Morgunblaðið - 21.09.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.09.1983, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1983 G97ÍS, síðan stjórntæki fyrir þurrkur og afturrúðuhitara. Um stefnu- ljós er það að segja, að þau eru á hefðbundnum stað á vinstra væng stýrishjólsins. í stefnu- ljósarofa hefur síðan flautu ver- ið komið fyrir. Persónulega finnst mér sú staðsetning heldur hvimleið. Um stýrishjólið sjálft er það að segja, að það er af góðri stærð og vel staðsett. Það 'er hins vegar gert úr hertu plast- efni og gæti verið þægilegra í meðhöndlun, ekki sízt ef lengi er ekið innanbæjar. SKIPTING, PEDALAR OG VÉL Bíllinn sem ég reynsluók var af gerðinni Fiat Uno 55, en sá er knúinn fjögurra strokka, 1.116 rúmsentimetra, 55 hestafla vél, sem kom alveg ágætlega út. það var einstöku sinnum, sem vant- aði örlítið meira til að skjótast framúr, en á heildina litið hent- ar þessi vél mjög vel. Síðan er hægt að fá bílinn með 45 hest- afla og 70 hestafla vélum. Hvað skiptinguna og samspil hennar og vélar varðar, þá er bíllinn fjögurra gíra beinskiptur og er skiptingin mjög þægileg í með- höndlun. Bíllinn kom sérstak- lega vel út í þriðja gírnum. Ann- ar gír hefði mátt vera ívið hærri. Auðvelt er að aka Uno töluvert hratt án þess að hvína taki í öllu eins og oft vill vera í minni bíl- um, sérstaklega þegar þeir eru ekki fimm gíra. Um pedalana er það að segja, að það mætti vera eilítið lengra á milli þeirra fyrir fótstóra menn. Hins vegar virka bremsur vel og stífleiki benz- ínpedala er hæfilegur. AKSTURSEIGINLEIKAR Aksturseiginleikar Fiat Uno komu mér verulega á óvart. Þeir eru mjög góðir. Bíllinn liggur vel, hvort heldur ekið er hratt á steyptum vegum eða úti á hefð- bundnum holóttum malarvegum. Fjöðrun bílsins er hæfilega stif, þannig að hann leggst til þess að gera lítið niður í hornin, þegar ekið er hratt inn í beygjur. Þá er Uno nánast alveg laus við allar hopphreyfingar, eins og maður á að venjast í sumum litlum bil- um. Það kom mér sérstaklega á óvart hversu vel bíllinn lá á miklum hraða á steyptum veg- um. Þá er Uno laus við yfirstýr- ingu. NIÐURSTAÐA Niðurstaðan af þessum liðlega 500 km reynsluakstri er sú, að Fiat hafi tekizt óvenjulega vel upp við hönnun þessa nýja bíls, sem ætlað er að taka við af Fiat 127 og Fiat 128, sem hafa verið mest seldu bílar Fiat síðasta áratuginn. Um er að ræða óvenjulega rúmgóðan smábíl, sem hefur auk þess mjög góða aksturseiginleika. Segja má, að um sé að ræða mjög heppilegan fjögurra manna fjölskyldubíl. Mælaborðið er samþjappaö og Fiat Uno 55 með 55 hestafla vél. •tflhreint. sónulegt mat hvers og eins inn í, m.a. með hliðsjón af líkams- byggingu. Hvað aftursætið varð- ar er það af nokkuð hefðbund- inni gerð, bekkur með lítilshátt- ar formun. Það fór skikkanlega um tvo fullorðna aftur f, en miðja bekksins er aðeins upp- hleypt og auk þess gefur rými ekki tilefni til þess, að þrír full- orðnir ferðist langar leiðir þar. Útsýni úr Uno er mjög gott bæði hvað varðar ökumann og far- þega. Póstar og höfuðpúðar skyggja óvenjulega lítið á. MÆLABORÐ Sérfræðingum Fiat hefur tek- izt ágætlega upp við hönnun mælaborðsins. Það er tiltölulega ríkulega útfært, ólíkt því sem maður hefði getað átt von á, þeg- ar bíll í þessum stærðarflokki er annars vegar. Borðið er sam- þjappað og stílhreint. Það sem vekur kannski helzt athygli við hönnun þess er hversu mælar eru yfirleitt óvenjulega stórir og sér vel á þá. Hraðamælirinn er á vinstri væng borðsins og sýnir 180 km hámarkshraða. Hægra megin við hann er síðan stór benzínmælir, en fyrir ofan hann er fjöldi stórra aðvörunar- og neyðarljósa, sem sér óvenjulega vel á. Má þar nefna olíuþrýst- ingsljós, hleðsluljós, ljós sem sýnir stöðu aðalljósa, stefnuljósa og þokuljós, auk þess sem staða handbremsunnar kemur f ljós. í dýrari útfærslum af Uno er síð- an stór snúningshraðamælir á hægri væng borðsins. Stjórntæki aðalljósanna og þokuljósa eru á vinstri væng borðsins og er til- tölulega höndulegt að fara með þau. Hægra megin á borðinu eru FIAT-verksmiðjurnar ítölsku kynntu á liðnum vetri nýjan bfl, sem var ætlað það hlutverk að koma Fiat á toppinn á ný á bfla- markaði í Evrópu, en fyrirtækið hafði átt við ákveðna erfiðleika að stríða nokkur misseri. Bfllinn sem hér um ræðir er Fiat Uno, sem segja má að stærðarlega séð sé mitt á milli Fiat 127 og Fiat 128, en er þó í flestum atriðum mjög frábrugðinn. Fiat lagði um 650 milljónir dollara í hönnun og markaðssetningu bflsins og sögðu margir, að slík fjárhæð væri í raun út í hött. Allar hrakspár hurfu sem dögg fyrir sólu, því viðtökur bflsins hjá bflasérfræðingum voru framar öllum vonum og hagur Fiat hef- ur vænkazt töluvert markaðs- hlutdeildarlega séð í Evrópu. Á dögunum reynsluók ég Fiat Uno við hinar ólíklegustu aðstæður hér á landi liðlega 500 km. Niðurstaðan af þeim akstri er einfaldlega sú, að um óvenjulega skemmtilegan lítinn fjölskyldu- bfl er að ræða. ÚTLIT Við hönnun Uno hefur sér- fræðingum Fiat tekizt bærilega upp, ef litið er á útlit hans, að mínu mati. Mat á útliti bíla er þó auðvitað töluvert háð persónu- legum skoðunum hvers og eins. Á heildina litið finnst mér bíll- inn samsvara sér ágætlega og hafa nokkuð sportlegt yfirbragð af þetta litlum bíl að vera. Hann er auðvitað útbúinn hinu hefð- bundna Fiat-grilli, en aðalljós bílsins eru ágætlega stór, en utan með þeim hefur stöðu- og stefnuljósum verið komið fyrir. Uno er boðinn ýmist þriggja dyra eða fimm dyra. Sá bíll sem ég reynsluók var fimm dyra og finnst mér hann koma betur út útlitslega séð. Ef litið er aftan á bílinn kemur í ljós að afturljósin eru af mjög skikkanlegri stærð og það segi ég vegna þess, að bílaframleiðendur hafa í aukn- um mæli sett á markaðinn smá- bíla með óhóflega stórum aft- urljósum, hreinlega ósmekkleg- um. DYR OG RÝMI Eins og áður sagði er Uno boð- inn ýmist þriggja dyra eða fimm dyra. Hann er því annaðhvort með tvennum eða fernum hefð- bundnum hliðardyrum og siðan með skuthurð. Það vakti sér- staka athygli mína hversu um- gangur um framdyr bílsins er haganlegur, óvenjulega hagan- legur af svo litlum bíl að vera. Afturdyr bílsins eru ósköp venjulegar, hvorki stórar né litl- ar. Um skutdyrnar er það að segja, að þær opnast ágætlega og ná alveg niður í gólf, sem er kostur ef verið er að flytja stærri hluti. Hvað varðar rými, þá er það með því bezta sem þekkist í bílum í þessum stærð- arflokki. Það er í raun með ólík- indum hversu mikið rými er fyrir ökumann og farþega frammi í. Fótarými er eins og það þekkist í meðalstórum fólks- bílum og loftrými er með ágæt- um. Síðan ef litið er á rými aftur í, þá er það óvenjulega gott af bíl í þessum stærðarflokki að vera, hvort heldur rætt er um fóta- rými eða loftrými. Hvað hliðar- rými varðar frammi í og aftur í, eiginleikar Fimm dyra Uno kemur vel út þá er það skikkanlegt, eins og maður á að venjast í litlum bíl- um. Farangursrými er ágætt og kemur það til góða eins og áður sagði að geta opnað skutdyrnar alveg niður í gólf. SÆTI OG ÚTSÝNI Framsætin í Uno eru ágæt. Það fór mjög vel um mig í þess- um reynsluakstri. óneitanlega á maður ekki von á mjög þægi- legum sætum, þegar þílum í þessum stærðarflokki er reynsluekið. Hliðar- og bak- stuðningur sætanna var ágætur. Það eina sem kannski mætti finna að þeim er stærð setunnar, sem mætti vera eilítið stærri. Allur frágangur er góður. Það verður hins vegar að venju að hafa hefðbundinn fyrirvara á mati sæta, því þar kemur per- FIAT Gerö: Fiat Uno 55 Framleiöandi: Fiat Framleiösluland: Ítalía Innflytjandi: Fiat-umboöiö Afgreiöslufrestur: Til á lager Verö. 220.000,- Þyngd: 740 kg Lengd: 3.644 mm Breidd: 1.555 mm Hæö: 1.432 mm Hjólhaf: 2.362 mm Vél: 4 strokka, 55 hestafla, 1.116 m3 benzínvél Skipting: 4ra gíra bein- skiptur Fjöörun: Sjálfstæö fjöörun á hverju hjóli Benzíneyðsla. Ca. 5—5,5 lítrar/100 km Hröðun: 15 sekúndur í100 km/klst. Beygjuradíus: 9,4 metrar Bremsur: Diskar aö fram- an, skálar aftan Hjólbaröar: 135 SR 13 G97I5 Fiat Uno 55 reynsluekið Bílar Sighvatur Blöndahl Ovenjulega rúmgóður Góðir aksturs-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.