Morgunblaðið - 27.09.1983, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983
WorgunbMM/ Simamynd. AP.
• Trevor Brooking hefur hér betur í baráttu við einn varnarmanna Notts County á laugardag — og skorar glœsilegt mark með vinstri faeti. Brooking er nú kominn í sitt gamla góéa
form, og vilja enskir blaðamenn nú fá hann aftur í landsliöið.
Fyrsta mark Trevor
Brooking í sextán mánuði
— kom West Ham á sporið gegn Notts County. Brooking
er tilbúinn til ao leika á ný með landsliðinu
Frá Bob Hennessy, fréttamanni Morgunblaösins í Englandi.
TREVOR Brooking skoraði sitt fyrsta mark fyrir West Ham á keppnis-
tímabilinu, er Lundúnaliðiö sigraöi Notts County 3—0 á heimavelli
sínum. Brooking, sem nú er orðinn 35 ára gamall, og ætlar að leggja
skóna á hilluna eftir þetta keppnistímabil, lék mjög vel með West
Ham, og í blööum hér í Englandi hafa menn fariö fram á þaö viö Bobby
Robson, þjálfara enska landsliösins, að hann velji Brooking í lið sitt
fyrir landsleikinn mikilvæga í Ungverjalandi 12. næsta mánaðar.
„Bobby Robson verður auövitað aö hugsa um framtíöina er hann velur
landslið sitt, en ef hann hefur áhuga á aö fá mig í einn eöa tvo leiki til
viðbótar, væri ég reiöubúinn til aö leggja fram krafta mína,“ sagði
Brooking á laugardag. Brooking skoraöi einmitt tvívegis gegn Ung-
verjum, er Englendingar mættu þeim í Búdapest 1981 í undankeppni
heimsmeistarakeppninnar.
West Ham er enn á toppi 1.
deildarinnar — hefur nú þriggja
stiga forystu á Manchester United,
en United sigraöi Liverpool
sanngjarnt í aöalleik helgarinnar,
1—0, á Old Trafford í Manchester.
Fyrsta mark Brooking
í eitt og hálft ár
Brooking haföi ekki skoraö síö-
an í mai 1982, en hann geröi nú
fyrsta mark West Ham á 32. mín.
Hann átti síöan sendinguna á Paul
Goddard, er hann skoraöi annaö
markiö á 48. mín. Ray Stewart
geröi þriöja mark liösins úr vita-
spyrnu í lokin. Áhorfendur voru
20.613.
Fyrsta tap meistaranna
Liverpool tapaöi sinum fyrsta
leik á keppnistímabilinu er liöiö
mætti Man. Utd. Sigur United var
sanngjarn og þaö var Frank
Stapleton, sem lék hér á Laugar-
dalsvellinum í síöustu viku, sem
geröi eina mark leiksins á 52. mín.
Arthur Graham sendi mjög góöa
sendingu fyrir markiö frá hægri og
Stapleton skoraöi af stuttu færi.
Gullfallegt mark. Stapleton var
besti maöur vallarins í þessum leik
— mjög sterkur og kom vörn Liv-
erpool hvaö eftir annaö í vand-
ræði. Norman Whiteside fókk gull-
iö tækifæri til aö bæta við marki
fyrir United er hann átti gott skot
sem varið var á línu — boltinn
stefndi í netið alveg uppi viö
þverslá.
56.121 áhorfandi var á Old
Trafford á þessum stórleik, sem
var mjög skemmtilegur. „Þessi
leikur gefur fólki aftur trúna á
ensku knattspyrnuna," sagöi Ron
Atkinson, stjóri United, eftir leikinn
— en mjög er talaö um í blööum
hér í Englandi nú þá hneisu sem
ensk knattspyrna fókk á miöviku-
daginn var er landsleikurinn viö
Dani tapaöist á Wembley.
Worthington rekinn út af
Frábær undirbúningur Mark
Walters, útherjans unga hjá Aston
Villa, leiddi til eina marks leiksins
sem Peter Withe geröi á 24. mín.,
og er þaö aöeins í annaö skiptiö á
tímabilinu sem Peter Shilton hefur
þurft aö ná í knöttinn í netiö hjá sér
í deildinni. Á 57. mín. var Frank
Worthington rekinn út af fyrír aö
ráöast á Allan Evans, fyrirliöa Villa,
sem haföi brotiö gróflega á hon-
um. Alls voru átta leikmenn reknir
út af í deildunum fjórum á laugar-
dag. Áhorfendur voru 21.207.
Burst á Molyneux
QPR sökkti Wolves strax á
fyrstu tíu mínútunum meö mörkum
frá John Gregory og Cllve Allen.
Simon Stainord bætti því þriöja
viö á 39. mín. og Allen skoraði
fjóröa mark Rangers og sitt annaö
í leiknum á 69. mín. Wolves hefur
því ekki enn unniö leik á tímabil-
inu. Áhorfendur 11.511.
Frábær skemmtun
í Ipswich
Þremur mínútum fyrir leikslok á
Portmand Road í Ipswich stefndi
allt í sigur heimaliðsins — enda
staöan þá 3—2 fyrir þaö. En
leikmenn WBA gáfust ekki upp á
þeim stutta tíma sem eftir var.
Skoruöu þeir tvívegis, fyrst Mike
Perry og síöan Garry Thompson.
Thompson skoraöi úr víti eftir aö
enski landsliösmaöurinn Terry
Butcher haföi fellt Cyrille Regis.
Hollendingurinn Romeo Zoncervan
kom Albion yfir á 18. mín. en John
Wark (víti) og Eric Gates skoruöu
fyrir Ipswich á 40. og 42. mín., en
Regis jafnaöi svo mínútu eftir Mark
Gates. Paul Mariner geröi þriöja
mark Ipswich á 71. mín. Áhorfend-
ur á þessum stórskemmtilega leik
voru 16.611.
lan Wallace skoraöi sigurmark
Forest í leiknum viö Luton eftir
fyrirgjöf Steve Wigley, eins hinna
bráöefnilegu ungu leikmanna For-
est. 16.296 áhorfendur sáu svo
Hans van Breukelen, hinn hol-
lenska markvörö Forest, bjarga
stigunum fyrir liö sitt á síöustu
mínútunni er hann varöi á undra-
veröan hátt frá Brian Stein.
Nicholas meiddist
Charlie Nicholas varö aö yfir-
gefa leikvanginn eftir aö hafa lagt
upp annaö mark Arsenal f leiknum
viö Norwich, sem Alan Sunderland
geröi. Nicholas sneri sig á ökkla,
en ekki er taliö aö meiðslin séu
alvarleg. Lee Chapman skoraöi
fyrsta mark leiksins meö skalla eft-
ir mistök Chris Woods í markinu.
Kom þaö á 38. mín. Sunderland
geröi þriöja mark Arsenal og sitt
annað sex mín. fyrir leikslok.
Áhorfendur voru 24.438.
Archibald kom inná
og skoraði
Steve Archibald, sem er á sölu-
lista hjá Tottenham, kom inná í
leiknum viö Watford og skoraöi
eitt marka liösins. Wilf Rostron
skoraöi fyrst fyrir Watford, en
Glenn Hoddle jafnaöi með gullfal-
legu skoti yfir markvöröinn á 56.
min. Archibald skoraöi annaö
markiö meö glæsilegu skoti af 25
m færi og Chris Hughton skoraði
þriöja markiö undir lokin. Alveg í
restina minnkaöi Nigel Callaghan
svo muninn úr vítaspyrnu. Áhorf-
endur voru 21.056.
Sem kunnugt er slettist upp á
vinskapinn hjá Archibald og stjóra
Tottenham, Keith Burkinshaw, fyrir
nokkrum vikum. Burkinshaw sagöi
þá aö Archibald legöi sig ekki fram
í leik og tók hann út af. Heimtaöi
Archibald þá aö vera seldur. Eftir
leikinn á laugardag sagöi hann:
„Ég lék aöeins fyrir sjálfan mig í
dag. Viö erum enn ekki vinir og ég
vil enn fara frá félaginu."
James meö á ný
Velski landsliösmaöurinn
Leighton James kom á ný inn í liö
Sunderland og þaö var hann sem
lagöi upp eina mark leiksins, sem
Colin West skoraöi á 53. mín. meö
skalla. Áhorfendur voru 11.612.
Howard Gayle kom Birmingham
yfir gegn Everton á Goodison Park
þremur mín. fyrir hálfleik, en
Graeme Sharp jafnaöi fyrir heima-
liöiö úr víti á 49. mín. Áhorfendur
15.253.
Stoke komst í 2—0 gegn Leic-
ester, meö mörkum lan Painter og
Paul Maguire. Robert Jones og
Gary Lineker jöfnuðu. öll mörkin
voru gerö í fyrri hálfleik.
— BH/SH
1. deild
We#t Ham 7 6 0 1 16— 4 18
Man. Utd. 7 5 0 2 11— 8 15
Southamton 7 4 2 1 8— 2 14
Liverpool 7 4 2 1 8— 4 14
Ipswich 7 4 12 18— 8 13
Aston Villa 7 4 12 11— 9 13
Nott. Forest 7 4 12 11— 9 13
Arsenal 7 4 0 3 13— 8 12
QPR 7 3 2 2 13— 8 11
WBA 7 3 2 2 11—11 11
Coventry 7 3 2 2 11—12 11
Birmingham 7 3 2 2 7— 8 11
Luton 7 3 13 14— 8 10
Everton 7 2 3 2 5— 7 9
Watford 7 2 2 3 14—12 8
Tottenham 7 2 2 3 10—11 8
Sunderland 7 2 1 4 8—13 7
Notts County 7 2 0 5 8—15 6
Norwich 7 1 2 4 8—11 5
Stoke 7 115 5—15 4
Wolves 7 0 2 5 5—18 2
Leicester 7 0 1 6 4—18 1
CVÍ deild
Sheff. Wed. 7 5 2 0 11—4 17
Manc. City 7511 16—6 16
Huddersfíeld 6 3 3 0 6—3 12
Middletbrough 6 3 3 0 »—5 12
Charlton 6 3 3 0 7—3 12
Chelsea 6 3 2 1 10—4 11
Newcastle 7 3 2 2 11—7 11
Shrewsbury 7 3 2 2 6—6 11
Portsmouth 6 3 1 2 9—5 10
Grimsby 6 2 3 1 6—7 9
Blackburn 7 2 3 2 10—13 9
Brighton 7 2 2 3 10—10 6
Cardiff 6 2 1 3 5—6 7
Leeds 7 2 1 4 8—11 7
Carlisle 7 1 3 3 2—5 6
Cambridge 6 1 2 3 6—7 5
Fulham 6 1 2 3 4—9 5
Oldham 6 1 2 3 4—11 5
Derby 7 1 2 4 6—16 5
Barnsley 6 114 9—11 4
Swansea 6 114 4—6 4
Crystal Palace 5 0 2 3 4—9 2