Morgunblaðið - 27.09.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.09.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983 Sjúkrastöð SÁÁ: Islenskar innréttingar notaðar BYGGING sjúkrastöðvar SÁÁ er nú að komast á lokastig. Nú stend- ur yfir vinna við að setja upp skilrúm úr tré og koma fyrir við- arklæðningum í loft. Að því loknu verður hafist handa um að koma fyrir hurðum, þiljum, skápum og öðrum sérsmíðuðum innrétting- um. Hurðir eru smíðaðar hjá Trésmiðju Þorvaldar Ólafssonar í Keflavík og önnur sérsmíði hjá Trésmiðjunni Akri á Akranesi, en þessir aðilar urðu hlutskarpastir, þegar innréttingasmíði var boðin út á sínum tíma. Gert er ráð fyrir að tréverk í bygginguna muni kosta samtals um 3 milljónir króna. Ef svo fer i'ram sem horfir, mun nýja sjúkrastöðin verða til- búin til notkunar fyrir miðjan nóvember. Verktaki byggingar- innar er Vörðufell hf. „Hauströkkr- iö yfir mér“ gef- in út á færeysku ÚT ER komin hjá bókaforlaginu Orð og log í Færeyjum þýðing Marins Næs á Ijóðabókinni Haust- rökkrið yfir mér eftir Snorra Hjartarson. Á færeysku heitir bókin Heystmyrkrið yvir mær og er gefin út með styrk frá Norður- landaráði. Snorri fékk bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir þessa bók árið 1981. Bókin er 84 bls. prentuð hjá Einars Prent í Þórshöfn. Hún er til sölu í Bókabúð Máls og menn- ingar. Fundur Sam- bands verka- fólks í mat- vælaiðnaði á Norðurlöndum STJÓRN Sambands verkafólks í matvælaiðnaði á Norðurlöndum hélt nýlega fund í Reykjavík. Fundurinn var haldinn hér á landi til þess að kynna starfsemi norræna sambandsins fyrir ís- lenskri verkalýðshreyfingu og sér- staklega Verkamannasambandi íslands og Félagi íslenskra kjöt- iðnaðarmanna. í norræna sambandinu eru nú 7 landssambönd í Danmörku, Nor- egi og Svíþjóð, með um 160 þúsund félagsmenn. Sambandið heldur þing 3ja hvert ár og það kýs stjórn þess, sem skipuð er 2 fulltrúum frá hverju aðildarlandi. Formaður norræna sambandsins er Lage Andreasson. í Verkamannasambandi íslands hefur farið fram nokkur umræða um að ganga í þetta norræna sam- band og var þessi fundur liður í þeirri umræðu. Auk fulltrúa Verkamannasam- bands íslands tóku fulltrúar frá Félagi íslenskra kjötiðnaðar- manna þátt í þessum viðræðum. Gestirnir skoðuðu sig nokkuð um, fóru m.a. til Gullfoss, Geysis og til Vestmannaeyja. Einnig heimsóttu þeir vinnustaði — ís- björninn og Mjólkursamsöluna. Skemmti- legt klúður Leiklíst Jóhanna Kristjónsdóttir Skvaldur eftir Michael Frayn. Þýðing: Árni Ibsen. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Leikmynd og búningar: Jón Þóris- son. Leikstjóri: Jill Brooke Árnason. Áhugamannaleikflokkur er að setja upp leikrit og það gengur á ýmsu, réttara væri kannski að segja að allt gengi á afturfótun- um við uppsetningu verksins. Það kemur svo sem aldrei beinlínis í Ijós um hvað leikritið á að snúast, utan þess að þar blandast ásta- skatta- og síðast en ekki síst sar- dínumál mjög inn í það. Enda er efni þess leikrits náttúrulega ekkert aðalatriði, heldur kannski það sem fer fram að tjaldabaki og meðan er verið að reyna að æfa. Leikstjórinn heldur við eina leikkonuna og einnig hefur hon- um tekist að barna Poppy, að- stoðarsýningarstjórann, aðal- leikkonan Dotty heldur við Garry, henni miklu yngri mann, en fer síðan sennilega að láta lík- lega við Frederick, Selsdon sem leikur þjófinn, sem sýknt og heil- agt er að týnast og þá verða ým- ist Timm sýningarstjóri eða jafn- vel Lloyd leikstjóri að hlaupa í skarðið... Klúður? Einmitt. Og bara ansi skemmtilegt. Og öld- ungis fráleitt að ætla að rekja leikþráðinn af nokkru viti, hvað þá skipulagi enda er þetta farsi eins og hann gerist snaggara- legastur og þá er í rauninni alveg óþarft að vera að velta fyrir sér smotteríi, eins og til dæmis af hverju allir þurfa allt í einu að leika Arabann í lokaþættinum. Kannski ég hafi farið að velta því fyrir mér, af því að það var ekk- ert mjög fyndið, sök sér þótt það væri út í bláinn. Það hefur ekki verið neitt áhlaupaverk að setja þetta á svið svo að mest allt klúðrið og grínið kæmist til skila. Þar hefur sann- arlega þurft bæði hugvit og út- sjónarsemi, pottþétta tilfinningu fyrir staðsetningum og mikinn aga við leikara. Leikarar þeir sem fara með hlutverkin í Þjóðleik- húsinu láta bersýnilega mun bet- ur að stjórn Jill Brooke Árnason en í leikritinu sem er verið að „æfa“. Ástæða er til að gleðjast yfir því að þarna hefur okkur bæst afbragðs liðsmanneskja I leikstjórastétt, sem virðist jafn- víg á gaman sem alvöru; ég hef raunar séð nokkrar sýningar sem Jill Brooke hefur stjórnað, en gerólíkar þessari og hér sýnir hún á sér nýja og snjalla hlið. Það er með leikstjórninni sem drjúg- ur hluti stendur eða fellur, þegar um svofelldan ærslaleik er að ræða, þar sem hraði og snöfur- mannleiki verður að sitja í fyrir- rúmi og plaseringum má ekki skeika um hársbreidd. Þetta stóðst allt meira og minna hjá leikstjóra af stökum sóma og auk þess var verulega sniðug uppá- koma í framkallinu. Þóra Friðriksdóttir fer með hlutverk Dottyar/frú Clackett sem er sífellt að eigra um með sardínur og svara í símann og þrátt fyrir miðlungi ásjálegt útlit bara heldur þekk karlleikurum sýningarinnar. Skiptingar Þóru milli hlutverka voru afbragð og líklega tókst henni það betur en flestum. En aðrir stóðu sig alveg með stökum sóma, Sigríður Þor- valdsdóttir, glansaði í hlutverki Belindu/Flaviu, og Tinna Gunn- laugsdóttir var á stundum grát- hlægileg Brooke/Vicki, Bessi Bjarnason og Sigurður Sigurjóns- son eru auðvitað gamanleikarar af guðs náð og leikur þeirra áreynslulaus og fyndinn, en hvor- ugur þeirra náði að sýna jafn góð skil milli hlutverks/leiks og kven- fólkinu sem áður er nefnt. Rúrik Haraldsson var í doltið vand- ræðalegu hlutverki og náði sér ekki á strik nema á köflum, að mínum dómi, Gunnar Eyjólfsson gerði Lloyd góð skil, sá leikur var þó kannski fullmikið upp á rútín- una. Þórhallur Sigurðsson og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir voru í litlum hlutverkum og náðu ekki alveg takti við hina leikendurna. Leikmynd og búningar Jóns Þórissonar var verulega vel unnið verk. Ég hafði lesið leikritið fyrir frumsýningu og fannst í fljótu bragði að það yrði enginn hægð- arleikur að vinna leikmynd sem gæti skilað öllu þessu klúðri. En Jón leysti það mál af miklu hug- viti og smekkvísi. Þýðing Árna Ibsen skilaði alveg skopi leiksins og var á þjálu máli. Það er óhætt að óska Þjóð- leikhúsinu til hamingju með vel lukkaða sýningu, góðir gaman- leikir eru ekki á hverju strái og valið hefur tekist vel. Og það sem er svo auðvitað ekki síður um vert að leikstjóra og leikendum hefur lánast að gera leikritið skemmti- legt og bráðfyndið svaldur í upp- færslunni. opið til sjö í kvöld [Su Vörumarkaöurinn hf. eiðistorgih mánudaga — þriðjudaga — miðvikudaga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.