Morgunblaðið - 23.09.1983, Page 15

Morgunblaðið - 23.09.1983, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983 15 Stutt fréttir 16 ára bankaræningi Bel((rad, 22. september, AP. LÖGREGLAN í Belgrad hand- tók í dag sextán ára gamlan pilt, nokkrum klukkustundum eftir aö hann hafði framið rán í banka í borginni Niska Banja. Komst pilturinn á braut með jafnviröi um 220 þús. ísl. króna í reiðufé. Nafn piltsins hefur ekki verið birt vegna þess hve ungur hann er og er búist við að hann verði settur á einhvers konar betrunar- eða unglingaheimili. Lögreglan segir að pilturinn hafi komið inn í bankann skömmu fyrir hádegið og var þá með grímu fyrir andliti. Hann miðaði riffli á gjaidker- ann, sem afhenti honum snar- lega tiltæka seðla. Pilturinn batt síðan manninn kyrfilega, skildi riffilinn eftir og gekk út úr bankanum án þess að nokk- uð fum eða fát sæist á honum. Hann var handtekinn á heim- ili sínu nokkru síðar, hvar hann sat og taldi peningana. Fimm létust í átökum í Delhi Nýj* Delhi, 22. sept. AP. FIIVIM manns létu liTið, þegar vopnaðir lögreglumenn skutu að tvö þúsund manna hópi sem hafði gert aðsúg að lögreglustöð í úthverfi Nýju Delhi. Ástæðan fyrir að fólkið réðst til atlögu mun hafa verið sú að ungur maður sem grunaður var um að hafa stol- ið þrjátiu armbandsúrum frá vinnuveitanda sínum var pyndaður til dauða við yfir- heyrslur lögreglu. f átökunum áður en lögreglan hóf skothríð slösuðust 20 lögreglumenn en fæstir alvarlega. Singh, yfir- maður lögreglustöðvarinnar sagði blaðamönnum AP, að það hefði verið atvinnurek- andinn sem hefði pyndað unga manninn svo að hann hefði verið illa leikinn þegar hann kom i hendur lögreglunnar. Jarðskjálfti á Taiwan Taipei, Taiw an, 22. sept. AP. JARÐSKJÁLFTI sem mæld- ist 6,4 stig á Richterkvarða varð á Taiwan í dag, en að því er best er vitað mun ekki hafa orðið manntjón. Jarðskjálftinn varð kl. 3.20 um nótt, að staðartíma. Upptök sjálftans eru talin vera 64 mílur út af Hualien, sem er ferðamannabær um 156 mflur suðaustur af Taipei. 35 milljóna getraunavinningur London, 22. nept. AP. TOM NOKKUR Williamson, þungavinnuvélastjóri i Coventry í Mið-Englandi vann í getraun- um sem svarar 35 milljónum ísl.kr., og tilkynnti að hann myndi aldrei vinna handtak framar. Hann kvaðst hafa tekið þátt í getraunum í fjórtán ár og hann hefur fyllt reitina á get- raunaseðlinum sínum út sam- viskusamlega nákvæmlega eins i hverri einustu viku. Williamson er 32 ára og sagðist hafa kviðið því tölu- vert að færa eiginkonu sinni, Sylviu, fréttirnar, þar sem hann hefði óttast að hún myndi hreint af göflunum ganga. „Svo að ég sagði henni fyrst að ég hefði vondar frétt- ir að færa; ég hefði sumsé gleymt að taka matinn úr frystikistunni, en ég hefði einnig góðar fréttir; ég hefði unnið í getraunum. Hún tók hvorutveggja af stillingu.“ Þing Frjálslynda flokksins: Samið verði um fram- tíð Falklandseyja Harrogate, 22. september. AP. FRJALSLYNDI flokkurinn í Bret- landi samþykkti í gær ályktun þess efnis, að teknar yrðu upp að nju samningaviðræður við Argentínu um framtíð Falklandseyja. Var þetta gert með ályktun sem samþykkt var með handaupprétt- ingu af miklum meirihluta þing- fulltrúa og er þetta í annað sinn á þessu ársþingi flokksins sem for- ysta hans er snupruð vegna stefnu hennar. Russel Johnston, talsmað- ur flokksins í varnarmálum á Eiginkona Marcosar dregur sig íhlé FRÚ Imelda Marcos, eiginkona Marcosar Filippseyjaforseta hefur lýst því yfir, að hún hyggist draga sig í hlé frá stjórnmálum á næsta ári. Heldur hún þvf fram, að það traust, sem hún hefur notið, hafi bcðið mikinn hnekki vegna þess gruns, sem komið hefur upp um hlutdeild hennar í morðinu í síð- asta mánuði á Benigno Aquino, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu. Frú Marcos, sem nú fer með embætti húsnæðismálaráðherra á Filippseyjum, hefur sagt, að brezka þinginu, gagnrýndi þessa ályktun sem „óraunsæja ósk- hyggju“. Sagði hann, að íbúar Falklandseyja ættu að fá að lifa undir brezkri vernd, ef þeim sýnd- ist svo. í ályktuninni er skorað á stjórn frú Margaret Thatchers að hefja umræður við Argentínumenn und- ir eftirliti Samtaka Ameríkuríkja (OAS) í því skyni að freista þess að finna samkomulagsgrundvöll um framtfð þessa eyjaklasa i Imelda Marcos ákvörðun sín sé óhagganleg. Hún vísaði algerlega á bug þeirri hugmynd, að hún tæki við af eig- inmanni sínum sem forseti lands- ins og kvaðst ekki verða í fram- boði í fyrirhuguðum þingkosning- um i maímánuði á næsta ári. Suður-Atlantshafi, sem Bretar og Argentínumenn háðu 10 vikna stríð um á árinu 1982. í ályktun- inni segir ennfremur, að það skuli vera skilyrði fyrir sérhverju sam- komulagi, að trygging verði veitt fyrir jafnt persónulegu frelsi sem framtíðaröryggi þeirra 1.800 manna af brezkum uppruna, sem búa á Falklandseyjum. Kanada: Tveir Rússar reknir fyrir tækninjósnir Ottawa, 22. september. AP. TVEIR sovézkir sendistarfs- menn voru reknir frá Kanada 12. september sl. fyrir tilraun til þess að komast yfir mjög mikilvæg tæknileyndarmál. Skýrði talsmaður kanadíska utanríkisráðuneytisins frá þessu í dag. Tók hann það sam- tímis fram, að Allan MacEach- en, utanríkisráðherra Kanada, hefði af ásettu ráði ekki látið skýra frá þessu fyrr en nú til þess að koma í veg fyrir, að litið yrði svo á, að samband væri milli brottvísunar sendi- starfsmannanna tveggja og at- burðarins, er suðurkóreska farþegaþotan var skotin niður fyrir þremur vikum, en með henni fórust 10 Kanadamenn. T..> TWP'I ■ I. » .1,^ WJt SUZUKI kr. 95.000,- útborgun I tilefni þess aö viö afhendum þúsundasta Suzuki-bílinn þessa dagana, seljum viö nokkra Suzuki Alto árgerö 1983 meö 95.000,- króna útborgun. Verö kr. 185.000,- Útborgun 95.000,- Missiö ekki af upplögöu tækifæri til að eignast nýjan bíl á góðum kjörum. Suzuki Alto — Sterkur — Sparneytinn Eyösla: minna en 5 I. pr. 100 km. ^ Sveinn Egi/sson hf. skeifan 17. Sími 85100 AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK City of Hartlepool 4. okf. Bakkafoss 14. okt. City of Hartlepool 25. okt. Bakkafoss 4. okt. NEW YORK City of Hartlepool 3. okt. Bakkafoss 13. okt. City of Hartlepool 24. okt. Bakkafoss 3. nóv. HALIFAX City of Hartlepool 7. okt. City of Hartlepool 28. okt. BRETLAND/ MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 25. sept. Álafoss 2. okt. Eyrarfoss 9. okt. Álafoss 16. okt. FELIXSTOWE Eyrarfoss 26. sept. Álafoss 3. okt. Eyrarfoss 10. okt. Álafoss 17. okt. ANTWERPEN Eyrarfoss 27. sept. Álafoss 4. okt. Eyrarfoss 11. okt. Álafoss 18. okt. ROTTERDAM Eyrarfoss 28. sept. Álafoss 5. okt. Eyrarfoss 12. okt. Álafoss 19. okt. HAMBORG Eyrarfoss 29. sept. Álafoss 6. okt. Eyrarfoss 13. okt. Álafoss 20. okt. WESTON POINT Helgey 4. okt. Helgey 18. okt. LISSABON Skeiösfoss 14. okt. LEIXOES Skeiösfoss 15. okt. BILBAO Skeiösfoss 17. okt. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 23. sept. Dettifoss 30. sept. Mánafoss 7. okt. Dettifoss 14 okt. KRISTIANSAND Mánafoss 26. sept. Dettifoss 3. okt. Mánafoss 10. okt. Dettifoss 17. okt. MOSS Mánafoss 27. sept. Dettifoss 30. sept. Mánafoss 11. okt. Dettifoss 18. okt. HORSENS Dettifoss 21. sept. Dettifoss 5. okt. GAUTABORG Mánafoss 28. sept. Dettifoss 5. okt. Mánafoss 12. okt. Deftifoss 19. okt. KAUPMANNAHÖFN Mánafoss 29. sept. Dettifoss 6. okt. Mánafoss 13. okt. Dettifoss 20. okt. HELSINGJABORG Mánafoss 30. sept. Dettifoss 7. okt. Mánafoss 14. okt. Dettifoss 21. okt. HELSINKI irafoss 28. sept. Irafoss 24. okt. GDYNIA Irafoss 30. sept. Irafoss 27. okt. ÞÓRSHÖFN Deftifoss 15. okt. VIKULEGAR STRANOSIGLINGAR -fram ogtil baka frá REYKJAVlK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.