Morgunblaðið - 27.09.1983, Page 20

Morgunblaðið - 27.09.1983, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983 flfargtiitltffifeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 230 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 18 kr. eintakiö. Keppinautar í Kanada Fiskveiðum Kanadamanna, helstu keppinauta okkar ís- iendinga á Bandaríkjamarkaði og raunar víðar, hefur verið lýst í fjórum greinum hér í blaðinu. Hefur ekki fyrr verið gerð jafn ítarleg úttekt á stöðu fiskveiða Kandamanna í íslensku dag- blaði. Það eitt hlýtur að vekja menn til umhugsunar um það, hvort íslenskir aðilar hafi al- mennt gert sér nægilega glögga grein fyrir því sem er að gerast við Atlantshafsströnd Kanada. Stóru kanadísku útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækin glíma nú við mikla fjárhagserfiðleika. Þeir eiga ekki rætur að rekja til þess að aflinn minnki heldur einkum hins að vaxtakostnaður við birgðahald og fjárfestingu hefur farið út fyrir viðráðanleg mörk í þeirri efnahagslægð sem nú er vonandi að ganga yfir í Norður-Ameríku. Of snemmt er að segja fyrir um það hvaða áhrif vandræðin núna hafa á framtíðarstöðu stórfyrirtækj- anna sem eru helstu keppinaut- ar okkar. Hitt er víst að þessi fyrirtæki stefna að því að laga fiskveiðar og vinnslu að mark- aðsþörfum og ætla að ná for- ystu á þorskmarkaðnum að því er varðar magn, verð og gæði. Enginn vafi er á því að þorskveiðar Kanadamanna munu stóraukast á næstu árum og hlutfallslega meira en áður mun berast á land af þorski sem veiddur er undan strönd Labra- dor, norður-þorskinum svo- nefnda, en hann er hættulegasti keppinautur íslandsþorsksins vegna útlits og gæða. Töluvert magn af lélegum sumarþorski mun þó ávallt verða dregið á land í Kanada, en höfuðkapp verður á það lagt að hann spilli ekki áliti kanadísks gæðaþorsks og íslendingar geti ekki til ei- lífðarnóns selt fyrir hæst verð til bestu bandarísku kaupend- anna á þeirri forsendu að gæði íslensku framleiðslunnar séu jöfn og góð og afhending á vörr unni sé ávallt í samræmi við þarfir kaupandans. Hvað svo sem líður áformum Kanadamanna hljóta íslend- ingar að leggja höfuðkapp á að viðhalda því forskoti sem þeir hafa haft á bandaríska fisk- markaðnum. Kannski reynist það óvinnandi verk og eitt er víst að það krefst mikillar ár- vekni á öllum stigum fiskveiða og fiskvinnslu, svo og við sölu- mennsku og markaðsöflun. í samkeppninni við Kanadamenn skiptir mestu að átta sig á því hvað fyrir þeim vakir, þeir líta hvorki á verðlagsstefnu fslend- inga né til styrkja úr kanadíska ríkissjóðnum þegar þeir meta eigin stöðu gagnvart okkur. Þeir líta á gæði, verð og eftir- spurn. Þótt Kanadamenn og íslend- ingar keppi á fiskmörkuðunum og ekki síst í Bandaríkjunum eiga þeir fjölmargt sameigin- legt. Það er hvorugum til góðs að stunduð sé fisksala á hafi úti á blautverkuðum kanadískum saltfiski til Portúgala. Hitt er báðum kappsmál að fiskneysla aukist sem mest, neytendur verði fengnir til að snæða fisk í stað kjöts. Kanadamenn ætla að gera átak í þessu skyni og ætti að kanna rækilega af hálfu ís- lenskra stjórnvalda hvort ekki sé ástæða til að endurvekja samstarf fiskveiðiþjóðanna við Norður-Atlantshaf um kynn- ingu á fiski í Bandaríkjunum. Ellert í frí egar Ellert B. Schram vék úr sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins haustið 1979 fyrir Pétri Sigurðssyni stóð meðal annars í Reykjavík- urbréfi Morgunblaðsins: „En vissulega er það óvenjulegt nú á tímum, þegar nær öll stjórn- málabarátta virðist mótast af eigingirni þeirra, sem í henni taka þátt, að einn maður skuli rísa upp og ekki velta því fyrir sér hvað flokkurinn geti gert fyrir hann, heldur hvað hann geti gert fyrir flokk sinn.“ Ekkert er einleikið í stjórn- málum. Nú hefur Ellert B. Schram lýst því yfir að hann ætli ekki að setjast á Alþingi heldur taka sér ótímabundið og launalaust frí frá þingstörfum. Rökin sem hann færir fyrir þessari ákvörðun eru þau helst að hann hafi ekki fengið þær vegtyllur á vegum þingflokks sjálfstæðismanna sem hann vænti og sig vanti skrifstofu og síma í húsakynnum alþingis. Ellert B. Schram hefur greini- lega gleymt fleygum orðum John F. Kennedy, Bandaríkja- forseta: Spurðu ekki hvað þjóð- in getur gert fyrir þig heldur hvað þú getur gert fyrir þjóð- ina. Skortur á vegtyllum og skrifstofuaðstöðu eru ekki hald- bær rök hjá kjörnum þing- manni fyrir því að taka ekki sæti á alþingi. Ávarp forseta fslands: Litróf samtíðarinnar er fátækara að Gunnari Thoroddsen gengnum Hér á eftir fer ávarp forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, vegna fráfalls dr. Gunnars Thoroddsen, fyrrverandi forsæt- isráðherra: „Dr. Gunnar Thoroddsen var forsæt- isráðherra okkar íslendinga þegar ég tók við embætti forseta íslands. Við höfðum hvorugt þekkt hitt áður nema af af- spurn. Þegar í upphafi samstarfs okkar varð mér ljóst að Gunnar Thoroddsen átti býsna stóra gjöf að gefa: djúpa þekkingu á sögu og þjóðmálum okkar og einlægan kærleika til lista okkar og vís- inda. Frásögn hans af stöðu helstu mál- efna þjóðfélagsins, eins og þau komu honum fyrir sjónir, var jafnan skýr og hnitmiðuð. Hann var kennari af guðs náð og mér þykir vænt um að hafa sagt honum það upphátt. Þar á móti var hann hógvær og lét lítið yfir. Dr. Gunnar Thoroddsen var mikið prúðmenni í allri framgöngu og því góð- ur lærimeistari á þeirri nöf sem við nú- tímamenn lifum við að tengja saman fortíð og nútíð. Litróf samtíðarinnar er fátækara að Gunnari Thoroddsen gengnum." Ávarp forsætisráðherra: Einn áhrifamesti og merkasti stjórnmála- maður þessa lands Hér fer á eftir ávarp Steingríms Her- mannssonar, forsætisráðherra, er hann flutti, er fréttin um lát dr. Gunnars Thor- oddsen var birt í Ríkisútvarpinu: „Góðir íslendingar. Gunnar Thoroddsen fyrrverandi for- sætisráðherra er látinn. Með honum er genginn einn áhrifamesti og merkasti stjórnmálamaður þessa lands. í meira en 50 ár var Gunnar Thoroddsen meðal fremstu forystumanna í íslenzkum þjóð- málum. Um hann lék oft gustur eins og vill vera um menn, sem hafa ákveðnar skoðanir og fylgja þeim fast eftir. Gunnari Thoroddsen kynntist ég að sjálfsögðu bezt í ríkisstjórn þeirri, sem hann myndaði 8. febrúar 1980. Þá hafði, þrátt fyrir miklar tilraunir, mistekizt að mynda þingræðisstjórn. Honum tókst þá að sameina um þá mannúðarstefnu, sem ætíð einkenndi störf Gunnars Thorodd- sen, flokka og menn, sem í mörgu höfðu annars ólíkar skoðanir. Samstarfið við Gunnar Thoroddsen var ánægjulegt og lærdómsríkt. Þar kynntist ég manni, sem ætíð var reiðubúinn til þess að hlusta á sjónarmið annarra, leitaði ævinlega leiða til sátta, en tók sínar ákvarðanir þegar þurfti og stóð við þær. Gunnari Thoroddsen á íslenzka þjóðin mikið að þakka. Eiginkonu Gunnars Thoroddsen, Völu Ásgeirsdóttur, og fjölskyldu votta ég dýpstu samúð. Steingrímur Hermannsson.“ Dr. Gunnars Thoroddsen minnst á SUS-þingi DR. GUNNARS THORODDSEN, fyrrverandi forsæt- isráðherra, var minnst í upphafi fundar á þingi Sam- bands ungra sjálfstæðismanna sl. sunnudag. Geir H. Haarde, formaður SUS, minntist dr. Gunnars og risu þingfulltrúar úr sætum, en síðan var gert hlé á störfum þingsins í minningu hins látna forystumanns. Dr. Gunnar Thoroddsen var einn af stofnendum Sambands ungra sjálfstæðismanna og Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Hann var formaður Heimdallar árin 1935—1939 og for- maður Sambands ungra sjálfstæðismanna árin 1940-1942. Þing Sambands ungra sjálfstæðismanna sendi frú Völu Thoroddsen, ekkju Gunnars, skeyti, þar sem ungir sjálfstæðismenn vottuðu henni samúð sína. Dr. Gunnar Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.