Morgunblaðið - 27.09.1983, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 27.09.1983, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. SEPTEMBER 1983 29 Hér rennur safnið síðasta spölinn í síðasta sinn af afrétti. Lengst til hægri sést í fjárhús í Efstadal, sem til stendur að breyta í fjós. Ljésm Mbi. Priða Proppé. Ollu fé slátrað af þremur bæjum ÞAÐ var eins og blessaðar skepn- urnar vissu hvaða örlög biðu þeirra, þegar bændur í Laugardal ráku fé sitt um hádegisbilið á sunnudag af fjalli niður hlíðarnar fyrir ofan bæina í Efstadal. Féð virtist rekast illa og hópur slapp í gegnum fyrirstöðu heimamanna og rann efst í hlíðunum í áttina að Laugarvatni. Gangnamenn komu af fjalli eftir þriggja daga rekstur á afréttum Laugdælinga. Þrjú ár a.m.k. munu líða þar til heima- menn geta fagnað gangnamönnum eins og þeir gerðu sl. sunnudag af Álfhóli í Efstadal og fylgst með vænum dilkum renna af fjalli, því vegna riðuveiki verður öllu safninu nú slátrað, en það er af þremur býlum, samtals sex fjárbúum. Bændurnir hafa með samningi skuldbundið sig til að vera (jár- lausir í a.m.k. þrjú ár. í mót fá þeir nokkrar peningabætur. Bændurnir sem hér um ræðir eru af bæjunum Efstadal I og Efstadal II, einnig úr Miðdals- koti. Á síðasta hausti var öllu fé slátrað af bæjunum Snorrastöð- um, Hjálmsstöðum og Miðdal í Laugardal vegna riðuveikitilfella, en samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Sigurðarsyni dýralækni á Keldum hafa rannsóknir á fé frá þessum bæjum staðfest riðuveiki. Á þessu hausti verður einnig öllu fé af tveimur bæjum f Grímsnesi, þ.e. Brúarholti og Seli, slátrað. Safnið í Efstadalsrétt var að sögn bændanna um þrjú þúsund fjár, en fullorðið fé sem bætt verður er á milli 1.200 og 1.300 í Rfstadal. Blaðamaður Mbl. ræddi við bændur á milli þess sem þeir drógu i dilka, en þeir voru sam- mála um það að féð kæmi óvenju fallegt af fjalli, sérstaklega þegar haft væri í huga tíðarfarið í sumar. Þeir feðgar Sigurður Sig- urðsson og Snæbjörn Sigurðsson reka saman bú f Efstadal. Þetta er f annað sinn sem Sigurður sér á eftir öllu fé sínu til slátrunar, því í lok mæðiveikifaraldursins 1937 til 1950 var öllu fé hans slátrað, á árinu 1950 eða 1951 að hans sögn. „Það er ekki um neitt annað að ræða en að dansa með,“ sagði hann og virtist hafa sætt sig við hlutskiptið, þó hann viður- kenndi að auðvitað væri sárt að sjá á eftir þeim svona öllum í einu. Sonur hans Snæbjörn tók í sama streng og sagðist hafa sætt sig við þetta, enda væri ekki nokkur leið að reka fjárbúskap undirlagðan af riðuveiki. Hann kvað þó einvörðungu hafa komið upp eitt riðuveikitilfelli hjá þeim, en það var árið 1980. Aftur á móti hefðu einkenni komið í ljós í rannsóknum á síðasta hausti og það nægði til að slátra þyrfti öll- um stofninum. Aðrir bændur höfðu svipaða sögu að segja. Þær bætur sem bændunum verða greiddar koma allar á fyrsta ári og eru að sögn Sigurðar Sigurðarsonar dýra- læknis á Keldum hugsaðar til að þeir geti komið sér upp öðrum búgreinum. Bændurnir sem Mbl. ræddi við, þeir sem tekið höfðu ákvörðun, ætluðu að fjölga nautgripum og jafnvel fara út í holdanautarækt. Samkvæmt samningi verða bændurnir að hreinsa fjárhús mjög vandlega á fyrsta ári eftir slátrun, skipta um jarðveg um- hverfis fjárhúsin, sótthreinsa og mála. Sigurður Sigurðarson dýra- læknir sagði aðspurður að riðu- veikin smitaðist með því að féð æti, sleikti eða drykki í sig smit- efnið, einnig smitaðist hún í gegnum sár, en smitefnið fylgir öllum óhreinindum frá sauðfé. Því væri mjög mikilvægt að bændur tækju ekki aðkomufé í hús á riðuveikisvæðum, einnig að þeir lánuðu ekki eða notuðu fjár- klippur hvers annars, en það hefði viljað brenna við. Þá sagði hann að óhreinlæti i sambandi við flutninga í sláturhús, þegar farið væri ýmist á sýkta bæi og ósýkta, gæti borið smitið. Heim- taka á óverkuðum sláturafurðum og slæmur frágangur á sláturúr- gangi og hrækjum af sjálfdauð- um kindum væri hættulegur. Þó væri algengast að smitið bærist með sölu og hýsingu. Fjallkóngur þeirra Laugdæl- inga er Hörður Guðmundsson bóndi á Böðmóðsstöðum. Hann sagði í viðtali við Mbl. að á Böð- móðsstöðum rækju tveir bændur Það er eftirsjá f þessum myndar- lega ferhyrnda hrúti, sem Sigur- finnur Vilmundarson í Efstadal á. Strákurinn heitir Helgi Kristján Torfason og er af Seltjarnarnes- inu. Einbeitnin skein úr svip barna og lamba, en oftast höfðu börnin vinninginn. sauðfjárbúskap, hann sjálfur og bróðir hans Árni. Þeir væru með um 70 kindur hvor, en væru hætt- ir að reka þær til fjalls. „Við er- um með þær við túngarðinn og ekki hefur orðið vart riðuveiki- einkenna," sagði hann. Hörður sagðist aftur á móti þeirrar skoð- unar, og svo var um fleiri við- mælendur Mbl. í Efstadalsrétt, að slátra hefði átt öllu sauðfé á svæðinu, fyrst riðuveikin væri á annað borð komin i sveitina. Reglurnar gera aftur á móti ráð fyrir því, að einkenna þurfi að hafa orðið vart til að bændur fái bætur, og því gætu menn ekki skorið niður af fjárhagsástæðum, þó vilji væri fyrir hendi. Þá bentu bændur á að óhagkvæmni hlyti einnig að vera af því að verið væri að skera niður sitt hvort ár- ið. Hreinlegra hefði verið að skera allt niður á sama haustinu og láta sveitina alla vera án sauðfjár í þrjú ár. Sigurður Sig- urðarson dýralæknir var spurður hvort örygginu væri fullnægt með því að skilja eftir býli á riðu- veikisvæðinu og hvort þessi ábending bænda væri ekki rétt. Hann sagði þetta fyllilega rétt hjá bændunum. Auðvitað væri öruggara að slátra öllu sauðfé I einu á svæðinu, en þarna kæmi fyrst og fremst til skortur á fjár- magni til að standa undir bóta- greiðslum. Sigurður sagði einnig, að f Efstadal hefði borið nokkuð á garnaveiki, kýlapest og tannlosi í sauðfé. Af þeirri ástæðu væri einnig gott að til endurnýjunar á stofninum kæmi. Bændurnir eru ekkert of sælir með þessar bótagreiðslur, sagði Sigurður dýralæknir ennfremur. Þeir fá svonefndar skattmats- bætur sem námu um síðustu ára- mót liðlega 900 krónum á hverja fullorðna á. Kvaðst Sigurður reikna með að sami háttur yrði hafður á nú, bændur fengju um helming greiddan í desember og hinn í janúarmánuði. Fénu verð- ur eins og fyrr segir slátrað á Selfossi. Riðuveikar kindur eru teknar frá í sláturhúsinu og kjöt af þeim fer ekki á markað. Að gömlum og góðum sveitasið var öllum boðið til réttarkaffis að loknum starfsdegi, en lokið var við að draga í dilka á fimmta tfm- anum. Niðurskurðurinn var af skiljanlegum ástæðum mest ræddur undir borðum. Bændur sögðu nokkuð augljóst að niður- skurðurinn yrði óbeint til þess að fé í sveitinni fækkaði. Menn færu í ýmsar aðrar búgreinar, breyttu jafnvel fjárhúsum í því skyni, sem þýða myndi að ekki yrði keypt sauðfé á ný í sama magni og nú er. Þá komu menn einnig í umræðunni að félagslegum þætti málsins. Fjallkóngurinn lýsti þeirri skoðun sinni að göngur á næstu þremur árum, ef nokkrar yrðu, hlytu að verða daufar og minna sungið. Þá voru menn sammála um það að sauðfjár- búskapurinn tengdi bændur hvað sterkustum félagslegum böndum. í Laugardal hefur verið starfandi sauðfjárræktarfélag og menn átt góða samvinnu um ræktun ákveð- inna stofna. Þá hafa göngur, rétt- ir, rúningar og fleira samfara búskapnum verið aðalhvatinn að ýmsum skemmtilegustu manna- mótunum. Það var auðheyrt á bændunum og fjölskyldum þeirra, að þeir voru strax farnir að sakna þessa þáttar, en bent var á þá jákvæðu hlið þessa máls, að landið hvíldist og batnaði á fjárleysistímanum. Bændur gáfu sér tíma til að rétta úr sér, enda yngsta kynslóðin röggsöm við dráttinn. Lengst til vinstri Sigurður Sigurðsson bóndi Efstadal, Snæbjörn Sigurðsson sonur hans, einnig bóndi í Efstadal, Andrés Pálsson bóndi á Hjálmsstöðum, þar sem öllu var slátrað sl. haust, og Sigurður Sigurðsson frá Laugarvatni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.