Morgunblaðið - 27.09.1983, Page 13

Morgunblaðið - 27.09.1983, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983 Ragnar Kjartansson staða. Gamla handverkið í högg- myndalist verður nefnilega aldrei úrelt. Með myndum sínum og af- stöðu til myndefnisins hefur Ragnar Kjartansson skapað sér sérstöðu í hópi íslenzkra mynd- höggvara og það sem máli skiptir er að hann heldur henni einarð- lega fram, hvað sem aðrir segja. óþafi er að hvetja fólk til að koma og skoða þessa sýningu því að það hefur einmitt tekið við sér og streymir á staðinn. Rétt er að ljúka þessum línum með því að óska listamanninum til hamingju með afmælið og sýning- una og margra átakamikilla ára framundan. DÝRIR ODYRIR ALLT ÞAR A MILLI Vetur nálgast... Nú þegar haustar og allra veðra er von vill Hafskip hf. benda viðskiptavinum sínum á eftirfarandi: Að þeir séu á verði um hagsmuni sína t.d. með því að tryggja vörum sínum viðeigandi umbúðir og gera allar þær ráð- stafanir fyrir sitt leyti, til að auka flutningsöryggi vörunnar á komandi árstíma. Bent er einnig á ótvírætt öryggi þess fyrir farmeigendur, að vátryggja á frjálsum markaði farm sinn í flutningi og geymslu, þar sem ábyrgð farmflytjenda er á margan hátl takmörkuð, t.d. vegna veðurfars og ófullnægjandi umbúða. Sérstaklega skal gæta þess að frostlögur sé á kælikerfum véla og tækja og huga þarf að öryggi farms í vöruskemmum eða á útisvæðum sem kynni að vera hætt vegna frosts, foks eða annarra óviðráðanlegra aðstæðna. Með kveðjum. HAFSKIP HF.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.