Morgunblaðið - 23.09.1983, Side 32
ettalestuídagnLa.:
Björn Bjarnason lýsir átaki
Kanadamanna til að bæta
fiskgæði.
Sjá bls. 24.
FÖSTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1983
Ríkisstjómln ákvedur 50% hækkun húsnæðislána:
Árleg greiðslubyrði
verður 20—25% léttari
Sparisjódur vélstjóra:
Ekki ný
þjónustu-
gjöld
BÁNKAR OG sparisjóðir ákváöu
fyrir skömmu að taka upp ýmis ný
þjónustugjöld og hækka önnur, eins
og skýrt hefur verið frá í Morgun-
blaðinu.
Sparisjóður vélstjóra ákvað hins
vegar, að sogn Hallgríms G. Jóns-
sonar, sparisjóðsstjóra, að ganga
skemur en aðrir bankar og spari-
sjóðir í álagningu þessara nýju
þjónustugjalda.
„Það er alltaf spurning hversu
langt á að ganga i að taka upp ný
þjónustugjöld. Við tókum ákvörðun
um að taka t.d. ekki þjónustugjald
af millifærslum á reikningum. Þá
tökum við ekki sérstakt gjald þegar
ljósritað er fyrir viðskiptavini.
Viðskiptavinir sparisjóðsins geta
og hringt sér að kostnaðarlausu.
Þetta eru ekki stórar fjárhæðir og
skipta banka og sparisjóði því ekki
neinu höfuðmáli," sagði Hallgrím-
ur ennfremur.
Hallgrímur sagði aðspurður að
hann teldi ekki rétt að ganga
lengra í álagningu gjalda á við-
skiptavini miðað við ríkjandi
ástand í þjóðfélaginu. „Við tökum
hins vegar önnur þjónustugjöld,
eins og i sambandi við vanskil og
þess háttar hluti,“ sagði Hallgrim-
ur G. Jónsson, sparisjóðsstjóri, að
síðustu.
Tjarnar-
bakkar að
eyðileggjast
ÁSTANI) austurbakka Tjarnar-
innar er nú afar slæmt og talsveró-
ar líkur eru á að bakkinn eyðilegg-
ist innan tíðar, samkvæmt upplýs-
ingum sem Morgunblaðið fékk
hjá Hafliða Jónssyni, garðyrkju-
stjóra Reykjavikurborgar í gær.
Hafliði sagði að bakkinn
„gæti hangið þarna af gamalli
venju eitthvað áfram, en hættan
er að verða ískyggilega mikil,"
sagði hann. Gatan þrýsti bakk-
anum fram og einnig væri hætta
á að bakkinn spryngi fram, ef
vatn kæmist þar á bakvið og
frysi.
Hafliði sagði austurbakkann
og norðurbakkann, þann sem er
meðfram Vonarstræti, báða við-
sjárverða, enda væru þeir orðnir
gamlir, en báðir eru bakkarnir
frá árunum 1911—1913.
Hafliði kvað brýnt að ákveða
hvað aðhafast ætti á Tjarnar-
svæðinu, en ef ákveðið yrði að
hlaða bakkana báða upp, þyrfti
að taka vatnið úr Tjörninni, til
þess að unnt yrði að vinna
verkið.
RÍKISSTJÓRNIN ákvað á fundi
sínum í gærmorgun að hækka öll
húsnæðislán Byggingarsjóðs ríkis-
ins um 50% um næstu áramót. Þá
skulu lán til þeirra sem byggja eða
kaupa í fyrsta sinn greidd út í
tveimur hlutum í stað þriggja, fyrri
hlutinn mánuði eftir fokheldisstig
og seinni hlutinn sex mánuðum frá
útborgun fyrri hlutans. Lánstími
lengist um fimm ár, nýbyggingar-
lán úr 26 árum í allt að 31 ár, sem
jafngildir um 20% léttari árlegri
greiðslubyrði. Til kaupa á eldra
húsnæði lengjast lánin úr 16 árum í
allt að 21, sem jafngildir um 25%
léttari greiðslubyrði á ári. Öll lán
sem greidd eru út frá og með deg-
inum í dag verða afborgunarlaus
fyrstu tvö árin og gjalddagar hús-
næðislána verða fjórir í stað eins á
ári.
Þá verður þeim sem fengu frum-
lán til nýbygginga og til kaupa á
eldra húsnæði á árunum 1982 og
1983 gefinn kostur á viðbótarláni
sem nemur allt að 50% af upp-
haflega láninu.
Þá gerði félagsmálaráðherra,
Alexander Stefánsson, grein fyrir
því á fréttamannafundi í gær, að
tekist hefði samkomulag milli rík-
isstjórnar og innlánsstofnana um
skuldbreytingu til átta ára á lán-
um þeirra sem byggt hafa eða
keypt í fyrsta sinn frá 1. janúar
1981 til dagsins í dag. Frumvarp
um áðurnefndar breytingar verð-
ur lagt fram í þingbyrjun, en Al-
þingi kemur saman 10. október.
Tekur það gildi 1. janúar nk., ef
Alþingi samþykkir.
50% hækkun húsnæðislána þýð-
ir að lán til svonefndrar staðal-
íbúðar verður sem nemur 30% af
byggingarkostnaði í stað 19,4%,
en lánshlutfallið verður um 50%
af kostnaði vísitöluíbúðar. Lán til
harðnandi samkeppni á Banda-
ríkjamarkaði, en framboð á fiski
hefði ekki verið jafnmikið um
langt skeið.
„Undanfarin ár höfum við síðan
verið að reyna að selja hluta úr
þorskflökum, svonefnd pakka-
stykki sem vöru í sérstökum
gæðaflokki. Um er að ræða svo-
2—4 manna fjölskyldu með staðal-
íbúð, sem metin er á 2,3 millj. kr.,
hækkar úr 389 þús. kr. í 584 þús.
kr. Hjá 5—6 manna fjölskyldu
hækkar lánið úr 455 þús. kr. í 682
þús. kr. Sjö manna fjölskylda og
þar yfir fær nú 789 þús. kr. í stað
526 þús. kr., en einhleypingar 458
þús. í stað 305 þús. kr. áður. Lán
til kaupa á eldra húsnæði geta
kölluð „Dinner Cut“ og „Lunch
Cut“ og hafa þau verið seld á
nokkuð hærra verði en 5 punda
flakaverðinu. Sala á þessari vöru
hefur ekki gengið sem skyldi, ef
hún er borin saman við 5 punda
pakkninguna, sem hefur ennfrem-
ur verið í háum verðflokki. Það
var því tekin ákvörðun um að
lækka þessar pakkningar niður í
sama verð og á 5 punda pakkning-
hæst orðið 50% af þessum upp-
hæðum. Þá kom fram á fundinum
í gær, að ríkisstjórnin stefnir að
því að til 50% viðbótarlánanna
geti komið í nóvembermánuði nk.
Sjá „Kosið að afturvirknin
hefði náð lengra" og „Stærstur
hlutinn úr lífeyrissjóðunum" á
miðopnu.
unni, eða 1,80 dollara hvert pund,“
sagði Guðmundur ennfremur.
Aðspurður sagði Guðmundur að
ástæðan fyrir því hversu treglega
hefði gengið að selja þessa vöru
væri einfaldlega sú, að samkeppn-
in hefði farið sífellt harðnandi,
samfara auknu framboði á mark-
aðnum. „Það er hins vegar um
óverulegt magn að ræða í heildar-
sölu fyrirtækisins og vegur því
ekki þungt," sagði Guðmundur H.
Garðarsson, blaðafulltrúi Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna að
síðustu.
Coldwater Seafood:
Verðlækkun á ufsa
í Bandaríkjunum
COLDWATER SEAFOOD, dótturfyrirtæki Solumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna í Bandaríkjunum, tók ákvörðun fyrir skömmu ura að lækka verð á
hverju pundi af ufsa úr 62 sentum í 60 sent, eða um liðlega 3,2%, að sögn
Guðmundar H. Garðarssonar, blaðafulltrúa Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna.
Guðmundur sagði ástæðuna
fyrir þessari lækkun vera sífellt