. íþróttastyrkurinn greiðist út með jöfnum greiðslum allt árið eftir nánara samkomulagi. Við hverja greiðslu gerir frjáls- íþóttasambandið Sambandinu grein fyrir umsvifum FRÍ næstu 4 mánuði. Greiðslur eru þó háðar því að við samning þennan verði stað- ið. Greiðslur styrksins eru í höndum auglýsingastjóra Sam- bandsins og framkvæmdastjóra fjármáladeildar. 9. Auglýsingastjóri Sambandsins hefur umsjón með framkvæmd þessa samnings af hálfu Sam- bandsins, en FRÍ skal tilnefna mann af sinni hálfu til sam- starfs við Sambandið um fram- kvæmd samningsins. Af samningi þessum eru gerð tvö samhljóða eintök og heldur hvor aðili sínu eintaki. Reykjavík, 8. október 1982. F.h. Samb.'ísl. samvinnufé- laga, Gunnsteinn Karlsson. F.h. Frjáisíþróttasambands íslands, Örn Eiðsson. Áætlun um samstarf FRÍ og Sambandsins á árinu 1983 1. Auglýsingar á Laugardalsvelli í Laugardalshöll og Baldurshaga, svo og á víðavangshlaupum FRI. a) Vöruauglýsingar á Laugar- dalsvelli (frjálsíþróttavellin- um) sem verði uppi allt sumarið. b) Vöruauglýsingar í sambandi við innanhússmót, bæði í Laugardalshöll og í Baldurs- haga. c) Vöruauglýsingar við rásmark og endamark víðavangs- hlaupa FRÍ. d) Happdrættismiðar með auglýs- ingu verði afhentir áhorf- endum við inng. Vinningar síðan afhentir í mótsiok. e) Samvinnufáninn eða merki Sambandsins verði á Laug- ardalsvelli eftir nánara samkomulagi. f) Hreyfanlegar auglýsingar, sem komið verði fyrir á Laugar- dalsvelli á tilteknum mót- um. 2. Auglýsingar á keppnisnúmerum og búningum keppenda a) Auglýsingar verða á keppn- isnúmerum allra móta FRÍ hérlendis, en þau eru mörg á hverju ári. b) Landsliðsbúningar verða merktir Sambandinu eins og lög og reglugerðir heimila hverju sinni. 3. Aörar auglýsingar a) Auglýsingar um að FRÍ sé handhafi íþróttastyrks Sam- bandsins 1983. — Prentað á umslög og bréfsefni FRÍ. — Á umslög og bréfsefni Sambandsins. — Fellt inn í auglýsingar Sambandsins. — Keypt auglýsing á Laug- ardalsvellinum. b) Sameiginlegar auglýsingar með FRl fyrir stórmót. (Blöð, sjónvarp, götuauglýs- ingar o.fl. þ.h.) c) Auglýsa í leikskrám og bækl- ingum, sem FRÍ gefur út. d) Eiga samvinnu við þekkta frjálsíþóttamenn um vöru- auglýsingar samvinnuhreyf- ingarinnar eins og lög og reglur íþróttahreyfingarinn- ar leyfa. 4. Boðsmiðar Boðsmiðar að ákveðnum leikjum verði prentaðir og sérstökum hópum verði boðið á frjáls- íþróttamót t.d.: — ákv. hópi samvinnustarfs- manna — viðskiptavinum ákveðinna samvinnuverslana (miðar af- hentir í verslunum við inn- kaup). 5. Heiðursgestir Forystumenn samvinnuhreyf- ingarinnar verði heiðursgestir FRÍ á ákveðnum stórmótum hérlendis og erlendis. 6. Fræðslustarf a) Fræðslu- og kynningarbækl- ingum um samvinnuhreyf- inguna verði dreift í möpp- um þátttakenda á námskeið- um FRl og einnig á ársþingi þess og stærri fundum. b) Samvinnuauglýsingar (ekki vöruauglýsingar) verði keyptar í fræðslubækling FRI. 7. Blaðamannafundir Fulltrúi frá Sambandinu eigi kost á því að sitja alla blaðamanna- fundi FRÍ og skýra þar frá þætti samvinnuhreyfingarinn- ar í sambandi við mót og önnur mál, sem þar er fjallað um hverju sinni. 8. Nýjar hugmyndir Stöðugt verði leitað að nýjum hugmyndum að nýtingu styrks- ins meðan á samstarfi stendur og möguleikum á framkvæmd þeirra hugmynda. Mosfellssveit: Aurskriða féll á tún „ÞAÐ AÐ aurskriða skyldi falla niður úr Mosfellinu hérna megin kom mér mjög á óvart. Ég varð einn- ig mjög hissa á hversu mikið féli úr fjallinu," sagði Olafur Ingimundar- son, bóndi á Hrísbrú í Mosfellssveit, en á þriðjudaginn um kl. 15.30 féll aurskriða úr Mosfelli og þvert yfír túnið hjá Olafí. Ólafur sagði að það hefði ekki komið fyrir áður sér vitanlega að það hefði fallið skriða úr Mosfelli þeim megin sem bær hans er við fjallið. Hann sagði að þar sem skriðan hefði verið breiðust hefði hún verið um 50 metrar og hún hefði tekið með sér tvær girð- ingar. Kvað hann það mildi að ekkert annað hefði orðið fyrir skriðunni. „Það skemmir náttúru- lega fyrir að fá svona aurskriðu á túnið hjá sér,“ sagði Ólafur enn- fremur, „því hún klýfur túnið þannig að það verður erfiðara að vinna það á eftir. Þetta er einnig það mikið magn að það yrði dýrt að fjarlægja það af túninu. Þetta grær þó upp með tímanum en það er svo mikið grjót í skriðunni að það verður sennilega seint hægt að nota þetta svo vel sé,“ sagði Ólafur Ingimundarson að Iokum. Eins og sjá má á myndinni féll skriðan alliangt inn á túnið og á leið sinni reif hún niður tvær giröingar. Fremst á myndinni má sjá Ólaf Ingi- mundarson, bónda á Hrísbrú, og son hans Andrés. Feginn, hafí verið um misskilning að ræða — segir Ólafur G. Einarsson „ÉG VÆRI feginn ef um misskilning hefði verið að ræða,“ sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks sjálfstæðismanna, í samtali við Morg- unblaðið í gær. Hann var inntur álits á þeim ummælum Halldórs Ás- grímssonar, sjávarútvegsráðherra, í Morgunblaðinu á þriðjudag, að það væri misskilningur hjá Ólafí, að skoð- anir væru skiptar innan ríkisstjórnar- innar um ráðstöfun gengismunar. Ólafur sagði að ef rétt væri, að um misskilning hefði verið að ræða, þá sýndist sér að ekki væri hætta á ferðum fyrir saltfiskfram- leiðendur. „Ég ítreka þó að ummæli mín í Morgunblaðinu síðastliðinn laugardag voru byggð á samtali við Sverri Hermannsson. Sjálfur sit ég ekki ríkisstjórnarfundi þannig að ég veit ekkert frekar um það sem þar fer fram.“ Margeir vann í síðustu umferð MARGEIR Pétursson hafnaði í 4.—8. sæti á alþjóðlega skákmótinu í Gaus- dal sem iauk í gær. Margeir sigraði Finnann Yrjola í 9. og síðustu umferð og hlaut 6 vinninga, ásamt ungverska stórmeistaranum Rilek, Piu Cramling, Svíþjóð, Bator sem er landflótta Pól- verji búsettur í Svíþjóð og Welin frá Svíþjóð. Bandaríkjamaðurinn Kudrin sigr- aði á mótinu, hlaut 7 vinninga. Landi hans Tisdall og Plaskett, Englandi, urðu í 2.-3. sæti með 6Vfe vinning. Hilmar Karlsson gerði jafntefli við Hollendinginn Wassemann í síð- ustu umferð og hlaut 3V4 vinning. Árni Þ. Árnason gerði jafntefli við Schubert frá Austurríki og hlaut 3 vinninga. Hreppstjóri í 44 ár Horgareyrum, 11. á(0>st. ÞANN 10. þessa mánaðar lét Lárus Ág. Gíslason hrepp- stjóri á Miðhúsum í Rangár- vallasýslu af störfum eftir 44 ára hreppstjórn. Lárus mun hafa gegnt hreppstjórastörf- um í Hvolhreppi lengst allra manna svo vitað sé. Markús

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.