Morgunblaðið - 23.09.1983, Page 14

Morgunblaðið - 23.09.1983, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983 Mataræði fólks verði skipulagt til þess að forðast krabbamein Bandarfkjamenn neyta 10.000 sinnum fleiri tilbúinna krabba- meinsvaldandi efna í venjulegu, daglegu mataræði sínu en fyrir hendi eru í þeim lyfjum, sem fram- leidd eru til þess að vinna bug á sjúkdómum. Má flnna þessi efni í alls konar fæðutegundum, allt frá kjöti til ristaðs brauðs. Kemur þetta fram í grein eftir Bruce N. Ames, sem er í fararbroddi krabbameinssérfræðinga nútím- ans og forseti lífefnadeildar há- skólans í Berkley í Kaliforníu. Grein þessi birtist fyrir skemmstu í bandaríska tímaritinu Science. Vísindamenn hafa jafnframt uppgötvað, að matvæli innihalda einnig margs konar efni, sem koma í veg fyrir krabbamein. Þar sem talið er, að ekki muni líða langur tími, unz krabba- meinssérfræðingum takizt að staðreyna, hverjir krabbameins- valdarnir eru í fæðu fólks jafnt sem það, sem þar er og kemur í veg fyrir krabbamein, þá er sá tími ekki langt framundan, að mataræði fólks verði skipulagt til þess að forðast marga helztu krabbameinsvaldana. Bruce N. Ames segir í grein sinni, að þekktasta orsök krabbameinsdauða séu tóbaks- reykingar, en til þeirra megi rekja um 30% þeirra 350.000 krabbameinsdauðsfalla, sem eiga sér stað árlega í Bandaríkj- unum. Mataræði er talið vera næst helzta orsök krabbameins en það er þó mismunandi eftir því hvar er í heiminum. Fólk sem flyzt búferlum frá einu svæði til annars, hefur tilhneig- ingu til þess að taka upp það mataræði, sem tíðkast í nýjum heimkynnum og er þá um leið i hættu fyrir sams konar krabba- meini og það fólk, sem fyrir er og þá í sama mæli, en tíðni krabba- meins getur verið hærri fyrir sumar krabbameinstegundir en aðrar. En vegna þessarar mismun- andi tíðni þá er fyrir hendi, segir Ames „sú von, að forðast megi allar meiri háttar tegundir krabbameins að miklu leyti". Þota hrapaði 200 metra Syracuse, New York, 22. september. AP. FARÞEGA um borð í tveggja hreyfla þotu með 17 manns tókst að drepa á öðrum hreyflinum með þeim afleið- ingum, að vélin hrapaði 200 metra. Munaði ekki nema 60 metrum, að vélin skylli á jörðunni, þegar maður- inn var yfirbugaður, en þá náði flug- maðurinn valdi á vélinni á ný. Engin slys urðu á fólki, nema hvað margir um borö urðu geysilega hræddir. Flugvélin var rétt að lenda á flugvellinum í Syracuse í New York-riki, er atburðurinn gerðist. „Maðurinn var örugglega að reyna að stytta sér aldur,“ var haft eftir einum farþeganna, David Stanton. Flugmaðurinn, J. B. Whitehead, lýsti atburðinum þannig, að mað- urinn, sem heitir Cristohopher Bradshaw, hefði skyndilega komið þjótandi inn í stjórnklefann og gripið í stjórntæki vélarinnar með þeim afleiðingum að það drapst á öðrum hreyfli hennar og hún tók að hrapa til jarðar. Bradshaw, sem er 27 ára gamall, hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald, á meðan mál hans er í rann- sókn. „American Cup“ Siglingakeppnin fræga, „American Cup“ stendur nú sem hæst úti fyrir austurströnd Bandaríkjanna. Hér sjást þær tvær skútur, sem keppa til úrslita í keppninni. Önnur þeirra er bandaríska skútan „Liberty“ og hin er ástr- alska skútan „Australia Il“. Bandaríska skútan hefur nú forystuna í úrslita- keppninni með 3:2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.