Morgunblaðið - 21.09.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.09.1983, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1983 Samskipti stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og árangur efnahagsstefnunnar — eftir Þórö Fridjónsson Hér fer á eftir crindi, sem Þórður Friðjónsson hagfræðingur flutti á ráðstefnu norrænna háskólamanna í Osló í síðustu viku. í ár eru liðin 100 ár frá fæðingu John Maynard Keynes, þess hag- fræðings sem ótvírætt hefur haft mest áhrif á hagfræði og hag- stjórn á 20. öldinni. En kenningar Keynes lávarðar fléttast talsvert inn í umfjöllunarefnið í þessu er- indi og því er við hæfi að minnst sé 100 ára fæðingarafmælis hans hér í upphafi. í þessu erindi mun ég fjalla um þann stórfellda efnahagsvanda, sem flest ríki heims hafa átt við að glíma nú um nokkurt árabil, og það hiutverk sem hagsmunasam- tök á vinnumarkaði hafa að gegna til lausnar á honum. Viðfangsefn- ið verður þannig skoðað í alþjóð- legu samhengi, þó að hagþróun og reynsla íslendinga sé sá sjónar- hóll, sem horft verður frá. Kreppan nú og kreppan mikla fyrir fimmtíu árum Þeir erfiðleikar, sem einkennt hafa efnahagslíf í heiminum á síð- ustu tíu árum, eru meiri og lang- vinnari en áður hefur verið við að etja frá því í kreppunni miklu á fjórða áratugnum. Sjúkdómsein- kenni efnahagslífsins nú eru eink- um af tvennum toga spunnin; stöðnun hagvaxtar, sem lýsir sér í miklu atvinnuleysi, og viðvarandi verðbólga. Þessara einkenna varð ekki samtímis vart í alvarlegum mæli í þjóðfélögum nútímans fyrr en í upphafi áttunda áratugarins. í kreppunni miklu var gífurlegur samdráttur í efnahagsstarfsem- inni og stórfellt atvinnuleysi, en á sama tíma fór verðlag lækkandi. Við þessar aðstæður fól lyfseðill Keynes lávarðar í sér að auka bæri heildareftirspurn í hagkerf- inu með þensluaðgerðum í ríkis- fjármálum og peningamálum. Aukin eftirspurn veitti fleiri mönnum vinnu og kom í veg fyrir verðfall á vörum. Samkvæmt kenningunum tók verðbólga ekki við sér fyrr en fullri nýtingu fram- leiðsluþátta var náð — atvinnu- leysi uppurið — og þá mátti hægja á efnahagsstarfseminni aftur með aðhaldsaðgerðum í ríkisfjármál- um og peningamálum. í aldar- fjórðung eftir seinni heimsstyrj- öldina snerist umræða um hag- stjórn þannig í meginatriðum um valið á atvinnustigi og verðbólgu með almennum eftirspurnarað- gerðum — meiri atvinna þar af leiðandi örari verðhækkanir og öfugt. Með öðrum orðum þannig mátti stilla virkni efnahagsstarf- seminnar með ríkisfjármála- og peningamálaráðstöfunum, rétt eins og hraða bíls með því að stíga létt á bensíngjöfina eða hemlana eftir því sem við átti. Þetta var nefnt „fine tuning". Kenningin og raunveruleikinn áttu samleið frá stríðslokum og fram undir 1970. Þetta tímabil einkenndist af stöðugum hagvexti, framförum og almennu jafnvægi í efnahagslífinu yfirleitt. Hagsæld hafði ekki áður orðið meiri í sögu mannkynsins. Hagfræðingar töldu gjarnan, að fræðigreinin hefði lausn á nánast öllum meiri háttar vandamálum, sem upp gætu kom- ið við hagstjórn. Efnahagskrepp- ur, fjöldaatvinnuleysi og óðaverð- bólga heyrðu sögunni til. En blikur tóku að myndast á lofti í byrjun áttunda áratúgarins. Sífellt reyndist erfiðara að halda verðbólgunni í skefjum við viðun- andi atvinnustig. Kenningin um að í raun gætu þjóðir valið á milli atvinnustigs og verðbólgu og unnt væri að velja um minni verðbólgu og þá meira atvinnuleysi og öfugt, gekk ekki lengur upp. Þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir, sem fólu í sér vaxandi atvinnuleysi, minnkaði verðbólgan ekki, heldur fór vax- andi. Ef slakað var á aðhaldi, magnaðist verbólga nær sam- stundis án samsvarandi örvunar á hagvöxt. Þjóðfélög nútímans sátu uppi með þann hagstjórnarvanda, sem áður hafði verið talinn óhugs- andi, að saman færi stöðnun hag- vaxtar, vannýttir framleiðslu- þættir og þar með atvinnuleysi og jafnframt grasserandi verðbólga. Eftir olíukreppuna 1974/ 1975 fór ekki lengur á milli mála, að blik- urnar voru ekki einungis fjarlægir skýjabakkar heldur raunveruleg óveðursský, sem ógn stóð af og stendur enn. Farsæl hagstjórn í anda Keyn- es, sem tryggði efnahagslegar framfarir og vaxandi velmegun í aldarfjórðung, rann þannig sitt skeið á enda í byrjun áttunda ára- tugarins. Gömlu úrræðin dugðu ekki lengur. Hinar hefðbundnu hagstjórnaraðferðir, sem fólust í því að stýra heildareftirspurn með almennum aðgerðum í ríkisfjár- málum og peningamálum, skiluðu ekki sama árangri og áður. Sam- kvæmt hagstjórnarfræðunum er heildareftirspurn aukin til að bæta atvinnuástandið — draga úr atvinnuleysi. Til að draga úr verð- bólgu er gagnstæðum aðgerðum beitt, þ.e. aðhaldi. Ef hvort tveggja fer saman, atvinnuleysi og verðbólga, er ekki unnt með al- mennum eftirspurnaraðgerðum að ná árangri í átt að báðum mark- miðunum í senn. Tveir kostir blasa við og báðir illir; aðhaldsað- gerðir valda langvarandi atvinnu- leysi og við eftirspurnaraukandi ráðstafanir rýkur verðbólgan upp. Flestar vestrænar þjóðir hafa á allra síðustu árum lagt megin- áherslu á að ná verðbólgunni niður, jafnvel þótt uggvænlegt at- vinnuleysi fylgdi. Um hið gagn- stæða eru þó nokkur dæmi, m.a. ísland. En sagan geymir mýmörg dæmi um afleiðingar óðaverð- bólgu. Þekktasta dæmið á tuttug- ustu öldinni er hrunadans verð- bólgunnar í Þýskalandi á þriðja áratugnum, sem leiddi til eyðingar á þýska markinu sem gjaldmiðli og lagði efnahagslega velferð fjölda manna i rúst. 1 kjölfarið fylgdi gífurlegt atvinnuleysi og eymd á kreppuárunum. Þessi öm- urlega millistríðareynsla Þjóð- verja átti síðan ekki lítinn þátt í mótun heimssögunnar. Efnahagsvandinn nú er auðvit- að ekki af sambærilegri stærð- argráðu og á kreppuárunum. Sem dæmi er atvinnuleysi í Vestur-Þýskalandi nú um 8%, en í upphafi fjórða áratugarins var at- vinnuleysið í Þýskalandi milli 25—27%. Alþjóðleg verslun minnkaði um 1% 1981 og um 2% á árinu 1982 til samanburðar við 27% að magni og 62% að virði milli áranna 1929 og 1933. Fram- leiðsla hefur aukist um allt að 1% á allra síðustu árum, en á árunum 1929—1932 minnkaði iðnaðar- framleiðsla stórkostlega, eða um 'h í Evrópu og 46% í Bandaríkjun- um. Þrátt fyrir að verðbólga hafi víðast hvar heldur tekið að hjaðna, eru vandamálin engu að síður mjög alvarleg, einkum að því er varðar atvinnuástandið, sem er ákaflega bágborið og fá teikn sjást enn um bata í því efni. Efnahags- lífið í heiminum stendur ótraust- um fótum af þessum ástæðum og öðrum, sem of langt mál yrði að rekja hér, og lítið má bera út af til að kreppa magnist á ný. Og ekki stendur íslenskt efnahagslíf á traustari fótum, þó vandamálin þar séu með nokkuð öðrum áhersl- um en víðast hvar. Rætur vandans Hverjar eru orsakir vandans? Hvað gerir það að verkum, að hefðbundin eftirspurnarstjórn dugar ekki lengur? Hvað hefur breyst á þeim fimmtíu árum, sem liðin eru frá kreppunni miklu og veldur því að gömlu lyfin verka ekki á sjúkdóminn? Ástæðurnar eru vitaskuld fjölmargar og sam- verkandi. Þar eru þó að minni hyggju þrjú atriði, sem vega lang- þyngst: 1) Almenn eftirspurnarstjórn hefur verið of eftirgefanleg. 2) Aukið afl og vilji launþegasam- taka og annarra sambærilegra þrýstihópa með einokunarað- stöðu til að gera kröfur um betri lífskjör en samanlagður afrakstur efnahagsstarfsem- innar stendur undir. 3) Aukin hlutdeild hins opinbera í ráðstöfun þjóðartekna til fé- lagslegrar þjónustu og velferð- armála einstaklinga. Fyrsta atriðið varðar beitingu „keynesískra" hagstj órnaraðgerða til að tryggja „fulla atvinnu", eins og það er kallað. í því felst að heildareftirspurn í peningum er aukin með ríkisfjármála- og pen- ingaráðstöfunum, nánast að hvaða marki sem er til að tryggja fulla atvinnu. Hátt atvinnustig er vita- skuld markmið sem á fullan rétt á sér. Það kann hins vegar að hafa óæskilegar hliðarverkanir til lengri tíma fyrir þróun efnahags- lífsins, að stjórnvöld deili ekki ábyrgð á því að atvinnuleysi skap- ist með öðrum valdaaðilum í þjóð- félaginu í svipuðum hlutföllum og valdakerfið gefur að öðru leyti til- efni til. Um leið og stjórnvöld taka á sig alla ábyrgð á að ná markmið- inu um fulla atvinnu, losna aðrir undan henni og geta hagað kröf- um sínum í samræmi við það. Jafnframt er mikilvægt í þessu efni, að hugtakið full atvinna er hvorki auðskilgreinanlegt né óháð tíma og öðrum aðstæðum í þjóð- félaginu. Velferðarríki okkar daga hefur verið að þróast og taka gíf- urlegum breytingum frá stríðslok- um. Hærri tekjur, meiri kröfur um starfshæfni, aukin félagsleg þjónusta, verulegar atvinnuleys- isbætur og fleiri slíkir þættir, sem í reynd tengjast atriði þrjú, hafa haft áhrif til að auka það sem kalla mætti eðlilegt atvinnuleysi eða náttúrulegt atvinnuleysi f anda Milton Friedmans. M.a. taka menn sér að jafnaði lengri tíma í leit að nýju starfi og ekki er eins mikið í hættu við atvinnumissi. Einnig er tímafrekara að finna og ráða hæfa menn í lausar stöður. Ef stjórnvöld taka ekki tillit til þessara atriða og setja sér of metnaðargjarnt markmið um at- vinnustig, eins og hætt er við þegar slíkar breytingar verða á efnahagsaðgerðinni, veldur það umframeftirspurn og þenslu á vinnumarkaðnum. Með þessu er ekki verið að gagnrýna velferðar- ríkið, en bent á, eins og reyndar er augljóst, að hagstjórn verður að taka mið af grundvallarbreyting- um í efnahagsgerðinni. Önnur meginástæðan fyrir því að hagstjórn er nú í þeim vanda, sem raun ber vitni, varðar breyt- ingar á stöðu launþegahreyfingar- innar og samstofna þrýstihópa, sem hafa mismunandi sterka ein- okunaraðstöðu. Slíkir hagsmuna- hópar hafa eflst mikið á síðustu fimmtíu árum. Markmið þessara aðila er að sjálfsögðu að gera hag sinna manna sem bestan. Vandinn er hins vegar sá, að þegar kröfur allra þessara aðila eru lagðar saman, reynast þær gjarnan vera langt umfram afrakstur efnahags- starfseminnar. Og í stað þess að leysa skiptavandamálið strax á þann hátt að fella kröfurnar að getu þjóðarbúsins, er það leyst til bráðabirgða með eftirgjöf í al- mennri eftirspurnarstjórn. Það skapar hins vegar nýjan vanda, þ.e. verðbólgu. Þriðja atriðið snertir rætur vel- ferðarríkisins. Nútíma hagkerfi er ekki rekið til hins ýtrasta á grundvelli járnharðra lögmála markaðarins. Atvinnulaus maður sveltur ekki; sjúkum er hjúkrað þó þeir séu auralausir; þeir sem eru ófærir til vinnu af einhverjum ástæðum, eru á framfæri hins opinbera o.s.frv. Þessi atriði gera tvennt í senn. Annars vegar dreg- ur það úr ábyrgð kröfugerðar- manna og hins vegar tekur hið opinbera stærri sneið af því sem til skipta er og þrengir um leið að ráðstöfunartekjum einstaklinga. Með þessu er ekki verið að gagn- rýna velferðarríkið frekar en fyrr, þó vissulega megi deila um umsvif hins opinbera, enda eru fáir, sem vilja hverfa aftur til óhefts mark- aðsbúskapar í líkingu við það sem gerðist fyrir kreppuna miklu. En hagstjórn verður að taka mið af breyttum aðstæðum. Þessi þrjú atriði eru auðvitað samofin. Ástæðan til þess að kröfugerð hefur verið umfram þjóðartekjurnar, eða það sem til skipta er, kann að vera sú, að vitað er fyrirfram að stjórnvöld munu fjármagna kröfurnar með fölskum seðlum, léttari krónum, ef ekki finnst innstæða fyrir þeim. Slík vissa losar kröfugerðarmenn und- an þeirri ábyrgð að taka afleiðing- um gerða sinna með beinum hætti. Alltaf má finna einhvern synda- hafur í þriðju persónu fyrir verð- bólgunni og til skamms tíma kann mönnum að þykja það þægileg lausn frá þrúgandi vandamálum líðandi stundar. Það er hins vegar málamiðlun, sem skilur alla eftir verr setta en áður. Verðbólgan er dýrkeyptur stundarfriður. Ekki vinnst tími til að rekja hér þann stórfellda skaða, sem óhamin verðbólga veldur. En þar sem þessi þáttur er sérstaklega þýðingarmikill með hliðsjón af íslenskum aðstæðum, verður ekki hjá því komist að nefna örfá atriði. Verðbólgan veldur óhagkvæmni í efnahagslíf- inu, m.a. vegna þess að allar við- miðanir brenglast, bæði að því er varðar neyslu einstaklinga og fjárfestingar. Hvorugt skilar sér í lífskjörum eins og efni standa til. Ójöfnuður í tekju- og eignaskipt- ingu fylgir verðbólgu og einnig óvissa um framtíðarhorfur. Lát- laus og sveiflukennd verðbólga dregur því úr afköstum efnahags- lífsins eins og langvarandi sjúk- dómur úr afköstum manns. Þróun efnahagslífsins á Islandi ber glögglega vitni um hrörnun- aráhrif verðbólgu. Fjárfesting í hlutfalli við aðrar hagstærðir hef- ur verið mun meiri en víðast hvar í heiminum án þess að samsvar- andi aukning í framleiðslu fylgdi. Neyslumynstur er í ýmsum atrið- um frábrugðið því sem gerist ann- ars staðar á Norðurlöndum. ótil- ætluð áhrif verðbólgu á tekju- og eignaskiptingu hafa verið gífur- leg. Hvatning til fyrirtækja um að auka framleiðni og hagræðingu og taka upp nýjungar hefur verið Þórður Friðjónsson „í því efni vegur ótví- rætt þungt á vogarskál- unum, að sú hagstjórn, sem hefur verið ein- kennandi fyrir ísland, býður ekki heim opnu samráði. Skammtíma launa- og verðstöðvun- arafbrigði endurtekið í mismunandi myndum, gefur ekki kost á hlut- lægu og frjósömu sam- ráði.“ mjög ófullnægjandi. Verðbólgan hefur því haft veruleg áhrif til að hefta framfarir í atvinnulífinu. í verðbólgu og við undanlát- sama eftirspurnarstjórn verður hlutskipti launþegahreyfingarinn- ar sérkennilegt. Mótstaða at- vinnurekenda gegn launahækkun- um, hvort sem þær eru umfram framleiðnibreytingar eða ekki, er ákaflega lítil. Launþegahreyfingin getur í reynd ákveðið peningavirði launanna. Hvers vegna ættu at- vinnurekendur að stöðva hækkun launa í peningum, ef þeir vita fyrirfram að þeir geta mætt þeim með verðhækkun? Ekkert er unnið með slíku og hver vill baka sér óvinsældir að óþörfu. Við slíkar aðstæður verða kjarasamningar markleysa. Einungis er samið um mismunandi mikla verðbólgu, en þó með þeirri alvarlegu hliðar- verkun, að lífskjör og kaupmáttur til lengri tíma rýrna. Upphafleg launahækkun veldur lífskjara- skerðingu. launþegahreyfingin sit- ur eftir með svartapétur. For- svarsmenn launþegahreyfingar- innar og ríkisstjórnin hafa gert umbjóðendum sínum bjarnar- greiða. Hvað er til ráða? Til lausnar á þeim vanda, sem við er að etja, eru tvær meginleið- ir: 1) Breytt eftirspurnarstjórn, sem byggist á því að halda fyrir- fram ákveðnum vaxtarhraða í peningavirði heildarspurnar. 2) Tekjustefna eða eitthvert sam- ráðsform stjórnvalda, laun- þegasamtaka og vinnuveitenda samhliða bættri eftirspurnar- stjórn. Fyrri leiðin felur í sér verulega áherslubreytingu frá „keyneskri" hagstjórn, sem felst í því að nota hagstjórnartæki hins opinbera til að vinna gegn hagsveiflum með þeim hætti að auka heildareftir- spurn á samdráttartímum en beita aðhaldsaðgerðum á þenslu- tímum. Þess í stað er almenn hag- stjórn samkvæmt þessari kenn- ingu miðuð við að halda föstum fyrirfram ákveðnum vexti í pen- ingalegri heildareftirspurn milli tímabila. Vaxtarhraðinn er ákvarðaður með hliðsjón af lang- tímavexti þjóðarframleiðslunnar. Með þessum hætti vinnur hag- stjórn í raun gegn hagsveiflum á þann veg, að ef af einhverjum ástæðum myndast frávik frá lang-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.