Morgunblaðið - 23.09.1983, Síða 27

Morgunblaðið - 23.09.1983, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983 27 Frá framkvæmdunum viö Grænumörk í Hveragerði. Ljósm.: Sigrún Hveragerði: Bundið slitlag lagt á Grænumörk Hvcragerói, 20. september. SÍÐUSTU daga hefur veriö unnið mikiö að lagningu bundins slitlags á Grænumörk í Hveragerði, en hún liggur frá Suðurlandsvegi í beina línu upp að heilsuhæli NLFÍ og verð- ur önnur aðalinnkeyrslan í þorpið. Grænamörkin, sem er 500 metr- ar á lengd, hefur alla tíð verið blaut og ógreiðfær og er því mikil samgöngubót að þessum nýlagða kafla. Starfsmenn Hveragerðis- hrepps unnu alla undirbúnings- vinnu, jarðvegsskipti og lögðu all- ar lagnir, Miðfell hf. sá um útfell- ingu olíumalarinnar. Kostnaður við þessa vegagerð mun vera um 2V4 milljón króna. — Sigrún. Sviðsmynd „Úr Iffi ánamaðkanna". Anamaökarnir aftur á kreik SÝNINGAR hefjast að nýju á laugardagskvöldið hjá Leikfélagi Reykjavíkur á leikriti Per Olov Enquists Úr lífi ánamaðkanna, sem frumsýnt var í vor og hlaut þá afbragðsgóðar viðtökur og um- sagnir. Það gerist í Kaupmanna- höfn á síðustu öld og aðalpersónur leiksins eru ævintýraskáldið vin- sæla H.C. Andersen og leikkonan Jóhanna Lovfsa Heiberg, sem þótti ein fremsta leikkona Norður- landa á sínum tíma. Með þessi hlutverk fara Þorsteinn Gunn- arsson og Guðrún Ásmundsdóttir og hlutu þau bæði mikið lof fyrir túlkun sína á þessum frægu per- sónum. I öðrum hlutverkum eru Steindór Hjörleifsson, sem leikur Heiberg, og Margrét Ólafsdóttir, sem leikur gamla konu, sem er á sviðinu alla sýninguna. Leikmynd og búninga gerir Steindór Sigurðsson, Stefán Bald- ursson þýddi verkið, lýsingu ann- ast Daníel Williamsson, Snorri Sigfús Birgisson hefur umsjón með tónlist en leikstjóri er Hauk- ur J. Gunnarsson, sem getið hefur sér gott orð fyrir sviðsetningar sínar víða um Norðurlönd. Verulegur samdráttur í innflutningi í ár VERULEGA hefur dregið úr inn- flutningi á þessu ári, en hins vegar hefur útflutningur aukizt lítilsháttar. Samdrátturinn í innflutningi er talin vera í kringum 30%, en endanlega tölur þar að lútandi liggja enn ekki fyrir. Verðmætaaukning innflutnings fyrstu sjö mánuði ársins var um 74%, eða 10.358,1 milljón króna, borið saman við 5.957,1 milljón króna. Meðalgengi dollarans fyrstu sjö mánuðina í ár var um 22,66 krónur, en til samanburðar um 10,54 krónur sömu mánuðina í fyrra. Hækkunin milli ára er því 115%. Þá má geta þess, að lánskjara- vfsitala hækkaði um 85% á tfma- bilinu júli 1982 til júlf 1983. Bygg- ingarvísitala hækkaði hins vegar um liðlega 82% á sama tímabili. Guðrún Auðunsdóttir í Stóru-Mörk áttræð Guðrún Auðunsdóttir, hús- freyja í Stóru-Mörk undir Eyja- fjöllum, fyllir áttunda áratuginn í dag. Hún fæddist 23. september 1903 f Dalsseli, dóttir hjónanna Auðuns Ingvarssonar og Guðlaug- ar Helgu Hafliðadóttur, sem þar bjuggu rausnarbúi um langt skeið. Dalssel, sem er einn hinna svo- nefndu Hólmabæja vestan Mark- arfljóts, var mjög f þjóðbraut á fyrri tíð, því að þar lá þá alfara- leið yfir Fljótið, áður en það var brúað allmiklu ofar. Það var því jafnan gestkvæmt í Dalsseli, enda gott þar að koma. Auðunn var stórbóndi og rak auk þess um- fangsmikla verslun og önnur um- svif. Hann var glaðvær, gestrisinn og veitull og ekki dró þá húsmóðir- in úr góðum viðtökum, því að jafn- an vildi hún hvers manns vanda leysa. Á þessu fjölmenna rausnar- heimili ólst Guðrún Auðunsdóttir upp f hópi níu efnilegra systkina. Mikið var starfað, því að margs þurfti búið við, en þó gafst tóm til að iðka söngva og sögur, hag- mælsku og hljómlist, leiki og fé- lagsstörf, svo að heimilið varð eins konar menningarmiðstöð æsku- fólks á nálægum slóðum. Guðrún dvaldist á æskuheimili sínu fram undir fullorðinsár. Skólaganga var stutt og stopul undir Eyjafjöllum eins og víða í sveitum á þeim ár- um, en notadrjúg reyndist þó sú menntun í besta lagi. Það hjálpaði einnig mjög að í Dalsseli var bóka- kostur góður, þar sem fslenskar sögur, fornar og nýjar, og ljóð góðskáldanna skipuðu öndvegi. Las Guðrún jafnan mikið frá unga aldri og hafði snemma hið mesta yndi af góðum skáldskap. Sautján ára gömul hélt Guðrún til Reykjavíkur og dvaldist þar um skeið hjá góðu fólki á myndar- heimili. Var dvölin þar sem eins konar framhaldsskóli og átti drjúgan þátt í að stækka sjón- deildarhring hennar. Hún var síð- an um árabil ýmist við störf í Reykjavík eða á heimili foreldra sinna, þar til er hún giftist 1939 Ólafi Sveinssyni, bónda í Stóru- Mörk. Þau hjónin eiga eina dóttur barna, Áslaugu, sem gift er ólafi Auðunssyni, byggingameistara í Reykjavík. f Stóru-Mörk hefur Guðrún verið húsmóðir í næstum hálfan fimmta áratug með rausn og sóma og haft í mörg horn að líta við fjölþætt störf á stóru heimili. En þrátt fyrir fáar tómstundir í dagsins margþættu önn, hefur Guðrún alltaf sinnt bókmenntum og skáldskap eftir því sem nokkur tök voru á. Hún hóf að setja sam- an vísur og kvæði þegar á unga aldri og sýndi snemma ótvíræða hæfileika á þeim vettvangi. Lengi vel var þó þessi iðja hennar nán- ast sem tómstundagaman, enda er konan ein hinna hógværu í land- inu og lítt fyrir það gefin að flíka verkum sínum. En fyrir hvatningu og atbeina ýmissa aðdáenda og vina, lét Guðrún tilleiðast að koma nokkru af verkum sínum á framfæri. Það var þegar Bókafor- lagið Norðri gaf út myndskreytt þulusafn hennar árið 1956 er nefndist f föðurgarði fyrrum. Með þessari fallegu bók varð Guðrún þjóðkunn og hlaut hún mikla við- urkenningu fyrir að hefja þulu- formið til vegs og virðingar á ný. Ljóð hennar og stökur hafa síðan birst hér og þar í biöðum og tíma- ritum, en ekki varð af frekari út- gáfu fyrr en á liðnu ári, er Goða- steinsútgáfan í Skógum sá um út- gáfu á ljóðabók hennar, Við fjöllin blá. Þar var þó ekki um neina heildarútgáfu að ræða og margt ágætra ljóða mun hún eiga enn óbirt í handraða. Guðrún Auðunsdóttir getur nú á áttræðisafmæli sínu litið glöð um farinn veg. Hún hefur staðið vel í stöðu sinni, ávaxtað sitt pund með prýði og á sannarlega gott dagsverk að baki. Þá hefur henni auðnast að sinna skáldskaparlist- inni af slíkri íþrótt, smekkvísi og andagift að mikla athygli og að- dáun hefur vakið. Við þetta tækifæri vil ég þakka Guðrúnu Auðunsdóttur ágæt kynni, vináttu og tryggð, og sendi henni, fjölskyldu hennar og vandamönnum öllum, hjartanleg- ar heillaóskir á þessum merkis- degi. í dag er Guðrún á heimili dóttur sinnar í Reykjavík, í Stuðlaseli 15. Jón R. Hjálmarsson. RÁÐSTEFNA um launamál kvenna á vinnumarkaðinum haldin í Félagsheimilinu Seltjarnarnesi, laugardaginn 24. september kl. 9.00 Formaöur Sambands Alþýöuflokkskvenna Kristín Guómundsdóttir setur ráöstefnuna. Ráöstefnustjóri: Krlstín H. Tryggvadóttir. Kl. 9.05—11.45: Erindi. 1. Kristinn Karlsson, félagsfraaöingur. Launamisréttl kynjanna í Ijósi félagsfræöinnar. 2. Hannes G. Sigurösson, hagfraeöingur. Helstu niöurstöður vinnumarkaöskönnunar Framkvæmdastofnunar viövíkjandi launamál- um kvenna. 3. Björn Björnsson, hagfræöingur ASÍ. Hversu ákvaröandi er eftirvinna, bónus, yfir- borganir eöa önnur hlunnindi í kjörum kvenna í samanburöi viö karla á vinnumarkaðinum. — Á aö viðhalda bónuskerfinu eöa fara nýjar leiöir? 4. Vilhjálmur Egilsson, hagfraeöingur VSf. Viöhorf vinnuveitenda til launamisréttis kynj- anna. Hvaö er til úrbóta? 10 mín. kaffihlé. 5. Kona í frystihúsi, (Aöalheiöur Fransdóttir, BÚR). Vinnan og kjörin í frystihúsinu. 6. Láglaunakonan (Ragnhildur Vilhjélmsdóttir, VR). Aö lifa af lægstu laununum. 7.-8. Ragna Bergmann, formaöur Verkakvenna- félagsins Framsóknar, Sigþrúöur Ingimund- ardóttir, formaöur Hjúkrunarfélags Islands. Er skýringa aö leita á launamismun kvenna og karla vegna aöildar aö kyngreind jm stéttarfé- lögum. 9. Sigrún D. Elíasdóttir, formaöur Alþýóusam- bands Vesturlands. Hvaö hefur verkalýöshreyfingin gert til aö koma á raunverulegu launa- og kjarajafnrétti kynjanna? — Hvaö er til úrbóta? 10. Ester Guðmundsdóttir, formaóur Kvenrétt- indafélags fslands. Hvernig er hægt aö ná fram launajafnrétti milli kynja á vinnumarkaöinum? 11. Erna Indriðadóttir, fréttamaöur. Geta fjölmiölar gengt hlutverki í aö uppræta launamisrétti kynjanna? Kl. 11.45—12.30. Fyrirspurnir og umræöur. Kl. 12.30—13.45. Matarhlé. Kl. 13.45—15.30. Pallborösumræöur og fyrir- spurnir um viöhorf og stööuna í launamálum kvenna. Stjórnandi: Jóhanna Siguröardóttir. Þátttakendur: 1. Aöalheiöur Bjarnfreðsdóttir, form. Starfs- mannafélagsins Sóknar. 2. Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ. 3. Einar Árnason, lögfræöingur VSÍ. 4. Guöríöur Þorsteinsdóttir, fyrrv. framkv.stj. BHM og form. Jafnréttisráðs. 5. Hrafnhildur Siguröardóttir, fulltrúi, varaform. SÍB. 6. Kristján Thorlacius, formaöur BSRB. 7. Þorsteinn Geirsson, formaöur Samninga- nefndar ríkisins. Kl. 15.30—16.00. Kaffihlé. Kl. 16.00—17.30. Umræöur. Ráöstefnuslit um kl. 17.30. Ráóstefnugjald 250 kr. (Innifaliö m.a. léttur hádegisveröur og kaffiveit- ingar). Ráðstefnan er öllum opin. Fjölmennum og leitum leiða til að uppræta launamisrétti kynjanna. Samband Alþýðuflokkskvenna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.