Morgunblaðið - 23.09.1983, Page 28

Morgunblaðið - 23.09.1983, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983 Minning: Pétur Þorsteins- son hafnarstjóri Fæddur 24. febrúar 1915. Dáinn 13. september 1983. Pétur Þorsteinsson, hafnar- stjóri í Siglufirði, lézt að heimili sínu, Laugarvegi 12 þar í bæ, hinn 13. september sl., 68 ára að aldri. Þegar ég kalla fram í huga mér mynd hans á kveðjustundu, er hún skýr og eindregin, eins og hann var sjálfur. í bakgrunni myndar- innar er heimabyggð hans og frændgarður, en persónuleiki Pét- urs heitins stóð djúpum rótum í þeim bakgrunni. Á fyrstu tugum 20. aldarinnar, þegar Siglufjörður var höfuðstað- ur sildariðnaðar í landinu, var bærinn í nánum tengslum við um- heiminn, bæði um sjómenn af er- lendum sildveiðiflotum og síldar- kaupmenn. Þangað lagði og leið sína margmenni hvaðanæva af landinu, fyrst og fremst í atvinnu- leit. Þetta gaf bæjarbragnum sér- stætt og frjálslegt yfirbragð. Það léku fjölþættir straumar um síld- arbæinn og ekki skemmdi heildar- myndina, að þar voru mörg gam- algróin menningarheimili. Eitt þeirra var heimilið að Aðalgötu 9. Þar bjuggu um langan aldur frú Halldóra Sigurðardóttir, sem var af gömlum siglfirzkum ættum, og Þorsteinn Pétursson, kaupmaður og útgerðarmaður, Péturssonar bónda á Neðra-Dálkstöðum á Svalbarðsströnd. Þau hjón settu svip á Siglufjörð um áratugi og minning þeirra er öllum eldri Sigl- firðingum hugljúf. Þorsteinn lézt árið 1952 en frú Halldóra 1967. Börn þeirra hjóna sem upp kom- ust voru (talin í aldursröð): Vil- helm Friðrik, forstjóri; Anna, dáin 1916; Pétur, hafnarstjóri í Siglu- firði, sem hér er kvaddur; Ás- mundur vélstjóri; Þorvaldur, for- stjóri Sölufélags garðyrkjumanna; Bjarni, trésmíðameistari og Guð- ný, húsmóðir í Reykjavík. Auk þess ólu þau hjón upp fósturdótt- ur, önnu Hallgrímsdóttur, ná- frænku húsfreyjunnar. Pétur Þorsteinsson var fæddur 24. febrúar 1915 og ólst upp í stór- um systkinahópi, eins og af fram- ansögðu má sjá. Hann óx með Siglufirði, ef svo má að orði kom- ast, því bærinn þróaðist úr smá- þorpi í stóran kaupstað, á íslenzk- 1 Eiginmaöur minn. h SÆMUNDUR ÞÓRÐARSON, Baldursgötu 7A, Reykjavík, lózt hinn 21. september. Guöríöur Jónsdóttir. 1 Maöurinn minn, LAWRENCE ROONEY, Belgree, Mulhuddart, c/o Meath, Eira, er látinn. Ágústa Danielsd. Rooney. t Eiginkona mín og móðir, ANNA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hrauntungu 20, Kópavogi, andaöist 21. september i Hjúkrunarheimilinu Sunnuhliö. Júlíus Lérusson, Unnur Júlíusdóttir. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, SIGURJÓN VETURLIDASON, er lést 13. sept., veröur jarösunginn frá ísafjaröarkirkju laugardag- inn 24. sept. kl. 14.00. Kristfn Kolbeinsdóttir, Ingibjörg Sigurjónsdóttir, Sæunn Sigurjónsdóttir, Gunnar Sigurjónsson, Guörún Sigurjónsdóttir, Sígurvin Sigurjónsson, Siguröur Jóhannsson, Erla Siguröardóttir, Siguröur Hannesson, Guölaug Ólafsdóttlr, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auösýnda samúö viö andlát og jaröarför RÍKEYJAR GESTSDÓTTUR fré Bollastööum. Hulda Aradóttir, Kristín Bjarnadóttir, Björn Jónsson, Þorbjörg Bjarnadóttir, Steinunn Bjarnadóttir, Tyrfingur Þorsteinsson, Jónas Bjarnason, Guórún Guómundsdóttir, Ingólfur Bjarnason, Guórún Steingrfmsdóttir, Bjarni Bjarnason, Inga Wium, börn og barnabörn. an mælikvarða, á uppvaxtarárum hans. Hann vann og siglfirzkum fyrirtækjum og kaupstaðnum drjúgan hluta ævi sinnar og gekk að hverju starfi með kappi og for- sjá. Æskuheimili Péturs setti svip sinn á margt í fari hans. Hann bjó að menningarlegri arfleifð til hinztu stundar og kappkostaði að tileinka sér hvaðeina sem horfði til betri vegar og framþróunar á hans starfsvettvangi. Hann var lestrarhestur, vel heima á flestum sviðum, hafði ríka kímnigáfu, góða frásagnarhæfileika og var hrókur fagnaðar þegar svo bar undir og það átti við. Fyrst og síð- ast tengdist þó hugur hans sjónum og sjávarútvegi, en hann hóf ung- ur störf á skipum föður síns og síðar á skipum föðurbræðra sinna, Ásgeirs og Guðmundar Péturs- sona, útgerðarmanna og síldar- saltenda á Akureyri. Ef til vill bar þó Ágústu Jósefsdóttur, frænku hans í föðurætt, sem bjó á æsku- heimili hans og Pétur talaði oft um með hlýju, hæst í æskuminn- ingum hans. Pétur Þorsteinsson lauk hinu minna fiskimannaprófi á Akur- eyri 1935. Hið meira fiskimanna- próf tekur hann síðan í Reykjavík 1939. Þá hefst starf hans sem stýrimaður, fyrst á mb. Gróttu, þá á mb. Richard og síðan á togurun- um Tryggva gamla og Þórólfi, og nýsköpunartogaranum Neptúnusi. Þetta voru útivistarár, því öll þessi úthöld voru utan æsku- byggðar. Árið 1950 ræðst Pétur sem stýrimaður á botnvörpunginn Hafliða og síðan botnvörpunginn Elliða, sem voru í eigu Siglfirð- inga, og gegnir þeim störfum allt til ársins 1958, er hann hefur störf í landi. Eftir að Pétur hætti sjó- mennsku hóf hann sjálfstæðan at- vinnurekstur í Siglufirði. Hann rak Þvottahús Siglufjarðar og síð- ar að auki Knattborðsstofu og stóð að stofnun útgerðarfélags með öðrum, er gerðu út mb. Strák um nokkurra ára skeið. Árið 1965 er Pétur ráðinn hafn- arstjóri í Siglufirði og hætti þá þegar einkarekstri, enda var hið nýja starf oft erilsamt og tíma- frekt. Starfi hafnarstjóra gegndi Pétur til dauðadags af dugnaði og trúmennsku. Hann var tillögugóð- ur um málefni hafnarinnar og vildi hag hennar sem mestan. Pétur Þorsteinsson starfaði Birting afmælis- og minningargreina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Minning: Ketill Guðmundsson fv. kaupfélagsstjóri Fæddur 25. nóvember 1894. Dáinn 17. september 1983. Að morgni laugardagsins 17. september andaðist Ketill Guð- mundsson, fyrrverandi kaupfé- lagsstjóri frá ísafirði, þar sem hann dvaldist að Sólvangi í Hafn- arfirði. Ketill var sonur hinna merku hjóna sr. Guðmundar Guðmunds- sonar, prests í Gufudal, og Reb- ekku Jónsdóttur frá Gautlöndum, en hún var af hinni landsþekktu Reykjahlíðarætt. Til 10 ára aldurs ólst Ketill upp á prestssetrinu í Gufudal, en þar var faðir hans þjónandi prestur. Hann ólst þar upp í stórum systk- inahópi, en þau systkinin urðu alls tíu talsins. Heldur mun hafa verið þröngt í búi hjá prestshjónunum með sinn stóra barnahóp og árið 1905, þegar Ketill var 13 ára, flutti fjölskyldan til ísafjarðar. Á Isafirði hófust afskipti sr. Guðmundar af stjómmálum og samvinnumálum og setti hann lengi sinn sterka svip á stjórn- málaumræðu í landinu. ísafjörður varð svo vettvangur Ketils, fyrst á æskuskeiði í foreldrahúsum. Litla húsið I Silf- urgötu var mikil menningarmið- stöð, þó þröng væru húsakynnin og hópurinn stór. Þar mótuðust systkinin af nýjum straumum I þjóðfélagsmálum og sum þeirra urðu áhrifamikil í fslensku þjóð- lífi. t Þakkir færum viö öllum sem vottuöu okkur samúö viö andlát og útför eiginmanns mins, fööur, tengdafööur, afa og bróöur okkar, ÞORVARDAR K. ÞORSTEINSSONAR, fyrrverandi aýslumanns. Fyrir hönd aöstandenda, Magdalena Thoroddsen. mikið að félagsmálum f Siglufirði. Fyrst skal nefna störf hans í þágu sjómanna, en þar var hann einatt í forystu. Þá vann hann mjög að slysavörnum og var virkur þátt- takandi í slysavarnadeild staðar- ins. Hann tók og bæði þátt í starfi Leikfélags Siglufjarðar og karla- kórsins Vísis. Hann var og með- limur í Lionsklúbbi Siglufjarðar og frímúrarareglunni. Síðast en ekki sízt skal telja störf hans í þágu Sjálfstæðisflokksins, en Pét- ur heitinn var eindreginn og ein- lægur sjálfstæðismaður. Pétur Þorsteinsson var mikill gæfumaður í einkalífi. Hann kvæntist árið 1943 Sigríði Þórdísi Þorláksdóttur, Jónssonar, íshús- stjóra frá Karlsá f ísafirði, og konu hans Herdísar Jónsdóttur frá Fossum f Skutulsfirði (Arn- ardalsætt). Reyndist hún manni sínum slík að naumast verður á betra kosið, enda mat Pétur heit- inn konu sína að verðleikum og gerði sér grein fyrir hve stóran þátt hún átti í velferð hans og barnanna. Þau hjón eignuðust sex börn. Tvíbura sem dóu í frumbernsku. Var missir þeirra hinum ungu hjónum mikið áfall. Börnin sem upp komust eru: Þorlákur Ásgeir, skipstjóri, kvæntur Guðrúnu Ág- ústu Ólafsdóttur, sjónvarpsþulu og flugfreyju. Þau eiga 2 börn. Ág- ústa Inga, sjúkraliði, gift Gísla Sigurðssyni, tölvufræðingi, búsett í Gautaborg. Þau eiga 4 börn. Þór- dís Kristín, ritari og nemi í HÍ, gift Hákoni Jens Waage, leikara. Þau eiga 2 börn. Þorsteinn Vil- helm, vélstjóri, kvæntur Þuríði Bogadóttur, fóstru. Þau eiga 2 börn. Sá sem þessar línur ritar átti þess kost að eiga mikið og gott samstarf við Pétur Þorsteinsson, bæði að málefnum Siglufjarðar og í margvíslegu félagsstarfi. Ég er þakklátur fyrir þau kynni og þá vináttu sem tengdi okkur saman. Ég og fjölskylda mín vottum Sigríði og börnunum innilega samúð. Pétri, vini mínum, árna ég fararheilla til hins eilffa austurs. Stefán Friðbjarnarson Er ég frétti um lát tengdaföður míns, Péturs Þorsteinssonar, setti mig hljóðan, og upp í huga mér komu ótal minningar frá liðnum árum. Kynni mín af þessum svipmikla og sterka persónuleika Ekki varð seta Ketils á skóla- bekk löng. Hann stundaði þó nám í framhaldsskólanum á ísafirði og kvöldskóla iðnaðarmanna þar og einn vetur dvaldi hann við nám í Kaupmannahöfn. Nokkra verklega þjálfun fékk hann einnig við alhliða verslun- arstörf, fyrst í nokkur ár á ísafirði og síðan um tíma hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsavfk, þar sem vagga samvinnuhreyfingarinnar hafði staðið. Árið 1920 var Kaupfélag Isfirð- inga stofnað. Séra Guðmundur átti þar mestan hlut að máli, og veitti hann kaupfélaginu forstöðu í fyrstu. En 1922 var Ketill ráðinn kaupfélagsstjóri og hófst þar með aðal ævistarf hans. Kaupfélaginu stjórnaði hann svo til ársins 1955 eða í fullan aldarþriðjung. Ekki fór hjá því að jafn sterkur persónuleiki og Ketill setti svip sinn á starfsvettvanginn, en Ketill var ákaflega traustur maður og mátti ekki vamm sitt vita í neinu. Uppbygging kaupfélagsins varð líka mjög traust og undirstaðan sterk enda var Kaupfélag Isfirð- inga eitt traustasta kaupfélag landsins undir hans stjórn. Árið 1934 gekk Ketill að eiga frænku mína Marfu Jónsdóttur og með því steig hann eitt sitt mesta gæfuspor. Það væri kapituli út af fyrir sig að geta þessarar miklu mannkosta- og sómakonu, sem varð kjölfesta heimilisins þar til hún dó fyrir aldur fram árið 1974. Börnin urðu fimm: Unnur, Guð- mundur, Dóra og Ása, sem öll eru mikið mannkostafólk og Dóra, sem dó á öðru aldursári og varð foreldrunum mikill harmdauði. Vorið 1933 kem ég heim til ísa-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.