Morgunblaðið - 23.09.1983, Side 1

Morgunblaðið - 23.09.1983, Side 1
56 SÍÐUR 217. tbl. 70. árg. FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Franskar þotur gerðu árás á stöðvar drúsa Reykjarmökkur stígur upp frá búðum ítalska friðargæsluliðsins, en þar hæfði eldflaug drúsa vopnabirgðir ít- ala með þeim afleið- ingum að þær sprungu 1 loft Upp. Símamynd AP Almáttugur en sú mæða „AlmáUugur en sú mæða,“ gæti gæti George Schultz varnarmálaráðherra Bandaríkjanna verið að hugsa með sér er hann hlýðir á Paul X. Kelly, yfírmann landgöngusveita bandaríska fíotans ávarpa utanríkisniálancfnd bandaríska þingsins í gær. Kelly var nefnilega að tala um bandarísku hermennina sem sendir voru til Víetnam fyrir ári. Eða hvað? Nei, þá leiðrétti hann sig, því hann átti auðvitað við Libanon. Margir nefndarmenn hrukku illa við og líkaði ekki hin óviljandi samlíking. Að minnsta kosti leist Schultz greinilega ekki á blikuna. Beirút, 22. september. AP. Að MINNSTA KOSTI fjórar franskar herþotur gerðu í gær árás á stöðvar drúsa fyrir utan Beirút og er það í fyrsta skipti sem ein af friðargæslusveit- unum stendur fyrir loftárásum, en áður höfðu Bandaríkjamenn skotið á drúsa af herskipum sinum. Loftárásin kom eftir að stöðvar frönsku og ítölsku friðargæsluliðanna höfðu orðið fyrir mikilli fallbyssuskothríð. Drúsar beindu byssum sínum að stöðvum Frakka og Itala í gær- morgun. Særðust sex franskir her- menn, en ítalarnir sluppu óskrám- aðir. Hins vegar varð skotfæra- geymsla þeirra fyrir eldflaug með þeim afleiðingum að gífurlegar keðjusprengingar hófust. Var tjónið mikið. Ekki voru menn sammála um hver skotmörk frönsku þotanna voru, var ýmist talað um stöðvar drúsa skammt frá bænum Souk E1 Garb, Dhour Shweir í Metn- fjöllum eða þorpin Bhamdoun, Ain Dara og Abadyie í Metnfjöll- unum skammt frá Dhour Shweir. Bandarísku herskipin úti fyrir ströndum Líbanon héldu áfram skothríð sinni á stöðvar drúsa og Palestínuskæruliða skammt frá Souk E1 Garb í gær og líbanski herinn stóðst áhlaup árásarsveita um morguninn. f allan gærdag héldu drúsar uppi stórfelldri fall- byssu- og eldflaugaskothríð á Beirút og um skeið beindu þeir mjög skeytum sínum að forseta- höllinni og bústað bandaríska sendiherrans Roberts Dillon. Féllu sprengjur allt í kring um bústaði þeirra, en ekki á þá sjálfa. Á meðan stríð geisaði í gær héldu embættismenn áfram að leita vopnahlésskilmála. Arabíski prinsinn og milligöngumaðurinn Bandar Bin fór til Damascus í Sýrlandi og Robert McFarlane, sérlegur sendifulltrúi Bandaríkja- stjórnar í Miðausturlöndum, fór þangað einnig. Ræddu báðir við Abdul Halim, utanríkisráðherra Sýrlands, en ekki var vitað um niðurstöður viðræðnanna. í gær hillti undir samkomulag um vopnahlé eftir því sem talsmenn líbönsku stjórnarinnar gáfu i skyn. Stóð til að funda um vopnahlésskilmála, en það sem stóð í veginum var neitun Sýrlend- inga að mæta til fundar ef Líbanir tefldu fram í nefnd sinni þeim Shafik Wazzan, forsætisráðherra, og þingmanninum Kamel Assad. Marcos: „Varaðir við yfir- vofandi tilræði“ Marcos sagði hugvekjuna hafa komið í júlí síðastliðnum, en tíð- indamaðurinn hefði látið sig hverfa eftir að hafa varað stjórn- ina við. „Hann óttaðist um líf sitt og lái honum enginn. Hann er úr röðum kommúnista, en við höfum fundið hann og munum tefla hon- um fram máli okkar til staðfest- ingar,“ sagði Marcos og bætti við að það væri nokkurn veginn ljóst að stjórnarandstæðingar sjálfir hefðu vegið foringja sinn til að koma lagi á stjórnina. „Auðvitað gruna allir okkur og hinum raun- verulegu morðingjum tókst mjög vel að koma okkur í klípu," sagði forsetinn. Nefndin sem skipuð var til að rannsaka morðið á Aquino hefur ekkert látið frá sér fara enn sem komið er og það hefur tafið störf hennar að takmarkað mark er tek- ið á henni. Telja margir að nefnd- in starfi undir hæl Marcosar og niðurstöður hennar eigi einungis að vera þær sem Marcos segir. Stjórnvöld og stjórnarandstæð- ingar sökuðu hverjir aðra um að hafa átt upptökin að hinum gífur- legu óeirðum sem urðu á miðviku- daginn, en þá var einn mánuður liðinn frá morðinu. Marcos var spurður hvort heriög yrðu sett á Filippseyjum á næstunni. Marcos svaraði: „Ekki tel ég það, ekki nú að minnsta kosti. En neyðist ég til þess vegna ástandsins mun ég ekki hika.“ New York og Manila, 22. Heptember. FERDINAND Marcos, forseti Fil- ippseyja sagði í sjónvarpsviðtali í gær, að heimildarmaður úr röðum kommúnista hefði varað stjórnvöld við því að stjórnarandstöðuleiðtog- inn Benigno Aquino væri í mikilli lífshættu og aðiíar úr röðum stjórn- arandstæöinga sætu um líf hans til þess að koma stjórnvöldum í bobba. Sagði Marcos að innan skamms myndu stjórnvöld tefla fram um- ræddum heimildarmanni. „Eins og að leita að blýanti í eyðimörk... W akkanai, Edinborg o.d. 22. september. AP. æitin að braki kóresku þotunnar, icm Sovétmenn skutu niður fyrir úmum þremur vikum, stendur enn fir og taka 7 bandarísk, 25 sovésk ig nokkur japönsk skip þátt í henni. æitin hefur snúist upp í að vera apphlaup um hver veröi fyrstur til ð fínna „svarta kassann" sem tal- ■n er geyma leyndarmálið um hvað ■r milli áhafnarmeðlimanna síðustu n'núturnar áður en þotan hrapaði. Bandarísku yfirmennirnir á útarskipunum eru misjafnlega bjartsýnir á árangur. Einn þeirra, Charles Maclin, sagði til dæmis í gær, að það væri eins og verið væri að leita að blýanti í eyðimörk úr 300 metra hæð og að næturþeli. Annar, William Cockell aðmiráll, tók í annan streng. Hann sagði að þegar hefði tvívegis náðst sam- band við kassann með leitar- tækjum og ef lukkan væri með væri ekki útilokað að takast mætti að finna hann. í Edinborg gerðist það svo í gær, að háttsettur sovéskur emb- ættismaður, Dr. Viktor Linnyk, sagði í samtali við BBC, að. það væri hugsanlegt að kóreska þotan hafi ekki verið að njósna. Það hefðu verið mikil mistök hjá flugmönnunum að skjóta hana niður og þeir hefðu alls ekki gert það hefðu þeir vitað um alla hina saklausu borgara sem um borð voru og alls ekki þó svo að um njósnavél hafi verið að ræða. Þessi orð Linnyks vöktu athygli, því þetta er í fyrsta skipti sem hátt- settur Rússi viðurkennir að um mistök af hálfu Sovétmanna hafi VPrið áð ræða. Ekki stóð það þó lengi, því síðar um daginn sagði Linnyk í samtali við ITN-frétta- stofuna, að sökum uppivöðslusemi spyrils BBC og eigin kunnáttu- leysis í ensku hafi hann sagt eitt og annað sem hann hafði alls ekki ætlað sér, svo sem að hugsanlegt væri að þotan hafi ekki verið að njósna. Það hafi hann aldrei ætlað sér að segja. Rússar klifa enn á að um njónsaflugvél hafi verið að ræða. í gær fullyrtu þeir að hún hefði sent frá sér dulmálstilkynningar rétt áður en hún hrapaði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.