Alþýðublaðið - 21.09.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 21.09.1931, Blaðsíða 2
II&ÞSÐUS&AÐIÐ f I Jónas oefnrnegar beit er. Pegar Framsófcniarflokknuim fvarð ljóst í vetur er leið, iwerjir erfiðleikar væm fram undan, tók hann þá stefnu, að stöðva að imestu allar opiniberar fraim- kvæmdir. Þetta var nú hans að- ferð til pess að mæta með erfið- leikunum, og hefir ekki borið á því, aÖ íhaldsíliofckurinn væri á neinn hátt ósamdóma Framsókn um þetta, einda hjálpuðu íhialds- men.n Framsókn til þess að koma fjárlögunum gegnium þdngið, fjár- lögum, þar sem flestar fram- kvæmdir, er sköpuðu vinnu fyrir verkalýðinn, voru skorniar niður. Eirns og gamli málshátturimn segir, þá má flestu nafn gefa. Jónas frá Hriflu var heldur ekki lengi að gefa nafn þessari aðferð framsóknar, að eyða öliu í góðu árunum, en sfcera svo algerlega niður allar framkvæmdir þegar erfiðu árin komu. Hann kaliaði þetta ,yað heyjia í grasárunum" og spurði, hvort ekki væri rétt að gera það. En rökrétt getur ekki spurning hans, heimfærð upp á landssjóðinn, þýtt annað en það, hvort ekki sé rétt að leggja þyngri tolla á þegar vel ári. En það var nú aldrei um það að ræða, og spurning hans hefði ver- ið rétt eims og á stóð, ef hann hefði spurt, hvort rétt væri að gefa upp öil heyin eftir góðu grasárin (þó nóg beit væri) og eiga svo ekkert þegar illa heyj- aðist, og er hætt við að flestir kalli það miður góðan búsikap. i erlendum blöðum má sjá, að ríkjastjórnir yiirleitt, hviaða flokks sem eru, og jafmvel þó rcmmu.stu auðvaldsstjórnir séu, eru ekki hrifnar af stefn.u Fraimsóknar (og gamla íhaldsins okkar) í þessum málum. Þar imá sem sé lesa, að aldrei hefiir á neinu ári verið unnið eins mikið að vegagerðum í veröldimni eiins og á þessu ári, sem nú er að líða, og að það er gert í þeian beiina tilgangi að vinna á móti kreppunni og at- vinnuleysinu. Stjórnirnar í ,auöval dsríkjunum, sem eru að láta vinna þessa vegagexð og ýmislegt aininað til þess að bæta úr atvinnuleysiinu, eru sannarlega ekki að láta vinna af umhyggju fyxir verkalýðnum, heldur af því að þær vita, að það er stórt tap fyrir löndiin sem heiid, og þar með þá fyrst og fremst fyrir auðvaldsstéttiina sjálfa, að verfcalýðurinn sé að- gerðalaus, því þan.n tíma skap- ast engin verðmæti. Þær vœta, að öll stöðvun á vinnu er tap fyriT yfirstéttiina, bæði fyrir þann hluta, sem á framleiðsiutækiin og þann, sem verzlar með framileiðslu- afurðimar. — En þó að auðvaldið okkar ísienzka skilji það ekki enn þá, að það tapar iika á atvinnuieysi. verkam.anna, getur verið, að sá hluti þess, sem myndar bændaflOikkinn, fari að skilja það, þegar hann athug- ar, hve mikið rýrnar afurðasala bænda, sem er óhjákvæmileg af- leiðing af atvinnuleysi verkalýðs- ins. Og þá getur líka verið, að Jónas fái annan skllning á því, hvað það raunverulega merki „að Iheyja í grasárum“. KaDphallarlokon og skráning- arfrestnn. Berlín, 21. sept. UP. FB. Opinberlega er tiilkynt, að kaup- höllinni' verði iokað í dag. Khöfn, 21. sept. UP. FB. Að beiðni bankastjóra helztu bankanna hefir kauphallarráðið á- kveðið að fresta skrásetningu allra verðbréfa. „Nautilös“ kominn tii Björg- vinjar. Björgvin, 21. sept. UP. FB. „Nautilus“ kom hingað í gær. Gullinnlausn seðla hætt í Bietiandi um sinn. Lundúnum 20. sept. UP. FB. Englandsbanki hefdr hækkað forvexti um 11/2% í 60/0 frá og með mánudegi að telja. Lundúnum, 21. sept. UP. FB. Ákveðið hefir verið að hverfa um stundarsakir frá gullinnlausn iseðlanna og í þv ískyn iað leita samþykkis þiings'ins á frumvarpi um það efni, sem borið verður fram í dag. Eiinniig hefir vierið ákveðið að loka kauphöllinni í dag. Opinber tilkynning seg- ir, að ákvörðunim um afnám gulil- innlausnarskyldunnar sé fram komin vegna þess, að síðan í miðjum júlí hafi meir en 200 milljónir steriingspúnda horfið úr umferð á peninigamarkaðinum í Lundúnum. Ákvörðun þessi tekur ekki til skuldbindinga stjórniar- innar eða Englandsbanka, sem greiddar verða í erlendri mynt. „Zeppelín greifi“. Lundúnum, 21. sept. UP. FB. Frá Pernambuoo í Brazilíu er símað, að „Zeppelin greifi" hafl lent þar fel. 6,50 í gær. Viðsjár með Japönnm og Kínverjom. FB.-sfeeyti frá Shanghai í Kína hermir, að járnhrautarbrú í Man- sjúríu hafi verið sprengd upp. Þá hafi Japanar sent herlið til Mukden, óg séu miklar æsingar bæði í Kína og Japan. Fyrirspura tii Timans. Hverja ætlar „Tíminn“ svo mikla fáráðlinga, að þeir muni trúa því, að færsla áfengisvei/t- inga fram á kvöldið verði till þess að minka drykkjusfeap ? Jafnaðarmannafélag íslands. Vetrarstörfin. Bréf til félaga. ---- (Nl.) Þá eru enn ótalin nokkur mál, sem mjög bráðlega koma til fcasta félagsinsi, mál, sem beint varða framtíð flokksins og starf. Er vart hugsanlegt, að nokkur félagsmaður láti undir höfuð leggjast að kynna sér þau og taka ákvörðun sína um þau — er þau koma til kasta félagsins. Af slíkum stórmálum vil ég nefna: 1. Kaupfélagsmál verkalýðsins. 2. Blaðaútgáfa flokksins. 3. Fjárreiður flokksins. 4. Reglur um val opinberra trúnaðarmianna. Verða mál þessi auglýst sér- staklega sem fundarefni að fengnum rækilegum undirbiúningi í hverju máli, og rædd á þeim fundum, sem eingöngu sitja fé- lagsmenn. Hér hefir þá verið talið mokk- uð af því, sem stjórnin hefir haft undirhúning um, og veltur frani- kvæmd þessa og gagnsiemi mest á félagsmönnum sjálfum. Þegar hér var komið greininni ætlaði ég eiginlega að láta stað- ar numið, en varð þá fyrir því happi að hitta greinda og reynda Aiþýðuflokkskonu. Ég sagði henni hvað í ráði væri, — og var ekki trútt um að hik kæmi á hana. Hún lét á sér skilja, að það gæti veriö hættulegt að birta svona margliðaðar fyrirætlanir, ef lítið yrði af framkvæmdum. Það er mikið til í því. En henni virt- ist ekkii til hugar koma, að hætt- an gat ekki verið nema tvenns konar. Að stjórn félagsins væri þess ekki megnug að standa fyr- ir slíku félagsstarfi, eða þá hiitt, að í félaginu leyndust einhverj- ar þær veilur, að slíkra starfa væri ekki af því að vænta. Hvort sem nú kynni að vera, þá fæ ég ekki betur séð en að það sé bráðnauðsynlegt að það komi í ljós. Or fyrra atriðinu er hægt að bæta. Alþýðuflokkurinn stendur allra flokka bezt að vígi mieð að losa sig við miður hæfa menn úr trúnaðarstöðum, sem gróa eins og mygla á starfsemi annara flokka. Bann þarf aldrei að sigla tneð lík í lestinni af því að andi flokksins og siðferðis'stefna kriefj- ast þess að mienin séu ekki að dingla í þeim störfum fyrir for- dildar sakir, sem þeir eru ekki vaxnir, þó að slíkt sé algeng ó- væra í borgaralegum flokkum. Og stjórnarstóliarnir í Jafnaðar- mannafélaginu eru, sem betur fer, ekkert erfðagóss, fremur en, önn- ur trúnaðarstörf í þágu þessa flokks. Um hitt atriðið, að í félaginu séu þær veilur, að það geti haft hættu í för með sér að gera op- inberlega grein fyrir sjálfsögðum störfum þess á komanda vetri, sakir þess, að þar kynni. minna úr að verða en efni félagsins standa til, er svo ískyggileg hugs- un,, að ég vil ekki fara um hana fleiri orðum að sinni. Hitt liggur í hlutarins eðli, að þ.að ýtir enn undir mig, að birta fyrirhugaða starfsáætlun stjórnarinnar, til þess þar með að leggja opinber- lega á herðar einstakra félaga þá skyldu, sem á þeim hvílir um það, að láta ekki sitt eftir liggja, að henni megi verða framgengt, þanndg að bolmagn félagsins og áhrif megi fara sívaxandi. Þetta er gert með harla réttmætu til- diti til þeirra framherja flokksins, sem á opinberum vettvangi berj- ast fyrir málum hans, og sem kynnu að geria sér í hugarlund, að flokkurinn ætti í Jafnaðar- mannafélagi íslands traustara tæki og einbeittara félagsvald en raun kann á að verða. Þetta parf að koma sem allra greinilegast I ljós, ef ekki vegna Jafnaðar- mannafélags Islands, þá vegna jafnaðarstefnunnar og þeirra möguleika, sem hún hefir til þess að ryðja sér til rúms á ísiandi. Annars er ég ekkert smeykur við síðara atriðið. Ég ætla að vera svo bjartsýnn að álíta, að það sé fremur liðsmannafæð, sem enn háir félaginu, fremur en á- hugaleysi þeirra, sem fyrir eru, eða persónulegur vanmáttur. Við- vikjandi fyrra atriðinu, — getu- leysi stjórnarinnar, hefi ég bent á óbrigðult ráð — sjálfslækning- ar ráð allra heilbrigðra alþýðu- samtaka — að láta vanmetakind- ur þoka fyrir öðram hæfari. Það er einfalt ráð og auðvelt, — en gefst oft vel. Og það hefir þann kost, að alþýða þarf ekki að sækja það til annara en sjálfnar sín. Og sigurvonir alþýðu yfir beinátulýð íhaldsins felast með- ^l -annars í því, að þetta félags- lega heilsulyf notar íhaldsdótið aldrei. Það skilur að vísu nauð- syn þess, en skortir jafnan hug til þess að leggja sig undir slLka sáralækningu, — af mjög skilj- anlegum, en, tniður virðulegum á- stæðum. Næsti fundur félagsins verðuxj haldinn 22. þ. m. í Iðnó uppi kl. 8V2 e. m. Mætumst heil! Sigurdur Einarsson. Jafnaðannannaíélag íslands heldur fund annað kvöld kl. 81/2 í alþýðuhúsinu Iðnó uppi. Ýms rnerk mál era til umræðu. Félagar era beðnir að fjölmenna og mæta stundvíslega.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.